Niðurrifið er hafið

Hin stóra auðlind Íslands, orkan, hefur verið undirstaða landfastrar atvinnustarfsemi í áratugi. Nú hefur ný stefna í orkumálum, komin frá ESB með EES-tilskipunum, verið tekin upp. Framleiðslufyrirtæki landsins draga saman seglin vegna þess að verð á orku er of hátt. Gróðurhúsin hafa verið í vandræðum lengi. Iðnfyrirtækin eiga sífellt erfiðara með að keppa við innflutning. Og nú síðast eru orkufyrirtæki í almannaeign farin að okra á iðjuverunum. Græðgisvæðing Landsvirkjunar er að stöðva iðnreksturinn í landinu. Svo virðist sem stefnan sé að loka iðnaðinum, selja orkuna til ESB og stöðva frekari virkjanaáform.

Úr mbl, 28.8.2019:

Stjórn­völd breyti stefnu varðandi orku­frek­an iðnað

Bæj­ar­stjórn Akra­ness og sveit­ar­stjórn Hval­fjarðarsveit­ar skora á rík­is­stjórn Íslands að gera breyt­ingu á stefnu sinni í mál­efn­um orku­freks iðnaðar.

Sveit­ar­fé­lög­in funduðu í byrj­un þess­ar­ar viku „vegna þeirr­ar al­var­legu stöðu sem upp er kom­in í at­vinnu­mál­um á Grund­ar­tanga og leitt  get­ur til veru­legs sam­drátt­ar í starf­semi orkukræfs iðnaðar og fækk­un starfa,“ að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni.  Segja þau rekstr­ar­um­hverfi orkukræfs iðnaðar á Íslandi hafa versnað til muna og það sam­keppn­is­for­skot sem hér hafi verið í orku­verði sé al­gjör­lega horfið. 

Benda sveita­fé­lög­in í bréfi sínu á að nú­ver­andi at­vinnu­starf­semi á Grund­ar­tanga­svæðinu hafi byggst upp á löng­um tíma og sé „gríðarlega mik­il­væg fyr­ir sveit­ar­fé­lög­in á Vest­ur­landi, Akra­nes, Hval­fjarðarsveit og í vax­andi mæli Borg­ar­byggð. Nærri læt­ur að um 1.100 bein störf séu í þeim 20 at­vinnu­fyr­ir­tækj­um sem þar reka starf­semi og ann­ar eins fjöldi starfa teng­ist þjón­ustu við þessi fyr­ir­tæki og þá sér­stak­lega stærstu fyr­ir­tæk­in Elkem og Norðurál.“

Þró­un­ar­vinn­an unn­in fyr­ir gíg

Und­an­far­in ár hafi verið unnið öt­ul­lega að því í sam­vinnu Þró­un­ar­fé­lags Grund­ar­tanga, Norðuráls, Elkem og Faxa­flóa­hafna að finna, greina og nýta þau tæki­færi sem svæðið búi yfir til vaxt­ar og auk­inn­ar verðmæta­sköp­un­ar. Í þeirri vinnu hafi sér­stök áhersla verið lögð á um­hverf­is­mál, ný­sköp­un og full­nýt­ingu efn­is- og auðlind­a­strauma á sviði orku­vinnslu og orku­end­ur­vinnslu sem nýtt verði til upp­bygg­ing­ar nýrra fyr­ir­tækja með til­heyr­andi fjölg­un starfa. 

„Því miður er nú margt sem bend­ir til þess að sú mikla vinna sé unn­in fyr­ir gíg vegna breyt­inga á rekstr­ar­um­hverfi orkukræfs iðnaðar á Íslandi. Af­leiðing­ar þessa má m.a. sjá í niður­stöðu gerðardóms um orku­verð til Elkem á Grund­ar­tanga“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.      

Stjórn­völd á Íslandi hafi skapað orkukræf­um iðnaði „góð skil­yrði til rekstr­ar með sann­gjörnu raf­orku­verði“ og fyr­ir vikið hafi hingað komið öfl­ug fyr­ir­tæki sem hafi mörg hver verið í rekstri um ára­tuga­skeið.

