EES-aðildin kostar iðnaðinn og flugið stórfé

ESB fyrirskipaði (tilskipun nr. 2003/87/) að útblástur gróðurhúsalofttegunda, aðallega koltvísýrings, skyldi háður kaupum á heimildum og setti á verslunarkerfi með þær, s.k. ETS. Orkuver, iðnaður og síðar flugið lentu í kerfinu. Þannig kerfi og skylda að kaupa losunarheimildir er ekki í samkeppnislöndum Íslands utan EES sem þýðir að íslensk fyrirtæki hafa fengið verri samkeppnisstöðu. Eyðslan í kerfið eykst stöðugt, síðasta heila árið fyrir Covid, 2019, mjólkaði ETS um 2 milljarða króna úr íslenskum fyrirtækjum.

ETS, verslunarkerfi ESB með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda, var sett inn í EES samninginn og lögleitt sem “loftslagsmál” hér 2012. Íslensk stjórnvöld hefðu ekki þurft að taka loftslagsmál ESB inn í EES og íslenskt regluverk. Ísland hafði alla möguleika til að koma eigin stjórn á losun gróðurhúsalofttegunda og hefði getað sneytt framhjá samkeppnishömlum og kvótakerfi ESB. (Skuldbindingar íslenskra stjórnvalda um losun gróðurhúsalofttegunda). ETS hefur reynst leikvöllur spákaupmennsku og svindls. Verðið á heimildunum hefur rokið upp, á síðustu árum hefur það fimmfaldast, var nýverið 25 evrur á tonn og sumir spá að það verði 65 evrur eftir um áratug. Enginn veit en ljóst er að óþörf peningaeyðsla íslenskra fyrirtækja í ETS mun halda áfram að aukast.

Flugfélög hafa eytt vaxandi fúlgum í kaup á losunarheimildum síðan kerfið var lagt yfir flugið 2012 en þá var tilskipunin um það (2008/101) lögleidd hér. Á fyrstu 5 árunum, 2012-2016, eyddi Icelandair nærri einum milljarði króna (M 7,5 milj USD) í ETS. Á árunum 2017-2019 hækkuðu upphæðirnar stöðugt og þurfti Icelandair að eyða tæplega 2 milljörðum króna (13,5 milljónir USD) á þeim 3 árum. Samanlögð eyðsla Icelandair í ETS kerfi ESB var þannig komin í nærri 3 milljarða króna (21 millj. USD) 2019. Tilskipanavald ESB nær ekki út fyrir EES, flugfélög utan ESB/EES þurfa því ekki að borga slíkar álögur. Miðað við þau er íslenskum flugfélögum mismunað. Ferðalangar frá Íslandi til ESB/EES hafa í raun ekki aðra valkosti en flug, aðrir íbúar ESB/EES geta farið með lestum, almenningsvögnum eða bílum milli áfangastaða. Íslendingar eru í raun í nokkurs konar vistarböndum EES og þurfa að borga með hærra flugmiðaverði til að fá að far út. Fjarlægðin frá Íslandi til þeirra ESB-landa sem Íslendingar ferðast mest til er oft meiri en milli ESB-landa. Kostnaðaraukinn við losunarkvótakaup og þar með hærri fargjöld í flugi er því meiri og óumflýjanlegri fyrir Íslendinga en íbúa ESB almennt.

Iðjuverin eyða fúlgum í ETS-kerfi ESB. Frá því kerfið skall á iðjuverin hefur eyðslan farið vaxandi. Þau eyða nú samanlagt um 1 milljarði króna á ári í kaup á ETS-losunarheimildum. Þau hafa ekki fengið endurgreiðslur eða ríkisstyrki eins og álver í Noregi, ESB, Kína og fleiri samkeppnislöndum. ESB/EES hefur komið í veg fyrir að íslensk stjórnvöld geti niðurgreitt orku til iðjuvera. En í Noregi hafa stjórnvöld látið hluta þeirra tekna sem ríkið fær við uppboð ETS-losunarheimildanna renna til iðjuveranna. Áætlaðar tekjur ríkissjóðs Íslands af sölu losunarheimilda á yfirstandanadi ári eru 1,1 milljarður króna sem kæmi til greina að nota til að létta byrði iðjuveranna. ESB-lönd endurgreiða einnig losunarheimildir og veita ríkisstyrki til stórnotenda orku. Orkunotkun íslensks atvinnulífs er hlutfallslega margfalt meiri en ESB-landa en útblástur koltvísýrings fylgir slíkri framleiðslu þó í takmörkuðum mæli hér á Íslandi þar eð sjálf orkuframleiðslan er reyklaus. En þó ESB veiti iðjuverum ýmiss konar ívilnanir fer orkufrek framleiðsla í ESB stöðugt minnkandi vegna reglugerða, umhverfiskvaða og hás orkuverðs, og flyst til landa utan ESB/EES þar sem kvaðir ESB gilda ekki (það kallast „kolefnisleki“ á ESB-ísku!).

Samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja í iðnaði og flugi hefur versnað með þátttöku Íslands í ETS-kerfi ESB og fyrirtæki farin að skoða rekstur í löndum sem eru laus við kvaðir ESB/EES.

Orðskýringar:Gróðurhúsalofttegund“: Loftegund sem getur tek upp varmageislun, aðallega er átt við koltvísýring en einnig haugloft, kælimiðla og fleiri gastegundir. Áhrif þeirra í andrúmsloftinu eiga ekkert skylt við varmabúskap í gróðurhúsum. Varmaupptaka lofthjúps Jarðar stafar að mestu af loftraka en hann er ekki kallaður gróðurhúsalofttegund í tilskipunum ESB. Orðið loftslagsmál“ felur yfirleitt í sér regluverk frá ESB um „gróðurhúsalofttegundir“ frá mönnum þó þær hafi hverfandi áhrif á loftslag.

Posted in EES, Orka | Comments Off on EES-aðildin kostar iðnaðinn og flugið stórfé

Uppvakið landvinningaveldi

Barátta Breta við að komast út úr ESB hefur afhjúpað eðli sambandsins. Aukin samvinna aðildarlanda hefur verið yfirlýst markmið ESB á meðan það hefur unnið leynt og ljóst að miðstýringu með sýndarlýðræði („Evrópuþing“) og innlimun þjóða Evrópu í sambandið. Ólýðræðisleg stjórn (framkvæmdastjórn ESB) setur lög og reglur yfir aðildarríkin, án þess að þau hafi mælanleg áhrif, og sendir þeim tilskipanir eins og einvaldar fyrri tíma. Bretar eru fyrstir stórþjóðanna til að reka ESB-báknið af höndum sér: Meira

Posted in BREXIT, EES | Comments Off on Uppvakið landvinningaveldi

Græna glýjan

Tískustjórnmál berast með EES til Íslands í stríðum straum, nú er „grænt“ og „sjálfbært“ í tísku og aðalmál tilskipananna sem berast frá ESB. Þegar skyggnst er í textann kemur í ljós að mest er verið að setja höft á eldsneytisnotkun. Traustan vísindalegan grundvöll fyrir höftunum skortir en samt sem áður senda stofnanir hinna alþjóðlegu samtaka, Sameinuðu þjóðanna, sem og ESB og loftslags skrumarar, frá sér stöðugan hræðsluáróður um yfirvofandi hamfarahlýnun vegna eldsneytisbrennslu. Meira

Posted in EES, Umhverfismál | Comments Off on Græna glýjan

Ný sjálfstæðisbarátta

-Eftir liðlega aldarfjórðungslanga aðild að EES-samningnum standa Íslendingar frammi fyrir þeirri staðreynd að þeir mega, í ljósi þess hvernig höndlað hefur verið með samninginn, í raun heita áhrifalausir um efni þeirra lagareglna sem sendar eru hingað í pósti og innleiddar í stórum stíl í íslenskan rétt-“ Meira

Posted in EES | Comments Off on Ný sjálfstæðisbarátta

ESB-lög hrannast upp

Ríkisstjórnin hefur síðustu árin lagt um 200 mál til samþykktar Alþingis árlega, 25-35% þeirra vegna EES-samningsins. Alþingi á samþykkja 50 EES-tengd mál á þessu þingi. EES samningurinn afsalar löggjafar-, framkvæmda- og dómsvaldi til ESB og er samþykkt alþingis á tilskipunum ESB aðeins formsatriði. Íslensk laga- og reglugerðasöfn færast stöðugt meira í horf ESB. Afleiðingin er úrræðaleysi og hömlur á heimastjórn Íslendinga. Meira

