Vaxandi andstaða við EES-samninginn í Noregi

Í fyrirlestri Morten Harper, rannsóknastjóra norsku samtakanna Nei til EU á háskólatorgi 21.3.2019 kom fram að samtökin stefna að því að Noregur verði kominn úr EES 2025. Miklar umræður hafa verið í Noregi um fullveldið, orkulindirnar og valkosti við EES. Norðmenn eru í vaxandi mæli að snúast gegn EES. Skoðanakannanir sýna að 70% af þeim sem taka afstöðu í Noregi vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um EES-samninginn.

Afstaða Norðmanna til EES-samningsins hefur verið að breytast. Á síðustu misserum hefur umræðan tekið nýja stefnu. Stjórnmálaflokkar, verkalýðsfélög, samtök og sérfræðingar hafa þegar lýst andstöðu við EES-samninginn og andstaða almennings hefur vaxið. Mikil mótmæli hafa verið við 3. orkutilskipanapakka ESB og hefur Nei til EU hafið dómsmál á hendur ríkisstjón Noregs vegna þess að samþykkt tilskipanapakkans hafi verið stjórnarskrárbrot. EES-löndin hafa rétt til að hafna löggjöf ESB, Norðmenn hafa gert það einu sinni. ESB hefði ekki rétt til gagnaðgerða ef Ísland hafnar 3 orkutilskipanapakkanum.

EES-samningurinn er orðinn öðruvísi en menn ætluðu þegar hann var gerður. Mikið áhyggjuefni er eyðilegging tveggja stoða kerfisins skref fyrir skref þar sem stjórnvaldsstofnanir ESB fá beint vald í Noregi og Íslandi. Dæmi eru EBA sem stjórnar fjármálageiranum og ACER sem fær stjórnvald yfir orkukerfinu.

EES hefur fært Noregi 12000 ný ESB lög. Áhrifin á vinnumarkaðinn og launakjör og aðstæður vinnandi manna hafa verið slæm. Norsk lög um almenningseign virkjana hafa veri ógilt af dósmtól EES (Efta-dómstólnum). Margir málaflokkar sem EES átti ekki að taka til hafa orðið fyrir slæmum áhrifum af yfirvaldi ESB í skjóli EES. Skattamál, mál fiskiðnaðar og opinber þjónusta áttu að vera fyrir utan en EES hefur haft mikil áhrif á þau.

ESB gerir orkumál að 5. frelsinu og stefnir að millitengingu raforkukerfa aðildarlanda ESB/EES. Tekjur orkufyrirtækja í EES/ESB eiga að fara í fjárfestingar, þ.á.m. í nýjar virkjanir og tengimannvirki milli kerfa og landa til að tryggja aðgengi aðila í ESB að orku. Lagning sæstrengs frá Íslandi til Evrópu er forgangsverkefni hjá ESB. Verkefnin lúta lögum ESB. Vegna EES getur Noregur ekki hafnað nýjum sæstrengjum til ESB með vísun til þjóðarhagsmuna

Úrsögn Noregs úr EES hefði hverfandi lítil áhrif á útflutning Noregs til ESB. Flest lönd sem versla við ESB eru utan sambandsins. Noregur og Ísland höfðu fríverlsun við sambandið fyrir tíma EES.

Stefna Nei til EU:

Gera nútímalegan viðskiptasamning við ESB í stað EES og án lýðræðishalla EES.

-Að samningar við ESB verði milli jafningja, engin „skapandi“ túlkun

á lögum ESB, engin eftirlitsstofnun og dómstóll EES (ESA og EFTA-

dómstólinn)

-Áframhaldandi tollfrjáls verslun með iðnaðarvörur

-Sameiginlegur aðgangur að þjónurstumörkuðum

-Ekkert EES-“frelsi“ um vinnulöggjöf og rétt til að stofna fyrirtæki

https://www.frjalstland.is/wp-content/uploads/2019/03/Norway_EEA_ACER-MHarper210319.pdf

Posted in EES | Comments Off on Vaxandi andstaða við EES-samninginn í Noregi

Er Noregur að snúa baki við EES?

Fyrirlestur í sal HT105 á Háskólatorgi fimmtudaginn 21. mars klukkan 17:30

Er Noregur að snúa baki við EES?

Miklar umræður í Noregi um ACER, fullveldi og valkosti við EES. meira

Posted in EES | Comments Off on Er Noregur að snúa baki við EES?

