Þingmálaskrá 152. löggjafarþings 2021-2022, EES-mál. 23.12.2021

Á heimasíðu Stjórnarráðs Íslands er þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar með um 145 málum, þar af 53 EES-mál frá ESB sem er svipað hlutfall, um þriðjungur, og síðustu ár. Í hverju EES-máli geta verið mörg valdboð frá ESB.

https://www.stjornarradid.is/rikisstjorn/thingmalaskra/

Þingmálaskrá 152. löggjafarþings 2021–2022 til útprentunar

Alþingi hefur aldrei hafnað EES-málum þó það hafi engin áhrif á innihald þeirra. Samþykki Alþingis er formsatriði. Löggjafarvald og framkvæmdavald sambandsins á Íslandi er æðra valdi Alþingis samkvæmt skilningi sambandsins á EES-samningnum. Ríkisstjórnin áformar að láta Alþingi samþykkja um 145 lög og ályktanir. Af þeim eru rúmlega þriðjungur (53) ESB-lög og tilskipanir sem sambandið leggur fyrir Íslensk stjórnvöld að gangi í gildi á Íslandi.

Reglugerðaflóðið frá ESB er mikið, samkvæmt leitarvél island.is í reglugerðasafninu hafa verið settar 474 EES-reglugerðir og EES-reglugerðabreytingar á árinu 2021. https://island.is/reglugerdir?q=ees+regluger%C3%B0ir&year=2021&iA=true

S.k. sameiginlega EES-nefndin „tekur gerðirnar upp í EES-samninginn“ eins og það er orðað en í framkvæmd stjórnar ESB einhliða hvaða tilskipanir ganga í gildi á EES-svæðinu. Þegar sameiginlega EES-nefndin hefur stimplað gerðirnar eru þær í framkvæmd orðnar að íslensku regluverki þó sú nefnd sé ekki lýðræðislegt löggjafar- eða framkvæmdavald.

Þar eð íslensk lög og reglugerðir innihalda þegar mikið af ESB-regluverki eru viss lög eða lagabreytingar í þingmálaskránni ekki taldar afleiðing af EES þó þær séu það að meira eða minna leyti, geta verið eftirhermur eða afleiðingar af ESB-regluverki án þess að það sé tekið fram í skránni.

Í eftirfarandi lista eru ESB-þingmál ríkisstjórnar 2021-2022 sem ESB fyrirskipar að gangi í gildi hérlendis vegna EES-samningsins, bæði tilskipanir og reglugerðir og breytingar vegna fyrirmæla eftirlitsskrifstofu og dómstóls EES.

Forsætisráðherra

  1. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna (óskipt sameign, landamerki o.fl.).
    Frumvarpið byggist á vinnu stýrihóps um heildstæða löggjöf og stjórnsýslu varðandi jarðir, land og aðrar fasteignir. Í lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013, og lögum um menningarminjar, nr. 80/2012, verði mælt fyrir um útvíkkun á forkaupsrétti ríkissjóðs. Nánar tiltekið nái hann einnig til lands sem ligg­ur að friðlýstum náttúruverndarsvæðum og lands þar sem friðlýstar menningarminjar er að finna. Í jarðalögum, nr. 81/2004, verði sett ítarlegri ákvæði um sameign á landi sem fellur undir gild­is­svið laganna, varðandi fyrirsvar, ákvörðunartöku og forkaupsrétt sameigenda. Í lögum um skrán­­ingu og mat fasteigna, nr. 6/2001, verði kveðið heildstætt á um afmörkun fasteigna innan eða utan þéttbýlis, þ.e. merki landsvæða og lóða af öllum stærðum og gerðum. Fjallað er um merkja­lýs­­ingar eigenda, skyldu til að leita aðstoðar fagaðila við gagnaöflun og mælingar og hlut­verk sýslu­manns við úrlausn ágreinings. Í lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, nr. 19/1966, verði slakað á skilyrði laganna um sterk tengsl við Ísland þegar í hlut eiga erlendir ríkis­borgarar frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) sem hafa áhuga á að eignast hér fasteign og vilja efla slík tengsl. Jafnframt verði kveðið á um að þegar í hlut eiga lögaðilar sem hyggjast kaupa fast­eign hér á landi verði þeir ekki einungis að hafa staðfestu í ríki sem lögin tilgreina, heldur verði þeir einnig að vera undir yfirráðum einstaklinga eða lögaðila frá viðkomandi ríkjum. Með þessu er ætlun­in að koma í veg fyrir að aðilar frá öðrum ríkjum, þ.e. utan EES o.fl., geti sniðgengið skilyrði laganna. Febrúar.
  2. Frumvarp til laga um rýni fjárfestinga erlendra aðila í þýðingarmiklum samfélagsinnviðum og tengdri starfsemi vegna þjóðaröryggis.
    Í frumvarpinu er mælt fyrir um heimildir stjórnvalda til að meta og taka afstöðu til fjárfest­inga erlendra aðila í þýð­ingar­miklum samfélagsinnviðum og tengdri starfsemi með tilliti til sjónarmiða um þjóðar­öryggi, sbr. ábendingar í skýrslu stýrihóps um heildstæða löggjöf og stjórnsýslu varðandi jarðir, land og aðrar fasteignir (maí 2021) og löggjöf um þetta efni annars staðar á Norðurlöndum og innan ESB. Mars.

Ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra

  1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög, nr. 2/1995 (hluthafar og milliliðir). 
    Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um hlutafélög sem varða skráð félög og lúta að deili á hluthöfum, hlutverki milliliða í sendingu upplýsinga frá félagi til hluthafa o.fl. Innleiðing á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/828 um breytingu á tilskipun 2007/36/EB að því er varðar hvatningu til þátttöku hluthafa til lengri tíma. Innleiðing. Janúar.
  2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjölmiðla, nr. 38/2011 (hljóð- og myndmiðlunar­þjón­usta).
    Frumvarpið felur í sér innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins frá 14. nóvember 2018 (ESB) 2018/1808 um breytingu á tilskipun 2010/13/ESB um samræmingu tiltekinna ákvæða í lög­um og stjórnsýslufyrirmælum í aðildarríkjunum um hljóð- og myndmiðlunarþjónustu. Innleiðing. Endurflutt. Janúar.

Fjármála- og efnahagsráðherra

  1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003 (samsköttun, vaxta­frá­dráttur). 
    Frumvarpið felur í sér ýmsar nauðsynlegar breytingar á lögum um tekjuskatt vegna athugasemda frá Eftirlitsstofnun EFTA varðandi samsköttun félaga og takmörkun á frádrætti vaxtagjalda. Endur­flutt. Desember.
  2. Frumvarp til laga um evrópska áhættufjármagnssjóði og evrópska félagslega framtakssjóði (EuVECA og EuSEF).
    Frumvarpið felur í sér innleiðingu á reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 345/2013 um evrópska áhættufjármagnssjóði og nr. 346/2013 um evrópska félagslega framtakssjóði, auk reglugerðar (ESB) 2017/1991 um breytingar á þessum reglugerðum. Innleiðing. Janúar.
  3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002 (innleiðing EES-gerða o.fl.).
    Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki til að ljúka við innleið­ingu tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB (CRD IV) og reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/201 (CRR) sem fjalla um stofnun og starfsemi fjármálafyrirtækja og eftirlit með þeim. Meðal annars verða lagðar til breytingar á lagareglum um eiginfjárauka, útibú og þjón­ustu þvert á landamæri, eftirlit og varfærniskröfur á samstæðugrunni og samstarf og upp­lýsinga­skipti eftirlitsaðila. Einnig verða lagðar til nokkrar breytingar til að einfalda lögin eða framkvæmd þeirra og lagfæra annmarka. Innleiðing. Janúar.
  4. Frumvarp til laga um upplýsingar tengdar sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu.
    Frumvarpið felur í sér innleiðingu á reglugerðum (ESB) 2019/2088 um sama efni (e. Sustainable Finance Disclosure Regulation) og 2020/852 um ramma til að greiða fyrir sjálfbærri fjárfestingu (e. Sustainable Finance Taxonomy Regulation). Innleiðing. Febrúar.
  5. Frumvarp til laga um greiðslureikninga (PAD).
    Frumvarpið felur í sér innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/92/ESB um sam­bærileika gjalda vegna greiðslureikninga, skipti á greiðslureikningum og aðgengi að greiðslureikn­ingum. Innleiðing. Febrúar.
  6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjárhagslegar viðmiðanir, nr. 7/2021 (breyting á móð­­ur­gerð).
    Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á lögum um fjárhagslegar viðmiðanir til að ljá breyt­ing­um á reglugerð (ESB) 2016/1011 um fjárhagslegar viðmiðanir með reglugerð (ESB) 2021/168 gildi hér á landi. Innleiðing. Febrúar.
  7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skilameðferð lánastofnana og verðbréfa­fyrir­tækja, nr. 70/2020 (fjármögnun skilasjóðs).
    Í lögum um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja var sérstöku fjármögn­un­ar­fyrirkomu­lagi, skilasjóði, komið á fót. Í ákvæði til bráðabirgða við lögin var kveðið á um að fjármögnun skilasjóðs skyldi eiga sér stað með tilfærslu á fjármunum úr innstæðudeild Tryggingarsjóðs inn­stæðueigenda og fjárfesta í tvö ár. Í frumvarpi þessu verða lagðar til viðbætur við XV. kafla laganna sem fjallar um skilasjóð. Viðbótunum er ætlað að innleiða eftir­standandi ákvæði í tilskipun 2014/59/ESB sem varða fjármögnun skilasjóðs og heimild hans til lánamála. Sam­hliða breytingum sem varða fyrirkomulag á fjármögnun skilasjóðs verður gjaldtaka í inn­stæðu­deild Tryggingarsjóðs inn­stæðueigenda og fjárfesta samkvæmt lögum nr. 98/1999 tekin til skoðun­ar. Innleiðing. Febrúar.
  8. Frumvarp til laga um gagnsæi í fjármögnunarviðskiptum með verðbréf og endurnotkun (SFTs).
    Með frumvarpinu verður reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2365 um gagnsæi í fjár­mögn­unarviðskiptum með verðbréf og um endurnotkun og breytingu á reglugerð (ESB) nr. 648/2012 innleidd. Innleiðing. Mars.
  9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðu­viðskiptaskrár, nr. 15/2018 (breyting á eftirliti).
    Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á lögum um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár sem miða aðallega að því að koma á auknu samstarfi á milli eftirlitsaðila er kemur að framkvæmd eftirlits með miðlægum mótaðilum. Jafnframt kemur til sögunnar ný skipting á miðlægum mótaðilum í kerfislega mikilvæga og ekki kerfislega mikilvæga og taka þær kröfur sem gerðar eru til miðlægra mótaðila mið af þessari nýju flokkun. Frumvarpinu er ætlað að innleiða reglugerð 2019/2099/ESB um breytingar á tilskipun 648/2012/ESB hvað varðar ferla og lögbær yfirvöld er koma að starfsleyfisveitingu miðlægra mótaðila og þær kröfur sem gerðar eru til viður­kenningar á miðlægum mótaðilum í þriðju ríkjum. Innleiðing. Mars.
  10. Frumvarp til laga um evrópska langtímafjárfestingarsjóði (ELTIF).
    Frumvarpið felur í sér innleiðingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/760 um evrópska langtímafjárfestingarsjóði. Innleiðing. Mars.
  11. Frumvarp til laga um peningamarkaðssjóði.
    Frumvarpið felur í sér innleiðingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1131 um pen­ingamarkaðssjóði. Innleiðing. Mars.
  12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021 (ýmsar breytingar).
    Með frumvarpinu er lagt til að tekin verði upp í íslenskan rétt ákvæði tveggja ólíkra Evrópugerða sem báðar breyta tilskipun 2014/65/ESB um markaði fyrir fjármálagerninga (MiFID2). Um er að ræða tilskipun (ESB) 2019/2115 um vaxtarmarkaði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og tilskipun (ESB) 2021/338 um breytingar á MiFID2 til að létta á ýmsum kröfum til að styðja við efnahagsbata vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Innleiðing. Mars.

