Tölfræðin í skýrslum IPCC

Íslenskir vísindamenn hafa ekki tjáð sig mikið í fjölmiðlum um kenningar um loftslagsbreytingar. Helgi Tómasson prófessor er undantekning en hann fjallar um síðustu skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í Morgunblaðsgrein 14.10.2021. Hann bendir á veigamikla ágalla í skýrslunni og vísar í fleiri vísindamenn máli sínu til stuðnings og tekur upp tölfræðilegar hliðar málsins.

Hér á eftir eru nokkur atriði úr grein Helga:

-“Jon Dagsvik – í grein sem birtist í einu virðulegasta tölfræðitímariti heims, Journal of Royal Statistical Society, 2020 – er ályktað um hversu tregbreytanlegt ferli þróun hitastigs er – Greinin sýnir stærðfræðilegar útleiðslur og síðan dæmi um notkun á gögnum, hitamælingum 96 veðurstöðva í um það bil 200 ár, ásamt áætluðum hitatölum byggðum á árhringjum úr trjám í um það bil 2.000 ár. Niðurstaðan er að þróun hitastigs er vel lýst sem tregbreytilegu (long-memory) ferli með fast meðaltal. Þ.e. engin þróun í tíma. Sér í lagi engin þróun á seinni hluta 20. aldar-“

-“J. Scott Armstrong er stofnandi tveggja fræðirita um spálíkanagerð, Journal of Forecasting og International Journal of Forecasting. Hann hefur tekið saman vinnureglur um hvernig skuli vinna með spár og telur að IPCC brjóti margar-“.

-“Danski jarðfræðingurinn Jens Morten Hansen, sem m.a. hefur rannsakað Grænlandsjökul og gegnt mikilvægum embættum í dönsku rannsóknarumhverfi, varar við oftúlkunum á skýrslum IPCC. Hansen hefur efasemdir um aðferðafræði IPCC og reynsla hans af rannsóknum á Grænlandsjökli ásamt tilfinningu fyrir stærðargráðum segir að jafnvel bókstafleg túlkun á sviðsmyndum IPCC sýni að hvorki muni Grænlandsjökull hverfa né muni Danmörk sökkva. Hann vitnar þar til síðustu ísalda og hlýindaskeiða milli þeirra. Hansen gagnrýnir einnig danska ríkisútvarpið, DR (Danmarks Radio), fyrir einhliða málflutning og ýkjur um það hversu sammála vísindamenn séu-“

-“Bæði Hansen og Armstrong nefna Al Gore sem víti til að varast. Gore hafi verið með fráleita spádóma á sínum tíma sem alls ekki hafi gengið eftir. Hansen segir í Kristeligt Dagblad að Gore hafi verið heppinn að fá Nóbelsverðlaunin fyrir fram (hugsanlega einnig skattborgararnir sem sluppu við skattadillur hans). Gore og IPCC fengu friðarverðlaun Nóbels 2007-“

-“Ályktanir tímaraðamanna eins og Dagsvik og Mills um að þróun yfirborðshita jarðar sé tregbreytileg með fast meðaltal eru afgerandi. A.m.k. eru breytingar mjög hægar (miðað við okkar líftíma) og verðskulda alls ekki gildishlaðnar upphrópanir eins og hamfarahlýnun eða loftslagsvá-“

Úr greininni „Tölfræðilegt sjónarhorn á skýrslur IPCC“ í Morgunblaðinu 14.10.2021 eftir Helga Tómasson, prófessor í hagrannsóknum og tölfræði við Háskóla Íslands.

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1792155/?item_num=2&searchid=ffe065887a45171a7eb355fe6854a1eaff89af24&t=610418309&_t=1634473556.189752

Posted in EES, Loftslag, Umhverfismál, Utanríkismál | Comments Off on Tölfræðin í skýrslum IPCC

Vindmyllur og orkukreppan

Orkukreppan sem fylgir „orkuskiptum“ yfir í „græna“ orku versnar stöðugt í ESB. Mikill fjöldi vindmylla hefur verið reistur þar með almannafé undir yfirskini loftslagsmála. Reynsla sem safnast hefur sýnir að vindorkan er ekki aðeins óörugg heldur veldur einnig vanda í orkukerfum. Lengi hefur verið haldið fram að vindmyllur verði stöðugt hagkvæmari. Reynslan sýnir hið gagnstæða. Andstaða almennings gegn vindmyllum vex hratt í takti við umhverfisskemmdirnar, hætturnar og rafmagnssleysið sem þær valda. Okkar stjórnvöld stefna að frekari lagasetningu um vindmyllur til að þjónkast stefnu ESB (sjá t.d. https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2888) Meira

Posted in EES, Loftslag, Orka, Umhverfismál | Comments Off on Vindmyllur og orkukreppan

Afstaða flokkanna til fullveldis

Misskilningur um EES-samninginn stendur í vegi fyrir sókninni til fullveldis.

