Þingmálaskrá 149. löggjafarþings 2018-2019, EES-mál

Frjálst land 30.1.2019

Á heimasíðu Stjórnarráðs Íslands er þingmálskrá ríkisstjórnarinnar með 228 málum. Sum málanna verða felld niður, styttri málalistar eru á tenglum á heimsíðunni með um 200 málum. Þar af eru 62 eða um 30% valdsboð frá ESB vegna EES. Sum málanna eru með fleiri en einni tilskipun. Lagt er fyrir Alþingi að samþykaja um 75 valdsboð frá ESB.

https://www.stjornarradid.is/rikisstjorn/thingmalaskra/

EES-valdsboðin ganga undir nokkrum nöfnum: Tilskipanir, reglugerðir, ákvarðanir, oft kallaðar „gerðir“ frá ESB. Margar gerðir eru til að breyta fyrri gerðum. Þrjú málanna koma til af fyrri tilskipun um persónuverndarlög sem kallar á breytingar á öðrum lögum. Nokkur mál varða EES samninginn og um viðbrögð við valdsboðum frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og EFTA-dómstólnum.

/Hafa ber í huga að þessar stofnanir eru ekki í erindrekstri fyrir fríverslunarsamtökin EFTA né hafa valdsboð þeirra gildi þar. Nafngiftirnar er frá þeim tíma sem áform voru um að EFTA í heild yrði aðlili að EES en svo varð ekki en þessum villandi nafngiftum hefur ekki verið breytt/

Samþykki Alþingis á tilskipununum er formsatriði. Alþingi hefur ekki hafnað tilskipunum ESB vegna EES-samningsins og má því gera ráð fyrir að allar verði samþykktar. Túlka má EES-samninginn þannig að tilskipanirnar hafi þegar öðlast gildi þegar Alþingi fær þær til samþykktar. Löggjafarvaldið um þessi mál er því í raun ekki hjá Alþingi heldur hjá ESB.

Tilskipanirnar, eða „tilskipanapakkarnir“ eða „gerðirnar“ sem Alþingi á að „innleiða“ á þessu þingi eru um 75 talsins. Sumar mjög flóknar og langar með texta sem ekki er hluti af lagasetningunni. Sumir titlarnir í þingmálaskránni eru um margar tilskipanir eða „pakkar“. Þær eru flestar íþyngjandi og valda auknum kostnaði fyrir bæði einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir, bæði stjórnarráðið og eftirlitsstofnanirnar, og auk þess fyrir sveitarfélög og samtök. Ennþá hefur ekki komist á að áætla kostnaðinn af tilskipununum fyrir samfélagið, né heldur ávinninginn.

Stjórnvald til ESB. Stjórnvald um mikilvæg mál færist úr landi með tilskipununnum. Stór hluti regluverks og laga á Íslandi eru ESB-lög og reglur og hafa þegar um tíuþúsund EES-gerðir verið lög- eða reglufestar, sumar eru til að breyta fyrri gerðum, fjöldi EES-gerða í gildi er því minni. Árið 2018 setti Stjórnarráðið um 200 EES-tilskipanir í reglugerðir sem ekki þurftu fyrir Alþingi (vegna fyrri tilskipana). Tilskipanirnar hafa áhrif á aðra laga- og reglusetningu og þarf að taka tillit til þeirra við margs konar stjórnvaldsframkvæmdir. Heil málsvið hafa þegar verið færð undir stofnanir ESB að miklu eða öllu leyti: Samkeppnismál, flugöryggismál, fjármálastarfsemi, umhverfismál, einstaklingsupplýsingar.

Dæmi um valdsboð ESB til 149 löggjafarþings:

Tilskipanir um orkukerfið (3. pakkinn) er aftur á dagskrá. ESB stefnir að nýtingu allrar orkuframleiðslu í ESB og á EES í þágu sambandsins. Tilskipanirnar færa yfirstjórn íslenska orkukerfisins til ESB og stofnunar ESB á Balkanskaga, ACER.

Persónuverndarlögin(einstaklingsupplýsingareglur), sem sett voru sumarið 2018, eru flókin og dýr í rekstri og kalla á breytingar á ýmsum öðrum lögum samkvæmt málaskránni.

