EES-lög stöðva þróun byggðar

EES-tilskipun nr. 2014/52 um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda varð til þess að flækja og tefja framkvæmdir enn frekar en orðið var en Alþingi „innleiddi“ hana samt 2019, um var að ræða síðustu tilskipun í uppsöfnuðum bunka frá árinu 2000. Óþörf skriffinnska og stofnanaafskipti jukust mikið. Þeir sem mesta þekkingu höfðu á málinu, Verkfræðingafélagið, samtök atvinnulífsins og samtök sveitarfélaga, mótmæltu setningu þeirra með skýrum rökum. En EES-tilskipunum frá Evrópusambandinu er aldrei breytt, þær eru „innleiddar“ (ígildi stimplunar) án athugasemda og ganga í gildi hér í heild. Lögin standa í vegi fyrir uppbyggingu orkukerfis Íslands og hafa verið notuð til að stöðva aðrar framkvæmdir.

Matið krefst kostnaðarsamrar og tímafrekrar skriffinsku og margra skýrslna:

a. gerð og afgreiðslu matsáætlunar,

b. gerð frummatsskýrslu framkvæmdaraðila,

c. kynningu og samráði um frummatsskýrslu við umsagnaraðila og

almenning á Íslandi og eftir því sem við á yfir landamæri,

d. gerð matsskýrslu framkvæmdaraðila,

e. athugun Skipulagsstofnunar á matsskýrslu framkvæmdaraðila og álit

stofnunarinnar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar og

f. að álit stofnunarinnar sé lagt til grundvallar við afgreiðslu

umsóknar um leyfi til framkvæmda.

Talsverður hluti af umfjöllunarefnum, sem þarf að fjalla um og eru talin upp í tilskipununum, koma málinu lítið við í raun. Þegar skýrslurnar fara að koma flækist málið: Það þarf kynningar, athuganir og samráð. Margir aðilar og stofnanir sem þurfa að meta, gefa umsögn, gefa álit, úrskurða og gefa út leyfi. Þeim hefur farið fjölgandi. ESB hefur í auknum mæli gert kröfur um „þátttöku almennings“ með möguleika til að kvarta og kæra. Það hefur þýtt að als kyns aðilar geta stöðvað famkvæmdir skemmri og lengri tíma af meir eða minna illa studdum rökum.

Stjórnarráðið býður þeim sem áhuga hafa að gefa umsögn á samráðsgátt, og jafnvel bjóða þingnefndir Alþingis heim umsögnum.

Verkfræðingafélag Íslands segir í umsögn sinni:

—Því telur VFÍ rétt að velta upp þeirri spurningu hvort verið sé að misnota kæruheimildir. Félagið telur nauðsynlegt að viðkomandi ákvæði verði skoðuð einkum með það í huga að fækka möguleikum til að vera með tilhæfulausan málflutning á grundvelli þessara laga—“.

Samtök atvinnulífsins og Samband Ísleskra sveitarfélag segja í niðurstöðu sinni:

—Samtök atvinnulífsins og Samband íslenskra sveitarfélaga eru því andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í heild—“

Alþingi hefur alderi hafnað EES-tilskipun þannig að ekki er hægt að taka tillit til umsagna um meginmál tilskipananna og er því boðið um samráð og umsagnir sýndarmennska að miklu leyti.

EES-tilskipanirnar, sem frumvarpið er um, eru ætlaðar fyrir svæði sem eru

a- mörgum (stundum100) sinnum þéttbýlli en Ísland

b- ræktuð og gróin

c- þegar orðnar með margfalt meiri landbreytingar af framkvæmdum en hér

d- margfalt meri mengun frá mönnum en hér

e- oft við litlar og lygnar ár

f- oft lítil vindhreyfing

g- framkvæmd oft langt inni á meginlandi

h- framkvæmd fjarri öflugum hafstraumum.

Tilskipanirnar eiga því ekki við íslenskar aðstæður. Þær hafa valdið því að framkvæmdir eru orðnar kostnaðarsamari og tímafrekari og stundum hefur framkvæmdum verið breytt til hins verra eða hætt hefur verið við þær. Vegamannvirki, hafnir, orkuver, línulagnir, fiskeldi, iðnaðarfyrirtæki og ferðaþjónustumannvirki hafa þurft að bera þungar byrðar eða strandað í umhverfismati.

https://www.althingi.is/altext/pdf/148/s/0673.pdf

https://www.althingi.is/altext/stjt/2019.096.html

This entry was posted in EES, Orka, Umhverfismál. Bookmark the permalink.