Heilbrigðisráðherra

  1. Frumvarp til laga um dýralyf.
    Með frumvarpinu verður lagt til að innleiddar verði reglugerðir (EB) 2019/5 um breytingu á reglu­gerð (EB) nr. 726/2004 um málsmeðferð bandalagsins við veitingu leyfa fyrir manna- og dýra­lyfjum og eftirlit með þeim lyfjum og um stofnun Lyfjastofnunar Evrópu og um breytingu á reglu­gerð (EB) nr. 1901/2006 um lyf fyrir börn og á tilskipun 2001/83/EB um Bandalagsreglur um lyf sem ætluð eru mönnum og reglugerð (EB) 2019/6 um dýralyf og um niðurfellingu á tilskipun 2001/82/EB. Reglugerðirnar innihalda nýja heildarlöggjöf á sviði dýralyfja sem þörf er á að innleiða með fullnægjandi hætti í íslenskan rétt. Einnig verða ákvæði lyfjalaga, nr. 100/2020, sem fjalla sér­­staklega um dýralyf færð yfir í nýju lögin. Innleiðing. Desember.
  2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tóbaksvarnir, nr. 6/2002 (bann við tóbaki með einkennandi bragði).
    Með frumvarpinu verður lagt til að gerð verði breyting á lögunum til að innleiða að mestu tilskipun 2014/40/ESB um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnvaldsfyrirmælum aðildarríkjanna varðandi fram­leiðslu, kynningu og sölu á tóbaki og tengdum vörum og um niðurfellingu á tilskipun 2001/37/EB. Með frumvarpinu er lagt til að sett verði bann við tóbaki með einkennandi bragði sem og tilteknum aukaefnum í tóbaksvörum. Einnig er lagt til að settar verði reglur um jurtavörur til reyk­­inga, sbr. 21. gr. fyrrgreindrar tilskipunar. Innleiðing. Mars.

Innanríkisráðherra

  1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga (innleiðing, Schengen, Brexit, dvalar- og atvinnuleyfi). 
    Með frumvarpinu eru lagðar til nauðsynlegar breytingar til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar (Schengen og Brexit) auk nauðsynlegra ívilnandi breytinga á ákvæðum er varða dvalar- og atvinnu­leyfi. Innleiðing. Janúar.
  2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 80/2016 (alþjóðleg vernd).
    Hér eru lagðar til breytingar á málsmeðferð umsókna um alþjóðlega vernd til að auka skilvirkni og stytta málsmeðferðartíma, án þess þó að skerða réttindi umsækjenda. Janúar.
  3. Frumvarp til breytinga á lögum um útgáfu og notkun nafnskírteina, nr. 25/1965 (ný nafn­skír­teini).
    Með frumvarpinu er lagt til að Þjóðskrá Íslands verði heimilt að gefa út ný nafnskírteini fyrir ein­staklinga sem jafnframt væru ferðaskilríki á Schengen-svæðinu. Janúar.
  4. Frumvarp til laga um landamæri. 
    Með frumvarpinu er lagt til að sett verði lög um landamæri sem mæli fyrir um grunnreglur sem gilda um för einstaklinga yfir landamæri. Frumvarpinu er einnig ætlað að innleiða reglugerðir Evrópu­þingsins og ráðsins um þróun og starfsemi komu- og brottfararkerfis fyrir Schengen-svæðið (reglugerð (ESB) 2017/2225 og reglugerð (ESB) 2017/2226) og um evrópskt kerfi um ferðaheimild (reglugerð (ESB) 2018/1240 og reglugerð (ESB) 2018/1241). Innleiðing. Febrúar.
  5. Frumvarp til laga um breytingu á vopnalögum, nr. 16/1998 (öflun og varsla skotvopna). 
    Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á vopnalögum, m.a. til að styrkja lagastoð reglugerðar nr. 510/2018 um sprengiefni og forefni til sprengigerðar og til að innleiða reglugerð (ESB) 2017/853 um öflun og vörslu skotvopna þar sem mælt er fyrir um skýrar reglur til að auka rekjan­leika skotvopna, reglur um tiltekinn varðveislutíma upplýsinga í skotvopnaskrá og áskilnað um sér­stakar ráðstafanir þegar skotvopn eru gerð óvirk. Innleiðing. Febrúar.

