Varaforseti Bandaríkjanna, J.D. Vance, lýsti öryggismálum Vetur- Evrópu í ræðu í Munchen í febrúar sl., séð með augum verndaranna, Bandaríkjanna, sem hafa borið uppi hervarnir V-Evrópu í 86 ár. Lýsing Vance er alger andstaða við það sem Evrópusambandið, og NATO-lönd Evrópu, hafa haldið á lofti. Hann sagði m.a að ekkert væri meira áríðandi að leysa en fjölda-fólksinnflutninginn. Hann ásakaði Evrópska leiðtoga um að hefta málfrelsi og stunda ritskoðun. Stærsta hættan sem Evrópa stæði frammi fyrir væri ekki Rússland eða Kína eða ytri þættir heldur hætta innanfrá!
Ræðan olli fjaðrafoki hjá ESB/NATO-leiðtogum.
Hér á eftir eru brot úr ræðunni.
-Evrópa stendur frammi fyrir mörgum áskorunum en vandinn sem Evrópa stendur frammi fyrir nú , vandinn sem ég held að við öll stöndum frammi fyrir, er heimatilbúinn af okkur sjálfum“!“
-Hættan fyrir Evrópu sem ég hef mestar áhyggjur af er ekki Rússland, er ekki Kína né einhver annar ytri þáttur. Það sem ég hef áhyggjur af er hættan innanfrá, afturhvarf Evrópu frá sumum helstu grundvallargildum – gildum sem Evrópa deilir með Bandaríkjunum
-Nú er staðan orðin svo slæm að Rúmenía beinlínis ógilti forsetakosningar í desember sl. vegna ótrausts gruns upplýsingastofnunar og mikils þrýstings frá nágrannalöndum. Ég var sleginn þegar fyrrum ESB-embættismaður kom fram í sjónvarpi nýlega og hljómaði ánægður með að ríkisstjórn Rúmeníu hafði ógilt heilar kosningar. Mér skilst að hin gefna ástæða hafi verið að rússneskar rangupplýsingar hafi spillt rúmensku kosningunum. En ég bið ykkur, evrópsku vinir, að hafa einhverjar viðmiðanir. Þú getur trúað að það sér rangt hjá Rússum að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum til þess að hafa áhrif á kosningar. En ef lýðræðið ykkar er hægt að eyðileggja með nokkurhundruð þúsund dollara auglýsingum á erlendum vefsíðum þá var það ekki mjög sterkt frá byrjun
-Þegar við sjáum evrópska dómstóla ógilda kosningar og háttsettir embættismenn hóta að ógilda aðrar, ættum við að spyrja okkur sjálf hvort við erum að gera nægilega háar kröfur til okkar sjálfra
-Ég sé að ESB-kommissararnir vara almenning við að þeir ætli að loka samfélagsmiðlum ef verður óróleiki meðal borgranna um leið og þeir taka eftir og meta að orðið hafi „hatursorðræða“
-Í Bretlandi, og um Evrópu, er ég hræddur um að málfrelsi sé á undanhaldi
-En góðu fréttirnar eru að lýðræði ykkar er mun óbrothættara en margir virðast halda. Og ég trúi að með því að leyfa borgurum að tala hug sinn verði það enn sterkara.
-Evrópa stendur frammi fyrir mörgum áskorunum en áskorunin sem álfan stendur frammi fyrir nú, sem við öll stöndum frammi fyrir, er búin til af okkur sjálfum. Ef þú hleypur frá þínum eigin kjósendum er ekkert sem Ameríka getur gert fyrir þig
–Af öllum áríðandi áskorunum sem lönd ykkar standa frammi fyrir tel eg að engin vegi meira en fjölda-fólksinnflutningurinn. Þessi staða kom ekki úr tómarúmi. Hún er árangur ákvarðana stjórnmálamanna síðasta áratuginn. Nærri fimmtungur íbúa Þýskalands og fleiri Evrópulanda, og líka Bandaríkjanna, eru innfluttir.
-Mér þykir það leitt, en við höfum heyrt þessa sögu of oft: Hælisleitandi, oft hálfþrítugur maður, þegar þekktur hjá lögregluyfirvöldum, keyrir bíl inn í mannfjölda og skelfir samfélagið (afganskur hælisleitandi keyrði inn i mannþröng í Munchen um sama leyti og Vance var þar)
-Ég held að fólk hafi umhyggju fyrir heimilum sínum. Og hafi umhyggju fyrir sínum draumum. Og fólk hefur skynbragð. Í andstöðu við það sem þú gætir heyrt úr nokkurra fjallatoppa fjarlægð, frá Davos, líta borgarar okkar landa ekki á sjálfa sig sem tamin dýr eða útskiptanleg tannhjól í alheimshagkerfinu. Og það er ekki að undra að þeir vilji ekki láta þvæla sér til og frá eða vera stöðugt hunsaðir af sínum leiðtogum
-Ég tel að það að hafna fólki, að hafna þeirra áhygjum, eða verra, loka miðlunum, ógilda kosningar, eða loka fólk frá stjórnmláferlinu, er ekki til varnar neinu, það er í raun besta leiðin til þess að eyðileggja lýðræðið
-Við ættum ekki að vera hrædd við okkar eigið fólk, jafnvel þegar það viðrar skoðanir sem eru andstæðar skoðunum forystumannanna.
Ræðuna í heild sinni má sjá á
https://foreignpolicy.com/2025/02/18/vance-speech-munich-full-text-read-transcript-europe/