Úttektin á EES orðin skrípaleikur

Formaður starfshóps utanríkisráðuneytisins um EES, Björn Bjarnason, skrifar enn eina áróðursgreinina um ágæti EES í Morgunblaðið í dag. Hann veifar gömlu rangfærslunum. Dæmi: meira

Posted in EES | Comments Off on Úttektin á EES orðin skrípaleikur

Alþingi rúið trausti

Minna en fimmtungur landsmanna bera mikið traust til Alþingis samkvæmt skoðanakönnunum. Það er ógnvekjandi vanvirðing við löggjafarsamkundu þjóðarinnar. Megin skýringanna er að leita í uppsöfnuðum og afdrifaríkum mistökum Alþingsins síðustu áratugi sem hafa leitt til minni uppbyggingar á lykilsviðum, vannotkunar auðlinda, sóun eigna þjóðarinnar, fjármálahruns og fleiri vandræða. Afdrifaríkustu mistökin voru gerð þegar Alþingi afsalaði sínu óskoraða löggjafarvaldi til Evrópusambandsins sem þýðir að þingið getur ekki unnið heilt að hagsmunamálum landsmanna. meira

Posted in EES, Uppbygging | Comments Off on Alþingi rúið trausti

“Allt fyrir ekkert” samningurinn

Eftir Gústaf Adolf Skúlason 

Hlut­verk rík­is­stjórn­ar­inn­ar verður þvert á niður­stöðu lýðræðis­legra kosn­inga að tryggja hags­muni og völd Evr­ópu­sam­bands­ins á Íslandi.“ meira

Posted in BREXIT, EES, Utanríkismál | Comments Off on “Allt fyrir ekkert” samningurinn

Stjórnvöld geta ekki varið hagsmuni landsins

Ríkisstjórnin eru nú að semja við ESB um að taka marga stóra bagga á herðar íslensku þjóðarinnar vegna EES. Stjórnvöld okkar treysta sér ekki til hafna fyrirskipunum og gefast ætíð upp fyrir ESB. Kjósendur fá sjaldnast að vita neitt fyrr en Alþingi og stjórnarráðið hafa stimplað tilskipanirnar og dýrkeypt valdsboð, sem alþingismennirnir okkar, undirsátar ESB, voru látnir samþykkja, komin á okkar herðar. meira

Posted in EES | Comments Off on Stjórnvöld geta ekki varið hagsmuni landsins

Schengensamningurinn löngu hruninn

Einn af hættulegustu draumórum ESB er um afnám landamæra innan ESB. Íslendingar létu ánetjast Schengen eins og flestu sem ESB fitjar upp á. Um tíma virtist vera hægt að ráða við framkvæmd samningsins. En þegar flóttamannauppnámið hófst 2015 kom í ljós að Schengen og meðfylgjandi Dublinreglur réðu ekki við flóðið af flóttamönnum. Óþekktur fjöldi hefur komið til Evrópu og löndin á vegi þeirra hafa hvert af öðru sett upp landamærahindranir á eign vegum í trássi við Schengen. Með stjórnlausu flóttamannaflæði hafa komið vandamál sem lítið ræðst við. meira

Posted in Utanríkismál | Comments Off on Schengensamningurinn löngu hruninn

Bandaríkin tryggja sjálfstæði Íslands

Ásælni Evrópulanda í yfirráð yfir Íslandi er jafn gömul og þjóðin. Eftir að Bandaríkin urðu stórveldi gerbreyttist staða Íslendinga. Bandaríkin voru fyrsta landið til að viðurkenna sjálfstæði Íslands (strax 14.10.1942). Samstarf og viðskipti við Bandaríkin hafa skipt Ísland sköpum og munu gera það í framtíðinni í enn ríkara mæli þegar landið losar sig úr fjötrum einangrunarstefnu ESB og samningsins um evrópska efnahagssvæðið (EES). meira

Posted in Utanríkismál | Comments Off on Bandaríkin tryggja sjálfstæði Íslands

Áframhaldandi fullveldisafsal

Eitt af sakleysislegustu EES-valdsboðunum, af þeim 75 sem Alþingi á að stimpla í vetur, er „Frumvarp til laga um meðferð ríkisastoðarmála“. Lögin munu veita erindrekum EES vald til að heimta upplýsingar innan úr stofnunum og fyrirtækjum, leggja upplýsingaskyldu á þau og innheimta sektir af þeim milliliðalaust ef þau hlýða ekki. Og gera aðför að fyrirtækjunum ef þau borga ekki. meira

Posted in Uncategorized | Comments Off on Áframhaldandi fullveldisafsal

Alþingi á að stimpla 75 EES-tilskipanir í vetur

Á heimasíðu Stjórnarráðs Íslands er þingmálskrá ríkisstjórnarinnar og tenglar á málalista, málafjöldinn er um 200, eitthvað mismunandi eftir listum. Þar af eru 62 eða um 30% valdsboð frá ESB vegna EES. Sum málanna eru með fleiri en einni tilskipun. Lagt er fyrir Alþingi að stimpla um 75 tilskipanir frá ESBhttps://www.frjalstland.is/thingmalsakra-149-loggjafarthings-2018-2019/ meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Alþingi á að stimpla 75 EES-tilskipanir í vetur