Bandaríkin tryggja sjálfstæði Íslands

Ásælni Evrópulanda í yfirráð yfir Íslandi er jafn gömul og þjóðin. Eftir að Bandaríkin urðu stórveldi gerbreyttist staða Íslendinga. Bandaríkin voru fyrsta landið til að viðurkenna sjálfstæði íslands (strax 14.10.1942). Samstarf og viðskipti við Bandaríkin hafa skipt Ísland sköpum og munu gera það í framtíðinni í enn ríkara mæli þegar landið losar sig úr fjötrum einangrunarstefnu ESB og samningsins um evrópska efnahagssvæðið (EES).

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, var í heimsíkn á Íslandi 15.2.2019. Hann vill efla samvinnu á mörgum sviðum. Bandaríkin eru mesta stórveldi heims og hafa leitt tækniþróun heimsins í meir en öld. Þeir eru nú komnir af stað með nýja uppbyggingu síns samfélags og iðnaðar. Og Bandaríkin eru aftur orðin stærsta einstaka viðskiptaland Íslands. Pompeo mælti fyrir auknum viðskiptum.

Pompeo var spurður um hvort samtalið við Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, gæti mögulega leitt til fríverslunarsamnings; sagði hann að það yrði góð niðurstaða ef hægt yrði að semja um slíkan samning en það ætti einfaldlega eftir að koma í ljós hvort sú yrði niðurstaðan eða hvort samstarfið myndi einfaldlega snúast um að draga úr viðskiptahindrunum. Það yrði að sama skapi góð niðurstaða. (Mbl 16.2.2019)

Mjög miklar hindranir eru í EES/ESB á sölu bandrískra afurða og þarf Ísland fyrr eða síðar að losna undan þeim.

Bandaríkin hjálpuðu Íslendingum við að komast úr fátækt, komu með fé til uppbyggingar, byggðu mannvirki og opnuðu á viðskipti. Þeir vildu hafa okkur sem bandamenn. En þeir, stórveldið sjálft, reyndu aldrei að hrifsa til sín stjórnvald yfir landinu eða að senda okkur tilskipanir eins og Evrópusambandið gerir. Þegar EES-samningurinn var gerður áttuðu Íslendingar sig ekki á að verið var að leiða gömlu stríðsþjóðirnar í Evrópu, sem Bandaríkin hafa jafnan þurft að friða, til valda á Íslandi og að EES mundi spilla viðskiptum okkar við Bandaríkin.

Bandaríkin hafa ekki slitið vinskapnum við Ísland, á hann hefur jafnan verið hægt að treysta og verður áfram. Heimsókn Pompeo sýnir að Bandaríkin eru enn sem fyrr hliðholl Íslandi. Þess vegna þurfa Íslendingar ekki að vera hræddir við að losa landið undan hrammi ESB.

Posted in Utanríkismál | Comments Off on Bandaríkin tryggja sjálfstæði Íslands

Áframhaldandi fullveldisafsal

Eitt af sakleysislegustu EES-valdsboðunum, af þeim 75 sem Alþingi á að stimpla í vetur, er „Frumvarp til laga um meðferð ríkisastoðarmála“. Lögin munu veita erindrekum EES vald til að heimta upplýsingar innan úr stofnunum og fyrirtækjum, leggja upplýsingaskyldu á þau og innheimta sektir af þeim milliliðalaust ef þau hlýða ekki. Og gera aðför að fyrirtækjunum ef þau borga ekki. Continue reading

Posted in Uncategorized | Comments Off on Áframhaldandi fullveldisafsal

Alþingi á að stimpla 75 EES-tilskipanir í vetur

Á heimasíðu Stjórnarráðs Íslands er þingmálskrá ríkisstjórnarinnar og tenglar á málalista, málafjöldinn er um 200, eitthvað mismunandi eftir listum. Þar af eru 62 eða um 30% valdsboð frá ESB vegna EES. Sum málanna eru með fleiri en einni tilskipun. Lagt er fyrir Alþingi að stimpla um 75 tilskipanir frá ESBhttps://www.frjalstland.is/thingmalsakra-149-loggjafarthings-2018-2019/ Continue reading

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Alþingi á að stimpla 75 EES-tilskipanir í vetur

Regluverk EES að verða innanlandsfluginu ofviða

Ísland var eitt af löndunum sem stofnuðu alþjóða flugmálastofnunina, ICAO, árið 1944. ICAO sér um alþjóðasamninga og alþjóðareglur um flug, m.a. um að frelsi ríki í flugi milli landa. Það er sú stofnun sem stjórnar því að Ísland, ásamt 6 öðrum löndum, sér um flugumferðastjórn á Norður-Atlantshafi. En með EES-samningnum er flugöryggisstofnun ESB, EASA, komin með stjórnvald yfir flugstofnunum og flugfélögum hér. Þróunin hefur verið að leggja fleiri mál undir ESB. Þungt og bólgnandi regluverk ESB um flug er orðið kostnaðarsamt og hefur haft slæm og versnandi áhrif á sérstaklega lítil flugfélög og einkaflug hér innanlands. Continue reading

