EES-samningurinn er að einangra Ísland

Þegar Evrópusambandið var stofnað hóf það fljótt að vernda sinn iðnað fyrir samkeppni utanað. Fyrst var hugsað um grunnframleiðslu eins og stál og kol en smám saman fjölgaði starfsemi sem settir voru múrar um til að verjast samkeppni. Lengi var beitt tollum og gjöldum en með tímanum hefur það breyst vegna WTO og alþjóðasamninga sem hafa náð að lækka tolla í milliríkjaviðskiptum. En ESB hefur í staðinn stöðugt bætt við kvöðum á viðskipti og er nú svo komið að tæknilegar og stjórnsýslulegar kröfur eru orðnar helstu viðskiptahömlur ESB.

Nútíma verslunarhöft

Með EES samningnum gekkst Ísland undir margs konar regluverk og yfirráð ESB á viðskiptum. Á Brusselsku er talað um „gæðakröfur“, „samræmingu“, „viðurkenningu“, „leyfi“, „vottun“, „merkingar“ osfrv. Orðskrúðið felur á bak við sig verslunarhöft nútímans. https://www.export.gov/article?id=European-union-Trade-Barriers Þau, kröfurnar, gilda um vörur sem leyfilegt er að selja í ESB (og á Íslandi eða EES). Höft ESB/EES loka Íslandi fyrir margs konar vörum af alþjóðamarkaði, fækka valkostum, og hækka verð hér. EES-regluverkið hefur líka hamlandi og kostnaðaraukandi áhrif á bæði framleiðslu og útflutning héðan. Það er farið leiða til þess að íslenskum fyrirtækjum er erfiðara að sækja út á alþjóðamarkað með sínar vörur sem er þeim mörgum lífsnauðsyn vegna smæðar Íslands.

Einangrunarstefna ESB hefur rýrt hlut ESB af heimsviðskiptunum

Höft og reglubyrði ESB hafa með öðru leitt af sér að hlutur ESB af heimsviðskiptunum minnkar stöðugt. Núverandi ESB-lönd stóðu fyrir 30% heimsverslunarinnar um 1980, nú er hlutfallið komið í 15% og fer minnkandi. https://fullfact.org/europe/eu-has-shrunk-percentage-world-economy/.Innri markaður“ ESB verður stöðugt minna áhugaverður. ESB-lönd eru ekki lengur leiðandi í nútímatækni.

EES gildir ekki í mestu viðskiptalöndunum

Eftir að EES skall á fyrir 25 árum hafa viðskipti við áður mestu viðskiptalönd Íslands orðið stöðugt erfiðari vegna yfirráða ESB hér. Mikilvægustu viðskiptalönd Íslendinga fyrir EES, meðan verslunarfrelsi var meira, Bandaríkin, Austur-Asíulönd og Rússland, er orðið erfiðara og kostnaðarsamara að hafa milliliðalaus viðskipti við þó vörur þar séu oft gæðameiri og ódýrari en í ESB. Viðskipti við A-Asíu og Bandaríkin fara oft í gegnum ESB og hlaða utan á sig óþörfum milliliðakostnaði. Eitt mesta viðskiptaland Íslands í aldanna rás, Bretland, er að bætast við alþjóðamarkaðinn sem þýðir að þá koma höft EES á verslun Íslendinga við Bretland.

https://www.instituteforgovernment.org.uk/explainers/non-tariff-barriers

Ísland að lokast inni

Ísland er að lokast meir og meir inni í viðskiptamúravirki ESB. Ísland er með fríverslunarsamninga við mörg lönd og þar á meðal ESB samkvæmt eldri samningi en EES. Sá samningur er enn í fullu gildi þó farið sé með það sem leyndarmál. Og Ísland er einnig með viðskiptasamninga við mörg lönd bæði á eigin vegum og með EFTA. Þeir fríverslunarsamningar koma að vísu ekki að fullu gagni meðan EES-höftin gilda hér. Viðskipti við gömlu stóru viðskiptalöndin verður væntanlega auðvelt að endurlífga þegar höft ESB verða afnumin. EES er í vaxnadi mæli að einangra Ísland frá alþjóðaviðskiptum.

(Friðrik Daníelsson, Fréttablaðið 9.7.2019)

Posted in EES, Verslun | Comments Off on EES-samningurinn er að einangra Ísland

Landsmenn vilja ekki löggjöf ESB

Ný skoðanakönnun sem Maskína gerði fyrir Heimssýn segir að 61,3% landsmanna sem skoðun hafa vilja ekki orkulöggjöf ESB og 59% vilja ekki flytja hrátt kjöt frá ESB til landsins. Alþingi hefur fengið tilskipanir um að gangast undir stjórn og stjórnsýslu ESB á orkukerfinu. Og um að heimila innflutning á hráu kjöti frá ESB. Þeir sem málin þekkja hafa komið til leiðar frestun á lögleiðingu tilskipananna og er viss von til að farið verði vel yfir bæði málin áður en Alþingi meðhöndlar þau aftur (Mbl 19.6.2019). meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Landsmenn vilja ekki löggjöf ESB

