Öflug mótmæli í Noregi gegn valdaásælni ESB

Afsal stjórnvalds til stofnana ESB brýtur stjórnarskrána og EES-samninginn                                                  14.11.2018

Yfirlýsing frá landsfundi Nei til EU 2018:

ESB er að þenjast út á grunni sérfræðingavalds og flókinna reglna til þess að fara í kringum landslög og stjórnreglur þjóðríkisins.

Vaxandi hluti samfélagsins er undir áhrifum frá ESB beint og óbeint. Smám saman eru ákvarðanir opinna lýðræðislegra stofnana fluttar til lokaðra herbergja. Sérhvert stjórnvaldsframsal sem Noregur samþykkir er brot á á lýðræðishefð og fullveldi okkar og verður samanlagt árás á bæði stjórn þjóðarinnar og réttarríkið.

Þegar EES-samningurinn var gerður var forsenda að hann yrði þjóðréttarlegur en ekki yfirþjóðlegur eins og ESB-aðild. EFTA-löndin, eins og Noregur og Ísland, og ESB áttu að vera tvær aðskildar „stoðir“. Settar voru á fót stofnanir sem áttu að framfylgja EES-samningnum í EFTA-löndunum, eftirlitsstofnunin ESA og EFTA-dómstóllinn. Noregur átti ekki að vera undir stofnunum ESB. Þetta tveggja stoða kerfi hefur orðið fyrir þrýstingi og hefur hrunið í mörgum málum á síðustu árum.

Ákvarðanavald hefur verið flutt, annað hvort formlega eða í raun, frá norskum stjórnvöldum til stjórnvaldsstofnana ESB þar sem Noregur hefur hvorki atkvæðisrétt er eða getur orðið fullgildur meðlimur

I hinu umdeilda ACER-máli á eftirlitsstofnunin ESA að taka ákvarðanirnar formlega en þær eru skrifaðar af orkuskrifstofunni ACER í Lubljana. ESA-ákvörðunin fer síðan til norsku eftirlitsstofnunarinnar með orkukerfinu (RME) í Noregi sem samkvæmt regluverki ESB verður að vera áháð stjórnvöldum Noregs. RME skal afrita og setja regluverkið í framkvæmd og má ekki fara eftir fyrirmælum fá ríkisstjórn eða þingi Noregs. Það er með öðrum orðum búin til keðja af afrituðum fyrirmælum frá ESB-stofnunum sem eru bindandi fyrir viðkomandi norska aðila.

ESB hefur byggt upp umfangsmikið stjórnkerfi, einnig út fyrir framkvæmdastjórnina í Brussel. Það eru um fjörutíu stofnanir sem sjá um svið eins og fjármálastarfsemi, umhverfismál, samgöngur, hervarnir og dómsmál. Nokkrar þeirra, eins og Umhverfisstofnunin í Kaupmannahöfn, sjá um upplýsingagjöf og ráðgjöf en stöðugt fleiri stofnanir hafa yfirþjóðlegt ákvarðanavald.

Noregur hefur verið bundinn við flestar stofnananna. Efnastofnunin í Helsinki (ECHA) ákveður til dæmis hvaða efni má nota í Noregi og loftferðaöryggisstofnunin (EASA) í Köln getur gefið flugfélögum í Noregi bindandi fyrirmæli. Með afritaákvörðun ESA getur fjármálaeftirlit ESB tekið ákvarðanir um reglur fyrir banka, lífeyrissjóði og aðrar fjármálastofnanir í Noregi sem eru æðri fyrirmælum norska fjármálaeftirlitsins.

Nei til EU krefst þess að ríkisstjórnin og Stórþingið stöðvi alla ferkari bindingu við stofnanir ESB. Heildaráhrif stjórnvaldsafsalsins á norskt fullveldi og EES-samninginn verður að upplýsa með opinberri rannsókn.

