Loftslagsherferðin töpuð

Flest af þeim löndum sem tóku þátt í Parísarsamkomulaginu um að minnka notkun jarðefnaeldsneytis og losun gróðurhúsalofttegunda geta ekki staðið við loforðin. Og nú, átta árum eftir að samkomulagið var gert, eru helstu forustulöndin í V-Evrópu að hverfa til baka til notkunar jarðefnaeldsneytis.

ESB-lönd eru farin að líta framhjá „loftslagsskuldbindingumog koma hagkvæmum orkuverum aftur í gang. https://www.lemonde.fr/en/economy/article/2022/09/02/despite-climate-commitments-the-eu-is-going-back-to-coal_5995594_19.html Ástæðan er einföld: Parísarsamkomulagið var byggt á skoðunum og draumum umhverfisverndarspámanna en ekki á agaðri verkfræðilegri áætlanagerð og stenst því ekki raunveruleika nútíma þjóðfélags. https://www.frjalstland.is/2022/02/11/orkuskiptin-eru-draumorar/Afleiðingin er umfangsmikil orkukreppa sem ekki er hægt að leysa nema með jarðefnaeldsneyti og kjarnorku, fallvatns- og jarðhitaorka er af skornum skammti í V-Evrópu.

Íslensk stjórnvöld samþykktu að „loftslagsmál“ yrðu „sameiginleg“ með ESB og yrðu undir yfirstjórn ESB sem hluti af EES-samningnum. Því hefði verið hægt að forða, Parísarsamkomulagið var um loforð hvers lands fyrir sig og Ísland hefði átt að sjá um sín loftslagsmál sjálft enda þekkt fyrir reyklausa orku. En með samflotinu lendir Ísland með stóru svæði þar sem orkukerfi og aðstæður eru ólík því sem hér er og regluverkið því ekki sniðið fyrir íslenskar aðstæður. Fúlgur fjár úr vösum landsmanna eru farnar að streyma til aðila í ESB að óþörfu af þessum sökum.

Evrópusambandið hefur nú gengið á bak sinna stefnumála og loforða um að afskrifa jarðefnaorkuver. Nú hefur sambandið aftur leyft kolaorkuver og stimplað gasorkuver og kjarnorkuver sem græn. https://www.spglobal.com/marketintelligence/en/news-insights/latest-news-headlines/eu-parliament-greenlights-gas-nuclear-in-green-taxonomy-in-final-vote-71057851. ESB býr við orkukreppu, orkuskort og hátt orkuverð. Stór hluti ESB-landa hefur keypt gas frá Rússlandi í áratugi á góðu verði. Evrópusambandið bannaði orkukaup frá Rússlandi sem hefur reynst fyrirhyggjuleysi. Reynt er að kenna Rússunum um orkukreppuna en ESB setti sjálft viðskiptahöft á Rússland sem hleypti upp markaðsverðinu á jarðgasi. Bandaríkin og NATO eyðilögðu mikla gasleiðslu í Eystrasaltinu sem spillti enn frekar fyrir gassölunni frá Rússlandi til ESB. https://jacobin.com/2023/02/seymour-hersh-interview-nord-stream-pipeline.

Orkukreppa ESB á sér eldri rætur. „Græna“ stefnan um „kolefnishlutleysi“ er meginorsök orkukreppunnar sem hefur verið að grafa um sig í tvo áratugi. Hagkvæmum orkuverum í fullum rekstri hefur verið lokað en í staðinn byggðar vindmyllur og sólarpanelar, afkastalítil óhagkvæm orkuver sem komast hvergi nálægt að geta uppfyllt orkuþörf nútíma  þjóðfélags.

Uppgjöf V-Evrópu í „loftslagsmálum“ nær ekki út til Íslands enda engin kola- gas- eða kjarnorkuver hér þó íslensk orkuver hafi selt ESB-fyrirtækjum aflátsbréf (upprunavottorð ESB) sem gerir íslensku orkuverin hafa sýnt mikla framleiðslu koltvísýrings samkvæmt fölskum en lögleiddum skrám ESB/EES. En nú er orðið í lagi að nota jarðefnaeldsneyti ef maður er í Evrópusambandinu. En EES-eyjarskeggjar úti í Atlantshafinu verða aftur á móti að borga grænar álögur ESB fyrir flugvélar og skip sem þarf til að fara yfir hafið. Í ESB duga bílar og járnbrautir. Þessar umhverfisálögur samkvæmt loftslagslagabálkum ESB eru vaxandi hótun við búsetu á Íslandi. Ísland situr fast undir óraunsærri stjórn Evrópusambandsins í „loftslagsmálum“.

