Bankarnir eru í höftum Evrópusambandsins

Evrópusambandið hefur með EES-samningnum verið að taka til sín meiri völd yfir EES-löndunum og stjórnar nú bönkunum með einum sex stofnunum. Fjármálaráðherrar EES-landanna Noregs, Ísland og Liechtenstein misstu þolinmæðina og kvörtuðu árið 2018 bréflega yfir enn nýrri stofnun: Framkvæmdastjórn fjármálaeftirlits ESB þar sem EES-löndin eru undirsátar. Að senda ESB bréf er eins og að skvetta vatni á gæs, ESB talar ekki við sína undirsáta, það talar aðeins til þeira. Faðmur ESB-regluverksins um fjármálastarfsemi hefur reynst íslenskum bönkum dauðafaðmur (8.10.2008).

Það er búið að færa mikil völd yfir fjármálakerfum EES-landanna til ESB. Í maí 2017 stimplaði Alþingi nærri heilan tug EES-tilskipana (https://www.althingi.is/lagas/nuna/2017024.html lög nr 24/2017). Þar segir

Tilgangur laga þessara er að lögfesta evrópskt (les ESB) eftirlitskerfi á fjármálamarkaði…“

Það voru hvorki meira né minna en 4 stofnanir sem fengu valdið: EBA, EIOPA, ESMA , ESRB. Það var ekkert nýtt við að fá haug af tilskipunum en það sem var nýtt var að ESA, eftirlitsstofnunin sem fylgist með að EES-löndin hlýði tilskipununum, fékk aukið hlutverk og nýtt vald. ESA og EFTA-dómstólinn (sem dæmir Noreg, Ísland og Liechtenstein til að hlýða tilskipununum) fengu með lögunum aðfararhæft dómsvald

Ákvarðanir ESA samkvæmt lögum þessum eru aðfararhæfar, sem og dómar og úrskurðir EFTA-dómstólsins“ (þarna braut Alþingi stjórnarskrá lýðveldisins)

En sameiginlega EES-nefndin, þar sem Ísland á sæti þó að við höfum engin áhrif á tilskipanirnar, var sett út fyrir samþykktarferlið. ESA, sem er „sjálfstæð“ (þ.e. hlýðir aðeins valdakerfi EES/ESB) og Ísland hefur enga stjórn á, er sett inn til að koma tilskipunum ESB í framkvæmd hér. Svipaða aðferð á að nota við að ná orkumálum undir beint vald ESB: Orkumálaskrifstofa ESB (ACER) sendir valdboðin til ESA sem framsendir þau til Íslands án tafar.

EES-ríkin mótmæltu fjármálaeftirlitsstofnanaflækjunni og sendu ESB bréf:

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/05/09/mikilvaeg_vold_tekin_ut_fyrir_sviga/

…Fjár­málaráðherr­ar þeirra þriggja ríkja sem aðild eiga að EES-samn­ingn­um, Nor­egs, Íslands og Liechten­stein, hafa mót­mælt áform­um Evr­ópu­sam­bands­ins um að gera breyt­ing­ar á fyr­ir­komu­lagi ákv­arðana­töku á vett­vangi yfirþjóðlegs fjár­mála­eft­ir­lits sam­bands­ins sem rík­in hafa geng­ist und­ir. Vísað er í bréf þess efnis frá ráðherr­un­um á norska frétta­vefn­um Abcnyheter þar sem óskað sé eft­ir því að fallið verði frá áform­um Evr­ópu­sam­bands­ins um að færa mik­il­vægt ákv­arðana­vald frá eft­ir­lits­stjórn fjár­mála­eft­ir­lits­ins, sem EES-rík­in eiga aðkomu að án at­kvæðarétt­ar, til nýrr­ar fram­kvæmda­stjórn­ar eft­ir­lits­ins sem rík­in eigi enga aðkomu að… Fram kem­ur enn­frem­ur í bréfi ráðherr­anna að erfitt sé að sjá hvernig hægt verði að viðhalda jafn­vægi á milli EFTA- og ESB-stoðar­inn­ar (s.k. EFTA-stoð er Noregur, Ísland og Liechtenstein) nema EES-rík­in hafi aðkomu að fyr­ir­hugaðri fram­kvæmda­stjórn fjár­mála­eft­ir­lits sam­bands­ins. Einnig er kallað eft­ir því að út­víkk­un á beinu eft­ir­liti fjár­mála­eft­ir­lits­ins verði ekki um­fram það sem inn­lend­ar stofn­an­ir geti sinnt… Þá er sömu­leiðis áréttað í bréf­inu að þegar hafi verið komið á kerfi miðlægs eft­ir­lits og ákv­arðana­töku inn­an tveggja stoða kerf­is­ins. Fyr­ir­ætlan­ir um frek­ara framsal vald­heim­ilda frá EES-ríkj­un­um til ESA á sviði fjár­mála­eft­ir­lits kunni að leiða til flók­inna stjórn­skipu­legra og stjórn­mála­legra vanda­mála sem erfitt gæti reynst að finna lausn­ir á…“

