Þingmálaskrá 151. löggjafarþings 2020-2021, EES-mál. 11.11.2020

Á heimasíðu Stjórnarráðs Íslands er þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar með um 200 málum, um 50 eru fyrirmæli frá ESB eða bein afleiðing EES-samningsins, nokkru færri en síðustu tvo þingvetur. Í hverju EES-máli geta verið um hálfur tugur valdboða ESB.

Þingmálaskrá 151. löggjafarþings 2020–2021 til útprentunar

Athuga ber að EES-mál í þingsályktunartillögum geta komið aftur á skrána við lagasetningu síðar. Þau sem koma í reglugerðum gefa ráðuneytin út en hundruðir slíkra koma út árlega vegna EES. Þar eð íslenska lagasafnið er orðið mjög litað af ESB-valdboðum eru ýmiss lög eða lagabreytingar ekki taldar afleiðing af EES þó þær séu það í raun. Íslensk stjórnvöld hafa tekið við ESB-fyrirmælum svo lengi að hugsun og frumkvæði til sjálfstæðrar íslenskrar laga- og reglusetningar hefur rýrnað á mörgum sviðum. Sum lög og reglugerðir eru eftirhermur af ESB-regluverki án þess að það sé tekið fram í skránni og eru því ekki með í þessum lista.

Alþingi tekur ekki þátt í gerð tilskipana, laga eða reglugerða frá ESB, samþykki Alþingis á þeim er formsatriði. Alþingi hafnar þeim aldrei og breytir þeim ekki í meginatriðum, hinni „þinglegu meðferð“ er því helst hægt að líkja við stimplun. EES-tilskipanirnar koma við á leiðinni frá ESB í nefndum og ráðum EES sem breyta þeim ekki heldur í meginatriðum. S.k. „sameiginlega EES-nefndin“ hefur m.a. það hlutverk að „taka gerðirnar upp í EES-samninginn“ eins og það er orðað en í framkvæmd stjórnar ESB einhliða hvaða tilskipanir ganga í gildi á EES-svæðinu. Þegar sameiginlega EES-nefndin hefur stimplað gerðirnar eru þær í framkvæmd orðnar að lögformelgu íslensku regluverki þó sú nefnd hafi ekki fengið neitt löggjafar- eða framkvæmdavald með lýðræðislegum hætti. Flestar EES-tilskipananna enda hjá ráðuneytunum og verða að reglugerðum.

https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-artali/ar/2020

Í eftirfarandi lista eru þingmál vegna EES-samningsins, bæði tilskipanir og reglugerðir frá ESB og breytingar vegna fyrirmæla eftirlitsstofnunar og dómstóls EES (ranglega kenndar við EFTA). Athuga ber að í þennan lista yfir EES-mál vantar mál sem eru í raun tilkomin vegna EES en eru ekki sögð vera vegna EES í skránni. Torvelt getur verið að sjá í textanum um þingmálin hvort lagabreytingar séu afleiðingar eða vegna áhrifa EES. Mál sem tengjast Schengensamningnum er í raun EES-mál og eru tekin með hér. Valdboð ESB ná nú til fleiri atriða og eru víðtækari en voru upprunalega í EES-samningnum og teygja anga sína inn í orkumál, iðnaðarmál, sjávarútveginn og jafnvel menningarmál, heilbrigðismál og fleira.

Forsætisráðherra

  1. Frumvarp til laga um breytingu á stjórnsýslulögum nr. 37/1993 og öðrum lögum (endur­skoðun VI. kafla o.fl.).
    Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á VII. og VIII. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, um stjórnsýslukærur og starfsemi stjórnsýslunefnda. Breytingarnar verða lagðar til einkum í því skyni að samræma og skýra betur starfsemi sjálfstæðra úrskurðarnefnda og annarra kærustjórnvalda og þá málsmeðferð sem viðhafa ber í tilefni af stjórnsýslukæru. Með frumvarpinu verður m.a. lagt til að lögfest verði ítarlegri ákvæði um málsmeðferð kærustjórnvalda, t.d. um form og efni úrskurða og frestun réttaráhrifa úrskurða. Einnig fela tillögurnar í sér nánari reglur um starfsemi sjálfstæðra úr­skurð­­ar­nefnda, t.d. um skyldu til að halda úti vefsetri. Þá verður lögð til sú breyting á lögum um öflun álits EFTA-dómstólsins um skýringu samnings um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 21/1994, að kveðið verði á um heimild sjálfstæðra stjórnsýslunefnda til að leita ráðgefandi álits EFTA-dóm­stóls­ins. Janúar.
  2. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða fjárfestingar erlendra aðila í fast­eign­um, auðlindum og grunnvirkjum (heimildir stjórnvalda).
    Frumvarpinu er ætlað að mæla fyrir um heimildir stjórnvalda til að meta og taka afstöðu til fjárfestinga erlendra aðila í landi, auðlindum og grunnvirkjum með tilliti til sjónarmiða um þjóðar­öryggi, sbr. m.a. lög um erlenda fjárfestingu í atvinnurekstri, nr. 34/1991, og lög um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, nr. 19/1966. Frumvarpið er liður í verkefni sem nær til málefnasviða nokkurra ráðuneyta og unnið er að í stýrihópi um heildstæða löggjöf og stjórnsýslu varðandi jarðir, land og aðrar fasteignir, sbr. mál nr. 9. Gert er ráð fyrir fleiri frumvörpum um þau efni á þessu löggjafarþingi. Mars.

