ESB lög æðri íslenskum lögum

Það verður æ augljósara að tilgangur EES-samningsins var að koma lögum ESB yfir EFTA löndin, aðeins Svisslendingar áttuðu sig og höfnuðu EES. Stjórnvöldum Íslands hafa borist mörg álit frá ESA um að landið virði ekki EES-samninginn. Af fjölda mála og flækjustigi er orðið vel ljóst að íslenskt þjóðfélag er of lítið til að ráða við hið flókna stjórnkerfi ESB.

ATH: ESA er skrifstofa í Brussel sem fylgist með að Ísland, Noregur og Liechtenstein hlýði EES-samningnum, lögum, reglum og tilskipunum ESB sem sambandið segir að eigi að gilda fyrir EES.

Ávirðingarnar frá ESA eru m.a. um að ESB lög fái ekki forgang eða að Ísland hlýði ekki tilskipunum ESB. Lög og regluverk ESB, sem sambandið fyrirskipar að sé gilt fyrir EES, segir ESA að eigi að vera æðra landslögum og vísar í bókun 35 við EES samninginn og 3. grein samningsins. Bókun 35 við EES-samninginn um forgang er þannig orðuð á vef stjórnarráðsins: Vegna tilvika þar sem getur komið til árekstra á milli EES-reglna sem komnar eru til framkvæmdar og annarra settra laga, skuldbinda EFTA-ríkin sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum“.

ESA kom af stað aðför að Íslandi vegna Icesave eins og menn muna. ESA hefur skipt sér af ýmsum þáttum í landsstjórninni sem hægt er að tengja við EES-samninginn og tilskipanir frá ESB. Dæmi er bann við að ríkið veiti orkufyrirtækjum ríkisins ríkisábyrgðir til framkvæmda.

Nýjasta ávirðingabréf ESA

Rökstutt álit ESA” dags. 30.9.2020 rekur í 79 liðum hvernig Ísland hefur látið undir höfuð leggjast að láta innleidd EES-lög verða æðri íslenskum lögum – og þar með vanrækt að uppfylla sínar skyldur samkvæmt EES-samningnum. Ríkisstjórnin hefur þegar (10.9.2020) svarað samskonar umkvörtunum frá ESA frá 2017 og haldið fram að ekki sé tímabært að huga að breytingum á lögum til samræmis við framkomnar athugasemdir ESA á meðan óvissa ríkir í þessum málum almennt á EES-svæðinu og vísar í dóm stjórnlagadómstóls Þýskalands sem fylgir ekki dómi dómstóls ESB.  https://www.althingi.is/altext/150/s/2146.html

Aðgangur ESB að orkuauðlindum

ESA sendi  “rökstutt álit” um að Ísland virti ekki ákvæði EES um jafnræði íslenskra og ESB fjárfesta við útboð og endurnýjun virkjanaréttinda. Ríkisstjórnin dró til baka frumvarp um að breyta lögunum til að þóknast áliti ESA með þeim orðum að komið hafi upp rökstuddar efasemmdir um að þjónustutilskipunin (nr. 123/2006 sem ESA vísaði m.a. til), eigi við um raforkuframleiðslu: -“Íslensk stjórnvöld hafa því ákveðið að fresta fyrirhuguðum lagabreytingum uns betri visssa er fengin fyrir því hvaða þjóðréttarlegu skuldbindingar hvíla á íslenska ríkinu að þessu leyti-“

Afskipti ESA af íslenskum málum sýna að EES-samningurinn afsalar löggjafar-, framkvæmda- og dómsvaldi til ESB. Það er því engum blöðum að fletta um að EES-samningurinn er andstæður lýðræðinu og brot á stjórnarskrá og landslögum. Mótbárur okkar stjórnvalda gegn þeim fáu valdboðum sem þau hafa tafið eða andmælt er upphafið að afnámi EES-samningsins og endurheimt lýðræðislegra stjórnarhátta.

Posted in EES | Comments Off on ESB lög æðri íslenskum lögum

Bílaiðnaður á villigötum

Um miðja 20. öldina verða bílar almenn eign Vesturlandabúa. Lífsgæði snarbötnuðu, bíllinn flutti menn frá heimadyrum á áfangastað án tafa. Hækkandi verð á eldsneyti jók viðleitni við að gera létta og sparneytna bíla. En á 21. öld hefst ný tíska, s.k. orkuskipti, herferð gegn venjulegum bílum með niðurgreiðslum opinberra sjóða á rafhlöðubílum og raforku til þeirra. Þar með fer viðleitnin að létta bínana út um þúfur. Rafbílar eru miklu þyngri en eldsneytisbílar, þeir ganga á auðlindir Jarðar og valda umhverfisspjöllum. Meira

