Dýpkandi orkukreppa í ESB

ESB stefnir að nýtingu orku aðildarlanda ESB/EES í þágu sambandsins. Einkavæðing og einkaeign orkuvera, sundurlimun almannafyrirtækja, óheft samkeppni og millilandatengingar eru á dagskrá. Íslenska orkukerfið hefur þegar orðið fyrir slæmum áhrifum vegna EES og verri eru í vændum. Áhrif regluverks frá Brussel á orkukerfi aðildarlandanna eru oft svo slæm að löndin reyna að líta framhjá því. Óraunsæ stefnumál og tilskipanir ESB hafa þegar orðið til þess að orkuskortur, of hátt orkuverð, flótti atvinnufyrirtækja og óöryggi eru orðin landlæg á sumum svæðum í ESB.

Hæstu orkuverð á byggðu bóli eru í Danmörku og Þýskalandi. Fólk á í sívaxandi erfiðleikum með að borga orkureikningana. Mikill austur er af skattfé til orkuframleiðslu en dugir ekki til. Fyrirtæki sem þurfa að nota orku í talsverðum mæli eru mörg þegar búin að loka og flutt til landa með lægra orkuverð og þúsundir manna hafa bæst á atvinnuleysisskrárnar. Í Svíþjóð er að koma upp orkuskortur og mikilvæg verkefni komin í óvissu. Reynsla Svía, og reyndar flestra landa um allan heim, af samkeppni orkufyrirtækja er slæm sem helgast meðal annars af kostnaði og töpum í flutningskerfi, landfræðilegri dreifingu hagkvæmra orkuvera og að fáokunaraðstaða einkaaðila myndast auðveldlega.

Raunveruleiki aðildarlanda ESB/EES fellur ekki alltaf að draumum Brussel. Hollendingar og fleri lönd vilja nota gasið, nægt framboð frá Rússlandi og Noregi. Finnar og Frakkar halda í kjarnorkuna. Pólverjar og fleiri í kolaorkuna. Olía er aðgengileg m.a. frá Rússlandi og Noregi. Hvert land hefur byggt upp stitt orkukerfi og á þar miklar fjárfestingar sem menn vilja eðlilega nýta.

Þýskaland heldur ennþá fast í áætlanir um orkuskipti þó kostnaðurinn fyrir skattgreiðendur sé kominn úr öllu hófi (um 125 milljarðar 2000-2015, áætlað um 400 milljarðar evra næstu 20 árin).

https://www.iaee.org/en/publications/newsletterdl.aspx?id=439

Gífurleg umhverfisspjöll hafa orðið og stór landflæmi hafa þegar farið undir vindmyllur og sólhlöður sem hafa valdið fugladrápi og spillt örðu dýralífi, ræktarlandi, skógum, landsfegurð og friðsæld. Smíðaefnin í tækjunum eru óendurvinnanleg nema vissir málmar sem hægt er að endurvinna með miklum kostnaði og orku. Það þarf að 15-falda vindmyllur og sólhlöður ef einhver möguleiki á að verða að uppfylla orkuþörfina. Það er ógerlegt.

Stór hluti tilskipanaframleiðslu ESB er sagður vera vegna loftslagsbreytinga og setur ESB stöðugt auknar hömlur á ýmsa starfsemi með þeirri skírskotun. Önnur lönd setja ekki viðlíka kvaðir á starfsemi í sínum löndum sem gerir að samkeppnisaðstaða ESB/EES-landa versnar stöðugt. Eitt af helstu áhugamálum Brussel, „kolefnishlutleysi 2050“, sem átti að taka mikilvæga ákvörðun um á leiðtogafundi 22. mars s.l., var óvænt frestað enda byggt á geðþóttaákvörðun um yfirvofandi 1,5 C° hlýnun loftslags. Viss raunsæissjónarmið virðast vera að komast að hjá ráðamönnum ESB enda kostnaður þegar orðinn óheyrilegur og farinn að valda uppnámi í orkumálum ESB og þar með hagkerfunum. Ásælni ESB og þarlendra fjárfesta í orkulindir Íslands mótast af þessari stöðu.

https://www.apnews.com/Climate

Orkuskortur og orkuokur eru heimatilbúin vandamál ESB, komin af óraunsærri stefnumörkun og rangri stjórn orkumála sem Ísland hefur verið að smitast af og versnar með hverju nýju valdsboði, „orkupökkum“, frá ESB. Framtíðar orkufyrirtæki, hér og í ESB, eiga að vera í eigu fjárfesta í ESB/EES og undir stjónvaldi ESB ef Brussel fær vilja sínum framgengt.