Grein 115 í stjórnarskrá Noregs leyfir ekki afsal stjórnvalds til stofnana sem Noregur er ekki aðili að. Nei til EU krefst þess af þeim sökum að ríkisstjórn og þing hlýði þessu.

https://neitileu.no/aktuelt/myndighetsoverforing-til-eu-byraer-bryter-med-grunnloven-og-eos-avtalen

Posted in EES | Comments Off on Öflug mótmæli í Noregi gegn valdaásælni ESB

Að sólunda erfðasilfrinu

Komið hefur í ljós að íslensk stjórnvöld hafa látið fyrirtæki í eigu þjóðarinnar vinna með ESB um langt skeið að því að koma afrakstri íslenskra orkuauðlinda ónýttum til ESB. Ráðherra í ríkisstjórninni má skilja þannig að Alþingi eigi að samþykkja 3. EES-tilskipanapakkann um orkukerfið sem afsalar stjórnvaldi yfir orkukerfi landsins til ESB. Continue reading

Posted in EES, Orka | Comments Off on Að sólunda erfðasilfrinu

Svar Iðnaðarráðuneytisins við fyrirspurn 9.11.2018 um sæstreng

Góðan dag

Ríkisstjórn Íslands samþykkti þann 13. janúar 2015 tillögu iðnaðar- og viðskiptaráðherra um að stjórnvöld heimiluðu að hugsanlegt verkefni um lagningu sæstrengs milli Íslands og Bretlands yrði tekið til skoðunar sem verkefni sem fallið gæti undir PCI lista yfir verkefni um uppbyggingu innviða í Evrópu fyrir raforkumannvirki, en að tekið yrði fram að sú heimild stjórnvalda væri með þeim skýra fyrirvara að í henni fælist hvorki á neinn hátt stuðningur stjórnvalda við viðkomandi verkefni né önnur efnisleg afstaða. Tilefni þessarar umfjöllunar í ríkisstjórn var fyrirspurn sem ráðuneytinu hafði borist í tengslum við umsókn Landsnets til ENTSO-E, samtaka evrópskra raforkuflutningsfyrirtækja, frá 14. nóvember 2014 (þ.e.a.s. umsóknin var dagsett þá), um skráningu hugsanlegs sæstrengsverkefnis á milli Íslands og Bretlands á framangreindan lista. Í framhaldi af samþykkt ríkisstjórnar veitti ráðuneytið umrædda heimild með þeim fyrirvörum sem lýst er hér að framan.

Kær kveðja,
Ólafur Teitur Guðnason
aðstoðarmaður ráðherra

Posted in EES, Orka | Comments Off on Svar Iðnaðarráðuneytisins við fyrirspurn 9.11.2018 um sæstreng

Fyrirspurn til iðnaðarráðherra um sæstreng

Frjálst land

9.11.2018

Þórdís Kolbrún Gylfadóttir
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu
Skúlagötu 4, 101R


Fyrirspurn um “PCI-list” og “Union list” orkuverkefna ESB

Á heimasíðu ráðuneytis yðar kemur eftirfarandi fram í yfirlýsingu 1. nóv. sl.: “- Engar millilandatengingar fara á verkefnalista ESB (PCI-lista) nema með samþykki viðkomandi stjórnvalda-“


Á lista yfir “PCI” (Projects of Common Interest), frá 7.7.2017 er Ice Link verkefnið skráð og í Annex VII (23.11.2017) við Regulation (EU) No 347/2013 hefur Ice Link verkefnið verið fært upp í “Union list” * yfir orkuverkefni ESB og þar með verið fært nær framkvæmdum s.s með greiðari leið að fjármögnun en PCI-lista verkefnin.

Fyrirspurnin: Var sæstrengsverkefnið sett á PCI-lista ESB og í framhaldinu á Union lista ESB með samþykki og/eða vitneskju ráðuneytis yðar? Hvenær var það gert?


Virðingarfyllst
F.h. Frjáls land
s

Sigurbjörn Svavarsson             Friðrik Daníelsson

*1. Priority Corridor Northern Seas Offshore Grid (‘NSOG’)”, TYNDP reference 1.13/ 214-1082, þar sem Landsvirkjun og Landsnet eru skráð sem Promoters, sjá meðfylgjandi skjal, Technical information on Projects of Common Interest, dags. í apríl 2018.

