Boðvald yfir engu, er það ekkert?

Elías Elíasson, sérfræðinur í orkumálum, skrifar um þriðja orkupakka ESB.

                                                                     Fljótsdalsstöð

Vald er margs konar. Í stjórnskipun Íslands er valdinu skipt í löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald, en þetta er það vald sem lögfræðingar og ráðuneyti tala um, þegar þau segja að samþykkja megi orkupakkann vegna þess, að meðan sæstrengur komi ekki, þá hafi það vald sem ACER hefur yfir athöfnum fyrirtækja hér á landi enga virkni. Þetta finnst fólki skrítin rök. Enginn getur fullyrt í dag, að sæstrengur komi ekki og á þá að fara að samþykkja lög sem verða ólög um leið og strengurinn sá er tengdur en breyta engu þangað til? Continue reading

Posted in Orka | Comments Off on Boðvald yfir engu, er það ekkert?

Regluverk EES gerir íslensk fyrirtæki ósamkeppnishæf

Lög og reglur, sem fyrirtæki hérlendis starfa samkvæmt, eru farinskaða samkeppnishæfni þeirra á alþjóðamörkuðum. Regluverkið er orðið risavaxið og er að verulegu leyti EES-tilskipanir. Ekki aðeins þróuð fyrirtæki sem starfa á alþjóðamarkaði eru hömluð af regluverkinu heldur hefur uppbygging gjaldeyrisaflandi fyrirtækja almennt (annarra en ferðageirans), s.s. iðnaðarfyrirtækja og þjónustufyrirtækja, verið hæg síðustu ár og örlað á samdrætti og landflóta. Regluverkið gerir einnig stofnun og uppbyggingu nýrra og lítilla fyrirtækja, nýsköpunarfyrirtækja eða sprotafyrirtækja, erfiða og hægir á endurnýjun atvinnulífsins. Continue reading

Posted in EES | Comments Off on Regluverk EES gerir íslensk fyrirtæki ósamkeppnishæf

EES-kostnaðurinn kominn í flugmiðaverðið

Alþingi setti lög um losun góðurhúsaloftegunda árið 2007 enda komin EES-tilskipun (2003/87) þarum. Lögin skylda íslensk fyrirtæki, með útblástur frá brennslu, til að afla sér losunarheimilda fyrir koltvísýring að viðurlögðum háum sektum. Þáverandi íslensk stjórnvöld komu síðan á stjórn ESB yfir losunina með því að samþykkja að íslenskur atvinnurekstur sé undir kerfi ESB um losun, ETS, frá árinu 2008. Flugið var svo sett í kerfið með EES-tilskipun 2008/101. ETS hefur sýnt sig að vera gallað og svindlvænt og árangurinn af því vafasamur. Mikið fé fer úr landi gegnum kerfið sem gæti nýst til uppgræðslu hér innanlands og þar með framleiðslu lífefnis úr loftkoltvísýringnum og verðmætasköpunar hérlendis ef losunarkerfið væri íslenskt. Continue reading

Posted in EES | Comments Off on EES-kostnaðurinn kominn í flugmiðaverðið

Norska ríkisstjórnin rekur áróður á Íslandi

Stortinget

Vinir okkar í Noregi, Nei til EU, sem tvisvar hafa forðað Norðmönnum frá ESB, voru búnir að vara okkur við að norska ríkisstjórnin gæti reynt að fá þá íslensku til að samþykkja 3. orkutilskipanapakka ESB. Það reyndist rétt: Utanríkisráðherra Noregs mætti hér í áróðursferð með bæði Evrópusambandsdauninn og Rússagrýluna með sér. (Mbl 17.8.2018). Continue reading

Posted in EES, Orka | Comments Off on Norska ríkisstjórnin rekur áróður á Íslandi

Gagnslaus fundur um orkumál og EES-samninginn

Fundurinn var haldinn í HR í gær, ræðumenn voru embættismenn frá ESB og Íslandi og lögfræðingar frá opinberum og hálfopinberum aðilum á Íslandi og Noregi. Enginn reyndur fagmaður í tæknimálum eða starfrækslu orkuvera eða orkukerfa hérlendis var á mælendaskrá. Ekki heldur neinn sem þekkir feril ESB í orkukerfum þarlendis eða hefur gagnrýnt valdahrifstilraunir ESB yfir íslenskum orkumálum. Lítið sem varðar hætturnar, vandamálin eða reynsluna af stjórn ESB á orkumálum Íslands eða annarra var reifað. Svör við ákveðnum mikilvægum spurningum fengust ekki þegar eftir var leitað. Continue reading