Posted in EES | Comments Off on Regluverk EES að verða innanlandsfluginu ofviða

Stjórnlausir fólksflutningar til landsins

Með EES-samningnum komst á svo kallað fjórfrelsi, þar á meðal frelsi fólks í ESB til að flytja til landsins. Skömmu síðar tók Schengen samningurinn gildi um ferðir án vegabréfs. Stjórnvöld okkar misstu þar með mikilvæga stjórn á innflutningi fólks. Íbúar 500 milljón manna svæðis ESB koma hingað eftir hentugleikum til lengri eða skemmri tíma. Einnig margir sem þar vistast en eru frá öðrum svæðum. Margir búsetja sig hér. Íbúar landsins voru um 265 þúsund þegar EES og Schengen tóku gildi en hefur fjölgað um 36% í 360 þúsund. Fjölgunin er að mestu vegna innflutnings fólks. Samfélagið á erfitt með að taka við svo mikilli fólksfjölgun þrautalaust og er afleiðingin vöxtur erfiðra samfélagsvandamála og aukinn átroðningur á land og umhverfi. Continue reading

Posted in EES | Comments Off on Stjórnlausir fólksflutningar til landsins

Stjórnvöld ætla að samþykkja þungar skuldbindingar á landið

Alþingi á í febrúar að stimpla EES-tilskipun nr. 2018/410 um „loftslagsmál“ sem getur haft í för með sér gífurlegan fjáraustur til ESB. Ísland hefur sem sjálfstætt land gefið loforð á vettvangi alþjóðaráðstefna um að berjast gegn útblæstri „gróðurhúsalofttegunda“. En stjórnvöld okkar ákváðu, án þess að nokkrar skuldbindingar krefðust þess, að auka á kvaðir og kostnað með því að draga Ísland inn í staðbundið regluverk og kvótakerfi ESB um losun „gróðurhúsalofttegunda“ frá iðnaði og flugi, s.k. ETS. Og nú virðist vera ætlunin skrifa upp á enn frekari skuldbindingar og setja aðra starfsemi hér í kvótakerfi ESB. Continue reading

Posted in EES, Umhverfismál | Comments Off on Stjórnvöld ætla að samþykkja þungar skuldbindingar á landið

Að beygja stjórnarskrána undir EES-samninginn

Með þessu eru ís­lensk­ir ráðamenn í raun að leiða þjóðina hægt og bít­andi inn í ESB, án þess að hún fái nokkru um það ráðið.“    Björn Bjarna­son, fv. ráðherra, rit­ar grein í Morg­un­blaðið 28. des­em­ber sl. „Full­veldið, stjórn­ar­skrá­in og alþjóðastarf“. Fjöln­is­menn, stjórn­ar­skrá­in, þing­ræðis­regl­an og alþjóðasamn­inga er allt skeytt að niður­stöðu grein­ar­inn­ar sem nefn­ist „EES-aðild í stjórn­ar­skrá“. Þar geng­ur nú­ver­andi formaður end­ur­skoðun­ar­nefnd­ar um EES-samn­ing­inn svo langt að leggja að jöfnu þing­ræðis­regl­una og EES-samn­ing­inn sem stjórn­skip­un­ar­reglu. Continue reading

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Að beygja stjórnarskrána undir EES-samninginn

Árið 2018: Upphaf nýrrar frelsisbaráttu

Smáþjóðir þurfa stöðugt að berjast fyrir frelsi og sjálfstæði, líka við Íslendingar sem búum þó langt frá valdabáknum og úti á úthafseyju. Á þessu ári voru 100 ár síðan við sömdum um að losna undan danska stjórnvaldinu sem reyndist okkur þó undir lokin ekki alvont enda var þrýstingur þá að byrja frá „alþjóðasamfélaginu“, ekki síst Bandaríkjunum, um þjóðfrelsi. En það sem er minnisstæðast frá árinu 2018 er að þá hófst fyrir alvöru baráttan gegn mun stærra valdabákni en því danska: Evrópusambandinu og valdi þess yfir Íslandi sem EES-samningurinn kom á fyrir 25 árum. Continue reading

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Árið 2018: Upphaf nýrrar frelsisbaráttu

Að flæma fyrirtækin úr landi

Slök hagsmunagæsla okkar stjórnvalda hefur haft slæm áhrif á samkeppnisstöðu fyrirtækja í landinu, sérstaklega þeirra sem nota mikla orku. Continue reading

Posted in EES, Orka | Comments Off on Að flæma fyrirtækin úr landi

Orkuóeirðir eru hafnar í ESB

Skattar á eldsneyti eru orðnir svo háir víða í ESB að almenningur er farinn að berjast gegn þeim á götum úti. Skattarnir eru afsakaðir með að þeir minnki útblástur koltvísýrings. Reynt hefur verið að fá fólk til að nota rafmagn en þá tekur ekki betra við: Raforkuverin blása líka út koltvísýringi eða skilja eftir kjarnorkuúrgang. Niðurstaðan hefur orðið að loka þeim en óhagkvæmari orkuver eru reist í staðinn sem þýðir að raforkan í ESB er orðin ein sú dýrasta í heimi. Continue reading

Posted in EES, Orka | Comments Off on Orkuóeirðir eru hafnar í ESB