ESB tekur til sín meiri völd en EES-samningurinn gerði ráð fyrir. Sambandið er farið að fyrirskipa að stjórnvald yfir heilu málaflokkunum færist beint undir valdastofnanir þess. Reynt hefur verið að dylja valdatökuna með því að nota ESA sem millilið. Tilskipanir um yfirstjórn orkumála og upplýsingameðferðar eru önnur dæmi þar sem valdastofnanir ESB fá beint stjórnvald hérlendis.

Með þessu er búið að rykkja fótunum undan EES-samningnum þar sem bæði ESB og EES-löndin áttu aðkomu að framkvæmd tilskipananna (tveggja stoða kerfið) þó áhrif EES-landanna þar væru hverfandi í raun, og aðfararhæft dómsvald átti að vera óbreytt innan landanna.

EES-samningurinn er því kominn í uppnám.

Afleiðingar tilskipana ESB koma smám saman í ljós. Eltingaleikur ESB við peningaþvætti er orðinn að Stóra-Bróðurs-kerfi þar sem borgurum og fyrirtækjum er ætlað að stunda löggæslu fyrir sambandið (Ingvar Smári Birgisson í mbl 27.11.2023). https://www.mbl.is/mogginn/bladid/innskraning/?redirect=%2Fmogginn%2Fbladid%2Fgrein%2F1849652%2F%3Ft%3D348979819&page_name=grein&grein_id=1849652

Unga fólkið sem er að reyna að fá lán til þess að kaupa húsnæði lendir í hyldjúpu feni EES-skriffinnskunnar og getur sér enga björg veitt. Og ofaná bætist að reglukviksyndið um byggingavinnu, íslensk ofstjórnarþörf frá alíslenskum skriffinskudraugum og smit frá Brussel, er orðið svo stórt að húsnæðisverð er orðið of hátt fyrir venjulegt fólk (Gylfi Gíslason. Staksteinar Mbl 27.11.2023) https://www.mbl.is/mogginn/bladid/innskraning/?redirect=%2Fmogginn%2Fbladid%2Fgrein%2F1849676%2F%3Ft%3D967246158&page_name=grein&grein_id=1849676

Posted in Bankar, EES | Comments Off on Bankarnir eru í höftum Evrópusambandsins

10 ára stríð

Úkraínustríðið hófst fyrir 10 árum með vopnuðu valdaráni Obama stjórnarinnar og samstarfsaðila í NATO, ESB og nýnasistahreyfingum Úkraínu, eftir að stjórn Úkraínu hafnaði aðild að Evrópusambandinu, 21. nóvember, 2013. https://goachronicle.com/musk-says-ukraine-indeed-witnessed-coup-detat-in-2014/

Höfnunin var sjálfstæðisyfirlýsing sem gerði lýðum ljóst að Úkraína ætlaði sér ekki að ganga í Evrópusambandið né heldur NATO. En ESB og Bandaríkin voru búin að vinna lengi að innlimun Úkraínu í ESB og NATO og Bandaríkin búin að fjárfesta 5 milljarða dala í „lýðræði og frelsi Úkraínu“. Bandaríkin og ESB settu því af stað innlimun Úkraínu með vopnavaldi. Árásir valdaránsliðsins stóðu fram í lok febrúar og urðu til þess að lögleg stjórn Úkraínu hraktist frá völdum.

Til þess að fá afsökun fyrir valdaráninu og fela fjöldamorðin fyrirskipuðu leppar Obamastjórnarinnar meðal spilltra stjórnendanna í Kænugarði úkraínsku lögreglunnni, s.k Berkut-sveit, að skjóta á óeirðaseggina, 20. febrúar 2014. Fjölmiðlar vesturlanda þeyttu þá alla áróðurslúðra og sögðu að stjórn Úkraínu fremdi morð á almenningi. Lögreglumennirnir í Berkut-sveitinni voru nýlega dæmdir fyrir skotárásir sem þeim var skipað að framkvæma af spilltum embættismönnum Kænugarðs sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna stóð á bak við.