Dómsmálaráðherra

  1. Frumvarp til laga um Schengen-upplýsingakerfið. 
    Frumvarpið felur í sér innleiðingu þriggja Schengen-gerða. Um er að ræða ný heildarlög þar sem með mun ítarlegri hætti en í núgildandi lögum verður kveðið á um einstaka þætti upplýsinga­kerfis­ins, notkun þess og vinnslu upplýsinga. Við bætast nýjar upplýsingar sem heimilt er að skrá í kerfið, öryggi kerfisins er almennt aukið og reglur um persónuvernd eru styrktar. Innleiðing. Október.
  2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útgáfu og notkun nafnskírteina, nr. 25/1965 (ný nafn­­­skírteini). 
    Með frumvarpinu er lagt til að Þjóðskrá Íslands verði heimilt að gefa út ný nafnskírteini fyrir ein­staklinga sem jafnframt væru ferðaskilríki á Schengen svæðinu. Febrúar.
  3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 80/2016 (landamæri). 
    Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að settur verði nýr kafli í útlendingalög um landamæri sem mun kveða á um ýmsar reglur sem er að finna í reglugerð um för yfir landamæri nr. 866/2017 og innleiða breytingar sem hafa verið gerðar á Schengen Borders Code. Með frumvarpinu er einnig ætlað að innleiða viss ákvæði Schengen-gerða um ný upplýsingakerfi á vettvangi Schengen-samstarfsins sem og styrkja lagagrunn fyrir komandi gerðir á grundvelli Schengen-samstarfsins. Mars.

Ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

  1. Frumvarp til laga um viðskiptaleyndarmál.
    Frumvarpið felur í sér ný heildarlög og jafnframt að fellt verði úr gildi ákvæði um atvinnu­leyndar­mál í 16. gr. c laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetn­ingu, nr. 57/2005. Í frumvarpinu eru lögð til ný úrræði til verndar viðskiptaleyndarmálum og lagt til að refsimörk verði hækkuð. Þá er lagt til að eftirlit Neytendastofu verði afnumið. Um er að ræða innleiðingu til­skip­un­ar (ESB) 2016/943 um viðskiptaleyndarmál. Innleiðing.Október.
  2. Frumvarp til laga um ráðstafanir gegn óréttmætri takmörkun á netumferð o.fl.
    Frumvarpið felur í sér innleiðingu á reglugerð (ESB) 2018/302 sem felur í sér sértækar reglur um bann við því að seljendur vöru og þjónustu mismuni kaupendum eftir staðfestu, búsetu eða þjóðerni („geo blocking“). Gildir óháð söluaðferð en tilgangur gerðarinnar er að koma í veg fyrir mismun­un í netviðskiptum. Innleiðing. Október.
  3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi vörur sem tengjast orkunotkun, nr. 72/1994 (orkumerkingar). 
    Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi vörur sem tengjast orkunotkun, nr. 72/1994, vegna innleiðingar reglugerðar (ESB) 2017/1369 um setningu regluverks um orkumerkingar, sem fellir úr gildi tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2010/30/ESB. Innleiðing.Október.
  4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög, nr. 2/1995 (hluthafar og milliliðir). 
    Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um hlutafélög sem varða skráð félög og lúta að deili á hluthöfum, hlutverki milliliða í sendingu upplýsinga frá félagi til hluthafa o.fl. en um er að ræða innleiðingu á tilskipun (ESB) 2017/828 um réttindi hluthafa í skráðum félögum. Innleiðing. Nóvember.
  5. Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003 (tekjumörk, ákvörðun rekstrar­kostn­aðar, tilfærsla of- eða vantekinna gjalda o.fl.).
    Ýmsar breytingar sem snúa m.a. að setningu tekjumarka, ákvörðun rekstrarkostnaðar, kerfisáætlun, gjald­skrár­málum, eftirliti með vara­afli o.fl. Nóvember.
  6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um einkaleyfi, nr. 17/1991 (EES-reglur). 
    Með frumvarpinu er lagt til að innleiða í íslenskan rétt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/933 sem breytir reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 469/2009 um vottorð um viðbót­ar­­vernd fyrir lyf. Með reglugerðinni er veitt undanþága til að byrja útflutning á samheita­lyfjum út fyrir Evrópska efnahagssvæðið á meðan viðbótarvottorð er í gildi en það mun lengja virkan verndar­tíma einkaleyfis. Innleiðing. Mars.