Fjármálaráðherra leggur fram flest málin, 54. Fjármálastarfsemin fær mikinn fjölda tilskipana og er þegar orið mjög stórt og flókið ESB-regluverk um hana. Ríkisaðstoð (bann ESB er við henni) er á málaskrá.

Póstþjónusan fær tilskipun um einkavæðingu

Umhverfismál. Tilskipanir um umhverfisáhrif, mengun og „loftslagsmál“, mikill fjöldi tilskipana um þessa málaflokka hafa þegar komist í réttarkerfi landsins, samþykktar af Alþingi og ráðuneytum.

Ýmsar tilskipanir: Lög og reglur ESB um peningaþvætti, um útlendinga og „alþjóðlega vernd“, neytendamál, farmenn, skattlagningu, fjarskipti, tóbaksvarnir, „rannsóknarinnviði“, „efnisveituþjónustu“ ofl. þarf Alþingi að lögleiða samkvæmt málaskrańni.

Þingsályktunartillögurnar, 35 talsins, frá Utanrikisráðuneytinu eru að stórum hluta EES-tilskipanir, um 40 valdsboð. Áframhaldandi flóð tilskipana er um fjármálafyrirtækin, einnig margar um orkukerfið (3. pakkinn).

Listi yfir ESB-lög og þingsályktanir sem lagt er fyrir 149 löggjafarþing 2018-2019 að samþykkja.

Dómsmálaráðherra

 1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 64/2006, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðju­verka (tilskipun um peningaþvætti).
  Með frumvarpinu er innleidd tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2015/849,
 2. Frumvarp til laga um meðferð persónuupplýsinga í löggæslutilgangi (löggæslutilskipunin).
  Með frumvarpinu er innleidd tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2016/680
 3. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um útlendinga (alþjóðleg vernd og brottvísunartilskipunin).
  Með frumvarpinu eru lagðar til nauðsynlegar lagfæringar á III. og IV. kafla laganna auk þess sem frumvarpið er liður í innleiðingu tilskipunar 2008/115/EB

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

 1. Frumvarp til laga um endurskoðendur.
  Innleiðing á tilskipun ESB nr. 2014/56 um lögboðna endurskoðun ársreikninga og samstæðu­reikninga og reglugerð ESB nr. 537/2014
 2. Frumvarp til laga um traustþjónustu.
  Frumvarpið er til innleiðingar á reglugerð ESB nr. 910/2014
 3. Frumvarp til laga um lausn deilumála utan dómstóla og kærunefnd neytendamála.
  Frumvarpið er til inn­leiðingar á tilskipun 2013/11/ESB og reglugerð 524/2013/ESB
 4. Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003, og lögum nr. 87/2003, um Orkustofnun (inn­leiðing gerðar).
  Frumvarpið felur í sér innleiðingu á þriðju raforkutilskipun ESB
 5. Frumvarp til laga um raunverulega eigendur og breytingar á lögum nr. 17/2003, um fyrirtækjaskrá (skrá yfir raunverulega eigendur).
  Með frumvarpinu eru innleidd ákvæði tilskipunar ESB nr. 2015/849

Félags- og barnamálaráðherra

 1. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2015/1794, um farmenn (bætt vinnuskilyrði og réttur til upplýsingamiðlunar og samráðs farmanna).
  Frumvarpið felur í sér innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2015/1794
 2. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
  Að ósk dómsmálaráðuneytisins tilnefndu ráðuneytin tengiliði í samráðshóp sem hafði það hlutverk að fara yfir ákvæði sérlaga um persónuvernd í því skyni að meta hvaða breytingar kynnu að vera nauðsynlegar vegna innleiðingar reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2016/679 frá 27. apríl 2016 (Almenna persónuverndarreglugerðin). Yfirferð samráðshópsins leiddi í ljós að gera þarf ýmsar efnislegar breytingar á ákvæðum sérlaga.

