Atvinnuuppbyggingin komin í uppnám

Á sama tíma og Alþingi ætlar að láta orkufyrirtæki landsins kosta dýrt gæluverkefni, “þjóðarsjóð”, eru atvinnufyrirtækin sem þurfa orku að fara með sínar fjárfestingar til útlanda vegna hækkana orkuverðs hér. Eða hætta við uppbyggingu. Skemmdin á orkukerfi Íslands, sem afskipti ESB af orkumálum landsins, sundurlimun orkufyrirtækjanna í framleiðslu, flutning og dreifingu, hafa leitt af sér, er orðin svo alvarleg að uppbygging orkukræfrar atvinnustarfsemi er að stöðvast.

Uppbygging gróðurhúsanna hefur m.a. strandað á dýrri orku, bæði raforku og varma. Einnig hefur fóðurloftið (koltvísýringur), sem hægt er að vinna beint úr jarðhitagasinu, verið dýrt hér.

Hafberg Þórisson, aðaleigandi gróðrarstöðvarinnar Lambhaga í Úlfarsárdal í Reykjavík, segir framtíðarstöðu fyrirtækisins í höfuðborginni ekki glæsilega.

-Ástæðan er gríðarleg hækkun á verði hitaveituvatns frá Orkuveitu Reykjavíkur sem fyrirhuguð er um næstu áramót.-“

-raforkuverðið hafi hækkað mikið þegar ákveðið var að skipta upp framleiðslu og flutningi á raforku að kröfu Evrópusambandsins.-“

-á meðan hann sé að borga um 10,40 krónur fyrir kílówattstund af raforku með flutningi séu kollegar hans í Noregi að borga ígildi um 6,30 íslenskra króna (m.v. verð í ágúst) fyrir kílówattstundina.“-

https://www.bbl.is/frettir/frettir/ihugar-ad-loka-lambhaga-i-reykjavik-vegna-storhaekkana-a-heitu-vatni/21794/

Forstjóri Advania Data Centers segir orkuverð á Íslandi alls ekki samkeppnishæft. Fyrirtækið samdi nýlega um uppbyggingu gagnavers í Stokkhólmi þar sem mun lægra verð er í boði.

Orkuverð í miðborg Stokkhólms er 20 prósentum lægra en það sem okkur býðst á Íslandi. Sá munur eykst ef gagnaver eru byggð upp í Norður-Svíþjóð. Orkuverð hér er orðið allt of hátt eða 25-40 prósentum hærra en til dæmis í Svíþjóð og Noregi,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri íslenska gagnaversfyrirtækisins Advania Data Centers.

Fyrirtækið hefur samið við Stockholm Exergi um uppbyggingu nýs gagnavers í hátæknigarði í Kista hverfinu í Stokkhólmi. Áætluð heildarfjárfesting er um 8,6 milljarðar króna. Eyjólfur segir að gagnaverið rísi á borgarlandi en hitaveitan kaupir varma sem myndast í tölvubúnaði gagnaversins og nýtist til húshitunar. Þetta lækki umtalsvert orkukostnað gagnaversins. Gagnaverið er það fyrsta sem fyrirtækið byggir erlendis en fyrir eru gagnaver í Hafnarfirði og eitt af stærstu gagnaverum Evrópu í Reykjanesbæ.

Ólafur Adolfsson, formaður Þróunarfélags Grundartanga, hefur einnig áhyggjur af háu raforkuverði. Á Grundartanga vinna um 1.100 manns hjá 20 stórum og smærri fyrirtækjum og um þúsund til viðbótar þjónusta svæðið.

Við höfum miklar áhyggjur af háu orkuverði. Það er varhugaverð þróun að verið sé að verðleggja íslenskan iðnað út af samkeppnismörkuðum. Við höfum ítrekað varað við þessu. Þetta lýtur ekki eingöngu að samkeppnishæfni nýrra verkefna. Verja þarf þau störf sem fyrir eru,“ segir Ólafur.