Posted in EES, Orka | Comments Off on Gagnslaus fundur um orkumál og EES-samninginn

Samkeppnisvæðing sænska orkukerfisins hefur skaðað Svíþjóð

                                                       Tännforsen

Sænska raforkukerfið gekk vel og var hagkvæmt og öruggt þegar Svíar gengu í ESB. Nú eftir meir en tveggja áratuga flóð af ESB-tilskipunum hefur orkukerfinu hrakað mikið. Regluverk ESB var sagt mundu auka samkeppni og afköst, gera rafmagnið ódýrara og auka valkosti kaupenda. Vissulega hafa valkostir neytenda aukist en afleiðingarnar eru að öðru leiti hörmulegar. Orkuverð til notenda hefur hækkað mikið á sama tíma og eigendur hinna einkavæddu orkufyrirtækja taka út milljarðaágóða úr fyrirtækjunum. Continue reading

Posted in EES, Orka | Comments Off on Samkeppnisvæðing sænska orkukerfisins hefur skaðað Svíþjóð

Við viljum fá landið okkar aftur

Bretar ákváðu í þjóðaratkvæðagreiðslu 23. júní 2016 að ganga úr Evrópusambandinu. Ein meginástæðan fyrir þeirri ákvörðun var að meirihluti landsmanna „vildi fá landið sitt aftur“ undan stjórn Evrópusambandsins eins og túlkendur atkvæðagreiðslunnar orðuðu það. Sams konar almenningsálit um stjórn ESB á íslenskum málefnum hefur nú verið að byggjast upp hér á þessu ári. Ástæðurnar eru aukin umræða um EES-samningin og afleiðingar hans en einnig vaxandi valdahrifs Evrópusambandsins hér í skjóli EES-samningsins. Continue reading

Posted in EES | Comments Off on Við viljum fá landið okkar aftur

ESB ákveður utanríkisstefnu Íslands

Rússnesk stúlka í þjóðbúning

Stjórnarráðið stimplaði sex valdsboð frá Evrópusambandinu (nr. 2017/1561, 1547, 1549, 2214, 2426, 2212) í janúar sl. um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna „ástandsins í Úkraínu“ og „innlimunar Krím“. Valdsboðin eru ákvarðanir í utanríkismálum sem sjálfstæðar þjóðir taka venjulega sjálfar. Þau eru um áframhaldandi þáttöku Íslands í refsiaðgerðunum. Continue reading

Posted in EES, Utanríkismál, Verslun | Comments Off on ESB ákveður utanríkisstefnu Íslands

Íslenskt stjórnkerfi í upplausn

                                                                          Íslenska skjaldarmerkið            Mynd: Íslendingafélagið, Ósló.

Alþingi samþykkti nú í lok vorþingsins EES-tilskipun nr 2016/679 um meðferð upplýsinga og persónuvernd. Með samþykktinni afsalaði Alþingi bæði yfirstjórn yfir íslenskri stjórnsýslustofnun til stofnunar ESB en einnig dómsvaldi til dómstóls ESB. Hvorug á að hafa vald eða lögsögu hérlendis samkvæmt stjórnarskránni eða EES-samningnum. Continue reading

Posted in EES | Comments Off on Íslenskt stjórnkerfi í upplausn

Orkupakkinn er óhagræði fyrir Ísland

eftir Elías Elíasson, sérfræðing í orkumálum

                                                                    Búrfellsvirkjun                     Mynd af heimasíðu Landsvirkjunar

Michael Mann sendiherra ESB á Íslandi skrifar grein um 3. orkupakka ESB í Fréttablaðinu 7/6-´18. Þökk sé honum fyrir að gefa kost á málefnalegum umræðum um þau atriði sem hann nefnir, en því miður virðist hann ekki hafa fengið fullnægjandi upplýsingar frá stjórnvöldum um suma hluti. Þannig hafa fyrri orkupakkarnir tveir leitt af sér óþarfa uppskiptingar hjá orkufyrirtækjunum og þær undanþágur sem Ísland hefur fengið sýna að hugmyndafræði þessara orkupakka gengur ekki upp hér á Íslandi. Continue reading

Posted in Orka | Comments Off on Orkupakkinn er óhagræði fyrir Ísland