Posted in EES | Comments Off on ESB-lög hrannast upp

Afnám verðtryggingar klaufabragð

Verðtryggingin var um áratuga skeið eina leið venjulegs fólks og fyrirtækja til að gera öruggar fjárskuldbindingar fram í tímann. Hvort sem er við íbúðakaup og sölu eða önnur viðskpti með verðmæti. Verðtryggingin er þróuð aðferð til að skilja hinna raunverulegu vexti frá hækkun lána sem stafar af verðbólgu. Nú ætla stjórnvöld okkar að fálma við og helst afnema verðtrygginguna. Meira

Posted in Bankar, EES | Comments Off on Afnám verðtryggingar klaufabragð

“Grænt” vetni

Falsanirnar um loftslagsbreytingar af mannavölldum eru farnar að hafa alvarleg áhrif, sérstaklega í ESB sem hefur gert þær að skyldusannindum og ástæðu fyrir að hefta nýtingu eldsneytis. Afleiðingarnar eru stöðnun, atvinnuleysi og fátækt. Hagkvæmum orkuverum er lokað, orkuverð er orðið það hæsta sem um getur. Umhverfisspjöll, heilsuspilling og dýrameiðingar eru vaxandi af völdum vindmylla. Sólarpanelar þekja stór landbúnaðar- og útivistarsvæði. Skógareyðing og trébrennsla er vaxandi. Ræktun jurta til alkóhól- og olíuframleiðslu tekur mikið land og gefur dýrt og lélegt eldsneyti. Notkun raforku er komin út í svið þar sem rafmgan hentar ekki. Hugmyndir um “grænt vetni” eru dæmigerðar um óraunsæi og vanþekkingu um umhverfisvernd.
Meira

Posted in EES, Orka, Umhverfismál | Comments Off on “Grænt” vetni

ESB lög æðri íslenskum lögum

Það verður æ augljósara að tilgangur EES-samningsins var að koma lögum ESB yfir EFTA löndin, aðeins Svisslendingar áttuðu sig og höfnuðu EES. Stjórnvöldum Íslands hafa borist mörg álit frá ESA um að landið virði ekki EES-samninginn. Af fjölda mála og flækjustigi er orðið vel ljóst að íslenskt þjóðfélag er of lítið til að ráða við hið flókna stjórnkerfi ESB. Meira

Posted in EES | Comments Off on ESB lög æðri íslenskum lögum

Bílaiðnaður á villigötum

Um miðja 20. öldina verða bílar almenn eign Vesturlandabúa. Lífsgæði snarbötnuðu, bíllinn flutti menn frá heimadyrum á áfangastað án tafa. Hækkandi verð á eldsneyti jók viðleitni við að gera létta og sparneytna bíla. En á 21. öld hefst ný tíska, s.k. orkuskipti, herferð gegn venjulegum bílum með niðurgreiðslum opinberra sjóða á rafhlöðubílum og raforku til þeirra. Þar með fer viðleitnin að létta bínana út um þúfur. Rafbílar eru miklu þyngri en eldsneytisbílar, þeir ganga á auðlindir Jarðar og valda umhverfisspjöllum. Meira

Posted in EES, Orka, Umhverfismál | Comments Off on Bílaiðnaður á villigötum

ESB er að lama iðnaðinn

Vera Íslands í EES er hægt en örugglega að ganga af stórum hluta iðnaðarins dauðum. Orkukerfi landsins er orðið dýrt í rekstri og uppbyggingu af völdum regluverks ESB vegna EES. Orkufyrirtækin eru farin að krefja íslensk fyrirtæki um of hátt orkuverð. Ofaná bætist kostnaður fyrirtækjanna við að uppfylla reglugerðir, kvaðir og skatta samkvæmt ESB/EES sem ekki eru lagðar á í helstu samkeppnislöndunum, til dæmis kvöð að kaupa dýrar koltvísýrings-losunarheimildir. Meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on ESB er að lama iðnaðinn