Orkuverð til notenda er að mestu sett saman af fjórum þáttum: Raforkuverði frá fyrirtækjum á borð við Landsvirkjun, ON, og HS orku; flutningskostnaði Landsnets, dreifikostnaði sem eru veiturnar, og sköttum. Eyjólfur segir að raforkuhlutinn hér sé almennt ekki langt frá verðunum á Norðurlöndum en flutningshlutinn og dreifingin séu miklu dýrari.

„Þegar íslenskir raforkuframleiðendur bera saman verð hér og í viðmiðunarlöndum nota þeir gjarnan verð á stundarmörkuðum (spot) Norðurlanda og bera þau saman við raforkuverð hér sem bundið er í langtímasamningum. Slíkur samanburður er rangur því að í langtímasamningum um orkukaup á Norðurlöndum er verð töluvert ódýrara en stundarmarkaðir segja til um,“ segir Eyjólfur. Hann segir að gagnaver og aðrir nýlegir stórnotendur hér á landi greiði umtalsvert hærra verð en uppgefið meðalverð Landsvirkjunar til stóriðju sé.

https://www.visir.is/g/2019191119914

Á síðasta eina og hálfa áratug, eftir að EES-tilskipanirnar um orkukerfið fóru að komast í framkvæmd, eru íslensk orkufyrirtæki að stefna í að verða ósamkeppnishæf við orkufyrirtæki í helstu samkeppnislöndunum. Mikilvæg atvinnuuppbygging er að stöðvast og fyrirtæki að hætta við uppbyggingu. Hugmyndir um að láta orkufyrirtækin fjármagna „þjóðarsjóð“ með þokukenndan tilgang, gerir stöðuna enn óálitlegri fyrir atvinnumál landsins.

Posted in EES, Orka | Comments Off on Atvinnuuppbyggingin komin í uppnám

Rafbílavæðingin vanhugsuð

Vegna EES hefur Ísland dregist með í „loftslagsaðgerðir“ ESB sem þýðir að Ísland þarf að minnka útblástur koltvísýrings að viðlögðum háum sektum.

Stjórnvöld hér hafa því komið af stað „aðgerðum í loftslagsmálum“ , meðal annars rafbílavæðingu sem er mjög kostnaðarsöm fyrir skattgreiðendur. Árangurinn fyrir umhverfið er vafasamur, rafbílar auka eiturefnamengun á Jörðinni en breyta losun koltvísýrings lítið. Meira

Posted in EES, Umhverfismál | Comments Off on Rafbílavæðingin vanhugsuð

Niðurrifið er hafið

Hin stóra auðlind Íslands, orkan, hefur verið undirstaða landfastrar atvinnustarfsemi í áratugi. Nú hefur ný stefna í orkumálum, komin frá ESB með EES-tilskipunum, verið tekin upp. Framleiðslufyrirtæki landsins draga saman seglin vegna þess að verð á orku er of hátt. Gróðurhúsin hafa verið í vandræðum lengi. Iðnfyrirtækin eiga sífellt erfiðara með að keppa við innflutning. Og nú síðast eru orkufyrirtæki í almannaeign farin að okra á iðjuverunum. Græðgisvæðing Landsvirkjunar er að stöðva iðnreksturinn í landinu. Svo virðist sem stefnan sé að loka iðnaðinum, selja orkuna til ESB og stöðva frekari virkjanaáform. Meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Niðurrifið er hafið

Neyðaraðgerðir til varnar auðlindunum

Það stefnir í neyðarástand í orkumálum. Að óbreyttu munu orkulindir landsins smám saman hverfa úr stjórn og nýtingu almannafyrirtækja landsmanna, árnar, jarðhitasvæðin sem og virkjanirnar. Regluverk EES/ESB tryggir að fjárfestar og fyrirtæki í ESB/EES geta átt land og nýtingarréttindi vatnsfalla og jarðvarma sem og virkjanir og orkufyrirtæki á Íslandi. Verð á orku er þegar tekið að hækka vegna árifa EES/ESB og fyrirtæki sem kaupa orku að undirbúa samdrátt og lokanir. Eina færa leiðin til að bregðast við í tíma er með neyðaraðgerðum. Alþingi getur ennþá sett lög að vild þó þau geti stangast á við EES-samninginn. Meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Neyðaraðgerðir til varnar auðlindunum

Hvaða ógn vofir yfir okkur?

