Áþján ESB þyngist

Alþingi heldur áfram að setja ESB-lög á landsmenn, framhjá lýðræðinu. Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir veturinn er með rúmlega 200 málum þar af 65 sem eru tilskipanir frá ESB eða mál sem eru bein afleiðing EES. Það er um 32% þingmálanna, svipað hlutfall og síðustu tvö ár (35 og 30%). Sum málanna kalla á að Alþingi samþykki margar tilskipanir. Um 50 mál verða að lögum, afgangurinn að þingsályktunum. Tilskipanir sem verða að reglugerðum gefa ráðuneytin út, í kringum 200 árlega.

https://www.frjalstland.is/thingmalaskra-150-loggjafarthings-2019-2020-ees-mal/

ESB semur tilskipanirnar („gerðirnar“) einhliða, Alþingi tekur engan þátt og gerir heldur ekki efnislegar breytingar á þeim. Hin „þinglega meðferð“ er formsatriði og helst hægt að líkja við stimplun. Á leiðinni hingað frá höfuðstöðvum ESB koma EES-tilskipanirnar við í flóknu kerfi af nefndum og ráðum EES sem hafa enga lýðræðislega kjölfestu og hverfandi lítil völd en halda nokkurs konar leiksýningu um að „taka gerðirnar upp í EES-samninginn“. Í framkvæmd stjórnar ESB einhliða hvaða tilskipanir ganga í gildi hér. Farið er á svig við lýðræðisleg vinnubrögð frá byrjun og þar til að lögin og reglugerðirnar ganga í gildi hér. https://www.frjalstland.is/wp-content/uploads/2018/01/EES-Samningurinn-%C3%AD-framkv%C3%A6md-1.pdf

Flestar tilskipanir verða að reglugerðum, færri verða að lögum, um 50 af um 65 EES-málum þessa þings. Flestar tilskipananna fara framhjá Alþingi og milliliðalaust til ráðuneytanna sem gefa út reglugerðirnar upp úr þeim. Þær hljóta enga raunverulega lýðræðislega eða stjórnkerfislaga skoðun eða faglega úttekt á árifum og kostnaði og er efnislega aldrei breytt. Síðstu ár (2017 og 2018) hefur tæplega helmingurinn, 40-45%, af reglugerðunum sem ráðuneytin gefa út verið EES-tilskipanir, kringum 200 árlega.

Í þingmálaskránni eru fyrirskipanir frá ESB og valdsboð frá eftirlitsstofnun og dómstól EES, nokkur mál vegna fyrri EES-tilskipana, einnig eru mál sem tengast Schengensamningnum sem reyndist ónothæfur í flóttamannabylgjunni 2015. Tilskipanir eru m.a. um fjármálastarfsemi, tollkvóta og landbúnað, ríkisábyrgðir, ríkisstyrki, persónuverndarlög, orkuauðlindir, mengunarvarnir.

Loftslagsmál“ eru orðin ein aðal afsökunin fyrir miklum fjölda tilskipana frá ESB. Þær setja höft, gjaldtöku og sektarákvæði um notkun eldsneytis og losun koltvísýrings eða kvaðir á notkun tækja og aðferða. Íslensk stjórnvöld hafa gefið loforð til ESB um að draga úr losun án þess að Ísland hafi verið skuldbundið til þess samkvæmt upprunalega EES-samningnum. https://www.frjalstland.is/skuldbindingar-islenskra-stjornvalda-um-losun-grodurhusalofttegunda/ Athuga ber að ekki er um að ræða alþjóðlegar skuldbindingar Íslands á vegum Sameinuðu þjóðanna heldur eingöngu loforð til ESB. Ekki hafa stjórnvöld birt kostnaðaráætlanir fyrir loforðin en ljóst er að kostnaðurinn er tröllvaxinn og hækkar þegar fram í sækir. https://www.frjalstland.is/2019/01/10/stjornvold-aetla-ad-samthykkja-thungar-skuldbindingar-a-landid/

Samráðsgátt stjórnarráðsins býður þegnunum að leggja fram athugasemdir við frumvörp og reglugerðir. Það er hrein ndarmennska þegar um EES-tilskipanir er að ræða, athugasemdir við þær hafa eldrei leitt til efnisbreytinga. dæmi eru 3. orkupakkinn og persónuverndarlögin sem miklar og vel rökstuddar athugsemdir voru gerðar við. Reglugerð um losun frá atvinnurekstri og umhverfiseftirlit hefur verðið dæmd út af sérfræðingum, samtökum fyrirtækja og sveitarfélaga. https://www.frjalstland.is/2018/04/17/hamlandi-starfsleyfisreglur/

Frá gildistöku EES hefur Alþingi og stjórnarráðið ekki hafnað neinni tilskipun. Lagasafn Íslands eru orð útatað af lögum frá ESB og erfitt er orðið að setja íslensk lög sem ekki rekast á ESB-lögin. Enn verra er ástandið í reglugerðakraðakinu. Áþján ESB vegna EES-samningsins þyngist stöðugt og hindrar í vaxandi mæli að hægt sé að stjórna landinu með hag landsmanna að leiðarljósi.

This entry was posted in EES, Utanríkismál. Bookmark the permalink.