Orkuflækja EES

EES-tilskipanir frá ESB um orkukerfi („orkupakkar“) eru -“til þess að auka samkeppni og hagkvæmni-“ samkæmt ESB. Árangurinn hérlendis er þveröfugur. Tilskipanirnar hafa orðið til þess að íslensku orkufyrirtækin hafa verið brotin í sundur í minni og óhagkvæmari einingar, óþörfum fyrirtækjum fjölgað og orkukaup almennings eru orðin flókin og ógegnsæ. Samkeppnisstefnan í ESB á ekki við aðstæður hérlendis þar sem orkumarkaður, fyrir utan stóriðjuverin, er lítill og hagkæmnin næst með því að nýta orkuna sem næst orkuverunum.

Orkupakki 4 er næsti EES-tilskipanabunki. Skemmdirnar á íslenska orkukerfinu, sem var einu sinni heimsþekkt fyrir gæði og hagkvæmni, heldur því áfrfam meðan EES er í gildi. Stefna ESB er að einkavæða fyrirtækin, fjölga orkufyrirtæjum, fjölga milliliðum, heimila fyrirtækjum í ESB og á EES að virkja ár og háhitasvæði, bjóða út virkjanaleyfi reglulega og skattleggja orku. ESB rekur stefnu gegn hagkvæmum orkuverum: Kjarnorkuverum, kolaorkuverum, jarðgasorkuverum. 4 orkupakkinn kallast Hrein orka fyrir alla Evrópubúa – pakkinn“ og er upptalning af bábiljum og draumórakenndum hugmyndum fyrir þau 59% íbúa Evrópu sem búa í ESB/EES.

Hagkvæmasta og skilvirkasta fyrirkomulagið hefur reynst vera orkufyrirtæki í almannaeigu sem selja orku og afhenda til notenda sem mest í sínum nágrannabyggðum. Orkan á Íslandi var hagkvæmust þegar orkuver almennings sáu alfarið um að framleiða orkuna og koma henni til heimila og fyrirtækja. Eftir að EES-regluverkið skall á eru litlu íslensku fyrirtækin orðin hlutfallslega enn minni og notendur borga fleiri fyrirtækjun fyrir orkuna. Það eru sérstök fyrirtæki í orkuframleiðslu, sérstakt fyrirtæki í orkuflutningi, sérstök fyrirtæki í dreifingu og sérstök fyrirtæki í smásölu. Flækja og blekkingar samkvæmt ESB.

Árni Árnason vélstjóri: “Hvernig í ósköpunum á það að verða neytendum til hagsbóta að bæta við algerlega óþörfum milliliðum sem liggja á sníkjunni?“

Einn af orkusölunum auglýsir: „Það tekur aðeins eina mínútu að skipta um raforkusala.“

Hugsum aðeins! Hvernig má það vera að það taki aðeins eina mínútu að skipta um orkusala? Hvernig má það vera að rafmagnið rofnar ekki einu sinni sekúndubrot við það að skipta um orkusala? Svarið er einfalt. Það breytist einfaldlega ekkert annað en bankareikningurinn sem peningarnir þínir sogast inn á 24 tíma á sólarhring.

Raforkan er nákvæmlega sú sama, frá sömu virkjuninni (sem við eigum) og fer um sömu lagnirnar (sem við eigum líka). Til þess að verða „orkusali“ þarf ekkert nema nettengda tölvu og bankareikning. Kröfurnar eru eingöngu fjárhagslegs eðlis, eigið fé sem svarar gömlum Range Rover og trúverðugar rekstraráætlanir. Þá geturðu farið að mjólka neytendur fyrir orkuna sem framleidd er í virkjunum í almenningseign og leidd um dreifikerfi sem neytendur eiga sjálfir, og hlegið svo alla leið í bankann að þessum vitleysingum. Þetta er draumastaða fjárgróðabrallara; að sitja við tölvuna og horfa á peningana rúlla inn dag og nótt 365 daga á ári án þess að þurfa að lyfta litla fingri. Best af öllu er að bora sér eins og hvert annað sníkjudýr inn í viðskipti sem almenningur kemst ekki hjá.

