Eiga orkufyrirtæki ESB/EES að virkja orkulindir Íslands?

ESB krefst þess að orkufyrirtækjum í ESB/EES sé veittur aðgangur að íslenskum ám og jarðvarmasvæðum til jafns við íslensk almannafyrirtæki, bæði við byggingu nýrra virkjana og reglulega endurnýjun nýtingarleyfis núverandi virkjana. Ef Ísland hlýðir þessu þýðir það að orkulindir Íslands komast smám saman á forræði stórra erlendra fyrirtækja. Íslensk stjórnvöld hafa ekki treyst sér til að taka af skarið en eru í bréfaskriftum við eftirlitsskrifstofu EES (ESA) um málið.

Úthlutun á nýtingarrétti orkuauðlinda á samkvæmt ESB á að gera i opnu valferli þar sem jafnræðis sé gætt milli fjárfesta í ESB/EES og á grundvelli hlutlægra skilyrða fyrir vali á nýtingarleyfishafa. Tryggja skal að nýtingartími sé ekki lengri en þörf krefur fyrir virkjunaraðila að fá fjárfestingu til baka ásamt hæfilegum arði af fjárfestingunni. Ekki má veita rétthafa forgang til endurnýjunar að þeim tíma liðnum.

Orkufyrirtæki ESB/EES eiga samkvæmt þessu að fá samskonar aðgang að orkuauðlindum landsins, fallvötnum og jarðhitasvæðum, og fyrirtæki í almannaeigu ríkis og sveitarfélaga hafa hingað til fengið, og við fyrirskipaða endurnýjun nýtingarleyfanna fá ESB-fjárfestar tækifæri til að leggja undir sig orkuauðlindir sem nú eru nýttar af fyrirtækjum í almannaeigu.

ESA fyrirskipar stjórnvöldum Íslands að breyta landslögum: Skrifstofan komst að þeirri niðurstöðu að íslensk löggjöf um veitingu virkjanaleyfa fyrir vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir brjóti EES-lög“ (sjá mál ESA no. 69674 og bréf frá maí 2015 og feb. 2012)

Lög um nýtingarrétt orkuauðlinda ætlaði ríkisstjórnin að leggja fram vorðið 2020. (Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða nýtingu orkuauðlinda á opinberu forræði (nýtingarleyfi) vegna aðvörunar ESA). Frjálst land spurðist fyrir um hvort stefnan væri að veita ESB-fyrirtækjum sama aðgang að auðlindunum og íslenskum almannafyrirtækjum. Svar forsætisráðuneytisins (2.4.2020) var að

Við skoðun málsins hafa komið upp rökstuddar efasemdir um að þjónustutilskipunin eigi við um raforkuframleiðslu. Íslensk stjórnvöld hafa því ákveðið að fresta fyrirhuguðum lagabreytingum uns betri vissa er fengin fyrir því hvaða þjóðréttarlegu skuldbindingar hvíla á íslenska ríkinu að þessu leyti. Frumvarpið sem vísað er til í þingmálaskrá verður því ekki lagt fram á Alþingi á þessum vetri.“

Frjást land sendi aðra fyrirspurn 16.3.2021 um hvort fengist hefði einhver vissa fyrir hvort Íslandi sé skylt samkvæmt EES/ESB-valdboðum að heimila ESB/EES-aðilum afnotarétt af orkuauðlindum landsins? Svar forsætisráðuneytisins kom 14.4.2021:

-komu stjórnvöld efasemdum sínum formlega á framfæri við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) síðastliðið sumar og vísuðu meðal annars til nýlegs dóms Evrópudómstólsins varðandi túlkun á þjónustutilskipuninni (dómur í máli Eco-Wind frá 28. maí 2020). Ekki hafa enn borist formleg viðbrögð frá Eftirlitsstofnun EFTA “.

(Vald Evrópudómstólsins (ESB-dómstólsins) á ekki að ná til Íslands en það er og hefur verið brotið í tengslum við EES)

Noregur hefur tekið af skarið og hafnað fyrirmælum ESA og heldur orkulindum á innlendu forræði í Noregi. 190604 Svar fra dept til esa

Posted in EES, Orka, Umhverfismál | Comments Off on Eiga orkufyrirtæki ESB/EES að virkja orkulindir Íslands?

Frelsi og sjálfsábyrgð íslenskrar þjóðar

Eftir Arnar Þór Jónsson

Sem sjálf­stæð þjóð stönd­um við nú veik­um fót­um. Ef svo held­ur fram sem horf­ir er alls ekki víst að frjáls­lynd lýðræðis­hefð haldi hér velli. Meira

Posted in EES | Comments Off on Frelsi og sjálfsábyrgð íslenskrar þjóðar

Samkeppniseftirlitið skaðar samkeppnishæfnina

Samkeppniseftirlitið starfar samkvæmt samkeppnislögunum sem voru fylgifiskur EES samningsins og ein fyrstu yfirþjóðlegu lögin frá ESB. Þau voru uppfærð 2004 en fleiri en veigaminni breytingar hafa verið gerðar á þeim. Lögin henta ekki á Íslandi en færðu vald til bæði ESB og stofnana EES. Yfirstjórn málaflokksins er hjá ESB. Meira

Posted in EES, Sjávarútvegur, Verslun | Comments Off on Samkeppniseftirlitið skaðar samkeppnishæfnina

