Stjórnlausir fólksflutningar til landsins

Með EES-samningnum komst á svo kallað fjórfrelsi, þar á meðal frelsi fólks í ESB til að flytja til landsins. Skömmu síðar tók Schengen samningurinn gildi um ferðir án vegabréfs. Stjórnvöld okkar misstu þar með mikilvæga stjórn á innflutningi fólks. Íbúar 500 milljón manna svæðis ESB koma hingað eftir hentugleikum til lengri eða skemmri tíma. Einnig margir sem þar vistast en eru frá öðrum svæðum. Margir búsetja sig hér. Íbúar landsins voru um 265 þúsund þegar EES og Schengen tóku gildi en hefur fjölgað um 36% í 360 þúsund. Fjölgunin er að mestu vegna innflutnings fólks. Samfélagið á erfitt með að taka við svo mikilli fólksfjölgun þrautalaust og er afleiðingin vöxtur erfiðra samfélagsvandamála og aukinn átroðningur á land og umhverfi.

Frá 1. desember 2015 til 1. desember 2018 hefur erlendum ríkisborgurum sem eru skráðir til heimilis hér á landi fjölgað úr 26.387 í 44.156 manns. Þetta er fjölgun sem nemur  67,6% —“ (Þjóðskrá,fréttir )

Auk íbúa ESB kemur þaðan líka talsverður fjöldi frá ýmsum öðrum heimshornum, nú eru um 20% af líbúum landsins af erlendum upppruna en var um 5% þegar EES/Schengen gengu í gildi. Ofan á íbúafjölgunina bætist vaxandi fjöldi ferðamanna. Álagið og átroðningurinn á land og landsgæði og hættan á ofnýtingu og spillingu umhverfisins hefur aukist. Ísland hefur verið lítið snortið af mannshöndum lengi en breyting er að verða á því. (Hagstofan, mannfjöldi)

Reynslan hefur sýnt að með auknum fjölda innflytjenda vex hætta á að samfélagið hætti að ráða við að þjónusta og aðlaga þá. Almannakerfið ræður núorðið illa við að halda uppi eðlilegri þjónustu á sumum sviðum; heilbrigðisþjónustu, uppeldi, uppfræðslu, löggæslu. Þar eð fólksflutningar til landsins eru í raun orðnir stjórnlausir koma vafasamir menn og lögbrjótar innan um þá sem koma til að ganga erinda, sækja vinnu eða nám. Glæpum hefur fjölgað mikið.

—Nauðgunum fjölgaði um 34% í fyrra og innbrotum um 59% samkvæmt lögreglustjóranum í Reykjavík. Skipulagðir erlendir hópar eru að verki og nýir koma þegar einhver er upprættur—“. (Fréttablaðið 2.1.2019)

Sjálfsmynd Íslendinga hefur beðið hnekki, þeir hafa litið á sig sem friðsæla velsældarþjóð í öruggu landi með lága glæpatíðni. Öryggistilfinning landsmanna hefur líka beðið hnekki, margir eru orðnir hræddir við að vera á ferli á vissum stöðum. Tortryggni og siðhnignun eru að vaxa, það er orðið erfitt að halda uppi eðlilegu almennu siðmenningarstigi.

Fjórfrelsisákvæði EES-samningsins um frjálsa flutninga fólks er ónothæft við hérlendar aðstæður. Sama er að segja um Schengenfrelsið. Það er hlutverk stjórnvalda að veita almenningi öryggi og að halda uppi lögum og reglu í landinu, fyrir bæði Íslendinga og aðra sem hér eru, og geta haft stjórn á för lögbrjóta og spillingarafla sem leita inn í landið.

Posted in EES | Comments Off on Stjórnlausir fólksflutningar til landsins

Stjórnvöld ætla að samþykkja þungar skuldbindingar á landið

Alþingi á í febrúar að stimpla EES-tilskipun nr. 2018/410 um „loftslagsmál“ sem getur haft í för með sér gífurlegan fjáraustur til ESB. Ísland hefur sem sjálfstætt land gefið loforð á vettvangi alþjóðaráðstefna um að berjast gegn útblæstri „gróðurhúsalofttegunda“. En stjórnvöld okkar ákváðu, án þess að nokkrar skuldbindingar krefðust þess, að auka á kvaðir og kostnað með því að draga Ísland inn í staðbundið regluverk og kvótakerfi ESB um losun „gróðurhúsalofttegunda“ frá iðnaði og flugi, s.k. ETS. Og nú virðist vera ætlunin skrifa upp á enn frekari skuldbindingar og setja aðra starfsemi hér í kvótakerfi ESB. Continue reading

Posted in EES, Umhverfismál | Comments Off on Stjórnvöld ætla að samþykkja þungar skuldbindingar á landið

Að beygja stjórnarskrána undir EES-samninginn

eftir Sigurbjörn Svavarsson

Með þessu eru ís­lensk­ir ráðamenn í raun að leiða þjóðina hægt og bít­andi inn í ESB, án þess að hún fái nokkru um það ráðið.“