Félags- og barnamálaráðherra

Fjármála- og efnahagsráðherra

  1. Frumvarp til laga um fjárhagslegar viðmiðanir.
    Lagt verður til að reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 um fjárhagslegar viðmið­an­ir verði lögfest. Reglugerðin hefur að geyma reglur um gerð og notkun viðmiðunarvísitalna á borð við EURIBOR sem liggja til grundvallar ýmsum samningum á sviði fjármálamarkaðar. Meðal annars er mælt fyrir um starfsleyfi og starfshætti aðila sem taka saman viðmiðunarvísitölur, aðferða­fræði við vinnslu þeirra og eftirlit. Innleiðing. Október.
  2. Frumvarp til laga um reglubundna og viðvarandi upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa.
    Með frumvarpinu eru lögð til ný heildarlög um gagnsæi í tengslum við upplýsingar um útgefendur verðbréfa sem eru skráð á skipulegan markað með brottfalli viðeigandi ákvæða laga um verðbréfa­við­skipti, nr. 108/2007. Frumvarpið felur einnig í sér innleiðingu á tilskipun 2013/50/ESB sem kveður á um breytingar á tilskipun 2004/109/EB (gagnsæistilskipuninni), með síðari breyting­um. Innleiðing. Október.
  3. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna samsköttunar félaga, takmörkunar á frádrætti vaxtagjalda og skattlagningar útsendra starfsmanna (samsköttun og erlent vinnu­afl).
    Frumvarpið felur í sér ýmsar nauðsynlegar breytingar á lögum um tekjuskatt og lögum um stað­greiðslu opinberra gjalda, m.a. vegna athugasemda frá Eftirlitsstofnun EFTA vegna samskött­un­ar félaga og heimildar til frádráttar endanlegs taps frá tekjum af atvinnurekstri. Þá er í frumvarpinu að finna tillögu sem samræmist skuldbindingum Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahags­svæðið án þess þó að koma niður á eðlilegri fjármögnun samstæðna sem ekki beinist að því að takmarka skattgreiðslur vegna brottfalls b-liðar 3. mgr. 57. gr. b laga um tekjuskatt þann 1. janúar 2019, sbr. nefndarálit meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar á 148. löggjafarþing 2017–2018, þingskjal 110 – 3. mál. Þá eru lagðar til breytingar á skattskyldu í tengslum við útleigu á vinnuafli eða annars konar vinnuframlag starfsmanna erlendra aðila hér á landi en þörf er á að útvíkka og skil­­greina enn frekar ábyrgð innlendra aðila á skattskilum starfsmanna erlendra aðila vegna vinnu hér á landi, sbr. nefndarálit efnahags- og viðskiptanefndar á 148. löggjafarþing 2017–2018, þskj. 1149, 561. mál. Endurflutt. Október.
  4. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á vátryggingamarkaði o.fl. (stjórnar­menn og fram­kvæmdastjóri, kröfur um hæfi, búsetuskilyrði o.fl.).
    Frumvarpið felur í sér breytingar á ýmsum lögum á vátryggingamarkaði. Meðal annars eru lagðar til breytingar á lögum um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016, lögum um dreifingu vátrygginga, nr. 62/2019, lögum um vátryggingasamninga, nr. 30/2004 og lögum um viðbótareftirlit með fjár­mála­­sam­steypum, nr. 61/2017. Breytingum frumvarpsins er ætlað að auka skýrleika, endur­spegla betur texta viðkomandi Evrópugerða sem lagabálkarnir byggjast á og samræma skilyrði og kröfur, þ.m.t. um hæfi og hæfni stjórnarmanna og framkvæmdastjóra, við aðra lagabálka á fjármála­markaði. Frum­varpinu er einnig ætlað að komna til móts við athugasemdir Eftirlitsstofnunar EFTA, meðal annars um búsetuskilyrði, afmörkun a virkum eignarhlut og lagaskilum við endurskipulagningu og slit. Nóvember.
  5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skilameðferð lánastofnana og verðbréfa­fyrir­tækja, nr. 70/2020 (forgangsröð krafna við skila- og slitameðferð).
    Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar og viðbætur við lög um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, og afleidd breyting á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002. Breytingunum er ætlað að innleiða tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2399 um rétt­hæð ótryggðra skuldagerninga í réttindaröð við ógjaldfærnimeðferð. Frumvarpið útfærir nánar ákvæði 3. mgr. 102. gr. laga um fjármálafyrirtæki um rétthæð krafna við slitameðferð og kveður á um nýja forgangsröð tiltekinna krafna sem skal gilda við skila- og slitameðferð og verður til fyllingar þeim almennu reglum um rétthæð krafna sem kveðið er á um í XVII. kafla laga um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991. Innleiðing. Nóvember.