Leppstjórnin sem Bandarikin kom til valda með valdaráninu hóf þegar borgarastyrjöld með hernaði gegn rússneskum íbúum landsins. Rússar gerðu 2014 og 2015 samninga (Minsk) við Úkraínumenn, með ábyrgð Þýskalands og fleiri landa ESB, um öryggi og réttindi rússneskra borgara Úkraínu. Þeir samningar voru strax þverbrotnir eins og loforðin um að stækka ekki NATO. Kanslari Þýskalands sagði að aldrei hefði verið meiningin að efna Minsk-samningana. Markmiðið var að vinna tíma til að hervæða Úkraínu fyrir komandi stríð við Rússland. https://www.frjalstland.is/2022/05/05/bloduga-valdaranid-i-ukrainu/

Rússneski herinn kom til varnar Úkraínurússunum í febrúar 2022 en þá var orðið ljóst að NATO og ESB stefndu á frekari hernað. Rússar höfðu þá reynt að friðmælast við Bandaríkin en án árangurs. Rússland og Úkraína sömdu svo um vopnahé strax um vorið 2022 sem Ísrael og Tyrkland miðluðu.

En NATO-talsmenn bönnuðu Kænugarðsstjórninni að staðfesta friðarsamninginn, Boris Johnson fór til Kænugarðs og sagði Zelensky að berjast áfram með hernaðarstuðningi NATO. Úkraínustríðið breyttist þar með úr borgarastyrjöld í árásarstríð NATO gegn Rússlandi sem stendur enn með stuðningi Íslands.

https://www.youtube.com/watch?v=yCh6sbTTnHI

Fjölmiðlum Vesturlanda tókst að leyna hinni raunverulegu ástæðu og atburðarás valdaránsins og ófriðarins. Þegar Krímverjar héldu lýðræðislega þjóðaratkvæðagreiðslu 16.3.2014 og ákváðu að verða aftur hluti af Rússlandi sögðu fjölmiðlarnir að Rússar hefðu „innlimað“ Krím sem er að langmestu byggt Rússum. Meginfjölmiðlarnir þögðu að mestu leyti um stríðið sjálft þar til er Rússlandsher hafði verið egndur með svikum til þess að skerast í leikinn en þá var allt sett í gang til að bera sökina á Rússa.

Almenningur í NATO- og ESB-löndum trúði fjölmiðlafölsununum. Meðal hinna auðtrúa voru íslenskir ráðamenn sem gerðu Ísland aðila að hernaðarrekstrinum og þátttakanda í viðskiptaþvingunum NATO og ESB/EES gegn Rússlandi og vopnaflutningum til Úkraínu. Það tekur langan tíma að byggja upp traust eftir slík mistök og endurreisa mannorð Íslands sem óvopnaðs og friðarboðandi lands.

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on 10 ára stríð

Uppgjöf Noregs

Norsk yfirvöld hafa enn einu sinni sýnt að Noregur er undir hæl Evrópusambandsins. Hæstiréttur Noregs hefur nú lagt blessun sína yfir vald ESB yfir orkukerfi landsins, aðild landsins að ACER (orkustofnun ESB), þriðja orkupakkanum sem okkar Alþingi gleypti með skít og skinni. Það er orðið ljóst að smáskammtalækningar um að hafna einstöku EES-valdboðum duga ekki, eina leiðin til að losa Noreg og Ísland undan Evrópusambandsvaldinu er að segja EES-samningnum upp og semja upp á nýtt. Meira

Posted in EES, Orka, Utanríkismál | Comments Off on Uppgjöf Noregs

Loftslagsherferðin töpuð

Flest af þeim löndum sem tóku þátt í Parísarsamkomulaginu um að minnka notkun jarðefnaeldsneytis og losun gróðurhúsalofttegunda geta ekki staðið við loforðin. Og nú, átta árum eftir að samkomulagið var gert, eru helstu forustulöndin í V-Evrópu að hverfa til baka til notkunar jarðefnaeldsneytis. Meira

Posted in EES, Loftslag, Orka | Comments Off on Loftslagsherferðin töpuð

Hrunið fimmtán ára

Með EES-samningnum færðust íslenskar fjármálastofnanir undir regluverk Evrópusambandsins og fengu m.a. að stofna til bankastarfsemi í ESB-löndum og fengu heimildir til þess að veita lán til eigin stjórnenda og eigenda. Þetta kom af stað útþenslu og útrás til ESB-landa sem íslensk stjórnvöld gátu ekki stjórnað en horfðu á óverðurskýin hrannast upp. Klukkan 10 f.h. þann 8. október, 2008, varð Ísland svo fyrir óvæntri og fjandsamlegri efnahagsárás. Ríkisstjórn Bretlands, EES- og NATO-bandamanna Íslands, fyrirskipaði kyrrsetningu eigna íslensku bankanna, þar með talið Seðlabanka Íslands. Einnig voru kyrrsettar aðrar fjáreigur íslenska ríkisins s.s. Fjármálaeftirlitsins og fleiri íslenskra aðila í Bretlandi sem náðist til. Þetta var gert með vísun í hryðjuverkalög. Íslensku bankarnir voru settir í þrot.   Meira

