Sæstrengurinn ákveðinn af ESB

ESB hefur haft þá stefnu alllengi að orka frá Íslandi verði leidd til ESB með sæstreng (sjá gögn hér á síðunni og Mbl-blog). Beðið er eftir að Ísland samþykki 3. orkupakkann. Undirbúningurinn er langt kominn. Stjórnvöld hér stefna að því leynt og ljóst að fyrirtæki á Íslandi sem nota mikla raforku dragi saman seglin eða loki. Reyni Alþingi að stöðva lagningu sæstrengs mun ESB draga Ísland fyrir dóm.

Með samþykkt 3. orkupakkans samþykkir Ísland stefnu ESB um orkuöflun, m.a. lagningu sæstrengs héðan til Evrópu. Undirbúningur hér er kominn vel á veg, aðilar sem hafa verið tengdir stjórnmálamönnum hafa m.a. unnið að honum. Undirbúningur austanhafs er kominn langt og fjármögnun örugg. Með 3. orkupakkanum missa stjórnvöld hér, og í örðum ESB/EES löndum, vald yfir millilandatengingum sem verða alfaið á valdi ESB. Orkustofnun ESB, ACER, og útibú hennar hér, Landsreglari (raforkumarkaðseftirlit Orkustofnunar), verða notuð til að koma ákvörðunum á framfæri. Eftirlitsstofnunin með EES-hlýðni, ESA, verður notuð til að framsenda ákvarðanirnar án þess að hafa raunveruleg völd þar yfir.

Stjórnvöld Belgíu ætluðu sér ekki að láta belgíska landsreglarann (útibú ESB/ACER) taka ákvarðanir um tengingar til annarra landa heldur ætluðu belgísk stjórnvöld að ákveða sjálf um millilandatengingar. Það er brot á tilskipun 3. orkupakkans (2009/72). ESB hefur nú dregið Belgíu fyrir dóm vegna brota á ákvæðum 3. orkupakkans:

Brussels, 25 July, 2019

Í dag hefur framkvæmdastjón ESB ákveðið að að leggja mál Belgíu fyrir ESB-dómstólinn (ECJ) um að hafa ekki innleitt 3. orkupakkann rétt (tilskipun 2009/72)- Belgía inleiddi ekki á réttan hátt ákvæðið um vald landsreglara (útibú ESB/ACER) sem á að hafa vald til að ákveða með raforkuframkvæmdir en fékk aðeins heimild (samkvæmt innleiðingu Belgíu) að gera tillögur til stjórnvalda í Belgíu um slíkar ákvarðanir. -Skilyrði fyrir millilandatengingu rafkerfa eru nú ákveðin af stjórnvöldum Belgíu en ekki landsreglara (eins og 3. pakkinn mælir fyrir um).-“

https://europa.eu/rapid/press-release_IP-19-4254_en.htm

Ath! Ákvæði tilskipunar 2009/72 á Alþingi að setja í lög, samkvæmt lagafrumvarpi iðnaðaráðherra, sem verður lagt fram þegar utanríkisráðherra hefur látið samþykkja þingsályktunartillöguna um 3. orkupakkann. Ákvæði tilskipunar 2009/72 eru í andstöðu við íslensk lög (stjórnsýslurétt) og gætu því orðið undirorpin ógildingarmálaferlum.

Íslensk stjórnvöld hafa undirbúið leynt og ljóst að koma raforkunni til útlanda með því að þvinga fram taprekstur og í framhaldi lokun innlendra atvinnufyrirtækja með allt of háu orkuverði, dýrum kvöðum og hindrunum á uppbyggingu. Iðnaður Íslands er orðinn ofurseldur okri Landsvirkjunar og annarra orkufyrirtækja og ýmsum kvöðum sem sumar eru ættaðar frá ESB/EES (kvóta/heimildabrask). Stjórnir seitarfélaga sjá fram á að mörg þúsund manns gætu bæst á atvinnuleysisskrá og tekjur sveitarfélaganna hrunið.

Bæj­ar­stjórn Akra­ness og sveit­ar­stjórn Hval­fjarðarsveit­ar skora á rík­is­stjórn Íslands að gera breyt­ingu á stefnu sinni í mál­efn­um orku­freks iðnaðar. Sveit­ar­fé­lög­in funduðu í byrj­un þess­ar­ar viku „vegna þeirr­ar al­var­legu stöðu sem upp er kom­in í at­vinnu­mál­um á Grund­ar­tanga og leitt  get­ur til veru­legs sam­drátt­ar í starf­semi orkukræfs iðnaðar og fækk­un starfa,“ að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni.  Segja þau rekstr­ar­um­hverfi orkukræfs iðnaðar á Íslandi hafa versnað til muna og það sam­keppn­is­for­skot sem hér hafi verið í orku­verði sé al­gjör­lega horfið.-“ Mbl 28.8.2019.

Í samræmi við regluverk EES hefur Orkustofnun úthlutað fjölda rannsóknaleyfa fyrir vatnsaflsvirkjunum og vindmylluskógum hér. Mikill fjöldi, þar á meðal gervifyrirtæki, braskarar og ævintýramenn, hafa sótt um og sumir fegnið leyfi í anda „samkeppnisvæðingar“ orkukerfisins samkvæmt fyrri orkupökkum og EES-regluverkinu. Landslýti og náttúruskemmdir verða tröllvaxnar á Íslandi, eins og víða í ESB, ef vindmylluhagkerfi ESB fær frjálsan aðgang að landinu eða verður fyrirmynd hér með orkupakka 3.

Með samþykki Íslands á 3. orkupakkanum verður opnað á að raforka frá íslenskum orkulindum verði leidd til ESB. Atvinnustarfsemi hér byggð á orku legst þá að verulegu leyti af með fjöldaatvinnuleysi sem afleiðingu. Alþingi hefur ekkert um sæstreng að segja ef það samþykkir 3. pakkann. ESB hefur uppi áætlanir um að loka orkuverum í ESB-löndum en nota aðeins vindorku og sólarorku auk sem mestrar orku frá Noregi og Íslandi. Það er óraunhæf stefna en setur mikinn þrýsting á að ná orku héðan. Með sæstrengstengingu Íslands við ESB mun Ísland missa sína mestu þjóðareign og dragst niður á efnahagsstig ESB og fá þarlenda orkukreppu yfir landið.

This entry was posted in EES, Orka. Bookmark the permalink.