Orkan okkar gefur út skýrslu um 3. orkupakkann

Sérfræðinganefnd á vegum samtakanna Orkan okkar kynnti skýrslu sem nefnist „Áhrif ingöngu Íslands í Orkusamband ESB“ í Safnahúsinu 16.8.2019. Í skýslunni er ítarlega farið yfir 3. orkupakkann og ýmiss mál sem tengjast orkumálum Íslands. Aðgerðir ESB í orkumálum ESB/EES-svæðisins eru ræddar og sagt frá helstu þáttum í stefnu ESB sem Orkusambandið á að koma í framkvæmd.

Dæmi um nokkur mikilvæg atriði sem koma fram í skýrslunni:

-“Niðurstaða þessarar skýrslu er sú að það sé rökrétt að Alþingi hafni upptöku 3. orkupakka ESB-“

-“Það er alveg ljóst að með stofnun ACER (orkustofnunar ESB) ætlar framkvæmdastjórn ESB að taka yfir stjórn á orkumálum ESB/EES af landsyfirvöldum“-

-hópur erlendra fjárfesta og innlendra samstarfsaðila þeirra hefur lengi unnið að undirbúningi að lagningu sæstrengs sem mundi beintengja íslenska orkubúskapinn við hinn sameiginlega markað ESB. Þrátt fyrir að orkuauðlindir Íslendinga séu takmarkaðar, eru þær engu að síður eftirsóttar-“

-“það þolir enga bið að við Íslendingar mótum okkur langtímastefnu um eignarhald og nýtingu á helstu auðlindum þjóðarinnar. Þá er átt við fiskimiðin, orkulindirnar, hreina vatnið og óspjallaða náttúru-“

Í skýrslunni er mikilvægur fróðleikur fyrir bæði almenning og þá sem véla um orkumál landsins.

https://orkanokkar.is/wp-content/uploads/2019/08/SkyrslaOrkusamband_160819.pdf

This entry was posted in EES, Orka. Bookmark the permalink.