Posted in Bankar, EES | Comments Off on Hrunið fimmtán ára

EES-lög stöðva þróun byggðar

EES-tilskipun nr. 2014/52 um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda varð til þess að flækja og tefja framkvæmdir enn frekar en orðið var en Alþingi „innleiddi“ hana samt 2019, um var að ræða síðustu tilskipun í uppsöfnuðum bunka frá árinu 2000. Óþörf skriffinnska og stofnanaafskipti jukust mikið. Þeir sem mesta þekkingu höfðu á málinu, Verkfræðingafélagið, samtök atvinnulífsins og samtök sveitarfélaga, mótmæltu setningu þeirra með skýrum rökum. En EES-tilskipunum frá Evrópusambandinu er aldrei breytt, þær eru „innleiddar“ (ígildi stimplunar) án athugasemda og ganga í gildi hér í heild. Lögin standa í vegi fyrir uppbyggingu orkukerfis Íslands og hafa verið notuð til að stöðva aðrar framkvæmdir.
Meira

Posted in EES, Orka, Umhverfismál | Comments Off on EES-lög stöðva þróun byggðar

Kjarnorkuveldin eru komin í stríð

Bandaríkin hófu óyfirlýst stríð gegn Rússum Úkraínu í árslok 2013 með blóðugu valdaráni. Eftir að löglega kjörin stjórn Viktors Yanukovych í Úkraínu hafði hafnað aðild að Evrópusambandinu 21. nóvember hófust óeirðirnar, launaðir skemmdarverkamenn voru látnir setja á svið slagsmál, kveikja elda og fremja skemmdarverk. Vopnaðir málaliðar, þjálfaðir í Póllandi af CIA, voru látnir hefja manndráp með árásum á ríkisstarfsmenn og lögreglumenn. Í lok febrúar 2014, þegar drepnir höfðu verið hundruðir manna og tugir lögreglumanna, hraktist stjórn Yanukovych frá völdum og Bandaríkin og Evrópusambandið settu sinn lepp í forsetastólinn sem hóf hernað gegn Rússneskum íbúum Úkraínu. Her Rússlands skarst í leikinn í febrúar 2022, átta árum eftir hið blóðuga valdarán og hefur stríðið þanist stöðugt út. Meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Kjarnorkuveldin eru komin í stríð

Þriðja heimsstyrjöldin undirbúin

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, segir: „Kjarnorkustríð er ekkert verra en loftslagsbreytingar-“ sem svar við gagnrýni um að Washington sé að taka áhættu á kjarnorkustríði með því að vopnavæða Úkraínu. Meira

Posted in Utanríkismál | Comments Off on Þriðja heimsstyrjöldin undirbúin

Fátæktarmenning

Þeir sem eiga að vinna að hagsmunum íslensku þjóðarinnar ráða illa við verkefnið. Fátæktarstefna ættuð frá öðrum lödum hefur verið að ná undirtökunum í landsstjórninni síðustu áratugi, hún á upptök sín í ónákvæmum vísindum og trúarkenndum skoðunum og er rekin áfram af gróða- og valdafýsn. Fátæktarmenning leiðir af sér sóun auðlinda Jarðar, mengun og umhverfisspjöll. Meira

Posted in EES, Umhverfismál | Comments Off on Fátæktarmenning

Orkukerfi landsins fært undir Evrópusambandið

Ríkisstjórnin ætlar nú að láta Alþingi tryggja að stofnanakerfi Evrópusambandsins stjórni íslenska raforkukerfinu samkvæmt regluverki ESB en ekki íslenskum lögum. https://www.althingi.is/altext/153/s/1531.html  Alþingi samþykkti „Orkupakka 3“ 2019 eftir að upplýst hafði verið að um stjórnarskrárbrot var að ræða. Gerð var grein fyrir því í greinum á vefsíðu Frjáls lands 2019, hér á eftir fer ein greinin: Meira

Posted in EES, Orka, Umhverfismál | Comments Off on Orkukerfi landsins fært undir Evrópusambandið