Hvernig voru Íslendingar vélaðir í EES?

Margir hafa verið hugsi yfir hvernig það gat átt sér stað að Íslendingar gengust undir tilskipanvald Brussel með EES-samningnum en Ísland var fyrir með fullboðlegan fríverslunarsamning og önnur samskipti í góðu lagi. Meðal ástæðna fyrir aðild Íslands var gamalgróin fylgisspekt við Noreg, sem gekkst undir samninginn, auk hræðslu við vaxanadi Evrópusamband. En það voru blekkingar og lygar sem réðu mestu um að EES komst á landið.

Eftir þöggun og rangfærslur síðustu áratuga hefur umræðan um EES og sjálfstæði landsins tekið við sér í vetur, í aðdraganda forsetakosninga, og jafnvel hefur hár lygamúrinn verið klifinn.

-„Það er ótvíræð meginregla að samþykktir sem tengjast samningnum um evrópska efnahagssvæðið eru ekki bindandi fyrir Alþingi Íslendinga og forsetar geti neitað þeim og beint í atkvæðagreisðlu fjöldans. Þegar samningurinn um evróspska efnahagsvæðið var samþykktur var sérstaklega tekið fram, og það af miklum meirihluta þingsins, sem auglóst væri að þingið væri ekki bundið því að samþykkja slíkar sendingar. Íslendingar ættu val. EES ætti þá rétt á viðbrögðum. Á það mætti sannarlega láta reyna. Allir íslenskir fræðimenn voru þeirrar skoðunar þá að binding þar sem hallaði á Ísland væri alvarlegt brot á íslensku stjórnarskránni. Þeir sem samþykktu samninginn um evrópska efnahagssvæðið tóku hver og einn undir þann skilning. Þessi regla var forsenda samningsins“- (Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins 19.5.2024, ritstjóri Morgunblaðsins, Davíð Oddsson, var forsætisráðherra þegar EES-sasamningurinn var samþykktur 1993)

Í aðdraganda EES-samþykktar Alþingis 1993 var kominn hneikslismálamaður með umdeilda ábyrgðartilfinningu í stöðu utanríkisráðherra.

-“ M Jóni Baldvin var kominn maður í stól utanríkisráðherra sem beitti sér fyrr því að að við samþykktum að reglur EES, byggðar á „Evrópuréttinum aquis communautaire“ hefðu beint lagagildi á Íslandi og þar með bein réttaráhrif hér á landi, yrðu æðri landsrétti-. Þetta fól í sér að í reynd fluttist hluti löggjafarvalds okkar yfir til Brussel þar eð við urðum sjálfkrarfa að lögtaka í heild og án minnstu breytinga löggjöf Evrópuambandsins-.

-Við urðum að lúta eftirlits- og ákæruhlutverki eftirlitsstofnunar EES, (ESA) og sætta okkur við að mál okkar yrðu tekin til erlends dóms-“.

-“Utanríkisráðhera fékk sér þrjá lögfræðinga – til málfærslu fyrir því að þessar EES-skuldbindingar fælu ekki í sér neitt fullveldisafsal! Alþjóð veit nú að síðan við gerðumst aðilar að EES hefur Alþingi orðið að lögtaka fjöldann allan af lögum og reglugerðum ESB án þess að breyta þar nokkru.- Og alþjóð veit líka að ESA hefur haft bein afskipti af stjórnvaldsákvörðunum framkvæmdavaldsins og hótað með kæru til dómsins (kallaður EFTA-dómstóllinn) ef ekki er farið í einu og öllu eftir hennar vilja-“. (Hannes Jónsson. Sendiherra á sagnabekk II. Muninn Bókaútgáfa 2001).

This entry was posted in EES. Bookmark the permalink.