Orkukerfi landsins fært undir ESB

Ríkisstjórnin ætlar að láta Alþinig breyta raforkulögum og afhenda ESB völd yfir orkukerfinu (þingskjal 1242). Það heitir á máli ESB „innleiðing á EES-tilskipun 2009/72/EB“ og með fylgir pakki af tilskipunum um ýmssa þætti í stjórn ESB á orkukerfinu sem Alþinigi á að samþykkja sem ályktun (þingskjal 1237). Þar á meðal tilskipun um vald ESB yfir sæstrengstengingu sem vafi leikur á hvort samrýmist stjórnarskránni. Íslenska ríkið þarf að stofna heila stjórnvaldsstofnun, „Raforkueftirlit Orkustofnunar“, sem lýtur stjórn ESB en ekki íslenskra stjórnvalda. Það færir íslenskt lýðræðislega grundað stjórnvald úr landi og er brot á landslögum.

Tilskipun 2009/72/EB gerir – kröfur um að eftirlitsaðilinn sé ekki einungis sjálfstæður gagnvart raforkufyrirtækjunum heldur einnig gagnvart stjórnvöldum, sbr. 35. gr. hennar. Í túlkunartexta framkvæmdastjórnarinnar er sérstaklega nefnt að raforkueftirlit eigi ekki að vera deild innan ráðuneyta. – Með frumvarpi þessu er lagt til að skýrt verði kveðið á um sjálfstæði raforkueftirlits Orkustofnunar. Með þeirri útfærslu er meðal annars tekið mið af fyrirmynd frá Noregi um sjálfstæðan eftirlitsaðila á raforkumarkaði-“. https://www.althingi.is/altext/149/s/1242.html

________________________________________________________________________________

Tilskipunin setur sameiginlegar reglur (ESB) um framleiðslu, flutning, dreifingu og afhendingu rafmagns… …Reglur tilskipunarinnar kveða á um skipulagningu og starfsemi á sviði raforku, markaðsaðgang, viðmiðanir og málsmeðferð við leyfisveitingu og rekstur raforkukerfa-

-aðildarríkin skulu ábyrgjast sjálfstæði eftirlitsyfirvaldsins-

-skal aðildarríki sjá til þess – að eftirlitsyfirvaldið:

a) sé lagalega aðgreint og óháð öllum öðrum opinberum aðilum-

b) tryggi að starfsfólk þess og þeir sem fara með stjórn hennar – leiti ekki eftir eða taki við beinum fyrirmælum frá neinni ríkisstofnun eða öðrum opinberum aðila-

-Skyldur og valdsvið eftirlitsyfirvalds, Raforkueftirlits Orkustofnunar, eru m.a.:

– Þriðja raforkutilskipunin skilgreinir hlutverk og verkefni sem eru falin eftirlitsaðilum, sbr. 36. og 37. gr. hennar.

-að ákvarða eða samþykkja-gjaldskrár fyrir flutning og dreifingu-

-að tryggja að flutnings og dreifikerfisstjórar og, ef við á, kerfiseigendur, ásamt eigendum raforkufyrirtækja, uppfylli skyldur sínar samkvæmt þessari tilskipun og annarri viðeigandi löggjöf ESB-

-að fara að, og framkvæma, allar viðeigandi lagalega bindandi ákvarðanir ACER og framkvæmdastjórnar ESB-

-að fylgjast með framkvæmd reglna sem varða hlutverk og ábyrgð flutningskerfisstjóra, dreifikerfisstjóra, birgja og viðskiptavina og annarra markaðsaðila-

-fylgjast með fjárfestingaráætlunum – og kveða á um mat á fjárfestingaáætlunum flutningskerfisstjóra í ársskýrslu sinni hvað varðar samræmi við netþróunaráætlunina fyrir Bandalagið-