Posted in EES, Orka | Comments Off on Dýpkandi orkukreppa í ESB

Orkukerfi landsins fært undir ESB

Ríkisstjórnin ætlar að láta Alþinig breyta raforkulögum og afhenda ESB völd yfir orkukerfinu (þingskjal 1242). Það heitir á máli ESB „innleiðing á EES-tilskipun 2009/72/EB“ og með fylgir pakki af tilskipunum um ýmssa þætti í stjórn ESB á orkukerfinu sem Alþinigi á að samþykkja sem ályktun (þingskjal 1237). Þar á meðal tilskipun um vald ESB yfir sæstrengstengingu sem vafi leikur á hvort samrýmist stjórnarskránni. Íslenska ríkið þarf að stofna heila stjórnvaldsstofnun, „Raforkueftirlit Orkustofnunar“, sem lýtur stjórn ESB en ekki íslenskra stjórnvalda. Það færir íslenskt lýðræðislega grundað stjórnvald úr landi og er brot á landslögum. meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Orkukerfi landsins fært undir ESB

Vaknið, vaknið Íslendingar!

Vaknið, vaknið kæru landar, áður en það verður um seinan! Krefjumst þess að Alþingi segi nei við orkupakkanum – eða málinu verði vísað til þjóðarinnar. meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Vaknið, vaknið Íslendingar!

Skorað á þingmenn að hafna 3. orkupakkanum

Alþingi á að samþykkja lög og þingsályktun (782. og 777.) um að færa yfirstjórn orkukerfisins til ESB. Og líka lög (792.) um að Ísland ákveði með sæstreng, marklaus lög meðan Ísland er í EES. Þingskjölin eru ruglandi langlokur og óþarfi að lesa nema eina af tilskipununum sem á að stimpla, 2009/72, inntakið er: meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Skorað á þingmenn að hafna 3. orkupakkanum

Sjálfvirk ESB-væðing Íslands

Það er ekki aðeins að stór hluti af verkum Alþingis sé að stimpla EES-tilskipanir, þær koma líka inn til ráðuneytanna á færibandi. Stærstur hluti fer beint inn í reglugerðasafnið án þess að löggjafinn þurfi að koma þar nálægt, Alþingi hefur þegar gefið urmul af heimildum sem þjóna tilskipanaflóðinu frá ESB. Tilskipanirnar sem skella á ráðuneytunum hafa í för með sér sjálfvirka ESB-væðingu Íslands. meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Sjálfvirk ESB-væðing Íslands

Vaxandi andstaða við EES-samninginn í Noregi

Í fyrirlestri Morten Harper, rannsóknastjóra norsku samtakanna Nei til EU á háskólatorgi 21.3.2019 kom fram að samtökin stefna að því að Noregur verði kominn úr EES 2025. Miklar umræður hafa verið í Noregi um fullveldið, orkulindirnar og valkosti við EES. Norðmenn eru í vaxandi mæli að snúast gegn EES. Skoðanakannanir sýna að 70% af þeim sem taka afstöðu í Noregi vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um EES-samninginn. meira

Posted in EES | Comments Off on Vaxandi andstaða við EES-samninginn í Noregi

Er Noregur að snúa baki við EES?

Fyrirlestur í sal HT105 á Háskólatorgi fimmtudaginn 21. mars klukkan 17:30

Miklar umræður í Noregi um ACER, fullveldi og valkosti við EES. meira

Posted in EES | Comments Off on Er Noregur að snúa baki við EES?

Úttektin á EES orðin skrípaleikur

Formaður starfshóps utanríkisráðuneytisins um EES, Björn Bjarnason, skrifar enn eina áróðursgreinina um ágæti EES í Morgunblaðið í dag. Hann veifar gömlu rangfærslunum. Dæmi: meira

Posted in EES | Comments Off on Úttektin á EES orðin skrípaleikur

Alþingi rúið trausti

Minna en fimmtungur landsmanna bera mikið traust til Alþingis samkvæmt skoðanakönnunum. Það er ógnvekjandi vanvirðing við löggjafarsamkundu þjóðarinnar. Megin skýringanna er að leita í uppsöfnuðum og afdrifaríkum mistökum Alþingsins síðustu áratugi sem hafa leitt til minni uppbyggingar á lykilsviðum, vannotkunar auðlinda, sóun eigna þjóðarinnar, fjármálahruns og fleiri vandræða. Afdrifaríkustu mistökin voru gerð þegar Alþingi afsalaði sínu óskoraða löggjafarvaldi til Evrópusambandsins sem þýðir að þingið getur ekki unnið heilt að hagsmunamálum landsmanna. meira

Posted in EES, Uppbygging | Comments Off on Alþingi rúið trausti

“Allt fyrir ekkert” samningurinn

Eftir Gústaf Adolf Skúlason 

Hlut­verk rík­is­stjórn­ar­inn­ar verður þvert á niður­stöðu lýðræðis­legra kosn­inga að tryggja hags­muni og völd Evr­ópu­sam­bands­ins á Íslandi.“ meira

Posted in BREXIT, EES, Utanríkismál | Comments Off on “Allt fyrir ekkert” samningurinn