ESB bannar ríkisaðstoð

Hin mikla atvinnuuppbygging á Íslandi á 20 öldinni var oft með aðstoð eða þátttöku ríkisins eðajarfélaga. Útgerð og vinnsla, iðnaður, samgöngur, þjónusta, mörg af atvinnufyrirtækjunum í hinu agnarsmáa hagkerfi Íslands urðu til og uxu úr grasi vegna þáttöku almannasjóða. En ESB fyrirskipar að ríkisaðstoð við fyrirtæki sé ekki heimil nema með sérstöku leyfi erindreka ESB í Brussel. Alþingi á nú að stimpla leyfi til ESA til þess að sekta fyrirtæki og reka mál gegn íslenskum aðilum milliliðalaust vegna ríkisaðstoðarmála.

Frumvarp um „meðferð ríkisaðstoðarmála“ (reglugerð (ESB) 2015/1589) er lagt enn og aftur fyrir Alþingi. Afleiðingarnar verða að Brusselvaldið getur komið í veg fyrir og refsað íslenskum aðilum vegna aðstoðar frá ríkinu. Með því er komið í veg fyrir að almannastofnanir styrki atvinnuuppbyggingu og rekstur. Í litlu hagkerfi Íslands er það röng stefna. Lögin verða m.a. til þess að ríki og sveitarfélög geta ekki haldið vissum nauðsynlegum fyrirtækjum gangandi. Stórfyrirtæki fá aftur á móti bætta stöðu í samkeppni eða við að leggja undir sig markaði eða fyrirtæki á Íslandi

https://www.frjalstland.is/2018/09/29/a-esb-ad-stjorna-fjarfestingum-a-islandi/

https://www.frjalstland.is/thingmalaskra-150-loggjafarthings-2019-2020-ees-mal/

-„Stjórnvöld skulu láta Eftirlitsstofnun EFTA í té upplýsingar og gögn sem nauðsynleg eru vegna eftirlits með ríkisaðstoð, í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt EES-samningnum – íslensk stjórnvöld geta ekki úrskurðað um hvort aðstoðin sé í samræmi við leyfilegan opinberan fjárhagsstuðning samkvæmt EES-samningnum fyrr en stofnunin hefur tilkynnt um niðurstöðu sína í málinu – Eftirlitsstofnun EFTA er heimilt að framkvæma eða láta framkvæma vettvangsskoðun hér á landi – Eftirlitsstofnun EFTA er heimilt að leggja sektir og févíti á fyrirtæki eða samtök fyrirtækja fyrir brot gegn ákvæðum laga þessara“

https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1300

Á Samráðsgátt stjórnarráðsins er almenningi boðið að koma með athugasemdir við lagafrumvörp. Státað er af að Samráðsgáttin sé „Opið samráð stjórnvalda við almenning“. Hvatning um að koma með athugasemdir á Samráðsgátt um EES-mál er dæmigerður EES-blekkingarleikur. Athugasemdir við lög sem eru frá ESB vegna EES eru aldrei tekin til greina heldur hefur innhald tilskipananna og valdsboðanna verið látið halda sér að efni til óbreytt í íslenskum lögum.

Lög og regluverk ESB um almannaaðstoð við atvinnufyrirtæki er í fleiri en einni EES-kvöð en verður nú falið erindrekum ESB í Brussel að fylgja eftir með fjársektum og aðförum að íslenskum fyrirtækjum. Það er gegn hagsmunum landsmanna og stöðvar rekstur nauðsynlegrar þjónustu sem er háð almannaaðstoð en eykur samkeppnisaðstöðu og aðgengi fjárfesta í ESB/EES að fyrirtækjum og mörkuðum hérlendis.

Enn einn viðbótin við stjórnarskrárbrot og fullveldisafsal EES-samningsins.

https://www.frjalstland.is/2019/02/12/aframhaldandi-fullveldisafsal/

(Villandi nafngiftir: Eftirlitsstofnun EFTA , ESA, hefur ekki vald í fríverslunarsamtökunum EFTA. Nöfnin eru rangnefni sem dylja tilgang þeirra og hlutverk sem er að sjá til að Noregur, Ísland og Liechtenstein hlýði EES/ESB)

Posted in EES | Comments Off on ESB bannar ríkisaðstoð

Falsfréttir um kjarrelda í Ástralíu

Fréttaflutningur af veðurfyrirbærum er orðinn svo litaður af rangfærslum að erfitt er að treysta fréttunum. Þær eru oft áróður um „loftslagsbreytingar af mannavöldum“, að mannkyn sé að valda „hamfarahlýnun“. Fréttir af kjarreldum í Ástralíu er nýjasta dæmið sem fjölmiðlar hampa og í fréttirnar er hnýtt fullyrðingum um hitamet og að eldarnir séu án fordæma og vegna hlýnunar loftslags. Meira

Posted in Orka, Umhverfismál | Comments Off on Falsfréttir um kjarrelda í Ástralíu

Nýtt ár færir okkur nær frelsinu

Á árinu 2019 var EES-samningurinn afhjúpaður sem valdatæki ESB. Okkar stjórnmálamenn gátu ekki varið landið fyrir valdsboðum ESB. Afleiðing EES er m.a. stjórnkerfislömun sem hrun orkukerfisins fyrir norðan ber vott um. En reynslan er dýrmæt, ásamt með Brexit færir hún okkur nær endurheimt þjóðfrelsisins á nýju ári. Meira

Posted in BREXIT, EES, Uncategorized | Comments Off on Nýtt ár færir okkur nær frelsinu

