Samkeppnislögin standa í vegi fyrir þróun

Íslenska minnimáttarkenndin gagnvart útlendingum hefur verið landinu dýrkeypt. Alþingismenn héldu að samkeppnislög ESB væru svo merkileg að þeir samþykktu þau áður en EES-samningurinn gekk í gildi. Þau voru brot á réttindum landsmanna og veittu valdsmönnum ESB heimild til að ganga að Íslendingum.

Samkeppnislögin voru meðal fyrstu yfirþjóðlegu valdakerfa ESB og áttu að vera stórt skref í átt að bandaríkjum Evrópu. En árangurinn er misjafn, aðildarlönd fara mjög misjafnlega eftir lögunum og hafa sínar eign aðferðir um margt er varðar atvinnustarfsemi. En Íslenskir skriffinnar fara eftir bókstafnum og er því framkvæmd laganna hér ekki í takti við íslenska hagsmuni en þau hafa verið notuð til að hefta eðlilega þróun fyrirtækja í landinu. Samkeppnisyfirvöld ESB, sem hafa verið mjög upptekin af að setja stein í götu sóru bandarísku netfyrirtækjanna á mörkuðum í ESB,

https://www.nytimes.com/interactive/2015/04/13/technology/how-europe-is-going-after-us-tech-giants.html

hafa í raun alsherjarvald yfir íslenskum samkeppnismálum.

Erindrekar ESB fengu með samkeppnislögunm vald til að sekta íslenska aðila og gera aðför að þeim: -Eftirlitsstofnun EFTA og EFTA-dómstólnum er heimilt að leggja sektir á fyrirtæki, samtök fyrirtækja eða einstaklinga fyrir brot á EES-samningnum-. -Sama gildir um framkvæmdastjórn EB og dómstól EB -. -Sömu aðilar geta einnig lagt á févíti til að tryggja að farið verði eftir ákvörðunum sem teknar eru á grundvelli samkeppnisreglnanna-. Ákvarðanir um sektir og févíti samkvæmt framanskráðu eru aðfararhæfar- (lög nr 44/2005) (Ath: Eftirlitsstofnun og EFTA-dómstóll véla um EES en ekki EFTA).

Sektarheimildir erlendra valdsmanna á íslenska aðila ganga framhjá stjórnarskrárvörðum réttindum þeirra. Samkeppnislögin (nr. 8/1993, síðar „uppfærð“ í lög nr. 44/2005 og áfram með breytingum) eru bort á landslögum. Þau eru illtúlkanlegur orðaflaumur og yfirlýsingar, sniðin að margmennu og flóknu svæði. Eftirlitsaðilinn með tilskipununum hérlendis, núna kallað Samkeppniseftirlitið, er í raun framkvæmdasýsla ESB um fyrirtækjarekstur hérlendis. ESB-valdið teygir anga sína í íslensk fyrirtæki.

Eignarhald á fyrirtækjum geta samkeppnisyfirvöld haft afskipti af. Norsk Hydro hætti við að kaupa ISAL eftir að álit frá samkeppnisyfirvöldum var dregið of lengi. Íslenska stjórnkerfið er orðið fjandsamlegt margs konar starfsemi efitr að EES skall á. Stuðningur stjórnvalda við atvinnustarfsemi er orðin óhnitmiðaður. Ríkisrfyrirtækið Landsvirkjun lætur ISAL greiða háa orkureikninga og háar sektir. Hafnfirðingar höfnuðu stækkun fyrirtækinsins.

Ríkisstjón og Aþingi fá fyrirmæli frá ESA. Ríkisaðstoð við fyrirtæki er bönnuð samkvæmt EES. -Hafi ríkisaðstoð – verið tilkynnt ESA geta íslensk stjórnvöld ekki úrskurðað um það hvort aðstoðin sé í samræmi við leyfilegan opinberan fjárhagsstuðning fyrr en ESA hefur tilkynnt um álit sitt á málinu-. ESA fyrirskipaði íslenskum stjórnvöldum árið 2009 að afnema ríkisábyrgð til Landsvirkjunar. (Samkeppnislögin skilgreina rafmagn sem „vöru“ sem á að flæða frjálst í ESB/EES smakvæmt EES-samningnum, ef hömlur eru settar á það er það samninsgsbrot).

Afskipti af dómstólum. Í September 2018 sendi ESA bréf

http://www.eftasurv.int/press–publications/press-releases/competition/competition-esa-intervenes-before-landsrettur-in-byko-ehf-norvik-hf-case

þar sem íslenskum dómstólum er sagt fyrir verkum um mál BYKO. “Byko var dæmt til að greiða 400 milljónir króna í sekt vegna brota fyrirtækisins á samkeppnislögum og EES-samningnum” (RÚV 16.5.2018). Það er brot á réttindum íslenskra aðila að leyfa að þeir séu dæmdir fyrir að brjóta milliríkjasamning.

Stjórnsýsla samkeppnismála vafasöm:

-“Samkeppniseftirlitið úrskurðaði á dögunum að Samkaup, sem rekur fimmtíu verslanir um land allt, mætti ekki festa kaup á einni verslun Iceland í Keflavík. „-Úrskurður Samkeppniseftirlitsins felur í sér þá sýn að Suðurnesjamenn versli eingöngu á Suðurnesjum-“ (Örn Arnarson, Viðskiptablaðið 25. Maí 2019). -“Ari Edwald, forstjóri MS, baðst í vikunni afsökunar á klaufalegu orðalagi eftir að hafa sagt neytendur munu bera kostnaðinn af mögulegum sektargreiðslum MS (til Samkeppniseftirlitsins ). -En hver mun þá bera kostnaðinn ef neytendur gera það ekki? -“(Viðskiptablaðið 17.7.2016)

Stjórnvaldsafskipti og lagaumhverfi fyrirtækja á Íslandi er orðið fjandsamlegt uppbyggingu og þróun. Samkeppnislögin eru hemill á þróun íslensks fyrirtækjamarkaðar og fæla frá fjárfestingar. Samkvæmt skoðunum reyndustu lögfæðinga var EES-samningurinn og samkeppnislögin brot á stjórnarskránni. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3976514

Þau eiga ekki að gilda hérlendis, Íslendingar sem eru dæmdir samkvæmt þeim eiga að fá dómana ógilta.

This entry was posted in EES. Bookmark the permalink.