Reglur ESB um úrgang henta ekki fyrir Ísland

Vegna EES samningsins eru lög og reglugerðir ESB um meðferð úrgangs látin ganga í gildi hérlndis. Sorpförgun sveitarfélaganna er þess vegna orðin mjög kostnaðarsöm. Sorp er flutt langar leiðir, flokkun og endurvinnsla er komin út í óþarfa. Árangurinn fyrir umhverfið er verri en enginn.

Endurnýting úrgangs er almennt kostnaðarsöm og umhverfisspillandi, þarf til sín mikið af efni, mikla orku, mikinn vinnutíma og frítíma almennings, mikinn búnað og dýra aðstöðu. Vörur úr endurnýttum úrgangi, nema málmum, verða yfirleitt með takmörkuð gæði en geta selst undir kostnaðarverði. Á dreifbýlum stöðum eins og Íslandi er hagkvæmast og um leið minst umhverfisspillandi að urða úrgang og nota hann í landfyllingu. Í vissum tilvikum er brennsla hagfelld. Málma og vissan iðnvöruúrgnag og aukaafurðir landbúnaðar má oft endurnýta og geta sjálfstæð fyrirtæki notað slíkan útgang í sinni framleiðslu án þess að skattgreiðendur beri kostnað.

https://finance.townhall.com/columnists/danieljmitchell/2019/09/03/the-recycling-folly-n2552530

Lög og reglugerðir um úrgang eru umfangsmikil og flókin, þau eru miðuð við þéttbýl og mannmörg svæði ESB og ekki sniðin að aðstæðum hérlendis. Lögin frá 2003 eru 10 tilskipanir frá ESB. https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003055.html.

Nýjasta lagafrumvarpið (ESB-tilskipun 2018/850 og 851, „hringrásarhagkerfið“) byggir á tískusveiflu og gerir vont verra. Sveitarfélögin hafna því í sinni umsögn en það verður hunsað, Alþingi hefur aldrei hafnað EES-tilskipunum, það er sýndarmennska að biðja um athugasmdir við EES-mál á Samráðsgáttinni.

https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2587

Úrgangsmeðferð á höfuðborgarsvæðinu sýnir hluta af EES-vandanum. Búið er að byggja „gas- og jarðgerðarstöð“ (sorpskýli með loftheldu þaki) til að láta sorpið rotna og safna óloftinu, hreinsa það og sá hluti sem er haugloft (metan) er ætlunin að selja. Ævintýrið kostar margmilljarðaupphæðir og reksturinn verður mikill baggi á útsvarsgreiðendum. Metan er í raun óseljanlegt á Íslandi, fyrirtæki hér nota jarðolíugas (própan) sem er handhægt í meðferð og geymist við lágan þrýsting. Almannasjóðir kosta framleiðslu, flutning og þjöppun metansins, hægt er að losna við eitthvað af metaninu en á verði langt undir kostnaðarverði. Reynt er að selja það á bíla sem er óhagkvæmt og hættulegt, flytja þarf það langar leiðir með sérstökum búnaði, þjappa því upp í mörghundruð loftþyngda þrýsting sem er orkufrekt. Og þrýsta því síðan á þunga stóra tanka á bílunum.

https://www.ruv.is/frett/sorpa-situr-uppi-med-afurdirnar

Umhverfisábatinn af að endurvinna úrgang, sem er ein aðal afsökun fyrir ESB-tilskipununum, er hverfandi. Sorp sem er urðað brotnar með tímanum niður, rotnar, fyrir tilstuðlan lífríkis í jarðveginum án þess að mannshöndin þurfi að koma nálægt, hluti verður óvirk fylliefni. Úr verður nýr samsettur jarðvegur og oft má nýta landið til ræktunar eða annarra nota þegar tímar líða. Loftegundirnar, aðallega metan og brennisteinssambönd, ildast í lofthjúpnum og verða að næringarefnum sem gróður og jarðvegur nýtir.

Það gefur auga leið að úrgangsmál á eyju út í miðju hafi þar sem búa rúmega 3 menn á hvern ferkílómeter er ólík því sem er þar sem 100 sinnum fleiri búa á á ferkílómeter og í milljónaborgum. Umhverfisvænsta aðferðin við úrgangsförgun er urðun og landfylling en brennsla getur líka nýst hérlendis. Endurvinnsla úrgangs er yfirleitt óþörf eyðsla orku og efna, eyðsla á auðlindum jarðar, nema þegar kemur að málmum sem hægt er að endurvinna aftur og aftur, og vissum iðnaðar- og landbúnaðarefnum.

Posted in EES, Umhverfismál, Uncategorized | Comments Off on Reglur ESB um úrgang henta ekki fyrir Ísland

Endurheimt votlendis illa rökstudd

Íslensk stjórnvöld létu að nauðsynjalausu draga landið undir stjórnvald ESB í s.k. loftslagsmálum í tengslum við EES-samninginn. Það þýðir að „aðgerðir“ ESB í loftslagsmálum eru líka fyrirskipaðar hér, þar á meðal endurheimt votlendis með því að moka ofan í framræsluskurði sem grafnir voru til þess að breyta mýrum í nytjaland. Öruggan vísindalegan rökstuðning vantar fyrir aðgerðunum. Meira

Posted in EES, Landbúnaður, Umhverfismál, Uncategorized | Comments Off on Endurheimt votlendis illa rökstudd