Alþingi ræður ekki við orkupakkann

Alþingi virðist ekki ráða við 3. orkupakkann sem er einn af 4 tilskipanapökkum um orkukerfi ESB/EES sem komnir eru út. Markmið ESB er að byggja upp „markaðsvætt“ orkukerfi með einkareknum orkuverum. ESB-fyrirtæki fá að nýta orkuauðlindir Íslands. Stjórn yfir orkukerfinu færist til ESB. Aðeins einn af stjórnmálaflokkunum á Alþingi hefur reynt að reifa málið til hlítar en aðrir flokkar láta sér í léttu rúmi liggja hvernig þessari stærstu eign landsmanna verður ráðstafað. meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Alþingi ræður ekki við orkupakkann

Dýpkandi orkukreppa í ESB

ESB stefnir að nýtingu orku aðildarlanda ESB/EES í þágu sambandsins. Einkavæðing og einkaeign orkuvera, sundurlimun almannafyrirtækja, óheft samkeppni og millilandatengingar eru á dagskrá. Íslenska orkukerfið hefur þegar orðið fyrir slæmum áhrifum vegna EES og verri eru í vændum. Áhrif regluverks frá Brussel á orkukerfi aðildarlandanna eru oft svo slæm að löndin reyna að líta framhjá því. Óraunsæ stefnumál og tilskipanir ESB hafa þegar orðið til þess að orkuskortur, of hátt orkuverð, flótti atvinnufyrirtækja og óöryggi eru orðin landlæg á sumum svæðum í ESB. meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Dýpkandi orkukreppa í ESB

Orkukerfi landsins fært undir ESB

Ríkisstjórnin ætlar að láta Alþinig breyta raforkulögum og afhenda ESB völd yfir orkukerfinu (þingskjal 1242). Það heitir á máli ESB „innleiðing á EES-tilskipun 2009/72/EB“ og með fylgir pakki af tilskipunum um ýmssa þætti í stjórn ESB á orkukerfinu sem Alþinigi á að samþykkja sem ályktun (þingskjal 1237). Þar á meðal tilskipun um vald ESB yfir sæstrengstengingu sem vafi leikur á hvort samrýmist stjórnarskránni. Íslenska ríkið þarf að stofna heila stjórnvaldsstofnun, „Raforkueftirlit Orkustofnunar“, sem lýtur stjórn ESB en ekki íslenskra stjórnvalda. Það færir íslenskt lýðræðislega grundað stjórnvald úr landi og er brot á landslögum. meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Orkukerfi landsins fært undir ESB

Vaknið, vaknið Íslendingar!

Vaknið, vaknið kæru landar, áður en það verður um seinan! Krefjumst þess að Alþingi segi nei við orkupakkanum – eða málinu verði vísað til þjóðarinnar. meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Vaknið, vaknið Íslendingar!

Skorað á þingmenn að hafna 3. orkupakkanum

Alþingi á að samþykkja lög og þingsályktun (782. og 777.) um að færa yfirstjórn orkukerfisins til ESB. Og líka lög (792.) um að Ísland ákveði með sæstreng, marklaus lög meðan Ísland er í EES. Þingskjölin eru ruglandi langlokur og óþarfi að lesa nema eina af tilskipununum sem á að stimpla, 2009/72, inntakið er: meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Skorað á þingmenn að hafna 3. orkupakkanum

Sjálfvirk ESB-væðing Íslands

Það er ekki aðeins að stór hluti af verkum Alþingis sé að stimpla EES-tilskipanir, þær koma líka inn til ráðuneytanna á færibandi. Stærstur hluti fer beint inn í reglugerðasafnið án þess að löggjafinn þurfi að koma þar nálægt, Alþingi hefur þegar gefið urmul af heimildum sem þjóna tilskipanaflóðinu frá ESB. Tilskipanirnar sem skella á ráðuneytunum hafa í för með sér sjálfvirka ESB-væðingu Íslands. meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Sjálfvirk ESB-væðing Íslands

Vaxandi andstaða við EES-samninginn í Noregi

Í fyrirlestri Morten Harper, rannsóknastjóra norsku samtakanna Nei til EU á háskólatorgi 21.3.2019 kom fram að samtökin stefna að því að Noregur verði kominn úr EES 2025. Miklar umræður hafa verið í Noregi um fullveldið, orkulindirnar og valkosti við EES. Norðmenn eru í vaxandi mæli að snúast gegn EES. Skoðanakannanir sýna að 70% af þeim sem taka afstöðu í Noregi vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um EES-samninginn. meira

Posted in EES | Comments Off on Vaxandi andstaða við EES-samninginn í Noregi

Er Noregur að snúa baki við EES?

Fyrirlestur í sal HT105 á Háskólatorgi fimmtudaginn 21. mars klukkan 17:30

Miklar umræður í Noregi um ACER, fullveldi og valkosti við EES. meira

Posted in EES | Comments Off on Er Noregur að snúa baki við EES?