Þessi fyr­ir­tæki hafi jafn­framt greitt há laun og haft já­kvæð áhrif á upp­bygg­ingu sinna nærsam­fé­laga, auk þess sem þau hafi lagt mikið af mörk­um til upp­bygg­ing­ar raf­orku­innviða sam­fé­lags­ins í heild. 

Einnig benda sveit­ar­fé­lög­in á að fyr­ir­tæki á Grund­ar­tanga séu í dag „lyk­ilfram­leiðend­ur ým­issa sér­vara sem leitað er eft­ir til lausn­ar í þeim orku­skipt­um sem nú eru að eiga sér stað og kallað er eft­ir á heimsvísu“.

Verðhækk­un í krafti ein­ok­un­ar­stöðu

Rekstr­ar­um­hverfi orkukræfs iðnaðar á Íslandi hafi hins veg­ar nú versnað það mikið að sam­keppn­is­for­skotið sem hér hafi verið í orku­verði sé nú al­gjör­lega horfið. Þess vegna kalli sveita­stjórn­irn­ar því svör­um um hver hafi tekið ákvörðun um þessa stefnu­breyt­ingu og á hvaða vett­vangi. 

Birt­ing­ar­mynd ákvörðunar sé hins veg­ar sú að Lands­virkj­un, fyr­ir­tæki í rík­is­eigu, hafi „í krafti ein­ok­un­ar­stöðu í raf­orku­sölu á stór­not­enda­markaði knúið fram mjög mikl­ar verðhækk­an­ir á raf­orku til orkukræfs iðnaðar.“

Stjórn­völd þurfi að end­ur­skoða nú­ver­andi stefnu í mál­efn­um orkukræfs iðnaðar á Íslandi „og setja Lands­virkj­un eig­enda­stefnu án taf­ar“ sem taki mið af framtíðarorku­stefnu Íslands sem m.a. kveður á um stuðning við byggðar­stefnu, at­vinnu­stefnu og sam­spil við lyk­il­at­vinnu­grein­ar .

Posted in EES, Orka | Comments Off on Niðurrifið er hafið

Neyðaraðgerðir til varnar auðlindunum

Það stefnir í neyðarástand í orkumálum. Að óbreyttu munu orkulindir landsins smám saman hverfa úr stjórn og nýtingu almannafyrirtækja landsmanna, árnar, jarðhitasvæðin sem og virkjanirnar. Regluverk EES/ESB tryggir að fjárfestar og fyrirtæki í ESB/EES geta átt land og nýtingarréttindi vatnsfalla og jarðvarma sem og virkjanir og orkufyrirtæki á Íslandi. Verð á orku er þegar tekið að hækka vegna árifa EES/ESB og fyrirtæki sem kaupa orku að undirbúa samdrátt og lokanir. Eina færa leiðin til að bregðast við í tíma er með neyðaraðgerðum. Alþingi getur ennþá sett lög að vild þó þau geti stangast á við EES-samninginn. Meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Neyðaraðgerðir til varnar auðlindunum

Hvaða ógn vofir yfir okkur?

Þriðji tilskipanapakki ESB um orkumál afhjúpaði ástandið í íslenskum stjórnmálum. Burtséð frá innihaldi tilskipananna er ljóst að hin gamalgróna lýðræðisþjóð að eigin áliti, Íslendingar, hafa misst sitt lýðræðislega vald yfir mikilvægum landsmálum. Hvorki lýðkjörnir fulltrúar né ráðnir embættismenn íslenska þjóðríkisins hafa getað varið landið fyrir valdahrifsi ESB. Þeir hafa þvert á móti gengið erinda ESB og jafnvel gripið til blekkinga, oft vegna þekkingarleysis en mögulega líka viljandi sem sýnir hve stjórnkerfi landsins er orðið bágborið og djúpt sokkið í erlent tilskipanakviksyndi Meira

Posted in EES | Comments Off on Hvaða ógn vofir yfir okkur?