Samtökin Frjálst land, Heimssýn og Orkan okkar spurðu framboðin til kosninganna um afstöðu þeirra til fullveldis, lýðræðis og sjálfstæðis. Í svörunum við spurningum 2 og 3 (sjá færslu hér á undan) kom í ljós að af þeim níu sem svöruðu voru tvö, Miðflokkurinn og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, sem tóku afdráttarlausa afstöðu með fullveldi og sjálfstæði og endurskoðun eða uppsögn EES-samningsins. Flokkur fólksins, Vinstri-grænir og Sósíalistaflokkurinn höfðu ekki fullmótaða afstöðu. Framsókn svaraði ekki. Í svörum annarra flokka kom fram misskilningur um EES-samninginn: Meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Afstaða flokkanna til fullveldis

Stjórnmálaflokkar svara

Samtökin Frjálst land, Heimssýn og Orkan okkar sendu stjórnmálaflokkum og framboðum eftirfarandi spurningar 20.7.2021 sem varða afstöðu til fullveldis, lýðræðis og sjálfstæðis. Meira

Posted in EES, Orka, Utanríkismál, Verslun | Comments Off on Stjórnmálaflokkar svara

Hvernig á að nýta íslenska raforku?

Til þesss að orkulindir landsins komi landsmönnum til góða þarf að nota orkuna til atvinnustarfsemi eða lífsgæða á hagkvæman hátt til frambúðar. Það sem gefur lang mest af sér er arðbær framleiðsla vöru sem seljanleg er á alþjóðamarkaði. Nú um stundir eru í tísku hugmyndir um að nota raforkuna í „orkuskipti“ eða „rafeldsneyti“. Slík notkun raforku er ósjálfbær og leiðir í öllum tilvikum til sóunar orku og efna og kemur í veg fyrir skynsamlega sjálfbæra nýtingu. Meira

Posted in EES, Orka, Uppbygging | Comments Off on Hvernig á að nýta íslenska raforku?

Spurningar til stjórnmálaflokka og framboða (styttur listi)

                                                  Frjálst land

                                                                                              Reykjavík, 20.8.2021 Meira

Posted in EES, Uncategorized, Utanríkismál | Comments Off on Spurningar til stjórnmálaflokka og framboða (styttur listi)

Spurningar til stjórnmálaflokka og framboða

                                                                                         Reykjavík, 20.7.2021

EFNI: Spurningar til stjórnmálaflokka / framboða fyrir alþingiskosningar 2021 Meira

Posted in EES, Landbúnaður, Orka, Utanríkismál, Verslun | Comments Off on Spurningar til stjórnmálaflokka og framboða

Ísland í erindrekstri fyrir ESB

Íslenskir stjórnmálamenn eru orðnir erindrekar ESB. Utanríkisráðherrann tekur á móti stjórnarandstæðignum frá Hvítarússlandi. Þingmaður úr sjóræningjaflokknum („pírati“) skrifar níð um meðferð Rússa á Krímbúum. Og ríkisstjórnin lætur Ísland taka þátt í „refsiaðgerðunum“ gegn Rússum vegna Úkraínu. Ekkert af þessu er í þágu hagsmuna Íslands heldur er markmiðið að innlima lönd Rússa í ESB. Meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Ísland í erindrekstri fyrir ESB

Landstjórn sem ekki gætti hagsmuna Íslands

Ríkisstjórn og Alþingi sem skila brátt sínu umboði hafa reynst slök við hagsmunagæslu og ekki staðið með Íslandi í mikilvægum málum. Tískustjórnmálabylgjur að utan hafa ráðið miklu um landstjórnina, oft andstæðar hagsmunum landsins. Fábreytt atvinnulíf og þar með atvinnuleysi stórra hópa er orðið vandamál, mikilvæg uppbygging hefur verið hæg. Meira

Posted in EES, Landbúnaður, Loftslag, Orka, Umhverfismál, Uppbygging, Utanríkismál, Verslun | Comments Off on Landstjórn sem ekki gætti hagsmuna Íslands

Viðskilnaður Alþingis 13. júní 2021

Þingheimurinn sem skilar af sér á þessu ári hefur komið mörgum kostnaðarsömum og íþyngjandi kvöðum frá ESB á íslensku þjóðina sem munu auka óþarfar byrðar á fyrirtæki og einstaklinga og skriffinnsku ríkisstofnana og sveitarfélaga og rýra ráðstöfunartekjur þjóðarinnar. Á kjörtímabilinu eru áhöld um stjórnarskrárbrot EES þekktust í tengslum við persónuverndarlög, 3. orkupakkann, samkeppnislög og bankaregluverk. Meira

Posted in EES | Comments Off on Viðskilnaður Alþingis 13. júní 2021