 

Innviðaráðherra

  1. Frumvarp til laga um áhafnir skipa. 
    Frumvarp til nýrra heildarlaga um áhafnir skipa sem mun taka við af fjórum eldri lagabálkum og ætlað er að einfalda löggjöf og regluverk er varða áhafnir skipa og tryggja öryggi sjófarenda. Endur­flutt. Janúar.
  2. Frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur.
    Frumvarpið felur í sér nýja heildarlöggjöf um leigubifreiðaakstur hér á landi. Markmið frumvarps­ins er að auka frelsi á leigubifreiðamarkaðnum og tryggja örugga og góða þjónustu. Endurflutt. Janúar.
  3. Frumvarp til laga um loftferðir.
    Frumvarpið felur í sér ný heildarlög um loftferðir. Markmið laganna er að tryggja öruggar, greiðar og hagkvæmar flugsamgöngur að teknu tilliti til neytendaverndar, umhverfissjónarmiða og skuld­bindinga á sviði þjóðréttar. Um leið treysta samkeppnishæfni íslensks flugrekstrar og starfsemi í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Endurflutt. Janúar.
  4. Frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum, nr. 77/2019 (EES-reglur, ökutæki o.fl.).
    Frumvarpinu er ætlað að tryggja lagastoð til innleiðingar tiltekinna EES-gerða er varða markaðs­eftirlit og öryggi ökutækja og jafnframt greiða fyrir fullgildingu Íslands á tveimur alþjóðlegum samn­ingum um gerð og búnað ökutækja, gagnkvæma viðurkenningu o.fl. Innleiðing. Janúar.
  5. Frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003 (EES-reglur, gjaldtaka, raf­ræn vöktun o.fl.).
    Frumvarpið er liður í að innleiða reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/352 um að setja ramma um veitingu hafnarþjónustu og reglur um gagnsæi í fjármálum fyrir hafnir. Einnig felur frumvarpið í sér breytingar á ákvæðum er lúta að gjaldtöku vegna fiskeldis, skilgreiningu hafnar­svæða, kærum á gjaldskrárákvæðum hafna og hlutverki Samgöngustofu og Vegagerðarinnar á þessu sviði. Frumvarpið er að hluta til efnislega samhljóða frumvarpi sem ráðherra mælti fyrir á síð­asta þingi en náði ekki fram að ganga. Innleiðing að hluta. Mars.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

  1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um matvæli og lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru (lífræn framleiðsla).
    Með frumvarpinu er lagt til að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á lögum um mat­væli, nr. 93/1995, og lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994, til innleiðingar á nýrri löggjöf ESB um lífræna framleiðslu og merkingu lífrænna vara og að um leið verði lög um líf­ræna landbúnaðarframleiðslu, nr. 162/1994, felld úr gildi. Með frumvarpinu er lagt til að innleidd verði reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/848 um lífræna framleiðslu og merkingu lífrænna vara sem fellir niður reglugerð ráðsins (EB) nr. 834/2007. Innleiðing. Janúar.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra

  1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 (EES-innleiðing, undanþága frá starfsleyfi). 
    Með frumvarpinu er lagt til að skilyrði fyrir veitingu undanþágu frá starfsleyfi á grundvelli laganna verði útfærð nánar með hliðsjón af athugasemdum Eftirlitsstofnunar EFTA vegna innleiðingar á til­skipun 2011/92/ESB um mat á áhrifum sem tilteknar framkvæmdir á vegum hins opinbera eða einka­aðila kunna að hafa á umhverfið. Innleiðing. Mars.
  2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012 (opinber innkaup á vistvænum ökutækjum o.fl.). 
    Frumvarpinu er ætlað að breyta efnisákvæðum IX. kafla B sem fjallar um opinber innkaup á vistvænum ökutækjum vegna tilskipunar (ESB) 2019/1161 sem breytir áður innleiddri tilskipun Evrópu­þingsins og ráðsins 2009/33/EB um að stuðla að notkun á hreinum og orkunýtnum öku­tækjum til flutninga á vegum. Að auki verður lögð til orðalagsbreyting í 6. gr. b og að II. viðauki við lögin verði felldur á brott. Mars.
  3. Tillaga til þingsályktunar um um verndar- og orkunýtingaráætlun (3. áfangi).
    Tillaga lögð fram í samræmi við lög um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011. Endurflutt. Mars.

Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra

  1. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 214/2020 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn. 
    Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1991 frá 25. október 2017 um breytingu á reglu­gerð (ESB) nr. 345/2013 um evrópska áhættufjármagnssjóði og reglugerð (ESB) nr. 346/2013 um evrópska félagslega framtakssjóði. Desember.
  2. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 50/2021 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn. 
    Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/834 frá 20. maí 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 648/2012 að því er varðar stöðustofnunarskyldu, frestun á stöðustofnunarskyldu, kröfur um skýrslugjöf, aðferðir til mildunar áhættu fyrir OTC-afleiðusamninga sem miðlægur mótaðili stöðu­­stofnar ekki, skráningu og eftirlit með afleiðuviðskiptaskrám og kröfurnar fyrir afleiðu­við­skiptaskrár. Desember.
  3. Tillaga til þingsályktunar staðfestingu á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­inn­ar um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) og bókun 37 við EES-samninginn. 
    1) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/5 frá 11. desember 2018 um breytingu á reglu­gerð (EB) nr. 726/2004 um málsmeðferð Bandalagsins við veitingu leyfa fyrir manna- og dýra­lyfjum og eftirlit með þeim lyfjum og um stofnun Lyfjastofnunar Evrópu, um breytingu á reglu­gerð (EB) nr. 1901/2006 um lyf fyrir börn og á tilskipun 2001/83/EB um Bandalagsreglur um lyf sem ætluð eru mönnum.
    2) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/6 frá 11. desember 2018 um dýralyf og um nið­urfellingu á tilskipun 2001/82/EB. Desember.
  4. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 274/2021 og 275/2021 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) við EES-samninginn. 
    1) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1971 frá 11. desember 2018 um að koma á fót evrópskum hópi eftirlitsaðila á sviði rafrænna fjarskipta (BEREC) og stofnun til að styðja við BEREC-hópinn (BEREC-skrifstofu), um breytingu á reglugerð (ESB) 2015/2120 og um niður­fell­ingu reglugerðar (EB) nr. 1211/2009.
    2) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1972 frá 11. desember 2018 um setningu evrópskra reglna um rafræn fjarskipti (endurútgefin). Desember.
  5. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samn­­ing­inn. 
    Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/848 frá 30. maí 2018 um lífræna framleiðslu og merk­­ingu lífrænt ræktaðra vara og um niðurfellingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 834/2007. Desember.
  6. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IV. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn. 
    Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/337 frá 16. febrúar 2021 um breytingu á reglu­gerð (ESB) 2017/1129 að því er varðar endurbótalýsingu ESB og markvissar aðlaganir fyrir fjár­mála­milliliði og tilskipun 2004/109/EB að því er varðar notkun á sameiginlega rafræna skýrslu­snið­inu fyrir árleg reikningsskil, til að stuðla að endurbótum í kjölfar COVID-19 hættu­ástands­ins. Desember.
  7. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IV. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn. 
    1) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/168 frá 10. febrúar 2021 um breytingu á reglugerð (ESB) 2016/1011 að því er varðar undanþágu tiltekinna stundargengisviðmiðana þriðju landa og tilgreiningu á endurnýjun tiltekinna viðmiðana sem látið hefur verið af, og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 648/2012
    2) Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1847 frá 14. október 2021 um tilgreiningu á lögboðnum staðgengli fyrir tilteknar útgáfur CHF LIBOR-vaxta.
    3) Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1848 frá 21. október 2021 um til­grein­ingu á staðgengli fyrir viðmiðun á millibankadagvöxtum í evrum. Desember.
  8. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IV. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn. 
    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/878 frá 20. maí 2019 um breytingu á tilskipun 2013/36/ESB að því er varðar aðila sem njóta undanþágu, eignarhaldsfélög á fjármálasviði, blönduð eignarhaldsfélög í fjármálastarfsemi, starfskjör, eftirlitsráðstafanir og -heimildir og ráðstafanir til að varðveita eigið fé. Janúar.
  9. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IV. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn. 
    1) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2365 frá 25. nóvember 2015 um gagnsæi í fjár­­mögn­unarviðskiptum með verðbréf og um endurnotkun og breytingu á reglugerð (ESB) nr. 648/2012.
    2) Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/463 frá 30. janúar 2019 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2365 að því er varðar skrána yfir aðila sem njóta undanþágu. Janúar.
  10. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 22/2020 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn. 
    Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1131 frá 14. júní 2017 um peningamarkaðssjóði, ásamt tveimur öðrum ESB-gerðum. Janúar.
  11. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 59/2021 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýs­inga­samfélagið) við EES-samninginn. 