Sæstrengurinn ákveðinn af ESB

ESB hefur haft þá stefnu alllengi að orka frá Íslandi verði leidd til ESB með sæstreng (sjá gögn hér á síðunni og Mbl-blog). Beðið er eftir að Ísland samþykki 3. orkupakkann. Undirbúningurinn er langt kominn. Stjórnvöld hér stefna að því leynt og ljóst að fyrirtæki á Íslandi sem nota mikla raforku dragi saman seglin eða loki. Reyni Alþingi að stöðva lagningu sæstrengs mun ESB draga Ísland fyrir dóm. Meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Sæstrengurinn ákveðinn af ESB

Samkeppnislögin standa í vegi fyrir þróun

Íslenska minnimáttarkenndin gagnvart útlendingum hefur verið landinu dýrkeypt. Alþingismenn héldu að samkeppnislög ESB væru svo merkileg að þeir samþykktu þau áður en EES-samningurinn gekk í gildi. Þau voru brot á réttindum landsmanna og veittu valdsmönnum ESB heimild til að ganga að Íslendingum. Meira

Posted in EES | Comments Off on Samkeppnislögin standa í vegi fyrir þróun

Stjórnmálamenn með draumsýn funduðu á Íslandi

Forsætisráðherrar ESB og EES landa norðursins, Finnlands, Þýskalands, Svíþjóðar, Íslands, Noregs og Danmerkur funduðu á Íslandi síðustu daga. Sameiginleg yfirlýsing þeirra sýnir að þeir virðast illa tengdir raunveruleika fólks í sínum löndum en samtaka í draumkenndum tískumálum og hunsa helstu vandamál sem að Norður-Evrópu steðja: Meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Stjórnmálamenn með draumsýn funduðu á Íslandi

Orkan okkar gefur út skýrslu um 3. orkupakkann

Sérfræðinganefnd á vegum samtakanna Orkan okkar kynnti skýrslu sem nefnist „Áhrif ingöngu Íslands í Orkusamband ESB“ í Safnahúsinu 16.8.2019. Í skýslunni er ítarlega farið yfir 3. orkupakkann og ýmiss mál sem tengjast orkumálum Íslands. Aðgerðir ESB í orkumálum ESB/EES-svæðisins eru ræddar og sagt frá helstu þáttum í stefnu ESB sem Orkusambandið á að koma í framkvæmd. Meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Orkan okkar gefur út skýrslu um 3. orkupakkann

Utanríkisráðuneytið dreifir falsfréttum um 3. orkupakkann á RÚV

Í sjónvarpsfréttum RÚV 12.8.2019 bar utanríkisráðherra á borð falsfréttir til þess að gera andstæðinga 3. orkupakkans tortryggilega. Rökþrot utanríkisráðuneytisins í málinu er þar með komið á alvarlegt stig: Meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Utanríkisráðuneytið dreifir falsfréttum um 3. orkupakkann á RÚV

Ísland er að dragast með í orkukreppu ESB

Stefna ESB er að „nýta orku aðild­ar­landa í þágu sam­bands­ins“

Óstjórn orku­mála er ein af ástæðum viðvar­andi efna­hags­stöðnun­ar ESB https://www.nbp.pl/badania/seminaria/17xi2017-1.pdf sem fer versn­andi. Orku­verð er orðið of hátt og veld­ur óeirðum á göt­um úti, iðnaðarfjárfest­ing­ar fara til annarra landa og at­vinnu­leysi breiðist út. Af­skipti ESB af orku­mál­um aðild­ar­landa, draum­ur­inn um „Orku­sam­band ESB“ https://euobserver.com/energy/144633, koma í formi til­skip­ana frá Brus­sel og hafa verið til baga fyr­ir aðild­ar­lönd­in. Meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Ísland er að dragast með í orkukreppu ESB

EES vanvirðir samhengi lýðræðisins við réttarríkið

EES-samningurinn felur í sér framsal á löggjafarvaldi, framkvæmdavaldi og dómsvaldi til Evrópusambandsins. Hann gengur framhjá og vanvirðir hið gamalgróna lýðræði um stjórn Íslands. ESB hefur stöðugt víkkað út sitt vald og hefur Ísland ekki hafnað neinni tilskipun sem komið hefur frá ESB, með mjög slæmum afleiðingum fyrir landið. EES-samningurinn hefur af áróðursmönnum verið kallaður „alþjóðasamningur“, „viðskiptasamningur“, „samstarfssamningur“. Engin af þessum nafngiftum er réttnefni. Meira

Posted in EES | Comments Off on EES vanvirðir samhengi lýðræðisins við réttarríkið