Ísland er að dragast með í orkukreppu ESB

Stefna ESB er að „nýta orku aðild­ar­landa í þágu sam­bands­ins“

Óstjórn orku­mála er ein af ástæðum viðvar­andi efna­hags­stöðnun­ar ESB https://www.nbp.pl/badania/seminaria/17xi2017-1.pdf sem fer versn­andi. Orku­verð er orðið of hátt og veld­ur óeirðum á göt­um úti, iðnaðarfjárfest­ing­ar fara til annarra landa og at­vinnu­leysi breiðist út. Af­skipti ESB af orku­mál­um aðild­ar­landa, draum­ur­inn um „Orku­sam­band ESB“ https://euobserver.com/energy/144633, koma í formi til­skip­ana frá Brus­sel og hafa verið til baga fyr­ir aðild­ar­lönd­in.

Til­skip­anapakki 1 og 2 splundraði orku­fyr­ir­tækj­um, kom á fót sýnd­ar­sam­keppni og dýr­ari rekstri. 3. pakk­inn fær­ir orku­kerf­in beint und­ir yf­ir­ráð og stjórn­sýslu ESB og eign­ar­hald og nýt­ingu einka­fjár­magns í ESB/​EES.

Til­skip­un (2009/​72) um 3. pakk­ann seg­ir m.a.: https://www.efta.int/sites/default/files/documents/legal-texts/eea/other-legal-documents/translated-acts/icelandic/i32009L0072.pdf

nýtt stjórn­vald verður stofnað hér (raf­orku­markaðseft­ir­lit) sem sér um að reglu­  verki ESB sé fylgt, ís­lensk stjórn­völd hafa eng­in völd yfir því. Verk­efni þess eru m.a.:

fram­kvæma ákv­arðanir ACER og fram­kvæmda­stjórn­ar ESB

gefa út bind­andi ákv­arðanir um raf­orku­fyr­ir­tæki

ákv­arða eða samþykkja gjald­skrár

virkj­ana­leyfi á Íslandi skal aug­lýsa í Stjórn­artíðind­um ESB

Fyr­ir­tæki í ESB/​EES, eða dótt­ur­fyr­ir­tæki hér, geta boðið í virkj­ana­leyfi sem verður út­hlutað í sam­ræmi við reglu­verk ESB/​EES. 3. pakk­inn einka­væðir fyr­ir­tæki orku­kerf­is­ins og veit­ir einka­fjár­magni aðgang að orku­lind­un­um. https://europa.eu/rapid/press-release_IP-19-1477_en.htm

3. pakk­inn set­ur af stað hömlu­lausa útþenslu vindorku og sól­ar­orku með út­breidd­um lands­lýt­um og um­hverf­is­spjöll­um. Fjár­fest­ing í vatns­orku­ver­um og jarðorku­ver­um verður einnig sett í for­gang og flýtimeðferð, fjár­fest­ar boðnir vel­komn­ir, fé út­vegað. Nor­eg­ur og Ísland eru helstu skot­mörk­in. EES-reglu­verkið hef­ur þegar heim­ilað ESB/​EES-aðilum að eiga eign­ir, og land með land­kost­um, þar með tald­ar virkj­an­ir, hér­lend­is. Með 3. orkupakk­an­um staðfest­ist rétt­ur fyr­ir­tækja í ESB/​EES til að eiga og reka orku­fyr­ir­tæki á Íslandi og nýta orku­auðlind­ir lands­ins í sína þágu.