Endurreisn landbúnaðarins fljótvirk efnahagsaðgerð

Covid-19 kreppan kallar á neyðaraðgerðir stjórnvalda. Þau hafa þegar gert miklar áætlanir um notkun almannafjár til að bjarga fyrirtækjum. Slíkar ráðstafanir leiða til misnotkunar og spillingar, það eru hluthafar og bankar sem eiga að sjá um fyrirtækin. Aðgerð sem ekki kallar á stórkostlegan fjáraustur almannafjár er endurreisn landbúnaðarins. Það yrði fljótvikt og hefði mjög góð áhrif á efnahag landsmanna og öryggi. Endurreisnin kallar á að ganga þarf framhjá vissum lögum og reglugerðum frá ESB enda um að ræða aðgerðir í neyð. Meira

Posted in EES, Landbúnaður, Orka, Umhverfismál | Comments Off on Endurreisn landbúnaðarins fljótvirk efnahagsaðgerð

Viðjar erlends valds í plágunni

Covid-19 faraldurinn hefur afhjúpað í hvaða viðjar stjórn landsins er komin. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda til að sporna við afleiðingum faraldursins hafa að mestu verið mikil fjárútlát almannafjár. Aðgerðir sem ekki eru á kostnað almennings en geta haft afgerandi þýðingu hafa lítið komist á dagskrá, þær krefjast þess að stjórnvöld landsins stjórni landinu samkvæmt aðstæðum en ekki samkvæmt kvöðum frá ESB
Meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Viðjar erlends valds í plágunni

EES spillir sýklarannsóknum

Meðan Ísland er í baráttu við Covid-19 faraldurinn ætlar ríkisstjórnin að veikja íslenska heilbrigðiskerfið og láta Alþingi samþykkja EES-reglugerð um að íslenskar rannsóknastofnanir noti sýklarannsóknatækni ESB. Það þýðir m.a. að sjúkrahús og stofnanir verða háð undirmálsvísindum ESB í veirurannsóknum og þurfa að nota dýra CE-merkta tækni frá vissum fyrirtækjum í stað þess að hafa óheftan aðgang að því besta á heimsvísu og láta íslenska vísindamenn hanna greiningarferlin. Meira

Posted in EES, Heilbrigismál | Comments Off on EES spillir sýklarannsóknum

Michael Moore afhjúpar Grænu orkuna

Landscape with Milky way galaxy. Sunrise and Earth view from space with Milky way galaxy. (Elements of this image furnished by NASA)

Hinn þekkti heimildamyndaframleiðandi, Michael Moore, hefur nú sent frá sér nýja kvikmynd, „Reikistjarna mannanna“ (Planet of the Humans). Myndin afhjúpar hina svokölluðu grænu orku og fólkið sem græðir á henni. Umhverfistrúfélög vestanhafs reyna að fá myndina úr umferð en það hefur ekki tekist ennþá svo hægt er að sjá hana (hlekkur hér neðst) áður en hún verður bönnuð! Meira

Posted in Orka, Umhverfismál, Uncategorized | Comments Off on Michael Moore afhjúpar Grænu orkuna

Ótraustar alþjóðastofnanir

Litlar þjóðir eins og Íslendingar eiga mikið undir að alþjóðastofnanir, sem eru opnar öllum þjóðum, vinni í allra þágu af heilindum og þekkingu. Nú er svo komið að margar alþjóðastofnanir eru orðnar spilltar, stunda yfirhylmingar og styðjast við ósönnuð vísindi. Íslendingar flestir þekkja Alþjóða hvalveiðiráðið og Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Nú hefur Alþjóða heilbrigðisstofnunin, WHO, bæst í hópinn. Meira

Posted in Umhverfismál, Utanríkismál | Comments Off on Ótraustar alþjóðastofnanir

Svar Forsætisráðuneytis við fyrirspurn um úthlutun nýtingarréttar orkuauðlinda

                                                                                   FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ

                                                                                    Stjórnarráðshúsinu

Frjálst land, félagasamtök

                                                                                           Reykjavík 2. apríl 2020

Vísað er til fyrirspurnar yðar frá 26 febrúar sl. þar sem spurt er hvort fjárfestar í ESB muni sitja við sama borð og íslensk fyrirtæki í almannaeigu við úthlutun nýtingarréttar fallvatna og jarðvarma og við fyrirskipaða reglulega endurnýjun nýtingar orkuauðlinda. Meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Svar Forsætisráðuneytis við fyrirspurn um úthlutun nýtingarréttar orkuauðlinda

EES er að eyðileggja framleiðsluiðnaðinn

Eitt miklivægasta fyrirtæki landsins stefnir í lokun. Ástæðurnar eru of hátt orkuverð og vanefndir á afhendingu fallvatnsokru. Þetta hefur verið fyrirséð allt frá því er EES-samningurinn fór að hafa veruleg áhrif. Stjórnvöld Íslands hafa ekki staðið með iðnaðinum en látið tilskipanir frá ESB spilla starfsaðstöðu, innviðum og fyrirtækjunum sjálfum. Nú er komin gild afsökun fyrir iðnfyrirtækin að loka og gera þúsundir manna atvinnulausa. Það þýðir að Landsvirkjun mun komast í vanda og í framhaldi líklega úr eigu landsmanna. Ónýtt orka verður leidd úr landi gegnum sæstreng. Meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on EES er að eyðileggja framleiðsluiðnaðinn

Lærdómurinn af covid-19

Faraldurinn hefur sýnt fram á hvers hið sterka heilbrigðiskerfi Íslands er megnugt. Mikilvægi sjálfstæðrar stjórnunar heilbrigðismála og samskipta við önnur lönd hefur komið í ljós. Atvinnugreinarnar hafa sýnt sig að vera misöruggar, ferðaiðnaður hefur hrunið en landbúnaður og iðnaður veita íbúum landsins öryggi þrátt fyrir að hafa verið vanræktir af stjórnvöldum.
Meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Lærdómurinn af covid-19