  6. Frumvarp til laga um markaði fyrir fjármálagerninga.
    Með frumvarpinu, sem felur í sér innleiðingu í íslenskan rétt á tilskipun 2014/65/ESB og reglugerð (ESB) nr. 600/2014 um markaði fyrir fjármálagerninga (MiFID II/MiFIR), er lagt til að sett verði ný heildarlögum markaði fyrir fjármálagerninga. Um nokkuð umfangsmikla breytingu er að ræða á gildandi rétti sem felur m.a. í sér að lög um kauphallir, nr. 110/2007, verða felld brott og töluverðar breytingar verða gerðar á lögum um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007, og lögum um fjármála­fyrir­tæki, nr. 161/2002. Gerðirnar voru teknar upp í EES-samninginn 29. mars 2019 með ákvörðun sam­eig­in­­­legu EES-nefndarinnar nr. 78/2019. Innleiðing. Nóvember.
  7. Frumvarp til laga um markaðssvik.
    Með frumvarpinu er lagt til að sett verði ný heildarlög um markaðssvik og að XII.–XIII. kafli laga um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007, um sama efni verði felldir brott. Frumvarpið felur í sér að reglu­­gerð (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik, sem ætlað er að koma í stað eldri tilskipana ESB á sama sviði sem teknar voru upp í íslenskan rétt með lögum um verðbréfaviðskipti, verði veitt laga­gildi hér á landi. Innleiðing. Nóvember.
  8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár, nr. 15/2018 (EMIR Refit).
    Með frumvarpinu er lagt til að reglugerð (ESB) 2019/834 (EMIR Refit) verði veitt lagagildi hér á landi. Reglugerðin breytir reglugerð (ESB) nr. 648/2012 um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár (EMIR) sem veitt var lagagildi hér á landi með lögum um sama efni, nr. 15/2018. Frumvarpið felur í sér að dregið er úr ýmsum kröfum sem gerðar eru til ófjárhagslegra mótaðila og minni fjárhagslegra mótaðila sem stunda afleiðuviðskipti. Auk þess eru rekstraraðilar sérhæfðra sjóða samkvæmt lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða felldir undir skilgreiningu lag­anna á fjár­hags­legum mótaðila. Innleiðing. Desember.
  9. Frumvarp til laga um lykilupplýsingaskjöl fyrir pakkaðar og vátryggingatengdar fjárfest­ing­ar­­afurðir fyrir almenna fjárfesta.
    Frumvarpið felur í sér innleiðingu í íslenskan rétt á reglugerð (ESB) nr. 1286/2014 um lykil­upplýs­inga­skjöl fyrir pakkaðar og vátryggingatengdar fjárfestingarafurðir fyrir almenna fjár­festa. Með reglu­gerðinni er í fyrsta sinn settur samræmdur rammi um lykilupplýsingaskjöl fyrir pakk­­­aðar og vátryggingatengdar fjárfestingarvörur fyrir almenna fjárfesta. Innleiðing. Desember.
  10. Frumvarp til laga um verðbréfasjóði.
    Frumvarpið felur í sér innleiðingu í íslenskan rétt á tilskipun 2014/91/ESB um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum að því er varðar verðbréfasjóði (UCITS V) og tilskipun 2010/78/ESB (Omnibus I) að því er varðar verðbréfasjóði og starfstengda lífeyrissjóði. Um er að ræða heildar­end­ur­skoðun á núgildandi lögum um verðbréfasjóði, fyrst og fremst til innleiðingar á framan­greindum tilskipunum þar sem eru nýmæli varðandi vörsluaðila verðbréfasjóða, starfs­kjara­stefnu rekstrar­fél­aga, auk samræmingar á lágmarksvaldheimildum eftirlitsaðila. Innleiðing. Janúar.
  11. Frumvarp til laga um greiðsluþjónustu. 
    Frumvarpið felur í sér innleiðingu í íslenskan rétt á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2366 um greiðsluþjónustu á innri markaðnum. Megintilgangur fyrirhugaðs frumvarps er að auka samkeppni á sviði greiðsluþjónustu, efla eftirlit með nýjum aðilum á greiðsluþjónustumarkaði og efla upplýsingaöryggi og neytendavernd. Innleiðing. Janúar.
  12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002 (CRD og CRR).
    Lagðar verða til breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, til að ljúka innleiðingu tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB um stofnun og starfsemi fjármálafyrirtækja og varfærniseftirlit með þeim (CRD IV) og reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 um varfærniskröfur vegna starfsemi lánastofnana og fjárfestingarfyrirtækja (CRR), með síðari breyting­um. Innleiðing. Febrúar.
  13. Frumvarp til laga um breytingu á tollalögum, nr. 88/2005 (persónuupplýsingar, aðgerðir gegn peninga­þvætti o.fl.).
    Í frumvarpinu verða lagðar til breytingar á tollalögum er snúa að meðferð persónuupplýsinga og aðgerðum gegn peningaþvætti. Febrúar.