Posted in EES, Orka, Uncategorized | Comments Off on Fyrirspurn til iðnaðarráðherra um sæstreng

EES hefur skaðað orkukerfi landsins

EES-regluverkið er þegar tekið að rýra afrakstur landsmanna af orkuauðlindunum. Það hefur aukið kostnað og dregið úr hagræði fyrirtækja og stofnana og minnkað arð þjóðarheildarinnar af íslenskum orkuverum. Fyrir daga EES var Ísland í fararbroddi með hagkvæma orku og hagstætt orkuverð. Lágt orkuverð og góð lífskjör fara jafnan saman. Tilskipanir sem Alþingi á að stimpla nú í vetur (3. orkupakki ESB) munu síðan afnema forskot Íslands af orkuauðlindunum. Continue reading

Posted in EES, Orka | Comments Off on EES hefur skaðað orkukerfi landsins

Núverandi og fyrrverandi ráðherrar orðnir í vafa um EES-samninginn

                                                          Gunnar Bragi Sveinsson

EES-valdsboð sem skaða hagsmuni landsins hafa komist í hámæli upp á síðkastið. Alþingismenn hafa horft upp á hvernig EES-valdsboðin hafa verið óumsemjanlegir úrslitakostir og hvernig löggjafarvaldið hefur verið hrifsað af Alþingi gang eftir annan. En gagnlegar upplýsingar um EES eru nú orðnar aðgengilegri og umræða er komin af stað. Alþingismenn hafa tekið upp hinna óumflýjanlegu umræðu um samninginn og tjáð vafa sinn um hann. Continue reading

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Núverandi og fyrrverandi ráðherrar orðnir í vafa um EES-samninginn

Hrunið tíu ára

Klukkan 10 f.h. þann 8. október, 2008, varð Ísland fyrir óvæntri og fjandsamlegri efnahagsárás. Ríkisstjórn Bretlands fyrirskipaði kyrrsetningu eigna íslensku bankanna, þar með talið Seðlabanka Íslands. Einnig voru kyrrsettar aðrar fjáreigur íslenska ríkisins s.s. Fjármálaeftirlitsins og fleiri íslenskra aðila í Bretlandi sem náðist til. Þetta var gert með vísun í hryðjuverkalög. Íslensku bankarnir voru settir í þrot. Hrunið var staðreynd.
Continue reading

Posted in Bankar, EES | Comments Off on Hrunið tíu ára

Á ESB að stjórna fjárfestingum á Íslandi?

ESB-sinnar í stjórnkerfi landsins voru svo áfjáðir í að koma valdi ESB yfir landið að samkeppnislög með EES-ákvæðum (nr 8/1993) voru sett áður en EES-samningurinn gekk í gildi. Með þeim fengu Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, og EFTA-dómstóllinn í raun framkvæmdavald og dómsvald hér. (Ath! Nöfn stofnananna eru rangnefni, þær hafa hvorki lögsögu né hlutverk í EFTA, aðeins í EES). Og það sem var enn grófara brot gegn íbúum landsins var að framkvæmdastjórn ESB og dómstóll fengu líka vald til að ganga að Íslendingum. Continue reading

Posted in EES, Orka | Comments Off on Á ESB að stjórna fjárfestingum á Íslandi?

Alvarlegasta rangfærslan um EES-samninginn

EES-samningurinn hefur verið heilög kýr síðan hann var gerður. Þöggun hefur ríkt um hann í 25 ár, umræður um EES hafa jafnóðum verið kveðnar niður. Beitt hefur verið villandi hártogunum og fölskum fullyrðingum. Opnun umræðunnar í vetur leið leiddi í ljós að upplýsingar, sem bornar eru á borð fyrir almenning um EES, eru margar falskar eða hálfsannar og minna meir á sjónhverfingar en upplýsingar. Continue reading

Posted in EES | Comments Off on Alvarlegasta rangfærslan um EES-samninginn

Fyrirvarar við þriðja orkupakka ESB?

Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur skrifar um 3. orkumarkaðslagabálk ESB

                                                                  

                                                                      Laxárvirkjun

Fundur Heimssýnar o.fl. 10.09.2018:

Þann 10. september 2018 tjáðu 5 Alþingismenn skoðun sína á Þriðja orkumarkaðslagabálki ESB á fundi Heimssýnar á Háskólatorgi Háskóla Íslands. Upphaflega átti að taka málið til afgreiðslu Alþingis vorið 2018, og nú er búizt við þingsályktun frá utanríkisráðherra um að heimila innleiðingu þessa orkubálks í EES-samninginn og þar með í lög landsins haustið 2018, eða ársbyrjun 2019, þótt ekkert sé víst í þeim efnum. Continue reading

Posted in EES, Orka | Comments Off on Fyrirvarar við þriðja orkupakka ESB?