Andstaða aðildarlanda við miðstjórnarvald Evrópusambandsins fer vaxandi. Fleiri lönd vilja láta sína hagsmuni ráða. Eitt af stærstu ríkjunum, Bretland, hefur þegar skilið við sambandið. Spurningin vaknar, Hverjir verða næstir? Veðbankarnir segja að það verði líklega Ítalía, Grikkland eða Pólland. https://www.olbg.com/blogs/next-country-leave-european-union. Ríkjasambandið er að gliðna.
Miðstjórnarkerfið er þungt í vöfum. Þeir sem leiða sambandið núna mæta mikilli andstöðu vegna ofstjórnar, afskipta og dýrkeyptra tískustjórnmála. Þar á meðal eru hælisleitandamál, lotfslagsmál og stríðsæsingar sem íbúar ESB styðja almennt ekki en forystumenn ESB reka áfram með stóryrðum. Óeiningin, mismunandi hagsmunamál aðildarlanda, og andstaðan við alltumspannandi afskipti og harðstjórn framkvæmdastjórnar sambandsins, eru farin að valda aðgerðalömun sambandsins sem stofnendurnir ætluðu að gera að bandaríkjum Evrópu að fyrirmynd Bandaríkja Norður-Ameríku.
Lönd í Suðaustur-Evrópu, sem hafa verið að gæla við inngöngu í sambandið, gengur hægt að innlima og sum verða aldrei aðilar. Andstaða er í sambandinu við að taka inn ný lönd, Úkraínu, Moldóvu og Balkanlöndin. Montenegro virðist þó á leiðinni inn, gengur best að taka upp ESB-regluverkið, Albaníu sæmilega, Norður-Makedóníu í meðallagi vel. En Serbíu, Bosníu og Herzegóvínu verst. Og Georgía vill ekki í samandið en sætir stöðugum undirróðri og tilraunum Evrópusambandsins til valdaráns eins og Úkraína varð fyrir af hálfu Bandaríkjanna og ESB-aðila 2014.
Trójuhestar komnir inn. Stækkunarstjóri sambandsins, Marta Kos, sem er frá fyrrum Júgóslavíu, segist ekki vilja fá inn í sambandið „Trójuhesta eins og Ungverjaland“. Stjórnendur Ungverjalands hafa rekið sjálfstæða hagsmunastefnu og óhlýðnast sambandinu og taka ekki þátt í móttöku múslimskra flóttamanna. Þeir eru andstæðingar hernaðar gegn Rússlandi og vingast þar að auki við við Trump. Brussel hatast við forseta Ungverjalands og reynir að eyðileggja áhrif landsins á ákvarðanir ESB. Marta segir að nýir meðlimir gætu orðið eins: Óhlýðnast Brussel, reynst „Trójuhestar“ í sambandinu. Það verði að koma í veg fyrir það strax við inngöngu. https://www.bgnes.com/politics/ft-the-eu-prepares-measures-to-prevent-trojan-horses-from-joining-the-union
En „Trójuhestunum“ fjölgar stöðugt. Bæði Tékkland og Slóvakía eru orðin á móti stríðinu gegn Rússlandi. Spánn og Ítalía vilja ekki fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínu. Meirihluti Frakka er á móti að senda franska hermenn til Úkraínu þó Macron forseti básúni út hótunum um það. https://www.independent.co.uk/news/world/europe/ukraine-nato-uk-us-weapons-russia-putin-war-b2845576.html Pólland og Ungverjaland hafna fleiri hælisleitendum.
Tískustjórnmál hafa leikið Evrópusambandið grátt. Hindrunarlausa innflæðið af hælisleitendum, sem skrifast mest á reikning þýsku Merkel, hefur valdið miklum vanda, óstöðugleika og manndrápum. Öfgafull stefna gegn notkun eldsneytis, „loftslagsmál“, hefur valdið efnahagslegri afturför. https://www.france24.com/en/live-news/20251006-eu-should-scrap-ban-on-new-combustion-engine-sales-merz Aðfarir og útilokanir sambandsins gegn Rússlandi, í trássi við alþjóða lög og venjur, hafa valdið orkukreppu og efnahagsþrengingum í sambandinu.
Núverandi ráðamenn í valdamestu Evrópusambandslöndum hafa ekki stuðning meirihluta sinna þjóða. Lægstur er stuðningurinn við Frakklandsforseta (fór niður í 11%), í Þýskalandi hefur stjórnin um 20% stuðning. Þegar umboði þessara stjórnmálamanna lýkur taka við allt önnur öfl í sambandinu sem eru mun líklegri til þess að taka þjóðholla stefnu í málefnum síns lands, allt aðra en þá sem Evrópusambandið fyrirskipar. Hnignun Evrópusambandsins, bæði efnahagsleg og stjórnmálaleg er orðin langvinn og vaxandi sem leiðir af sér að fleiri lönd munu segja skilið við sambandið. Stórstríð gegn Rússlandi, sem forustumenn ESB hóta nú, mun valda hruni sambandsins.