Vegið að grunnstoðum EES-samningsins

Inn­lent | mbl | 12.2.2018 | 20:00 | Upp­fært 21:17

Vegið að grunnstoðum EES-samn­ings­ins

Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

 

„Mér finnst orðið tíma­bært að við tök­um það til al­var­legr­ar skoðunar á þing­inu hver staða EFTA-ríkj­anna sé á grund­velli EES-samn­ings­ins þegar slík­ar kröf­ur eru gerðar af hálfu Evr­ópu­sam­bands­ins. Mjög fljótt á litið sýn­ist mér að það séu í raun og veru ekki kröf­ur sem sam­rýmast grunn­hugs­un EES-sam­starfs­ins.“

Þetta sagði Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra í umræðum á Alþingi á þriðju­dag­inn í síðustu viku þar sem rætt var stjórn­ar­frum­varp til laga um af­leiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og af­leiðuviðskipta­skrár sem bygg­ir á lög­gjöf frá Evr­ópu­sam­band­inu sem Íslandi ber að taka upp á grund­velli aðild­ar lands­ins að EES-samn­ingn­um. Jón Stein­dór Valdi­mars­son, þingmaður Viðreisn­ar, kvað sér hljóðs á Alþingi dag­inn eft­ir í umræðum um störf þings­ins og sagði með skír­skot­un til ræðu Bjarna að hon­um sýnd­ist Bjarni vera að und­ir­búa jarðveg­inn fyr­ir það að gera EES-sam­starfið tor­tryggi­legt og sagðist vara ein­dregið við því.

Ísland sæti boðvaldi stofn­ana ESB

Bjarni sagði Íslend­inga standa ít­rekað frammi fyr­ir því „í hverju mál­inu á eft­ir öðru, það er nán­ast orðinn ár­leg­ur viðburður, að Evr­ópu­sam­bandið krefst þess þegar við tök­um upp Evr­ópu­gerðir, til­skip­an­ir eða reglu­gerðir, að við Íslend­ing­ar fell­um okk­ur við að sæta boðvaldi, úr­slita­valdi, sekt­ar­ákvörðunum eða með öðrum hætti skip­un­um frá alþjóðastofn­un­um sem Evr­ópu­sam­bandið hef­ur komið sér upp en við eig­um enga aðild að.“

Bjarni sagði þetta al­var­legt mál þar sem að þar væri í raun og veru vegið að grunnstoðum EES-samn­ings­ins, hinu svo­kallaða tveggja stoða kerfi, en kerfið fel­ur í sér að EFTA/​EES-rík­in Ísland, Nor­eg­ur og Liechten­stein heyra und­ir EFTA-dóm­stól­inn og Eft­ir­lits­stofn­un EFTA við fram­kvæmd samn­ings­ins en ekki stofn­an­ir Evr­ópu­sam­bands­ins.

Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.

Jón Stein­dór Valdi­mars­son, þingmaður Viðreisn­ar. mbl.is/​Eggert

„Það eitt og sér ætti að duga til að þvinga í sér­hverju til­viki fram tveggja stoða lausn. Okk­ur hef­ur tek­ist það í sum­um mál­um. Það á til dæm­is við um reglu­verk sem snert­ir fjár­mála­markaðinn. Þar höf­um við smíðað sér­lausn­ir eft­ir mjög langt samn­inga­ferli við Evr­ópu­sam­bandið. En síðan erum við með önn­ur dæmi þar sem mun meiri tregða mæt­ir okk­ur. Ekki hjálp­ar það þegar sam­starfsþjóðir okk­ar EFTA-meg­in í sam­starf­inu hafa ákveðið að láta und­an áður en við höf­um kom­ist að niður­stöðu. Þá stönd­um við ein eft­ir með kröf­una um að byggt verði á tveggja stoða kerfi.“

Auk­in tregða Evr­ópu­sam­bands­meg­in

Fjár­málaráðherra sagði málið ekki síður al­var­legt vegna þess að mik­il­vægt væri að EFTA-stoðirn­ar sem EES-sam­starfið hvíldi á væru sterk­ar, væru ekki skild­ar eft­ir út und­an og látið eins og þær væru auka­mál. Á sama tíma væri Evr­ópu­sam­bandið að koma á fót nýj­um stofn­un­um eða fela eldri stofn­un­um auk­in verk­efni og beitti því sjón­ar­miði gagn­vart EFTA-ríkj­un­um að eng­in ástæða væri til að láta EFTA-stoðirn­ar glíma við sömu verk­efni. Þetta væri eitt og sér gríðarlega al­var­legt og bætt­ist við þann vanda sem ís­lensk stjórn­völd glímdu nú þegar við sem væri hversu fá ríki stæðu að EFTA-stofn­un­un­um EFTA-meg­in.

„Ég verð var við það í hverju mál­inu á eft­ir öðru að ákveðin þróun á sér stað sem við verðum að bregðast við. Mér finnst ut­an­rík­isþjón­ust­an og ein­stök fagráðuneyti hafa staðið sig ágæt­lega í því að spyrna við fót­um og fara fram á sér­stak­ar lausn­ir en við sjá­um aukna tregðu Evr­ópu­sam­bands­meg­in og kannski vax­andi eft­ir Brex­it [út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu], þar sem all­ir verða að falla í sama mótið og eng­ar und­anþágur eru samþykkt­ar. Menn fara ein­fald­lega aft­ast í röðina ef þeir fara fram á sér­lausn­ir.“