Fjármála- og efnahagsráðherra

 1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki (endurskoðun og stjórn).
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á VII. kafla (stjórn) og XI. kafla (endurskoðun) laganna sem byggja á 3.–6. mgr. 91. og 63. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB um stofnun og starfsemi fjármálafyrirtækja og varfærniseftirlit með þeim (CRD IV)
 2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 118/2016, um fasteignalán til neytenda (heimild­ir lána­miðlara til að veita þjónustu yfir landamæri).
  Markmið frumvarpsins er að ljúka innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/17/ESB um lánssamninga fyrir neytendur í tengslum við íbúðarhúsnæði (Mortgage Credit Directive, MCD)
  (Fellt niður)
 3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 120/2016, um opinber innkaup (heimild til samningskaupa og sameiginlegra innkaupa).
  Í frumvarpinu verður lögð til breyting á ákvæðum er varða heimild til samningskaupa þegar engin aðgengileg tilboð berast, ákvæðum um innkaup í öðru ríki Evrópska efnahagssvæðisins
 4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt og lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda (cfc-ákvæði, samsköttun, takmörkun á frádrætti vaxta­gjalda, endanlegt tap, útleiga vinnuafls).
  Frumvarpið felur í sér ýmsar nauðsynlegar breytingar á lögum um tekjuskatt og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, m.a. vegna skattlagningar eignarhalds á lágskattasvæðum auk athugasemda frá Eftirlitsstofnun EFTA vegna samsköttunar félaga og heimildar til frádráttar endanlegs taps frá tekjum af atvinnurekstri. Þá er í frumvarpinu að finna tillögu sem samræmist skuldbindingum Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið
 5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki (eiginfjár­aukar).
  Einnig verða lagðar til nokkrar breytingar á 86. gr. a – 86. gr. f laganna til viðbótar þannig að ákvæði um eiginfjárauka séu í fullu samræmi við efni 129.–142. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB um stofnun og starfsemi fjármálafyrirtækja og varfærniseftirlit með þeim (CRD IV).
 6. Frumvarp til laga um verðbréfauppgjör og verðbréfamiðstöðvar.
  Frumvarpið felur í sér innleiðingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 909/2014 (Regulation on improving securities settlement in the European Union and on central securities depositories, CSDR)
 7. Frumvarp til laga um milligjöld.
  Frumvarpið felur í sér innleiðingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 751/2015
 8. Frumvarp til laga um meðferð ríkisaðstoðarmála.
  Frumvarpið felur í sér innleiðingu breytinga á samningi EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlits­stofnunar og dómstól er varða valdheimildir Eftirlitsstofnunar EFTA þegar kemur að eftirliti með ríkisaðstoð. Hliðstæðar breytingar, að því er varðar valdheimildir framkvæmdastjórnar ESB, tóku gildi innan ESB árið 2013.
 9. Frumvarp til laga um endurreisn og skilameðferð fjármálafyrirtækja.
  Frumvarpið, sem felur í sér heildarlög, er innleiðing á síðari hluta tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB (Bank Recovery and Resolution Directive, BRRD).
 10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki (samstæður, útibú, þjónustu­starfsemi og starfsemi milli landa).
  Frum­varpið byggist á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB um stofnun og starfsemi fjár­málafyrirtækja og varfærniseftirlit með þeim (CRD IV).
 11. Frumvarp til laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.
  Frumvarpið felur í sér innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB um rekstraraðila sérhæfðra sjóða (Alternative Investment Fund Managers Directive, AIFMD).
 12. Frumvarp til laga um greiðsluþjónustu.
  Frumvarpið felur í sér innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2366 (Pay­ment Services Directive, PSD)
 13. Frumvarp til laga um miðlun og sölu vátrygginga.
  Með frumvarpinu verður lögð til ný heildarlöggjöf um miðlun og sölu vátrygginga, byggð á tilskipun 2016/97/ESB um dreifingu vátrygginga (Insurance Distribution Directive, IDD).
 14. Frumvarp til laga um markaði fyrir fjármálagerninga.
  Með frumvarpinu, sem felur í sér innleiðingu í íslenskan rétt á tilskipun 2014/65/ESB og reglugerð (ESB) nr. 600/2014 um markaði fyrir fjármálagerninga (MiFID II/MiFIR)
 15. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á núverandi lögum um verðbréfasjóði, vegna innleið­ingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/91/ESB (UCITS V)
 16. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vátrygginga-starfsemi og lögum um vátryggingasamstæður.
  Með frumvarpinu verða sett ákvæði í lögin sem verða lagastoðir fyrir Fjármálaeftirlitið til að setja reglur um afmörkuð atriði sem byggjast á framkvæmdarreglugerðum framkvæmdastjórnar ESB.