-að gefa út bindandi ákvarðanir um raforkufyrirtæki-

____________________________________________________________________

Álitsgerð Stefáns Más Stefánssonar og Friðriks Árna Friðrikssonar frá 19.3.2019 um orkupakka 3 fjallar m.a. um tilskipun 2009/72/EB en hún kallar á sjálfstæða stofnun, raforkueftirlit Orkustofnunar (Landsreglara), sem heyri ekki undir íslensk stjórnvöld. Í áliti Stefáns og Friðriks kemur fram að núverandi Orkustofnun heyrir undir almennar eftirlits- og yfirstjórnarheimildir ráðherra í samræmi við almennar reglur stjórnsýsluréttar. Orkustofnun er þannig ekki að öllu leyti stjórnunarlega sjálfstæð gagnvart ráðherra. Að mati Sefáns og Friðriks

– vekur þeta spurningar um hvort lagaleg umgjörð Orkustofnunar fullnægi þeim kröfum sem tlskipun 2009/72EB gerir til sjálfstæðis landsbundinna eftiritlsaðila. Slíkt er sjálfstætt athugunarefni sem ekki verður vikið frekar að hér.-“

Svarið er augljóslega að núverandi Orkustofnun getur ekki tekið við hlutverki landsbundins eftirlitsaðila, stofna verður sérstaka stofnun, Raforkueftirlit Orkustofnunar eða Landsreglara, sem heyrir undir ESB eins og gert var í Noregi.

Álitsgerð Stefáns og Friðriks fjallar um þingsályktunartillöguna (mál 1237), safn af tilskipunum sem Alþingi á líka að samþykkja, þar á meðal tilskipun nr 713/2009/EB um vald og verksvið ACER, stjórnsýslustofnunar ESB um orkukerfi. Þungamiðja álitsgerðarinar hvílir á umfjöllun um 8. gr. reglugerðar nr. 713/2009 þar sem ACER er veitt heimild til að taka lagalega bindandi ákvarðanir varðandi grunnvirki yfir landamæri (vegna sæstrengs) en ráðgert er að ESA muni fara með þær valdheimildir, greinilega sem erindreki ACER, gagnvart EES-rikjunum. Álit Sefáns og Friðriks er:

Í ljósi eðlis og inntaks valdframsals til ESA, sem felst í 8. gr. reglugerðar nr. 713/2009, telja höfundar vafa undirorpið hvort valdframsalið gangi lengra en rúmist innan ákvæða stjórnarskrárinnar„

Það að fela ESA valdheimildirnar er á skjön við upprunalega tveggja stoða kerfi EES-samningsins og eykur enn á upplausn þess. Talsmaður orkumála hjá ESB sagði á fundi 20.3 að -“eigi að setja upp innviði fyrir orkuflutning milli landa í framtíðinni mundi ESA bera ábyrgð á að ákveða um málefni millilandatenginga varðandi Ísland, ekki ACER“- https://ec.europa.eu/info/news/joint-understanding-application-third-energy-package-towards-iceland-2019-mar-22_en

Lagafrumvarp um Orkupakka 3 (þingskjal 1242) er í andstöðu við landslög. Einnig er vafa undirorpið hvort valdaframsalið í þingsályktunartillögunni (þingskjal 1237) rúmist innan ákvæða stjórnarskrárinnar. Eftirlitsstofnunin ESA fær hlutverk sem eykur á upplausn tveggja stoða kerfis EES-samningsins.

Posted in EES, Orka | Comments Off on Orkukerfi landsins fært undir ESB

Vaknið, vaknið Íslendingar!

Vaknið, vaknið kæru landar, áður en það verður um seinan! Krefjumst þess að Alþingi segi nei við orkupakkanum – eða málinu verði vísað til þjóðarinnar. meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Vaknið, vaknið Íslendingar!