Þýskaland hefur síðustu áratugi verið framarlega í s.k. orkuskiptum, “Energiewende”, að taka í notkun “endurnýjanlega orku”: Vindmyllur, sólfangara, rafbíla. Orka til almennings er nú af þeim sökum um 3-sinnum dýrari þar en í Bandaríkjunum. Notkun jarðefnaeldsneytis hefur samt ekki minnkað svo orð sé á gerandi, fór úr 80% í 79% af orkunotkuninni síðasta áratuginn. Ástæðan er að eðlisfræðileg lögmál voru ekki virt og verkfræðileg vinnubrögð ekki viðhöfð við „loftslagsaðgerðirnar“ og gífurlegur kostnaður við afkastalítinn “grænan” búnað hefur hlaðist upp. Þýskaland er það koma kola- og gasorkuverum aftur í gang.

Frakkland hefur gert það sama. Sett af stað endurræsingu kola- og gasorkuvera.

Svíar, sem voru einna fyrstir til að lofa minni losun gróðurhúsalofttegunda, eru líka farnir að horfast í augu við mistökin í “loftslagsmálum”. “Eftertankens kranka blekhet” á hljómfögru sænskunni, áætlanir þeirra um orkuskipti voru vanhugsaðar og draumórar umhverfisverndarmanna. Þeir ætla nú m.a. að efla kjarnorkuna sem þeir höfðu á valdi sínu þegar fyrir meir en hálfri öld en hafa nú spillt, umhverfissamtök hafa talað kjarnorkuna niður. https://subscriber.politicopro.com/article/eenews/2023/09/21/sweden-poised-to-miss-the-long-term-climate-target-it-pioneered-00117160

Bretar vöknuðu skyndilega af draumnum um kolefnishlutleysi og afturkölluðu áætlanir fyrri stjórnar Bretlands um kolefnishlutleysi 2030. Bann á venjulega bíla, gaskyndingu og fleiri vanhugsuð bönn verða afturkölluð. Rishi Sunak forsætisráherra Breta sýndi manndóm og kjark til þess að hafna hinum óraunsæju hugmyndum um skjótfengið kolefnishlutleysi sem stór hluti Vesturlanda hefur gert að heilagri trú og er að stórauka fátækt í heimshlutanum. https://www.telegraph.co.uk/politics/2023/09/20/rishi-sunak-spares-public-net-zero-pain/

Rafbílabyltingin kostar ríkissjóð og þar með skattgreiðendur fúlgur fjár í töpuðum tekjum en álögur á þá eru hafðar lægri en á venjulega bíla þó rafbílarnir slíti vegum meir en þeir eru 1/2 – 1 tonni þyngri en venjulegir bílar. Bílaframleiðendur tapa á rafbílum þrátt fyrir rausnarlegar niðurgreiðslur frá framleiðsluríkinu. https://www.foxbusiness.com/technology/ford-set-lose-billion-electric-vehicles-year-despite-increased-revenue Hráefnin í rafbilana eru dýr og vinnsla þeirra umhverfisspillandi og orkufrek. Viðkvæmar rafhlöður geta valdið eldi sem ekki er hægt að slökkva. Bílageymslur og bílferjur með þúsundir bíla hafa brunnið, (Felicity Ace og Fremantle Highway nýlega). https://splash247.com/haunting-images-of-burnt-cars-inside-fremantle-highway-leaked/. Viðgerðakostnaður á rafbílum getur orið mjög hár. Rafbílar geta skemmst ef þeir eru dregnir sem gerir dýrara að koma þeim á verkstæði. Tryggingar rafbíla fara hækkandi af þessum og fleiri ástæðum og munu, með öðrum kostnaði sem fellur á rafbílaeigendurna þegar ríkisvaldið hættir að niðurgreiða kostnaðinn við þá, draga mjög úr notkun þeirra. Enda er ávinningur umhverfisins af þeim lítill eða enginn þegar allt er talið þó þeir muni geta minnkað reyk í stórborgum.

Eftirsóknarverð orkuskipti verða með tækniþróuninni en ekki trúarsetningum og afskiptum óraunsærra stjórnvalda.

This entry was posted in EES, Loftslag, Orka. Bookmark the permalink.