Heilbrigðisráðherrra

 1. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
  Að ósk dómsmálaráðuneytisins tilnefndu ráðuneytin tengiliði í samráðshóp sem hafði það hlutverk að fara yfir ákvæði sérlaga um persónuvernd í því skyni að meta hvaða breytingar kynnu að vera nauðsynlegar vegna innleiðingar reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2016/679 frá 27. apríl 2016 (Almenna persónuverndarreglugerðin). Yfirferð samráðshópsins leiddi í ljós að gera þarf ýmsar efnislegar breytingar á ákvæðum sérlaga. Í frumvarpi til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (148. löggjafarþing, 622. mál) voru þó eingöngu lagðar til lágmarks­breytingar sem nauðsynlegar eru vegna tilvísana til gildandi laga. Frumvarp þetta felur því í sér efnislega endurskoðun á ákvæðum ýmissa sérlaga sem falla undir málefnasvið heilbrigðisráðherra vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar. (28. febrúar)
 2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 6/2002, um tóbaksvarnir (EES-reglur).
  Með frumvarpinu verður lagt til að gerð verði breyting á lögum nr. 6/2002, um tóbaksvarnir, til að innleiða að mestu tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2014/40/ESB

Mennta- og menningarmálaráðherra

 1. Frumvarp til laga um þátttöku Íslands í Samtökum um evrópska rannsóknainnviði (ERIC – European Research Infrastructure Consortium).
  Með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 72/2015 frá 20. mars 2015 var tekin upp í EES-samninginn reglugerð ráðsins (EB) nr. 723/2009
 2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 26/2010, um viðurkenningu á menntun og hæfi til starfa hér á landi (evrópskt fagskírteini, vinnustaðanám o.fl.).
  Frumvarpið varðar innleiðingu tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2013/55/EB
 3. Frumvarp til laga um flytjanleika efnisveituþjónustu á netinu yfir landamæri á innri markað­inum.
  Frumvarpið felur í sér innleiðingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1128
 4. Frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum, nr. 73/1972 (aðgengi lestrarhamlaðra að útgefnu efni – Marakess-samningur).
  Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1564

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

 1. Frumvarp til laga um póstþjónustu.
  Ný lög um póstþjónustu – innleiðing þriðju tilskipunar ESB um afnám einkaréttar ríkisins á sviði póstþjónustu. (September – lagt fram)
 2. Frumvarp til laga um net- og upplýsingaöryggi – NIS.
  Frumvarpið felur í sér innleiðingu á tilskipun 2016/1148/EB, svokallaðri NIS tilskipun.
 3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 81/2003, um fjarskipti (EES-innleiðing „samlegðaráhrifatilskipunin“).
  Frumvarpið varðar innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins nr. 2014/61/EB

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

 1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma (innflutningur á hráum kjötvörum o.fl.).
  Undanfarna mánuði hafa íslensk stjórnvöld unnið markvisst að því að bregðast við dómi EFTA-dómstólsins frá 14. nóvember 2017

Umhverfis- og auðlindaráðherra

 1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.).
  Um er að ræða innleiðingu á tilskipun 2014/52/ESB
 2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunar­varnir, og lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs (EES-reglur).
  Með frumvarpinu verður innleidd tilskipun 2015/720
 3. Frumvarp til laga um breytingu á efnalögum, nr. 61/2013 (EES-reglur, Minamata alþjóða­samningur, ýmsar lagfæringar o.fl.).
 4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 70/2012, um loftslagsmál (loftslagsráð o.fl.).
  með frumvarpinu innleidd tilskipun ESB 2018/410