Heilbrigðisráðherra

  1. Frumvarp til laga um lækningatæki. 
    Frumvarpið felur í sér innleiðingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/745, (ESB) 2017/746 og (ESB) 2020/561, um lækningatæki. Um er að ræða frumvarp til nýrra heildarlaga um lækningatæki. Með frumvarpinu er skerpt á þeim kröfum sem lækningatæki þurfa almennt að uppfylla. Gerðar eru auknar kröfur til framleiðanda lækningatækja, m.a. varðandi eftirfylgni með lækningatækjum á markaði. Auknar kröfur eru gerðar til klínískra rannsóknar, m.a. um gæði gagna og aðgang að gögn­um. Þá verður með frumvarpinu sett upp auðkenniskerfi í þeim tilgangi að geta rakið lækninga­tækið, m.a. til að koma í veg fyrir fölsuð tæki. Innleiðing. Endurflutt. Október.

Mennta- og menningarmálaráðherra

  1. Frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum, nr. 73/1972, (tak­mark­­anir á einkarétti höf­unda til hagsbóta fyrir einstaklinga með sjón- eða lestrar­höml­un). 
    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1564 frá 13. september 2017 um sérstök leyfileg afnot verka og annars efnis verndað af höfundarétti og skyldum réttindum í þágu einstaklinga sem eru blindir, sjónskertir eða geta ekki fært sér prentað mál í nyt, sem felur í sér innleiðingu á svo­nefnd­­­um Marakess-samningi um aðgengi sjónskertra að útgefnu efni frá 27. júní 2013 og breytir til­skipun 2001/29/EB um samræmingu á tilteknum þáttum höfundaréttar og skyldra réttinda í upp­lýs­­inga­­samfélaginu, felur í sér að gera þarf tilteknar breytingar á höfundalögum. Innleiðing. Október.
  2. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningar­mála (heimildir til vinnslu persónuupplýsinga). 
    Breytingar á ýmsum lögum vegna heimilda til vinnslu persónuupplýsinga vegna gildistöku laga um persónu­vernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018. Nóvember.
  3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjölmiðla, nr. 38/2011 (hljóð- og mynd­miðl­unar­þjón­­usta). 
    Frumvarpið felur í sér innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins frá 14. nóvember 2018 nr. (ESB) 2018/1808 um breytingu á tilskipun 2010/13/ESB um samræmingu tiltekinna ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum í aðildarríkjunum um hljóð- og myndmiðlunarþjónustu. Innleiðing. Febrúar.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