Annar orkusali auglýsir ókeypis flutningskassa ef þú flytur viðskipti þín til hans. Hugsum aðeins. Hverjir haldið þið að borgi kassana? Þessir kassar eru léttvægir borið saman við peningana sem þessi orkusali á eftir að sjúga upp úr buddunni hjá fólki allan sólarhringinn allan ársins hring.

Allt er þetta í boði Evrópusambandsins og orkupakkanna í nafni samkeppni.

Hvernig í ósköpunum á það að verða neytendum til hagsbóta að bæta við algerlega óþörfum milliliðum sem liggja á sníkjunni? Hugsum aðeins. Það verður að binda enda á þessa þvælu. Einn bensínsalinn sagði forðum: „Fólk er fífl!“ Ætlum við að láta það sannast?“

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1821703/?item_num=0&searchid=63162dc5858db2234750135c875646a0d6dd4a0e&t=627111360&_t=1667673949.0696974

 https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit–skyrslur-og-skrar/St%C3%B6%C3%B0usk%C3%BDrsla%20%C3%A1skoranir%20%C3%AD%20orkum%C3%A1lum%2008032022.pdf

Posted in EES, Orka | Comments Off on Orkuflækja EES

Efnahagsárás á Evrópusambandið

Efnahagsstríð Bandaríkjanna, NATO og ESB gegn Rússlandi hefur nú snúist svo rækilega í höndunum á okkar „bandamönnum“ að það er orðið efnahagsárás á ESB í allra augsýn. Viðskiptabönnin á Rússland, með forgöngu fyrst og fremst Bandaríkjanna, hafa skaðað efnahag Evrópusambandslanda, viðskipti ESB við Rússland eru lífsnauðsynleg iðnaði og lífskjörum ESB. Ofaná viðskiptabönnin hafa skemmdarverk NATO aukið enn á grænu orkukreppu og efnahagsþrengingar ESB. Viðskiptabönnin hafa spillt almennum viðskiptum víða um heim. Vegna valds ESB á Íslandi gegnum EES og áhrifa NATO hefur Ísland verið dregið með í vanhugsaðar aðgerðir. Meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Efnahagsárás á Evrópusambandið

Evrópusambandið setur Íslandi lög

Þriðjungur laga og þingsályktana sem ríkisstjórnin hefur lagt fyrir Alþingi að samþykkja síðustu ár eru frá ESB. Alþingi hafnar aldrei valdboðum ESB vegna EES og á í vetur að samþykkja um 50 mál. Alþingi hefur ekki lengur óskorað löggjafarvald heldur þarf stöðugt samþykkja ESB-lög auk þess að taka mið af ESB-lögum við eigin lagasmíð. ESB setur Íslandi um 500 reglugerðir á ári hverju! Ráðuneytin gefa þær út.
Meira

Posted in EES | Comments Off on Evrópusambandið setur Íslandi lög

Orkukreppa ESB er skollin á Norðurlönd

Orkukreppan í ESB og Bretlandi er orðin alvarleg og dýpkar stöðugt. Landstjórnir eru farnar að grípa til örþrifaráða til að draga úr orkunotkun. Herferðin gegn jarðefnaeldsneyti og kjarnorku er komin í uppnám nú þegar raunveruleiki hins þróaða samfélags sem byggir á jarðefnaeldsneyti opinberar sig. Orkukreppan hefur nú náð til hinna orkuríku Norðurlanda og orkuverðið þar komið uppúr öllu valdi og heimili og fyrirtæki komin í vandræði þó nægar orkulindir séu til staðar. Sæstrengir fyrir raforku til Englands og ESB hafa aukið á slæm áhrif spákaupmennsku og hækkað verðin Meira

Posted in EES, Loftslag, Orka, Umhverfismál | Comments Off on Orkukreppa ESB er skollin á Norðurlönd