    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/2102 frá 26. október 2016 um aðgengileika vef­setra opinberra aðila og smáforrita þeirra fyrir snjalltæki. Janúar.
  12. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 53/2021 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn. 
    1) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156 frá 20. júní 2019 um að greiða fyrir flutningi sjóða um sameiginlega fjárfestingu yfir landamæri og um breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 345/2013, (ESB) nr. 346/2013 og (ESB) nr. 1286/2014.
    2) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1160 frá 20. júní 2019 um breytingu á tilskip­unum 2009/65/EB og 2011/61/ESB með tilliti til flutnings sjóða um sameiginlega fjárfestingu yfir landa­mæri. Febrúar.
  13. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 54/2021 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn. 
    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/2341 frá 14. desember 2016 um starfsemi og eftirlit með stofnunum sem sjá um starfstengdan lífeyri (endurútgefin). Febrúar.
  14. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 69/2021 um breytingu á XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn. 
    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2161 frá 27. nóvember 2019 um breytingu á til­skip­un ráðsins 93/13/EBE og tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/6/EB, 2005/29/EB og 2011/83/ESB að því er varðar betri framfylgd og nútímavæðingu reglna Sambandsins um neytenda­vernd. Febrúar.
  15. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 70/2021 um breytingu á XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn.
    1) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/770 frá 20. maí 2019 um tiltekna þætti varðandi samn­inga um afhendingu á stafrænu efni og stafrænni þjónustu.
    2) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/771 frá 20. maí 2019 um tiltekna þætti varðandi samn­inga um sölu á vörum, um breytingu á reglugerð (ESB) 2017/2394 og tilskipun 2009/22/EB og um niðurfellingu tilskipunar 1999/44/EB. Febrúar.
  16. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 171/2021 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn. 
    1) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/92/ESB frá 23. júlí 2014 um samanburð gjalda er varða greiðslureikninga, skipti á greiðslureikningum og aðgengi að almennum greiðslureikningum.
    2) Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/32 frá 28. september 2017 um við­bæt­­ur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/92/ESB að því er varðar tæknilega eftirlits­staðla um staðlaða hugtakanotkun Sambandsins yfir dæmigerðustu tegundir þjónustu sem tengjast greiðslureikningum.
    3) Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/33 frá 28. september 2017 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar staðlað framsetningarform fyrir gjaldayfirlitið og sam­eiginlegt tákn þess samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/92.
    4) Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/34 frá 28. september 2017 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar staðlað framsetningarsnið fyrir gjaldskrána og sam­eigin­legt tákn þess samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/92/ESB. Febrúar.
  17. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 215/2021 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
    Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2115 frá 27. nóvember 2019 um breytingu á tilskipun 2014/65/ESB og reglugerðum (ESB) nr. 596/2014 og (ESB) 2017/1129 að því er varðar að stuðla að notkun vaxtamarkaða lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Febrúar.
  18. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn.
    1) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/956 frá 28. júní 2018 um vöktun og skýrslu­gjöf vegna koltvísýringslosunar og eldsneytisnotkunar nýrra þungra ökutækja.
    2) Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/888 frá 13. mars 2019 um breytingu á I. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/956 að því er varðar gögn um ný þung ökutæki sem aðildarríki og framleiðendur eiga að vakta og gefa skýrslu um. Febrúar.
  19. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn. 
    Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1242 frá 20. júní 2019 um að setja staðla um frammistöðu vegna losunar koltvísýrings fyrir ný, þung ökutæki og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 595/2009 og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/956 og tilskipun ráðsins 96/53/EB. Febrúar.

Vísinda, iðnaðar og nýsköpunarráðherra

  1. Frumvarp til laga um fjarskipti.
    Frumvarpið felur í sér heildarendurskoðun gildandi regluverks á sviði fjarskipta með innleiðingu tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1972 í landsrétt, sem tekin var upp í EES- samninginn haustið 2021. Brýnt er að upp­færa gildandi efnisreglur á sviði fjarskipta og tryggja við­eigandi framkvæmd þeirra hér á landi. Inn­leiðing. Endurflutt. Janúar.
  2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um öryggi net- og upplýsingakerfa mikil­vægra innviða og lögum um Fjarskiptastofu (eftirlit með vatnsveitum og staf­rænni þjónustu, upplýs­inga­skylda o.fl.). 
    Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar er varða eftirlitsstjórnvöld, vatnsveitur, veitendur staf­rænnar þjónustu og samræmt netöryggisvottunarkerfi fyrir upplýsinga- og samskiptatæki. Innleið­ing. Mars.