  1. Frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur.
    Frumvarpið felur í sér nýja heildarlöggjöf um leigubifreiðaakstur hér á landi. Markmið frumvarpsins er að auka frelsi á leigubifreiðamarkaðnum og tryggja örugga og góða þjónustu. Endurflutt. Október.
  2. Frumvarp til laga um fjarskipti.
    Frumvarpið felur í sér heildarendurskoðun gildandi regluverks á sviði fjarskipta með innleiðingu nýrra EES-gerða í landsrétt. Á sameiginlegum innri markaði Evrópu er rík áhersla lögð á einsleitni og samræmingu, af hálfu bæði stofnana ESB og EES- og EFTA-ríkjanna sjálfra. Því er brýnt að upp­­færa gildandi efnisreglur á sviði fjarskipta og tryggja viðeigandi framkvæmd þeirra hér á landi. Innleiðing. Endurflutt. Október.
  3. Frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003 (EES-reglur, gjaldtaka o.fl.). 
    Frumvarpið er liður í að innleiða reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/352 um að setja ramma um veitingu hafnarþjónustu og reglur um gagnsæi í fjármál­um fyrir hafnir. Reglugerðin var tekin upp í EES-samninginn 8. maí 2019. Jafnframt verður skoðað ákvæði hafnalaga er lýtur að gjöldum vegna fiskeldis. Innleiðing. Nóvember.
  4. Frumvarp til laga um loftferðir.
    Frumvarpið felur í sér ný heildarlög um loftferðir. Markmið laganna er að tryggja öruggar, greiðar og hagkvæmar flugsamgöngur að teknu tilliti til neytendaverndar, umhverfissjónarmiða og skuld­bind­inga á sviði þjóðréttar. Um leið treysta samkeppnishæfni íslensks flugrekstrar og starfsemi í alþjóð­­legu viðskiptaumhverfi. Janúar.
  5. Frumvarp til laga um alþjóðlega skipaskrá. 
    Í gildi eru lög um íslenska alþjóðlega skipaskrá en rekstrarumhverfi sem gildir um skip sem á hana er skráð er óhagstætt miðað við sambærilegar skrár í nágrannaríkjum. Engin skip eru á íslenskri skrá og er tilgangur frumvarpsins að bæta úr því. Markmiðið er að lögleiða samkeppnishæft rekstrar­umhverfi fyrir skip á íslenskri alþjóðlegri skipaskrá, sambærilegt við rekstrarumhverfi skipa á sam­bæri­leg­um skrám í nágrannaríkjum. Febrúar.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

  1. Frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, nr. 99/1993 (endurskoðun búvörusamninga).
    Lagt er til að gerðar verði breytingar á lögum sem byggist á endurskoðun samnings um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða og um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins, sem eru til reglulegrar endur­­skoðunar. Október.
  2. Frumvarp til laga um breytingu á jarðalögum, nr. 81/2004 (einföldun stjórnsýslu jarðamála). 
    Lagt er til að ákvæði jarðalaga um aðkomu ráðherra að ákvörðunum um landnotkun á landbúnaðar­svæðum o.fl. verði endurskoðuð til samræmis við áherslur í sáttmála ríkisstjórnarinnar um einföldun reglu­verks. Nóvember.
  3. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði landbúnaðar, matvæla og sjávar­útvegs (einföldun regluverks). Lagt er til að einfalda reglur um leyfis- og tilkynningarskyldu til stjórnvalda til samræmis við áhersl­ur ríkisstjórnarinnar um einföldun regluverks. Janúar.