Þriðji tilskipanapakki ESB um orkumál afhjúpaði ástandið í íslenskum stjórnmálum. Burtséð frá innihaldi tilskipananna er ljóst að hin gamalgróna lýðræðisþjóð að eigin áliti, Íslendingar, hafa misst sitt lýðræðislega vald yfir mikilvægum landsmálum. Hvorki lýðkjörnir fulltrúar né ráðnir embættismenn íslenska þjóðríkisins hafa getað varið landið fyrir valdahrifsi ESB. Þeir hafa þvert á móti gengið erinda ESB og jafnvel gripið til blekkinga, oft vegna þekkingarleysis en mögulega líka viljandi sem sýnir hve stjórnkerfi landsins er orðið bágborið og djúpt sokkið í erlent tilskipanakviksyndi Meira

Posted in EES | Comments Off on Hvaða ógn vofir yfir okkur?

Sæstrengurinn ákveðinn af ESB

ESB hefur haft þá stefnu alllengi að orka frá Íslandi verði leidd til ESB með sæstreng (sjá gögn hér á síðunni og Mbl-blog). Beðið er eftir að Ísland samþykki 3. orkupakkann. Undirbúningurinn er langt kominn. Stjórnvöld hér stefna að því leynt og ljóst að fyrirtæki á Íslandi sem nota mikla raforku dragi saman seglin eða loki. Reyni Alþingi að stöðva lagningu sæstrengs mun ESB draga Ísland fyrir dóm. Meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Sæstrengurinn ákveðinn af ESB

Samkeppnislögin standa í vegi fyrir þróun

Íslenska minnimáttarkenndin gagnvart útlendingum hefur verið landinu dýrkeypt. Alþingismenn héldu að samkeppnislög ESB væru svo merkileg að þeir samþykktu þau áður en EES-samningurinn gekk í gildi. Þau voru brot á réttindum landsmanna og veittu valdsmönnum ESB heimild til að ganga að Íslendingum. Meira

Posted in EES | Comments Off on Samkeppnislögin standa í vegi fyrir þróun

Stjórnmálamenn með draumsýn funduðu á Íslandi

Forsætisráðherrar ESB og EES landa norðursins, Finnlands, Þýskalands, Svíþjóðar, Íslands, Noregs og Danmerkur funduðu á Íslandi síðustu daga. Sameiginleg yfirlýsing þeirra sýnir að þeir virðast illa tengdir raunveruleika fólks í sínum löndum en samtaka í draumkenndum tískumálum og hunsa helstu vandamál sem að Norður-Evrópu steðja: Meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Stjórnmálamenn með draumsýn funduðu á Íslandi

Orkan okkar gefur út skýrslu um 3. orkupakkann

Sérfræðinganefnd á vegum samtakanna Orkan okkar kynnti skýrslu sem nefnist „Áhrif ingöngu Íslands í Orkusamband ESB“ í Safnahúsinu 16.8.2019. Í skýslunni er ítarlega farið yfir 3. orkupakkann og ýmiss mál sem tengjast orkumálum Íslands. Aðgerðir ESB í orkumálum ESB/EES-svæðisins eru ræddar og sagt frá helstu þáttum í stefnu ESB sem Orkusambandið á að koma í framkvæmd. Meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Orkan okkar gefur út skýrslu um 3. orkupakkann

Utanríkisráðuneytið dreifir falsfréttum um 3. orkupakkann á RÚV

Í sjónvarpsfréttum RÚV 12.8.2019 bar utanríkisráðherra á borð falsfréttir til þess að gera andstæðinga 3. orkupakkans tortryggilega. Rökþrot utanríkisráðuneytisins í málinu er þar með komið á alvarlegt stig: Meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Utanríkisráðuneytið dreifir falsfréttum um 3. orkupakkann á RÚV