Utanríkisráðherra

 1. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 21/2018 um breytingu á IX. viðauka (fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
  Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB frá 15. maí 2014 sem kemur á ramma um endurreisn og skilameðferð lánastofnana og fjárfestingarfyrirtækja og um breytingu á tilskipun ráðsins 82/891/EBE og tilskipunum 2001/24/EB, 2002/47/EB, 2004/25/EB, 2005/56/EB, 2007/36/EB, 2011/35/ESB, 2012/30/ESB og 2013/36/ESB og reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1093/2010 og (ESB) nr. 648/2012. (Október – lögð fram)
 2. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 22/2018 um breytingu á XI. viðauka (rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upp­lýsinga­samfélagið) við EES-samninginn.
  Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 910/2014 frá 23. júlí 2014 um rafræna auðkenn­ingu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti á innri markaðinum og um niðurfellingu á tilskipun 1999/93/EB. (Október – lögð fram)
 3. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 102/2018 um breytingu á XXII. viðauka (félagaréttur) við EES-samninginn.
  Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/56/ESB frá 16. apríl 2014 um breytingu á tilskipun 2006/43/EB um lögboðna endurskoðun ársreikninga og samstæðureikningsskila.
  Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 537/2014 frá 16. apríl 2014 um sérstakar kröfur í tengslum við lögboðna endurskoðun á einingum tengdum almannahagsmunum og niðurfellingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/909/EB. (Október – lögð fram)
 4. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 158/2018 um breytingu á XVII. viðauka (hugverkaréttindi) við EES-samninginn.
  Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1128 frá 14. júní 2017 um flytjanleika efnis­veitu­þjónustu á Netinu yfir landamæri á innri markaðnum. (28. október)
 5. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 152/2018 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upp­lýsinga­samfélagið) við EES-samninginn.
  Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/61/ESB frá 15. maí 2014 um ráðstafanir til að lækka kostnað við uppbyggingu á háhraða rafrænum fjarskiptanetum. (Október – lögð fram)
 6. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 153/2018 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upp­lýsinga­samfélagið) við EES-samninginn.
  Ákvörðun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/899 frá 17. maí 2017 um notkun tíðnisviðsins 470–790 MHz í Sambandinu. (Október – lögð fram)
 7. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 20/2018 um breytingu á IX. viðauka (fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
  Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/14/ESB frá 21. maí 2013 um breytingu á tilskipun 2003/41/EB um starfsemi og eftirlit með stofnunum sem sjá um starfstengdan lífeyri, tilskipun 2009/65/EB um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum um verðbréfasjóði (UCITS) og tilskipun 2011/61/ESB um rekstraraðila sérhæfðra sjóða að því er varðar oftraust á lánshæfismöt.
  Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/91/ESB frá 23. júlí 2014 um breytingu á tilskipun 2009/65/EB um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum um verðbréfasjóði (UCITS) að því er varðar störf vörsluaðila, starfskjarastefnu og viðurlög. (31. mars)
 8. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 63/2018 um breytingu á IX. viðauka (fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
  Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/438 frá 17. desember 2015 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar skyldur vörsluaðila.
  Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1212 frá 25. júlí 2016 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar staðlaðar málsmeðferðir og form fyrir framlagn­ingu upplýsinga í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB. (31. mars)
 9. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 64/2018 um breytingu á IX. viðauka (fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
  Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 345/2013 frá 17. apríl 2013 um evrópska áhættu­fjármagnssjóði.
  Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 346/2013 frá 17. apríl 2013 um evrópska félags­lega framtakssjóði.
  Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 593/2014 frá 3. júní 2014 um tækni­lega framkvæmdarstaðla að því er varðar form tilkynninga samkvæmt 1. mgr. 16. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 345/2013 um evrópska áhættufjármagnssjóði.
  Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 594/2014 frá 3. júní 2014 um tækni­lega framkvæmdarstaðla að því er varðar form tilkynninga samkvæmt 1. mgr. 17. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 346/2013 um evrópska félagslega framtakssjóði. (31. mars)
 10. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2018 um breytingu á IX. viðauka (fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
  Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/78/ESB frá 24. nóvember 2010 um breytingu á tilskipunum 98/26/EB, 2002/87/EB, 2003/6/EB, 2003/41/EB, 2003/71/EB, 2004/39/EB, 2004/109/EB, 2005/60/EB, 2006/48/EB, 2006/49/EB og 2009/65/EB að því er varðar valdsvið Evrópsku eftirlitsstofnunarinnar (Evrópska bankaeftirlitsstofnunin), Evrópsku eftirlitsstofnunar­innar (Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin) og Evrópsku eftirlitsstofnunarinnar (Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin). (28. febrúar)