Umhverfis- og auðlindaráðherra

  1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, nr. 52/1989 (bætt umhverfi endurvinnslu og skilagjalds á drykkjarvöruumbúðir)
    Með frumvarpinu eru sett fram ákvæði um markmið með lögunum, hækkun skilagjalds og umsýslu­þókn­unar, söfnunarmarkmið, skilagjald af tollfrjálsri verslun, fræðslu og nánari útfærslu á hófleg­um arði. Tilefni frumvarpsins er eftirfylgni með tillögum starfshóps umhverfis- og auðlinda­ráð­herra frá árinu 2018 um aðgerðir til að bæta umhverfi endurvinnslu og skilagjalds á umbúðir fyrir drykkjarvörur og beiðni Endurvinnslunnar hf. um breytingar á gjaldi. Október.
  2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og lögum um loftslagsmál (niðurdæling koltvísýrings). 
    Frumvarpinu er ætlað að innleiða tilskipun 2009/31/EB um geymslu koltvísýrings í jörðu með það að markmiði að tryggja að niðurdæling koltvísýrings í jarðlög með þeirri aðferð sem beitt er í Carbfix-verkefni OR komi til frádráttar losun fyrirtækja í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Innleiðing. Október.
  3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000 (undan­tekn­ingar á kröfum um umhverfismat, starfsleyfi til bráðabirgða).
    Í frumvarpinu eru lagðar til ákveðnar undantekningar á kröfum um umhverfismat vegna framkvæmda með skilyrðum þegar brýnt er að starfsemi hefjist og fyrir liggur að bæta þarf úr ann­mörk­­um á áður gerðu umhverfismati. Samhliða verður lagt til samkvæmt lögum um hollustu­hætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, að útgáfa starfsleyfis til bráðabirgða verði heimil í undan­tekn­ingar­til­vikum ef ríkar ástæður mæla með. Frumvarpið er sett fram til að bregðast við athugasemdum frá Eftir­litsstofnun EFTA. Nóvember.
  4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 (menntun og þjálfun sundkennara, eftirlit með starfsemi og athöfnum o.fl.).
    Í frumvarpinu er m.a. lagt til að skerpa á ákvæðum um námskeið og hæfnispróf m.a. varðandi endurmenntun sundkennara og laugavarða. Þá er lagt til að í lögin verði sett ákvæði til að kveða skýrar á um eftirlitsskyldu og umfang þess eftirlits með starfsemi og athöfnum sem valdið geta mengun eða ógnað hollustuháttum, kveða skýrar á um hvaða stjórnvald gefi út tiltekin starfsleyfi og setja inn gjaldtökuheimild til handa Umhverfisstofnun fyrir skráningu á skráningarskyldri starf­semi. Nóvember.
  5. Frumvarp til laga um um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs og lög­um um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi, framleiðenda­ábyrgð). 
    Með frumvarpinu er ætlunin að innleiða annars vegar tilskipun (ESB) 2018/850, sem breytir tilskipun 1991/31/EB um urðun úrgangs, og hins vegar tilskipun (ESB) 2018/851, sem breytir til­skip­­un 2008/98/EB um úrgang. Breytingarnar fela í sér innleiðingu á hringrásarhagkerfinu og er sérstök áhersla lögð á að draga úr myndun úrgangs, samræmda flokkun og sérstaka söfnun, sem og bann við urðun tiltekins úrgangs. Með frumvarpinu verða gerðar breytingar varðandi fram­leið­endaábyrgð á ákveðnum úrgangsflokkum í samræmi við lágmarkskröfur sem gerðar eru í tilskip­un­inni til kerfa sem byggja á framlengdri framleiðendaábyrgð. Þá verður kveðið á um framleið­enda­­ábyrgð á plastvörum og drifrafhlöðum. Innleiðing. Janúar.
  6. Frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana.
    Með frumvarpinu er lagt til að sett verði ný heildarlög um mat á umhverfisáhrifum. Meginmarkmið­in með lagasetningunni eru að auka skilvirkni í ákvarðanatöku við mat á umhverfisáhrifum og að tryggja sem best aðkomu almennings og annarra hagsmunaaðila að ferlinu. Janúar.
  7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012 (kolefnishlutleysi). 
    Í frumvarpinu verða sett fram markmið um kolefnishlutleysi. Janúar