Posted in EES, Orka, Umhverfismál | Comments Off on Bílaiðnaður á villigötum

ESB er að lama iðnaðinn

Vera Íslands í EES er hægt en örugglega að ganga af stórum hluta iðnaðarins dauðum. Orkukerfi landsins er orðið dýrt í rekstri og uppbyggingu af völdum regluverks ESB vegna EES. Orkufyrirtækin eru farin að krefja íslensk fyrirtæki um of hátt orkuverð. Ofaná bætist kostnaður fyrirtækjanna við að uppfylla reglugerðir, kvaðir og skatta samkvæmt ESB/EES sem ekki eru lagðar á í helstu samkeppnislöndunum, til dæmis kvöð að kaupa dýrar koltvísýrings-losunarheimildir. Meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on ESB er að lama iðnaðinn

ESB hótar Bretum fram á síðustu stund

-„Okkur er sagt að ESB muni ekki aðeins leggja tolla á vörur sem fluttar eru frá öðrum svæðum Bretlands til Norður-Írlands heldur gætu þeir stöðvað flutninginn- -við gátum aldrei trúað að ESB myndi nota samning, sem gerður var í góðri trú, til að loka hluta af Bretlandi eða að þeir mundu hóta að eyðileggja efnahagslega og landfræðilega heild Bretlands“- (Boris Johnson. The Telegraph 12.9.2020) Meira

Posted in BREXIT | Comments Off on ESB hótar Bretum fram á síðustu stund

Yfirhylmingar

Stjórnvöld okkar eru í feluleik. Þau eru farin að stunda blekkingar til að fela vald ESB. Kjörnir fulltrúar landsmanna hafa ekki stjórn á mikilvægum málum, þeir eru flæktir í blekkingavef. Dæmi: Meira

Posted in EES, Landbúnaður, Orka, Umhverfismál, Utanríkismál, Verslun | Comments Off on Yfirhylmingar

Vond ESB-mál rekin í gegnum Alþingi á lokadögum

Verstu lögin og þau sem brjóta stjórnarskrána og stjórnsýslulögin eru ættuð frá ESB og er Alþingi neytt til að samþykkja þau vegna EES. Á síðustu starfsárum Alþingis hefur slíkum lögum verið smeygt í gegnum Alþingi þegar þingmenn eru orðnir þreyttir, í lok þingsins. Lagasamþykktir síðasta daginn fyrir síðustu þinglok, 29.6.2020, eru dæmi um þetta. Meira

Posted in EES | Comments Off on Vond ESB-mál rekin í gegnum Alþingi á lokadögum

Reglur ESB um úrgang henta ekki fyrir Ísland

Vegna EES samningsins eru lög og reglugerðir ESB um meðferð úrgangs látin ganga í gildi hérlndis. Sorpförgun sveitarfélaganna er þess vegna orðin mjög kostnaðarsöm. Sorp er flutt langar leiðir, flokkun og endurvinnsla er komin út í óþarfa. Árangurinn fyrir umhverfið er verri en enginn. Meira

Posted in EES, Umhverfismál, Uncategorized | Comments Off on Reglur ESB um úrgang henta ekki fyrir Ísland

Endurheimt votlendis illa rökstudd

Íslensk stjórnvöld létu að nauðsynjalausu draga landið undir stjórnvald ESB í s.k. loftslagsmálum í tengslum við EES-samninginn. Það þýðir að „aðgerðir“ ESB í loftslagsmálum eru líka fyrirskipaðar hér, þar á meðal endurheimt votlendis með því að moka ofan í framræsluskurði sem grafnir voru til þess að breyta mýrum í nytjaland. Öruggan vísindalegan rökstuðning vantar fyrir aðgerðunum. Meira

Posted in EES, Landbúnaður, Umhverfismál, Uncategorized | Comments Off on Endurheimt votlendis illa rökstudd

Endurreisn landbúnaðarins fljótvirk efnahagsaðgerð

Covid-19 kreppan kallar á neyðaraðgerðir stjórnvalda. Þau hafa þegar gert miklar áætlanir um notkun almannafjár til að bjarga fyrirtækjum. Slíkar ráðstafanir leiða til misnotkunar og spillingar, það eru hluthafar og bankar sem eiga að sjá um fyrirtækin. Aðgerð sem ekki kallar á stórkostlegan fjáraustur almannafjár er endurreisn landbúnaðarins. Það yrði fljótvikt og hefði mjög góð áhrif á efnahag landsmanna og öryggi. Endurreisnin kallar á að ganga þarf framhjá vissum lögum og reglugerðum frá ESB enda um að ræða aðgerðir í neyð. Meira

Posted in EES, Landbúnaður, Orka, Umhverfismál | Comments Off on Endurreisn landbúnaðarins fljótvirk efnahagsaðgerð

Viðjar erlends valds í plágunni

Covid-19 faraldurinn hefur afhjúpað í hvaða viðjar stjórn landsins er komin. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda til að sporna við afleiðingum faraldursins hafa að mestu verið mikil fjárútlát almannafjár. Aðgerðir sem ekki eru á kostnað almennings en geta haft afgerandi þýðingu hafa lítið komist á dagskrá, þær krefjast þess að stjórnvöld landsins stjórni landinu samkvæmt aðstæðum en ekki samkvæmt kvöðum frá ESB
Meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Viðjar erlends valds í plágunni