Eyðilegging orkukerfisins tekur toll

Niðurrifsstefna íslenskra stjórnvalda og stjórn ESB á íslenskum málum heldur áfam að taka sinn toll. Alvarlegur samdráttur er í atvinnu, verðmætaskapandi störfum fækkar en fjölgar í opinberri þjónustu. Áhrif ESB í orkukerfinu eru að koma fram með þunga. Iðnaðurinn sem nýtir raforku er að huga að lokun. Fyrirtækin eru ofþyngd af of háu orkuverði og þurfa að eyða stórfé í „losunarheimildir“ sem enginn heilvita stjórnvöld í heiminum leggja á, aðeins ESB enda hrörnar grunniðnaður þar stöðugt.

Meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Eyðilegging orkukerfisins tekur toll

Frjálsir Bretar ryðja braut Íslands

Bretar endurheimta nú sjálfstæðið, 31. janúar, eftir nærri hálfa öld undir yfirvaldi á meginlandinu. Það var líklega ekki ætlunin hjá þeim sem flæktu Bretlandi 1973 í það sem þá var kallað „Evrópubandalagið“ eða „Sameiginlegi markaðurinn“ að afsala sjálfstæði landsins. Meira

Posted in BREXIT, EES | Comments Off on Frjálsir Bretar ryðja braut Íslands

ESB bannar ríkisaðstoð

Hin mikla atvinnuuppbygging á Íslandi á 20 öldinni var oft með aðstoð eða þátttöku ríkisins eðajarfélaga. Útgerð og vinnsla, iðnaður, samgöngur, þjónusta, mörg af atvinnufyrirtækjunum í hinu agnarsmáa hagkerfi Íslands urðu til og uxu úr grasi vegna þáttöku almannasjóða. En ESB fyrirskipar að ríkisaðstoð við fyrirtæki sé ekki heimil nema með sérstöku leyfi erindreka ESB í Brussel. Alþingi á nú að stimpla leyfi til ESA til þess að sekta fyrirtæki og reka mál gegn íslenskum aðilum milliliðalaust vegna ríkisaðstoðarmála. Meira

Posted in EES | Comments Off on ESB bannar ríkisaðstoð

Falsfréttir um kjarrelda í Ástralíu

Fréttaflutningur af veðurfyrirbærum er orðinn svo litaður af rangfærslum að erfitt er að treysta fréttunum. Þær eru oft áróður um „loftslagsbreytingar af mannavöldum“, að mannkyn sé að valda „hamfarahlýnun“. Fréttir af kjarreldum í Ástralíu er nýjasta dæmið sem fjölmiðlar hampa og í fréttirnar er hnýtt fullyrðingum um hitamet og að eldarnir séu án fordæma og vegna hlýnunar loftslags. Meira

Posted in Orka, Umhverfismál | Comments Off on Falsfréttir um kjarrelda í Ástralíu

Nýtt ár færir okkur nær frelsinu

Á árinu 2019 var EES-samningurinn afhjúpaður sem valdatæki ESB. Okkar stjórnmálamenn gátu ekki varið landið fyrir valdsboðum ESB. Afleiðing EES er m.a. stjórnkerfislömun sem hrun orkukerfisins fyrir norðan ber vott um. En reynslan er dýrmæt, ásamt með Brexit færir hún okkur nær endurheimt þjóðfrelsisins á nýju ári. Meira

Posted in BREXIT, EES, Uncategorized | Comments Off on Nýtt ár færir okkur nær frelsinu

Ísland flækt í loftslagsblekkingar ESB

Alþingi á í vetur að stimpla EES-tilskipun nr. 2018/410 um „loftslagsmál“. Ísland er flækt í stefnu ESB um að draga úr losun „gróðurhúsalofttegunda“ þó engar alþjóðlegar skuldbindingar Íslands á vegum Sameinuðu þjóðanna krefjist þess. Stjórnvöld Íslands gerðu samkomulag“ við ESB um „loftslagsmál“ án tilhlýðilegrar athugunar á afleiðingum og kostnaði. Tilskipunin veldur geigvænlegum fjáraustri í gagnslausar aðgerðir.
Meira

Posted in EES, Umhverfismál | Comments Off on Ísland flækt í loftslagsblekkingar ESB

Áþján ESB þyngist

Alþingi heldur áfram að setja ESB-lög á landsmenn, framhjá lýðræðinu. Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir veturinn er með rúmlega 200 málum þar af 65 sem eru tilskipanir frá ESB eða mál sem eru bein afleiðing EES. Það er um 32% þingmálanna, svipað hlutfall og síðustu tvö ár (35 og 30%). Sum málanna kalla á að Alþingi samþykki margar tilskipanir. Um 50 mál verða að lögum, afgangurinn að þingsályktunum. Tilskipanir sem verða að reglugerðum gefa ráðuneytin út, í kringum 200 árlega. Meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Áþján ESB þyngist

Atvinnuuppbyggingin komin í uppnám

Á sama tíma og Alþingi ætlar að láta orkufyrirtæki landsins kosta dýrt gæluverkefni, “þjóðarsjóð”, eru atvinnufyrirtækin sem þurfa orku að fara með sínar fjárfestingar til útlanda vegna hækkana orkuverðs hér. Eða hætta við uppbyggingu.

Skemmdin á orkukerfi Íslands, sem afskipti ESB af orkumálum landsins, sundurlimun orkufyrirtækjanna í framleiðslu, flutning og dreifingu hafa leitt af sér, er orðin svo alvarleg að uppbygging orkukræfrar atvinnustarfsemi er að stöðvast. Meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Atvinnuuppbyggingin komin í uppnám

Rafbílavæðingin vanhugsuð

Vegna EES hefur Ísland dregist með í „loftslagsaðgerðir“ ESB sem þýðir að Ísland þarf að minnka útblástur koltvísýrings að viðlögðum háum sektum.

Stjórnvöld hér hafa því komið af stað „aðgerðum í loftslagsmálum“ , meðal annars rafbílavæðingu sem er mjög kostnaðarsöm fyrir skattgreiðendur. Árangurinn fyrir umhverfið er vafasamur, rafbílar auka eiturefnamengun á Jörðinni en breyta losun koltvísýrings lítið. Meira

Posted in EES, Umhverfismál | Comments Off on Rafbílavæðingin vanhugsuð

Niðurrifið er hafið

Hin stóra auðlind Íslands, orkan, hefur verið undirstaða landfastrar atvinnustarfsemi í áratugi. Nú hefur ný stefna í orkumálum, komin frá ESB með EES-tilskipunum, verið tekin upp. Framleiðslufyrirtæki landsins draga saman seglin vegna þess að verð á orku er of hátt. Gróðurhúsin hafa verið í vandræðum lengi. Iðnfyrirtækin eiga sífellt erfiðara með að keppa við innflutning. Og nú síðast eru orkufyrirtæki í almannaeign farin að okra á iðjuverunum. Græðgisvæðing Landsvirkjunar er að stöðva iðnreksturinn í landinu. Svo virðist sem stefnan sé að loka iðnaðinum, selja orkuna til ESB og stöðva frekari virkjanaáform. Meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Niðurrifið er hafið