Atvinnuuppbyggingin komin í uppnám

Á sama tíma og Alþingi ætlar að láta orkufyrirtæki landsins kosta dýrt gæluverkefni, “þjóðarsjóð”, eru atvinnufyrirtækin sem þurfa orku að fara með sínar fjárfestingar til útlanda vegna hækkana orkuverðs hér. Eða hætta við uppbyggingu.

Skemmdin á orkukerfi Íslands, sem afskipti ESB af orkumálum landsins, sundurlimun orkufyrirtækjanna í framleiðslu, flutning og dreifingu hafa leitt af sér, er orðin svo alvarleg að uppbygging orkukræfrar atvinnustarfsemi er að stöðvast.

Uppbygging gróðurhúsanna hefur m.a. strandað á dýrri orku, bæði raforku og varma. Einnig hefur fóðurloftið (koltvísýringur), sem hægt er að vinna beint úr jarðhitagasinu, verið dýrt hér.

Hafberg Þórisson, aðaleigandi gróðrarstöðvarinnar Lambhaga í Úlfarsárdal í Reykjavík, segir framtíðarstöðu fyrirtækisins í höfuðborginni ekki glæsilega.

-Ástæðan er gríðarleg hækkun á verði hitaveituvatns frá Orkuveitu Reykjavíkur sem fyrirhuguð er um næstu áramót.-“

-raforkuverðið hafi hækkað mikið þegar ákveðið var að skipta upp framleiðslu og flutningi á raforku að kröfu Evrópusambandsins.-“

-á meðan hann sé að borga um 10,40 krónur fyrir kílówattstund af raforku með flutningi séu kollegar hans í Noregi að borga ígildi um 6,30 íslenskra króna (m.v. verð í ágúst) fyrir kílówattstundina.“-

https://www.bbl.is/frettir/frettir/ihugar-ad-loka-lambhaga-i-reykjavik-vegna-storhaekkana-a-heitu-vatni/21794/

Forstjóri Advania Data Centers segir orkuverð á Íslandi alls ekki samkeppnishæft. Fyrirtækið samdi nýlega um uppbyggingu gagnavers í Stokkhólmi þar sem mun lægra verð er í boði.

Orkuverð í miðborg Stokkhólms er 20 prósentum lægra en það sem okkur býðst á Íslandi. Sá munur eykst ef gagnaver eru byggð upp í Norður-Svíþjóð. Orkuverð hér er orðið allt of hátt eða 25-40 prósentum hærra en til dæmis í Svíþjóð og Noregi,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri íslenska gagnaversfyrirtækisins Advania Data Centers.

Fyrirtækið hefur samið við Stockholm Exergi um uppbyggingu nýs gagnavers í hátæknigarði í Kista hverfinu í Stokkhólmi. Áætluð heildarfjárfesting er um 8,6 milljarðar króna. Eyjólfur segir að gagnaverið rísi á borgarlandi en hitaveitan kaupir varma sem myndast í tölvubúnaði gagnaversins og nýtist til húshitunar. Þetta lækki umtalsvert orkukostnað gagnaversins. Gagnaverið er það fyrsta sem fyrirtækið byggir erlendis en fyrir eru gagnaver í Hafnarfirði og eitt af stærstu gagnaverum Evrópu í Reykjanesbæ.

Ólafur Adolfsson, formaður Þróunarfélags Grundartanga, hefur einnig áhyggjur af háu raforkuverði. Á Grundartanga vinna um 1.100 manns hjá 20 stórum og smærri fyrirtækjum og um þúsund til viðbótar þjónusta svæðið.

Við höfum miklar áhyggjur af háu orkuverði. Það er varhugaverð þróun að verið sé að verðleggja íslenskan iðnað út af samkeppnismörkuðum. Við höfum ítrekað varað við þessu. Þetta lýtur ekki eingöngu að samkeppnishæfni nýrra verkefna. Verja þarf þau störf sem fyrir eru,“ segir Ólafur.

Orkuverð til notenda er að mestu sett saman af fjórum þáttum: Raforkuverði frá fyrirtækjum á borð við Landsvirkjun, ON, og HS orku; flutningskostnaði Landsnets, dreifikostnaði sem eru veiturnar, og sköttum. Eyjólfur segir að raforkuhlutinn hér sé almennt ekki langt frá verðunum á Norðurlöndum en flutningshlutinn og dreifingin séu miklu dýrari.

„Þegar íslenskir raforkuframleiðendur bera saman verð hér og í viðmiðunarlöndum nota þeir gjarnan verð á stundarmörkuðum (spot) Norðurlanda og bera þau saman við raforkuverð hér sem bundið er í langtímasamningum. Slíkur samanburður er rangur því að í langtímasamningum um orkukaup á Norðurlöndum er verð töluvert ódýrara en stundarmarkaðir segja til um,“ segir Eyjólfur. Hann segir að gagnaver og aðrir nýlegir stórnotendur hér á landi greiði umtalsvert hærra verð en uppgefið meðalverð Landsvirkjunar til stóriðju sé.

https://www.visir.is/g/2019191119914

Á síðasta eina og hálfa áratug, eftir að EES-tilskipanirnar um orkukerfið fóru að komast í framkvæmd, eru íslensk orkufyrirtæki að stefna í að verða ósamkeppnishæf við orkufyrirtæki í helstu samkeppnislöndunum. Mikilvæg atvinnuuppbygging er að stöðvast og fyrirtæki að hætta við uppbyggingu. Hugmyndir um að láta orkufyrirtækin fjármagna „þjóðarsjóð“ með þokukenndan tilgang, gerir stöðuna enn óálitlegri fyrir atvinnumál landsins.

This entry was posted in EES, Orka. Bookmark the permalink.