Ísland er nú án eigin orkustefnu

Sjálfbær orkuframtíð, Orkustefna til ársins 2050 heitir ný skýrsla frá ríkisstjórninni. Við lestur hennar kemur fljótt í ljós að stefnumálin eru frá ESB, lítið er um íslensk hagsmunamál en því meira af dýrum tískumálum ESB. „Loftslagsmál“ eru sögð tilefni helstu stefnumála. Verkfræðilega gegnhugsaða stefnu um mikilvægustu málin vantar í skýrsluna en svamlað er fram og til baka í slagorðaforðanum. Orkustefnan er greinilega samin af takmarkaðri þekkingu á orkumálum en meiri á EES-tilskipunum. Af lestri skýrslunnar er ljóst að ekki er hægt að láta ESB ákveða orkustefnu Íslands. https://www.althingi.is/altext/pdf/151/s/0894.pdf Meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Ísland er nú án eigin orkustefnu

Baráttan gegn EES harðnar í Noregi

Norsku samtökin Nei til EU, sem berjast gegn veru Noregs í EES, vinna á mörgum vígstöðvum og með ýmsum öðrum félögum og samtökum, verklýðsfélögum, fagfélögum en einnig með stjórnmálaflokkum sem vilja losa Noreg undan EES. Samtökin eru öflug og margmenn og hafa haldið sjálfstæðismálum Noregs í umræðunni í langan tíma og hafa mikinn stuðning í Noregi. Meðal mála sem nú eru á dagskrá og líka hafa þýðingu á Íslandi eru: Meira

Posted in EES, Heilbrigismál, Orka, Stjórnarskrá | Comments Off on Baráttan gegn EES harðnar í Noregi

Loftslagsbreytingar

Hlýnun loftslags af mannavöldum er orðin eins konar stórisannleikur eins og trúarkreddur fyrri tíma. Stór hluti EES-tilskipananna er sagður til þess að draga úr hlýnun loftslags. Orðaforðinn er fjölbreyttur: Losun, kolefnisspor, kolefnishlutleysi, grænt, umhverfisvænt, sjálfbært. Þegar skyggnst er á bak við orðagjálfrið kemur í ljós að tilskipanirnar eru aðallega til þess að setja hömlur á notkun eldsneytis. Áhrifin á loftslag verða hverfandi lítil en skara auð og völd að „grænum“ auðmönnum og valdabáknum. Þegar vönduð vísindi komast að kemur í ljós að umhverfisöflin stjórna loftslaginu, ekki maðurinn.  Loftslagsbreytingar á Íslandi. Hitastig. Meira

Posted in EES, Loftslag | Comments Off on Loftslagsbreytingar

Stjórnmálaflokkarnir láta ESB vaða yfir Alþingi

Stjórnmálaflokkarnir hafa í aldarfjórðung horft aðgerðalausir á hvernig ESB-tilskipanavaldið hefur vaðið yfir Alþingi og gert usla í þjóðlífinu í krafti EES. Nú eru svo komið að aðeins 1 af hverjum 5 landsmanna treysta Alþingi. Flokkarnir eru búnir að missa frumkvæði og sjálfstraust. Í komandi Alþingiskosningum virðast þeir hafa lítið nýtt og mikilvægt fram að færa. Stærstu málin eru ekki á stefnuskránni. Meira

Posted in EES | Comments Off on Stjórnmálaflokkarnir láta ESB vaða yfir Alþingi

Traust á fjölmiðla hríðfellur

Merkisberar tjáningarfrelsis Vesturlanda, Bandaríkin og Bretland, eru nú komin í þá stöðu að borgararnir treysta ekki fréttamiðlunum og hefur staðan lengi verið að versna. Í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum og Brexit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi 2016 keyrði um þverbak og traustið á fjölmiðlunum tók mikla dýfu. Meira

Posted in Fjölmiðlar | Comments Off on Traust á fjölmiðla hríðfellur

EES-aðildin kostar iðnaðinn og flugið stórfé

ESB fyrirskipaði (tilskipun nr. 2003/87/) að útblástur gróðurhúsalofttegunda, aðallega koltvísýrings, skyldi háður kaupum á heimildum og setti á verslunarkerfi með þær, s.k. ETS. Orkuver, iðnaður og síðar flugið lentu í kerfinu. Þannig kerfi og skylda að kaupa losunarheimildir er ekki í samkeppnislöndum Íslands utan EES sem þýðir að íslensk fyrirtæki hafa fengið verri samkeppnisstöðu. Eyðslan í kerfið eykst stöðugt, síðasta heila árið fyrir Covid, 2019, mjólkaði ETS um 2 milljarða króna úr íslenskum fyrirtækjum. Meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on EES-aðildin kostar iðnaðinn og flugið stórfé

Uppvakið landvinningaveldi

Barátta Breta við að komast út úr ESB hefur afhjúpað eðli sambandsins. Aukin samvinna aðildarlanda hefur verið yfirlýst markmið ESB á meðan það hefur unnið leynt og ljóst að miðstýringu með sýndarlýðræði („Evrópuþing“) og innlimun þjóða Evrópu í sambandið. Ólýðræðisleg stjórn (framkvæmdastjórn ESB) setur lög og reglur yfir aðildarríkin, án þess að þau hafi mælanleg áhrif, og sendir þeim tilskipanir eins og einvaldar fyrri tíma. Bretar eru fyrstir stórþjóðanna til að reka ESB-báknið af höndum sér: Meira

Posted in BREXIT, EES | Comments Off on Uppvakið landvinningaveldi