Björn Bjarna­son, fv. ráðherra, rit­ar grein í Morg­un­blaðið 28. des­em­ber sl. „Full­veldið, stjórn­ar­skrá­in og alþjóðastarf“. Fjöln­is­menn, stjórn­ar­skrá­in, þing­ræðis­regl­an og alþjóðasamn­inga er allt skeytt að niður­stöðu grein­ar­inn­ar sem nefn­ist „EES-aðild í stjórn­ar­skrá“. Þar geng­ur nú­ver­andi formaður end­ur­skoðun­ar­nefnd­ar um EES-samn­ing­inn svo langt að leggja að jöfnu þing­ræðis­regl­una og EES-samn­ing­inn sem stjórn­skip­un­ar­reglu. Continue reading

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Að beygja stjórnarskrána undir EES-samninginn

Árið 2018: Upphaf nýrrar frelsisbaráttu

Smáþjóðir þurfa stöðugt að berjast fyrir frelsi og sjálfstæði, líka við Íslendingar sem búum þó langt frá valdabáknum og úti á úthafseyju. Á þessu ári voru 100 ár síðan við sömdum um að losna undan danska stjórnvaldinu sem reyndist okkur þó undir lokin ekki alvont enda var þrýstingur þá að byrja frá „alþjóðasamfélaginu“, ekki síst Bandaríkjunum, um þjóðfrelsi. En það sem er minnisstæðast frá árinu 2018 er að þá hófst fyrir alvöru baráttan gegn mun stærra valdabákni en því danska: Evrópusambandinu og valdi þess yfir Íslandi sem EES-samningurinn kom á fyrir 25 árum. Continue reading

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Árið 2018: Upphaf nýrrar frelsisbaráttu

Að flæma fyrirtækin úr landi

Slök hagsmunagæsla okkar stjórnvalda hefur haft slæm áhrif á samkeppnisstöðu fyrirtækja í landinu, sérstaklega þeirra sem nota mikla orku. Continue reading

Posted in EES, Orka | Comments Off on Að flæma fyrirtækin úr landi

Orkuóeirðir eru hafnar í ESB

Skattar á eldsneyti eru orðnir svo háir víða í ESB að almenningur er farinn að berjast gegn þeim á götum úti. Skattarnir eru afsakaðir með að þeir minnki útblástur koltvísýrings. Reynt hefur verið að fá fólk til að nota rafmagn en þá tekur ekki betra við: Raforkuverin blása líka út koltvísýringi eða skilja eftir kjarnorkuúrgang. Niðurstaðan hefur orðið að loka þeim en óhagkvæmari orkuver eru reist í staðinn sem þýðir að raforkan í ESB er orðin ein sú dýrasta í heimi. Continue reading

Posted in EES, Orka | Comments Off on Orkuóeirðir eru hafnar í ESB

Sambandslögin 100 ára

Dansk-íslenski sambandslagasamningurinn 1918 Continue reading

Posted in Utanríkismál | Comments Off on Sambandslögin 100 ára

Goðsagnirnar um EES-samninginn

EES er grunnur að bættum lífskjörum“. „EES er forsenda Evrópusamstarfsins“. „EES er nauðsynlegt alþjóðasamstarf“. „Við verðum útilokuð ef við tökum ekki upp tilskipunina“. „Við þurfum sömu réttarvernd og ESB-borgarar“. „EES veitir aðgang að innri markaðnum“. Þessar goðsagnir eru bornar á borð fyrir okkur af aðilum sem við eigum að geta treyst. Þetta eru villandi eða rangar staðhæfingar. Continue reading

Posted in EES | Comments Off on Goðsagnirnar um EES-samninginn

Öflug mótmæli í Noregi gegn valdaásælni ESB

Afsal stjórnvalds til stofnana ESB brýtur stjórnarskrána og EES samninginn        

                                           14.11.2018        

Yfirlýsing frá landsfundi Nei til EU 2018:

ESB er að þenjast út á grunni sérfræðingavalds og flókinna reglna til þess að fara í kringum landslög og stjórnreglur þjóðríkisins. Continue reading

Posted in EES | Comments Off on Öflug mótmæli í Noregi gegn valdaásælni ESB

Að sólunda erfðasilfrinu

Komið hefur í ljós að íslensk stjórnvöld hafa látið fyrirtæki í eigu þjóðarinnar vinna með ESB um langt skeið að því að koma afrakstri íslenskra orkuauðlinda ónýttum til ESB. Ráðherra í ríkisstjórninni má skilja þannig að Alþingi eigi að samþykkja 3. EES-tilskipanapakkann um orkukerfið sem afsalar stjórnvaldi yfir orkukerfi landsins til ESB. Continue reading

Posted in EES, Orka | Comments Off on Að sólunda erfðasilfrinu