Skorað á þingmenn að hafna 3. orkupakkanum

Alþingi á að samþykkja lög og þingsályktun (782. og 777.) um að færa yfirstjórn orkukerfisins til ESB. Og líka lög (792.) um að Ísland ákveði með sæstreng, marklaus lög meðan Ísland er í EES. Þingskjölin eru ruglandi langlokur og óþarfi að lesa nema eina af tilskipununum sem á að stimpla, 2009/72, inntakið er: meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Skorað á þingmenn að hafna 3. orkupakkanum

Sjálfvirk ESB-væðing Íslands

Það er ekki aðeins að stór hluti af verkum Alþingis sé að stimpla EES-tilskipanir, þær koma líka inn til ráðuneytanna á færibandi. Stærstur hluti fer beint inn í reglugerðasafnið án þess að löggjafinn þurfi að koma þar nálægt, Alþingi hefur þegar gefið urmul af heimildum sem þjóna tilskipanaflóðinu frá ESB. Tilskipanirnar sem skella á ráðuneytunum hafa í för með sér sjálfvirka ESB-væðingu Íslands. meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Sjálfvirk ESB-væðing Íslands

Vaxandi andstaða við EES-samninginn í Noregi

Í fyrirlestri Morten Harper, rannsóknastjóra norsku samtakanna Nei til EU á háskólatorgi 21.3.2019 kom fram að samtökin stefna að því að Noregur verði kominn úr EES 2025. Miklar umræður hafa verið í Noregi um fullveldið, orkulindirnar og valkosti við EES. Norðmenn eru í vaxandi mæli að snúast gegn EES. Skoðanakannanir sýna að 70% af þeim sem taka afstöðu í Noregi vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um EES-samninginn. meira

Posted in EES | Comments Off on Vaxandi andstaða við EES-samninginn í Noregi

Er Noregur að snúa baki við EES?

Fyrirlestur í sal HT105 á Háskólatorgi fimmtudaginn 21. mars klukkan 17:30

Miklar umræður í Noregi um ACER, fullveldi og valkosti við EES. meira

Posted in EES | Comments Off on Er Noregur að snúa baki við EES?

Úttektin á EES orðin skrípaleikur

Formaður starfshóps utanríkisráðuneytisins um EES, Björn Bjarnason, skrifar enn eina áróðursgreinina um ágæti EES í Morgunblaðið í dag. Hann veifar gömlu rangfærslunum. Dæmi: meira

Posted in EES | Comments Off on Úttektin á EES orðin skrípaleikur

Alþingi rúið trausti

Minna en fimmtungur landsmanna bera mikið traust til Alþingis samkvæmt skoðanakönnunum. Það er ógnvekjandi vanvirðing við löggjafarsamkundu þjóðarinnar. Megin skýringanna er að leita í uppsöfnuðum og afdrifaríkum mistökum Alþingsins síðustu áratugi sem hafa leitt til minni uppbyggingar á lykilsviðum, vannotkunar auðlinda, sóun eigna þjóðarinnar, fjármálahruns og fleiri vandræða. Afdrifaríkustu mistökin voru gerð þegar Alþingi afsalaði sínu óskoraða löggjafarvaldi til Evrópusambandsins sem þýðir að þingið getur ekki unnið heilt að hagsmunamálum landsmanna. meira

Posted in EES, Uppbygging | Comments Off on Alþingi rúið trausti

“Allt fyrir ekkert” samningurinn

Eftir Gústaf Adolf Skúlason 

Hlut­verk rík­is­stjórn­ar­inn­ar verður þvert á niður­stöðu lýðræðis­legra kosn­inga að tryggja hags­muni og völd Evr­ópu­sam­bands­ins á Íslandi.“ meira

Posted in BREXIT, EES, Utanríkismál | Comments Off on “Allt fyrir ekkert” samningurinn

Stjórnvöld geta ekki varið hagsmuni landsins

Ríkisstjórnin eru nú að semja við ESB um að taka marga stóra bagga á herðar íslensku þjóðarinnar vegna EES. Stjórnvöld okkar treysta sér ekki til hafna fyrirskipunum og gefast ætíð upp fyrir ESB. Kjósendur fá sjaldnast að vita neitt fyrr en Alþingi og stjórnarráðið hafa stimplað tilskipanirnar og dýrkeypt valdsboð, sem alþingismennirnir okkar, undirsátar ESB, voru látnir samþykkja, komin á okkar herðar. meira

Posted in EES | Comments Off on Stjórnvöld geta ekki varið hagsmuni landsins