Ljósmynd frá Norðursjávarströnd. Copyright P. Gosselin.
Vindorkuver eru oft rómuð sem lýsandi dæmi um orkuskipti – hrein, endurnýjanleg framtíðarorkuver. En bak við þetta „græna“ liggur vanmetin keðja eyðileggingar sem veldur umfangsmikilli, mögulega óafturkræfri skemmd á okkar vistkerfi. Nýlegar rannsóknir gefa til kynna að hinn raunverulegi kostnaður af vindorku sé miklu hærri en almennt er viðurkennt, sem er borgaður beint og með sársauka af náttúrunni sjálfri.
Jarðvegseyðing og næringarefnatap
Þó risamöstur séu sýnilegustu hlutar vindmylla byrjar hin raunverulega skemmd af þeirra völdum djúpt í jörð. Bygging vindmylla og vega að þeim leiðir af sér mikla jarðvegseyðingu. Athuganir sýna að þúsundir tonna af verðmætum þekjujarðveg er svipt burt við vindmyllurnar árlega. Þetta tap veikir gróðurinn og eykur vandamálin með jarðvegseyðinguna.
Það sem verður eftir er oft rýr jarðvegur með minna af mikilvægum næringarefnum svo sem köfnunarefni, fosfór og lífrænu kolefni. Með rýrnuninni minnkar rakainihald jarðvegsnins. Afleiðingarnar: Jafnvægið í vistkerfi svæðisins hrynur – ferill sem rannsóknamenn lýsa sem „foss af vistfræðilegum afleiðingum“.
Þegar jarðvegur tapar trapar næringarefnum og raka minnkar jurtavöxtur mikið. Jurtir ná ekki hæð og þéttleika eins og á ótrubluðum svæðum. Sérstaklega er þetta sýnilegt í viðkvæmum vistsvæðuum svo sem skógi og limgerðum. Þetta hefur síðan áhrif á skordýrin. Athugun í Ningxia gresjunni í Kína sýnir greinilegt samband: Fjöldi og fjölbreytileiki skordýra minnkar mjög mikið með vaxandi þéttleika vindmylla. Skordýrin missa sínar fæðuuppsprettur, hringrás jarðvegs og þekju fer úr skorðum. Afleiðingin: Keðja eyðileggingar. Jarðvegsskemmd leiðir til veikgerðari jurta og gróðurskorts og svo missis líffræðilegs fjölbreytileika.
Spilla hegðun dýra
Vindorkuver orsaka einnig annars konar og umfangsmeiri náttúruspjöll. Þau spilla pörun dýra. Hávaðamengun, hljóðmengun, og rafsegulgeislun geta spillt tímgun og ruglað ratvísi dýra.
Miklar svæðisskemmdir, engin áhrif á hitafar
Vindmyllubú eru ekki hin óspillta lausn sem látið er í veðri vaka. Hin mikla röskun jarðvegs og jurtagróðurs, og meðfylgjandi spilling líffræðilegrar fjölbreytni, sýna að talsverður hluti af loftslagsverndarstefnunni er framkvæmd á kostnað náttúrunnar. Meðan eitt vindmyllubú samkvæmt kenningunni hefur áhrif á hnatthitann upp á örfáa milljónustu eða billjónustu úr gráðu, eru skemmdirnar sem þau valda á umhverfinu alvarlegar.
Hin ósýnilega keðja eyðilegginga – frá jörðinni til skordýranna – veikir heilu vistkerfin og kastar skugga á það sem virtist „græn orka“. Það er kominn tími til að vera heiðarlegur um hin raunverulegu áhrif vindmylla á umhverfið.
P. Gosselin, NoTrickZone 5.10.2025.
Samkvæmt EES-tilskipunum ber Íslandi skylda til að láta reisa “græn” orkuver sem þýðir að íslensk stjórnvöld geta ekki staðið á móti ásókn fyrirtækja í ESB að reisa hér vindmyllubú. Vindmyllur eru óhagkvæm og léleg orkuver auk þess að vera náttúruspillandi á marga vegu (sjá umfjöllun hér á síðunni 8.10.2021)