Niðurrifið er hafið

Hin stóra auðlind Íslands, orkan, hefur verið undirstaða landfastrar atvinnustarfsemi í áratugi. Nú hefur ný stefna í orkumálum, komin frá ESB með EES-tilskipunum, verið tekin upp. Framleiðslufyrirtæki landsins draga saman seglin vegna þess að verð á orku er of hátt. Gróðurhúsin hafa verið í vandræðum lengi. Iðnfyrirtækin eiga sífellt erfiðara með að keppa við innflutning. Og nú síðast eru orkufyrirtæki í almannaeign farin að okra á iðjuverunum. Græðgisvæðing Landsvirkjunar er að stöðva iðnreksturinn í landinu. Svo virðist sem stefnan sé að loka iðnaðinum, selja orkuna til ESB og stöðva frekari virkjanaáform.

Úr mbl, 28.8.2019:

Stjórn­völd breyti stefnu varðandi orku­frek­an iðnað

Bæj­ar­stjórn Akra­ness og sveit­ar­stjórn Hval­fjarðarsveit­ar skora á rík­is­stjórn Íslands að gera breyt­ingu á stefnu sinni í mál­efn­um orku­freks iðnaðar.

Sveit­ar­fé­lög­in funduðu í byrj­un þess­ar­ar viku „vegna þeirr­ar al­var­legu stöðu sem upp er kom­in í at­vinnu­mál­um á Grund­ar­tanga og leitt  get­ur til veru­legs sam­drátt­ar í starf­semi orkukræfs iðnaðar og fækk­un starfa,“ að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni.  Segja þau rekstr­ar­um­hverfi orkukræfs iðnaðar á Íslandi hafa versnað til muna og það sam­keppn­is­for­skot sem hér hafi verið í orku­verði sé al­gjör­lega horfið. 

Benda sveita­fé­lög­in í bréfi sínu á að nú­ver­andi at­vinnu­starf­semi á Grund­ar­tanga­svæðinu hafi byggst upp á löng­um tíma og sé „gríðarlega mik­il­væg fyr­ir sveit­ar­fé­lög­in á Vest­ur­landi, Akra­nes, Hval­fjarðarsveit og í vax­andi mæli Borg­ar­byggð. Nærri læt­ur að um 1.100 bein störf séu í þeim 20 at­vinnu­fyr­ir­tækj­um sem þar reka starf­semi og ann­ar eins fjöldi starfa teng­ist þjón­ustu við þessi fyr­ir­tæki og þá sér­stak­lega stærstu fyr­ir­tæk­in Elkem og Norðurál.“

Þró­un­ar­vinn­an unn­in fyr­ir gíg

Und­an­far­in ár hafi verið unnið öt­ul­lega að því í sam­vinnu Þró­un­ar­fé­lags Grund­ar­tanga, Norðuráls, Elkem og Faxa­flóa­hafna að finna, greina og nýta þau tæki­færi sem svæðið búi yfir til vaxt­ar og auk­inn­ar verðmæta­sköp­un­ar. Í þeirri vinnu hafi sér­stök áhersla verið lögð á um­hverf­is­mál, ný­sköp­un og full­nýt­ingu efn­is- og auðlind­a­strauma á sviði orku­vinnslu og orku­end­ur­vinnslu sem nýtt verði til upp­bygg­ing­ar nýrra fyr­ir­tækja með til­heyr­andi fjölg­un starfa. 

„Því miður er nú margt sem bend­ir til þess að sú mikla vinna sé unn­in fyr­ir gíg vegna breyt­inga á rekstr­ar­um­hverfi orkukræfs iðnaðar á Íslandi. Af­leiðing­ar þessa má m.a. sjá í niður­stöðu gerðardóms um orku­verð til Elkem á Grund­ar­tanga“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.      

Stjórn­völd á Íslandi hafi skapað orkukræf­um iðnaði „góð skil­yrði til rekstr­ar með sann­gjörnu raf­orku­verði“ og fyr­ir vikið hafi hingað komið öfl­ug fyr­ir­tæki sem hafi mörg hver verið í rekstri um ára­tuga­skeið.

Þessi fyr­ir­tæki hafi jafn­framt greitt há laun og haft já­kvæð áhrif á upp­bygg­ingu sinna nærsam­fé­laga, auk þess sem þau hafi lagt mikið af mörk­um til upp­bygg­ing­ar raf­orku­innviða sam­fé­lags­ins í heild. 

Einnig benda sveit­ar­fé­lög­in á að fyr­ir­tæki á Grund­ar­tanga séu í dag „lyk­ilfram­leiðend­ur ým­issa sér­vara sem leitað er eft­ir til lausn­ar í þeim orku­skipt­um sem nú eru að eiga sér stað og kallað er eft­ir á heimsvísu“.

Verðhækk­un í krafti ein­ok­un­ar­stöðu

Rekstr­ar­um­hverfi orkukræfs iðnaðar á Íslandi hafi hins veg­ar nú versnað það mikið að sam­keppn­is­for­skotið sem hér hafi verið í orku­verði sé nú al­gjör­lega horfið. Þess vegna kalli sveita­stjórn­irn­ar því svör­um um hver hafi tekið ákvörðun um þessa stefnu­breyt­ingu og á hvaða vett­vangi. 

Birt­ing­ar­mynd ákvörðunar sé hins veg­ar sú að Lands­virkj­un, fyr­ir­tæki í rík­is­eigu, hafi „í krafti ein­ok­un­ar­stöðu í raf­orku­sölu á stór­not­enda­markaði knúið fram mjög mikl­ar verðhækk­an­ir á raf­orku til orkukræfs iðnaðar.“

Stjórn­völd þurfi að end­ur­skoða nú­ver­andi stefnu í mál­efn­um orkukræfs iðnaðar á Íslandi „og setja Lands­virkj­un eig­enda­stefnu án taf­ar“ sem taki mið af framtíðarorku­stefnu Íslands sem m.a. kveður á um stuðning við byggðar­stefnu, at­vinnu­stefnu og sam­spil við lyk­il­at­vinnu­grein­ar .

This entry was posted in EES, Orka. Bookmark the permalink.