Utanríkisráðherra

  1. Tillaga til þingsályktunar um heimild til staðfestingar á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn. 
    Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/631 frá 17. apríl 2019 um að setja staðla um kol­tví­sýringslosun nýrra fólksbifreiða og nýrra léttra atvinnuökutækja og um niðurfellingu reglu­gerða (EB) nr. 443/2009 og (ESB) nr. 510/2011. Október.
  2. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 16/2020 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
    Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins 2019/630 frá 17. apríl 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar lágmarkstryggingarvernd fyrir tapi vegna vanefndra áhættu­skuld­bind­inga. Október.
  3. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 25/2020 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn. 
    Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1042 frá 23. júlí 2018 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 965/2012 að því er varðar tæknilegar kröfur og stjórnsýslumeðferðir er varða stuðnings­áætl­­anir, sálrænt mat á flugáhöfn, sem og kerfisbundna og handahófskennda skimun fyrir geðvirkum efnum til að tryggja heilbrigði flugliða og öryggis- og þjónustuliða og að því er varðar uppsetningu á landslagsgreiningarkerfi í nýlega framleiddar flugvélar, knúnar hverfihreyflum með 5.700 kg skráð­­­­an hámarksflugtaksmassa eða minna og sem samþykktar hafa verið til að bera sex til níu far­þega. Október.
  4. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 63/2020 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn. 
    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/843 frá 30. maí 2018 um breytingu á tilskipun (ESB) 2015/849 um ráðstafanir gegn því að fjármálakerfið sé notað til peningaþvættis eða til fjár­mögn­unar hryðjuverkastarfsemi og um breytingu á tilskipunum 2009/138/EB og 2013/36/ESB. Október.
  5. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 67/2020 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn. 
    1) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1286/2014 frá 26. nóvember 2014 um lykilupp­lýs­inga­skjöl fyrir pakkaðar og vátryggingatengdar fjárfestingarafurðir fyrir almenna fjárfesta (PRIIP).
    2) Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1904 frá 14. júlí 2016 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1286/2014 að því er varðar vöruinngrip.
    3) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2016/2340 frá 14. desember 2016 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1286/2014 um lykilupplýsingaskjöl fyrir pakkaðar og vátryggingatengdar fjárfestingarvörur fyrir almenna fjárfesta að því er varðar gildistökudag hennar.
    4) Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/653 frá 8. mars 2017 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1286/2014 um lykilupplýsingaskjöl fyrir pakkaðar og vátryggingatengdar fjárfestingarvörur fyrir almenna fjárfesta (PRIIP) með því að mæla fyrir um tæknilega eftirlitsstaðla að því er varðar framsetningu, inntak, yfirferð og endurskoðun lykil­upplýs­inga­skjala og skilyrðin fyrir því að uppfylla kröfur um að láta slík skjöl í té.
    5) Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/977 frá 4. apríl 2018 um leiðréttingu á búlgörsku tungumálaútgáfunni á framseldri reglugerð (ESB) 2017/653 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1286/2014 um lykilupplýsingaskjöl fyrir pakkaðar og vátrygg­inga­tengdar fjárfestingarvörur fyrir almenna fjárfesta (PRIIP) með því að mæla fyrir um tæknilega eftirlitsstaðla að því er varðar framsetningu, inntak, yfirferð og endurskoðun lykilupplýs­inga­skjala og skilyrðin fyrir því að uppfylla kröfur um að láta slík skjöl í té.
    6) Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1866 frá 3. júlí 2019 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2017/653 til að laga umbreytingarfyrirkomulag framleiðenda pakkaðra og vátryggingatengdra fjárfestingarvara fyrir almenna fjárfesta (PRIIP), sem bjóða hlutdeildar­skírteini í sjóðum eins og um getur í 32. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1286/2014, sem undirliggjandi fjárfestingarmöguleika, að framlengdu undanþágutímabilinu sem um getur í þeirri grein. Október.
  6. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 81/2020 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/50/ESB frá 22. október 2013 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/109/EB um samhæfingu krafna um gagnsæi í tengslum við upplýs­ingar um útgefendur verðbréfa sem eru skráð á skipulegan markað, tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/71/EB um útboðs- og skráningarlýsingu sem birta skal við almennt útboð verðbréfa eða þegar þau eru tekin til skráningar og tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2007/14/EB um ná­kvæm­ar reglur til framkvæmdar tilteknum ákvæðum tilskipunar 2004/109/EB. Október.
  7. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 83/2020 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upp­lýs­inga­­samfélagið) og bókun 37 við EES-samninginn. 
    Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/517 frá 19. mars 2019 um að taka í notkun höfuð­lén­ið .eu og hlutverk þess og um breytingu og niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 733/2002 sem og niður­fellingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 874/2004. Október.
  8. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 19/2020 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
    1) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/760 frá 29. apríl 2015 um evrópska langtíma­fjár­fest­ingarsjóði.
    2) Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/480 frá 4. desember 2017 um viðbæt­ur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/760 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um fjármálaafleiðugerninga sem hafa þann eina tilgang að verja gegn áhættu, nægilegan líftíma evrópsku langtímafjárfestingasjóðanna, viðmiðanir fyrir mat á markaðnum fyrir hugsanlega kaup­end­ur og virði eignanna sem á að losna við og tegundir og einkenni aðstöðunnar sem stendur al­menn­­­­um fjárfestum til boða. Febrúar.
  9. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 22/2020 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn. 
    1) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1131 frá 14. júní 2017 um peninga­markaðs­sjóði.
    2) Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/708 frá 17. apríl 2018 um tækni­lega framkvæmdarstaðla að því er varðar sniðmát sem stjórnendum peningamarkaðssjóða ber að nota við skýrslugjöf til lögbærra yfirvalda eins og mælt er fyrir um í 37. gr. reglugerðar Evrópu­þings­­­ins og ráðsins (ESB) 2017/1131.
    3) Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/990 frá 10. apríl 2018 um breytingu á og viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1131 að því er varðar einfalda, gagn­sæja og staðlaða verðbréfun (STS-verðbréfun) og eignavarin viðskiptabréf, kröfurnar vegna eigna sem tekið er við sem hluta af endurhverfri verðbréfasölu og aðferðafræði við mat á lánshæfis­gæð­­­um. Febrúar.