Ísland tekið í stríð

Síðan valdaránið í Úkraínu 2014 hefur stjórnarráð Íslands þurft að stimpla inn í íslenskt regluverk fjölda valdboða frá ESB um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna „ástandsins í Úkraínu“ og „innlimunar Krím“. „Ástandið“ skapaðist af því að Bandaríkin og aðilar í ESB frömdu blóðugt valdarán sem kom af stað borgarastyrjöld. Rússland átti þar engan þátt. Meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Ísland tekið í stríð

Vesturlönd glata forustuhlutverkinu

Stríðið í Úkraínu hefur afhjúpað gamalgróna sríðsmenningu Vesturlanda og orðið til þess að fá fram andstöðu heimsbyggðarinnar við stríðsrekstur og afskipti Vesturlanda af málefnum þjóða heims. Forusta Vesturlanda, oft með „alþjóðastofnanir“ að vopni, gerir sig seka um eyðileggingarofbeldi og refsiaðgerðir. Heimsbyggðin, sum Evrópulönd meðtalin, eru nú í vaxandi mæli tekin að hunsa drottnunartilburði Vesturlanda. Ísland, sem lýtur tilskipanavaldi ESB, situr fast í stríðs- og heimsvaldastefnu ESB og NATO og á á hættu að dragast inn í stórstríð Íslandi óviðkomandi. Meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Vesturlönd glata forustuhlutverkinu

Rammaáætlun, vindmyllur og kol.

Alþingi hefur í lok 152. þings verið að þæfast með rammaáætlunina um nýtingu orkuauðlinda. Eitthvað lítið kom út þó sk. 3. áfangi“ hafi að lokum verið samþykktur. Guðlaugur loftslagsráðherra var að sögn sáttur. Rammaáætlunin hefur reynst vera herbragð til að stemma stigu við auðlindanýtingu. Meira

Posted in EES, Loftslag, Orka, Umhverfismál | Comments Off on Rammaáætlun, vindmyllur og kol.

Evrópusambandið hervæðist

Sú ógnvænlega staða blasir nú við að þjóðirnar sem komu af stað tveim heimsstyrjöldum ætla nú að fara saman í allsherjar hernaðaruppbyggingu. Afsökunin fyrir stofnun Evrópusambandsins var að friða stríðsþjóðir V-Evrópu sem höfðu um langt skeið hafið stríð gegn hvor annarri og öðrum þjóðum, aðallega gegn Rússum með hroðalegum afleiðingum. Nú ætla sömu þjóðir að sameinast í hernaðaruppbyggingu Meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Evrópusambandið hervæðist

Blóðuga valdaránið í Úkraínu

Bandaríkin með aðstoð ESB frömdu blóðugt valdarán í Úkraínu 27. febrúar, 2014. Vígamenn og óeirðaseggir, launaðir af Obama/Biden-stjórninni, ESB, og óopinberum félögum (NGO) og fjárfestum, hófu vopnaðar árásir á stjórnarbyggingar Úkraínu í Kænugarði 21. nóvember 2013. Öfgasamtök s.s. Right Sector, Svoboda, Fatherland tóku virkan þátt. Árásirnar stóðu fram í lok febrúar og urðu til þess að lögleg stjórn Úkraínu hraktist frá völdum. Amk. 130 manns voru drepnir í Kænugarði, þar af amk. 18 lögreglumenn. Meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Blóðuga valdaránið í Úkraínu

Íslensk loftslagsvísindi

Íslenskir vísindamenn eru farnir að senda frá sér rannsóknaniðurstöður tengdar loftslagsvísindum. Íslensk stjórnvöld létu landið undir stjórnvald ESB í s.k. loftslagsmálum í tengslum við EES-samninginn sem þýðir að mat á losun gróðurhúsalofttegunda á landinu er samkvæmt stöðlum SÞ og ESB. Íslenskir vísindamenn hafa nú mælt útöndun gróðurhúsalofttegunda úr íslensku framræstu ræktarlandi. Reyndist hún vera allt önnur, um 1/10, af því sem staðlar SÞ of ESB gefa til kynna! Meira

Posted in EES, Landbúnaður, Loftslag, Umhverfismál | Comments Off on Íslensk loftslagsvísindi