Ísland flækt í loftslagsblekkingar ESB

Alþingi á í vetur að stimpla EES-tilskipun nr. 2018/410 um „loftslagsmál“. Ísland er flækt í stefnu ESB um að draga úr losun „gróðurhúsalofttegunda“ þó engar alþjóðlegar skuldbindingar Íslands á vegum Sameinuðu þjóðanna krefjist þess. Stjórnvöld Íslands gerðu samkomulag“ við ESB um „loftslagsmál“ án tilhlýðilegrar athugunar á afleiðingum og kostnaði. Tilskipunin veldur geigvænlegum fjáraustri í gagnslausar aðgerðir.
Meira

Posted in EES, Umhverfismál | Comments Off on Ísland flækt í loftslagsblekkingar ESB

Áþján ESB þyngist

Alþingi heldur áfram að setja ESB-lög á landsmenn, framhjá lýðræðinu. Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir veturinn er með rúmlega 200 málum þar af 65 sem eru tilskipanir frá ESB eða mál sem eru bein afleiðing EES. Það er um 32% þingmálanna, svipað hlutfall og síðustu tvö ár (35 og 30%). Sum málanna kalla á að Alþingi samþykki margar tilskipanir. Um 50 mál verða að lögum, afgangurinn að þingsályktunum. Tilskipanir sem verða að reglugerðum gefa ráðuneytin út, í kringum 200 árlega. Meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Áþján ESB þyngist

Atvinnuuppbyggingin komin í uppnám

Á sama tíma og Alþingi ætlar að láta orkufyrirtæki landsins kosta dýrt gæluverkefni, “þjóðarsjóð”, eru atvinnufyrirtækin sem þurfa orku að fara með sínar fjárfestingar til útlanda vegna hækkana orkuverðs hér. Eða hætta við uppbyggingu.

Skemmdin á orkukerfi Íslands, sem afskipti ESB af orkumálum landsins, sundurlimun orkufyrirtækjanna í framleiðslu, flutning og dreifingu hafa leitt af sér, er orðin svo alvarleg að uppbygging orkukræfrar atvinnustarfsemi er að stöðvast. Meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Atvinnuuppbyggingin komin í uppnám

Rafbílavæðingin vanhugsuð

Vegna EES hefur Ísland dregist með í „loftslagsaðgerðir“ ESB sem þýðir að Ísland þarf að minnka útblástur koltvísýrings að viðlögðum háum sektum.

Stjórnvöld hér hafa því komið af stað „aðgerðum í loftslagsmálum“ , meðal annars rafbílavæðingu sem er mjög kostnaðarsöm fyrir skattgreiðendur. Árangurinn fyrir umhverfið er vafasamur, rafbílar auka eiturefnamengun á Jörðinni en breyta losun koltvísýrings lítið. Meira

Posted in EES, Umhverfismál | Comments Off on Rafbílavæðingin vanhugsuð

Niðurrifið er hafið

Hin stóra auðlind Íslands, orkan, hefur verið undirstaða landfastrar atvinnustarfsemi í áratugi. Nú hefur ný stefna í orkumálum, komin frá ESB með EES-tilskipunum, verið tekin upp. Framleiðslufyrirtæki landsins draga saman seglin vegna þess að verð á orku er of hátt. Gróðurhúsin hafa verið í vandræðum lengi. Iðnfyrirtækin eiga sífellt erfiðara með að keppa við innflutning. Og nú síðast eru orkufyrirtæki í almannaeign farin að okra á iðjuverunum. Græðgisvæðing Landsvirkjunar er að stöðva iðnreksturinn í landinu. Svo virðist sem stefnan sé að loka iðnaðinum, selja orkuna til ESB og stöðva frekari virkjanaáform. Meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Niðurrifið er hafið

Neyðaraðgerðir til varnar auðlindunum

Það stefnir í neyðarástand í orkumálum. Að óbreyttu munu orkulindir landsins smám saman hverfa úr stjórn og nýtingu almannafyrirtækja landsmanna, árnar, jarðhitasvæðin sem og virkjanirnar. Regluverk EES/ESB tryggir að fjárfestar og fyrirtæki í ESB/EES geta átt land og nýtingarréttindi vatnsfalla og jarðvarma sem og virkjanir og orkufyrirtæki á Íslandi. Verð á orku er þegar tekið að hækka vegna árifa EES/ESB og fyrirtæki sem kaupa orku að undirbúa samdrátt og lokanir. Eina færa leiðin til að bregðast við í tíma er með neyðaraðgerðum. Alþingi getur ennþá sett lög að vild þó þau geti stangast á við EES-samninginn. Meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Neyðaraðgerðir til varnar auðlindunum

Hvaða ógn vofir yfir okkur?

Þriðji tilskipanapakki ESB um orkumál afhjúpaði ástandið í íslenskum stjórnmálum. Burtséð frá innihaldi tilskipananna er ljóst að hin gamalgróna lýðræðisþjóð að eigin áliti, Íslendingar, hafa misst sitt lýðræðislega vald yfir mikilvægum landsmálum. Hvorki lýðkjörnir fulltrúar né ráðnir embættismenn íslenska þjóðríkisins hafa getað varið landið fyrir valdahrifsi ESB. Þeir hafa þvert á móti gengið erinda ESB og jafnvel gripið til blekkinga, oft vegna þekkingarleysis en mögulega líka viljandi sem sýnir hve stjórnkerfi landsins er orðið bágborið og djúpt sokkið í erlent tilskipanakviksyndi Meira

Posted in EES | Comments Off on Hvaða ógn vofir yfir okkur?