 11. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka (flutningar) við EES-samninginn.
  Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/352 frá 15. febrúar 2017 um að setja ramma um veitingu hafnarþjónustu og um sameiginlegar reglur um gagnsæi í fjármálum fyrir hafnir. (Felld niður)
 12. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á V. viðauka (frjáls för launþega) við EES-samninginn.
  Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/716 frá 11. maí 2016 um niður­fellingu framkvæmdarákvörðunar 2012/733/ESB um framkvæmd reglugerðar Evrópuþings­ins og ráðsins (ESB) nr. 492/2011 að því er varðar afgreiðslu atvinnutilboða og atvinnuumsókna og endurreisn EURES-netsins.
  Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/589 frá 13. apríl 2016 um vinnumiðlunarnet Evrópu (EURES-netið), aðgang launafólks að þjónustu vegna hreyfanleika og frekari samþættingu vinnumarkaða, og breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 492/2011 og (ESB) nr. 1296/2013.    (Felld niður)
 13. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka (flutningar) við EES-samninginn.
  Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins um sameiginlegar reglur um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu og niðurfellingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 216/2008. (Felld niður)
 14. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XVII. viðauka (hugverkaréttindi) við EES-samninginn.
  Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/943 frá 8. júní 2016 um verndun trúnaðar­upplýs­inga um sérþekkingu og viðskipti (viðskiptaleyndarmál) gegn ólögmætri öflun, notkun og birtingu þeirra. (Felld niður)
 15. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 258/2018 um breytingu á XVIII. viðauka (öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum, vinnuréttur og jafn­rétti kynjanna) við EES-samninginn.
  Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/1794 frá 6. október 2015 um breytingu á tilskip­unum Evrópuþingsins og ráðsins 2008/94/EB, 2009/38/EB og 2002/14/EB og tilskipunum ráðsins 98/59/EB og 2001/23/EB, um farmenn. (28. febrúar)
 16. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2017 um breytingu á IV. viðauka (orka) við EES-samninginn.
  Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 713/2009 frá 13. júlí 2009 um að koma á fót samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði.
  Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 714/2009 frá 13. júlí 2009 um skilyrði fyrir aðgangi að neti fyrir raforkuviðskipti yfir landamæri og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 1228/2003.
  Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 715/2009 frá 13. júlí 2009 um skilyrði fyrir aðgangi að flutningskerfum fyrir jarðgas og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 1775/2005.
  Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 543/2013 frá 14. júní 2013 um afhendingu og birtingu gagna á raforkumörkuðum og um breytingu á I. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 714/2009.
  Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/72/EB frá 13. júlí 2009 um sameiginlegar reglur um innri markaðinn fyrir raforku og um niðurfellingu tilskipunar 2003/54/EB.
  Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/73/EB frá 13. júlí 2009 um sameiginlegar reglur um innri markaðinn fyrir jarðgas og um niðurfellingu á tilskipun 2003/55/EB.
  Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá 10. nóvember 2010 um breytingu á 3. kafla I. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 715/2009 um skilyrði fyrir aðgangi að flutnings­kerf­um fyrir jarðgas.
  Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá 24. ágúst 2012 um breytingu á I. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 715/2009 um skilyrði fyrir aðgangi að flutningskerfum fyrir jarðgas.
  Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá 16. maí 2011 um niðurfellingu ákvörðunar 2003/796/EB um að koma á fót evrópskum hópi eftirlitsaðila með rafmagni og gasi. (28. febrúar)
 17. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 214/2018 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
  Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/97 frá 20. janúar 2016 um sölu vátrygginga (endurútgefin).
  Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/411 frá 14. mars 2018 um breytingu á tilskipun (ESB) 2016/97 að því er varðar hvaða dag lögleiðingarráðstafanir aðildarríkjanna koma til framkvæmda. (28. febrúar)
 18. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 242/2018 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/720 frá 29. apríl 2015 um breytingu á tilskipun 94/62/EB að því er varðar að draga úr notkun á þunnum burðarpokum úr plasti. (28. febrúar)
 19. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
  Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1129 um lýsingu sem birta skal við útboð verðbréfa á almennum markaði eða þegar þau eru tekin til viðskipta og um niðurfellingu á tilskipun 2003/71/EB. (28. febrúar)
 20. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
  Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 909/2014 um bætt verðbréfauppgjör í Evrópusambandinu og um verðbréfamiðstöðvar og um breytingu á tilskipunum 98/26/EB og 2014/65/ESB og reglugerð (ESB) nr. 236/2012. (28. febrúar)
 21. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
  Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/751 um milligjöld fyrir kortatengdar greiðslur. (28. febrúar)