Stefna ESB, eða rétt­ara sagt draum­ar, er að „nýta orku aðild­ar­landa í þágu sam­bands­ins“, mynda stórt sam­tengt orku­kerfi ESB/​EES með orku­ver og orku­fyr­ir­tæki í einka­eigu sem lúta stjórn­valdi ESB ein­göngu, án af­skipta heima­manna. https://energy.economictimes.indiatimes.com/news/power/frances-edf-warned-of-strike-at-its-hydropower-plants-rte/68788047  Orku­stofn­un­in“ ACER sér um að farið sé eft­ir fyr­ir­mæl­um ESB og er með úti­bú í aðild­ar­lönd­um ESB/​EES. Venju­leg­ir orku­gjaf­ar, gas, olía, kol og úran, falla ekki í kramið hjá ESB, óstöðug og dýr vind- og sól­ar­orka er fyr­ir­skipuð. Fall­vatns­orka og jarðvarmi eru vin­sæl þar sem hægt er að ná í þannig orku og hef­ur ESB í hyggju að nýta orku­lind­ir Nor­egs og Ísland að fullu í sína þágu. Valdið sem ESB hef­ur með EES-samn­ingn­um ger­ir ESB fært að setja ráðstöf­un á auðlind­um þess­ara landa und­ir sitt reglu­verk og stjórn­sýslu og nýta ork­una í sína þágu og sinna fyr­ir­tækja.

Orku­kerfi aðild­ar­landa ESB/​EES eru oft góð en af ýms­um gerðum og hafa verið byggð upp með miklu fé á löng­um tíma. Kjarn­orka er víða notuð, Finn­ar og Bret­ar eru að reisa ný ver. https://www.world-nuclear.org/information-library/current-and-future-generation/plans-for-new-reactors-worldwide.aspx Gas, kol og olía eru mikl­ir orku­gjaf­ar, vatns­orka er á mörg­um stöðum. All­ir þess­ir orku­gjaf­ar eru aðgengi­leg­ir, hag­kvæm­ir og mik­il geta og reynsla til við að nýta þá og landslýti og um­hverf­isáhrif af notk­un þeirra þekkt og tak­mörkuð. Marg­ir orku­gjaf­ar eru til í of­gnótt og skort­ur ekki í fyr­ir­sjá­an­legri framtíð.

Al­manna­eign er á orku­fyr­ir­tækj­um víða í ESB/​EES. Það fyr­ir­komu­lag hef­ur reynst vel að jafnaði þar eð nærþjón­usta er hag­kvæm­asta rekstr­ar­kerfi ork­u­nýt­ing­ar. Hætta á fá­ok­un er mik­il þegar orku­fyr­ir­tæk­in eru í einka­eigu. Íslenska orku­kerfið var að fullu í al­manna­eigu fyr­ir daga EES og eitt það hag­kvæm­asta.

Til­skip­anapakk­ar ESB verða sí­fellt draumóra­kennd­ari. ESB tók form­lega upp 4. orkupakk­ann 22. maí 2019, hann heit­ir „Hrein orka fyr­ir alla Evr­ópu­búa-pakk­inn“ og set­ur kvaðir á aðild­ar­lönd­in um að fram­leiða og nota „hreina“ orku. Kvaðirn­ar eru ófram­kvæm­an­leg­ar fyr­ir flest­öll ESB-lönd en setja auk­inn kraft í að ná orku frá t.d. Nor­egi og Íslandi til handa ESB-fyr­ir­tækj­um.

Orkukrepp­an fer dýpk­andi í ESB. https://www.frjalstland.is/2019/05/12/dypkandi-orkukreppa-i-esb/#more-1397 Það er af­leiðing af­skipta Brus­sel af orku­mál­um aðild­ar­land­anna og hef­ur leitt af sér stöðugt hækk­andi orku­verð https://www.reuters.com/article/us-germany-energy-retail/german-consumers-paying-record-prices-for-power-portal-idUSKCN1P9233 og rýrn­andi lífs­kjör, vax­andi orku­skort, iðnaðarflótta og at­vinnu­leysi. Stefnu­mörk­un­ina skort­ir raun­sæi og stjórn­un orku­mála er röng. Ísland hef­ur vegna EES verið að drag­ast með inn í orkukreppu ESB og versn­ar ástandið með hverju nýju vald­boði, „orkupökk­um“, frá ESB. Pyngj­ur al­menn­ings á Íslandi létt­ast með hverj­um pakk­an­um.

(Eftir Friðrik Daníelsson stjórnarmann í Frjálst land, greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 30.7.2019)

This entry was posted in EES, Orka. Bookmark the permalink.