Landsmenn vilja ekki löggjöf ESB

Ný skoðanakönnun sem Maskína gerði fyrir Heimssýn segir að 61,3% landsmanna sem skoðun hafa vilja ekki orkulöggjöf ESB og 59% vilja ekki flytja hrátt kjöt frá ESB til landsins. Alþingi hefur fengið tilskipanir um að gangast undir stjórn og stjórnsýslu ESB á orkukerfinu. Og um að heimila innflutning á hráu kjöti frá ESB. Þeir sem málin þekkja hafa komið til leiðar frestun á lögleiðingu tilskipananna og er viss von til að farið verði vel yfir bæði málin áður en Alþingi meðhöndlar þau aftur (Mbl 19.6.2019).

Orkupakkinn (nr. 3) er huti af uppbyggingu miðstýrðs stjórnkerfis ESB um orkukerfi og orkuframleiðslu og er markmiðið að nýta orku ESB- og EES- landa til hagsbóta fyrir allt sambandið (sjá nánari umfjöllun um orku hér á heimasíðunni). Í því felst að einkavæða allt orkukerfið og setja fyrirtækin undir stjórnkerfi og stjórnsýslu ESB og tryggja að orkufyrirtæki og fjárfestar í ESB geti eignast þau og hafi aðgang að orkuauðlindum ESB/EES-landa. Og „markaðsfrelsi“ til að selja raforkuna í ESB/EES-löndum. Orkuframleiðendur á Íslandi sem verða í eigu ESB-aðila munu hafa mikið frelsi til að verðleggja orku til heimila og fyrirtækja á Íslandi að sínum geðþótta og flytja út arð af orkuframleiðslunni.

Rafmagnsútflutningur um sæstreng er á stefnuskrá ESB og undirbúningur kominn vel á veg. Óstjórn hefur ríkt í orkumálum ESB í áratugi og verðlag á orku mjög hátt og stöðugt hækkandi og mundi sæstrengstenging Íslands valda hærra orkuverði til heimila og fyrirtækja í landinu. Ljóst er að Íslendingar munu hvorki eiga, hirða afrakstur af eða stjórna sölu raforku gegnum sæstreng. Mikilvægur hluti af atvinnustarfsemi landsins mundi leggjast af með sæstrengstengingu til ESB og orkuskortur verða algengari.

Sýklasmit frá Evrópu til Íslands gefur þeim sem þekkja til sögunnar hroll af tilhugsun um nýjan sýklaburð þaðan. Læknar Íslands hafa verið í broddi fylkingar á heimsvísu í baráttu við sýkingar hérlendis. Þeir hafa varað við innflutningi hrárra dýraafurða. Gang eftir annan hafa orðið stóráföll í bústofnum Íslands vegna dýrasmits frá Evrópu. Við bætist nú að hráar afurðir þaðan geta borið með sér sýkla í menn sem þola sýklalyf og lækna- og lyfjavísindin standa ráðþrota frammi fyrir. Hættan er því bæði fyrir landbúnaðinn og einnig lýðheilsu landsmanna (sjá nánari umfjöllun hér á síðunni).

Greinilega er að vaxa ótti hjá almenningi um að Alþingi ráði ekki við ESB-valdið sem sendir eina tilskipunina annarri verri til Íslands. Margir vona að löggjafarsamkundan taki málin til alvarlegrar skoðunar og verji hagsmuni landsins sem er hennar hlutverk.

Posted in EES, Orka | Comments Off on Landsmenn vilja ekki löggjöf ESB

Alþingi ræður ekki við orkupakkann

Alþingi virðist ekki ráða við 3. orkupakkann sem er einn af 4 tilskipanapökkum um orkukerfi ESB/EES sem komnir eru út. Markmið ESB er að byggja upp „markaðsvætt“ orkukerfi með einkareknum orkuverum. ESB-fyrirtæki fá að nýta orkuauðlindir Íslands. Stjórn yfir orkukerfinu færist til ESB. Aðeins einn af stjórnmálaflokkunum á Alþingi hefur reynt að reifa málið til hlítar en aðrir flokkar láta sér í léttu rúmi liggja hvernig þessari stærstu eign landsmanna verður ráðstafað. meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Alþingi ræður ekki við orkupakkann

Dýpkandi orkukreppa í ESB

ESB stefnir að nýtingu orku aðildarlanda ESB/EES í þágu sambandsins. Einkavæðing og einkaeign orkuvera, sundurlimun almannafyrirtækja, óheft samkeppni og millilandatengingar eru á dagskrá. Íslenska orkukerfið hefur þegar orðið fyrir slæmum áhrifum vegna EES og verri eru í vændum. Áhrif regluverks frá Brussel á orkukerfi aðildarlandanna eru oft svo slæm að löndin reyna að líta framhjá því. Óraunsæ stefnumál og tilskipanir ESB hafa þegar orðið til þess að orkuskortur, of hátt orkuverð, flótti atvinnufyrirtækja og óöryggi eru orðin landlæg á sumum svæðum í ESB. meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Dýpkandi orkukreppa í ESB

Orkukerfi landsins fært undir ESB

Ríkisstjórnin ætlar að láta Alþinig breyta raforkulögum og afhenda ESB völd yfir orkukerfinu (þingskjal 1242). Það heitir á máli ESB „innleiðing á EES-tilskipun 2009/72/EB“ og með fylgir pakki af tilskipunum um ýmssa þætti í stjórn ESB á orkukerfinu sem Alþinigi á að samþykkja sem ályktun (þingskjal 1237). Þar á meðal tilskipun um vald ESB yfir sæstrengstengingu sem vafi leikur á hvort samrýmist stjórnarskránni. Íslenska ríkið þarf að stofna heila stjórnvaldsstofnun, „Raforkueftirlit Orkustofnunar“, sem lýtur stjórn ESB en ekki íslenskra stjórnvalda. Það færir íslenskt lýðræðislega grundað stjórnvald úr landi og er brot á landslögum. meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Orkukerfi landsins fært undir ESB

Vaknið, vaknið Íslendingar!

Vaknið, vaknið kæru landar, áður en það verður um seinan! Krefjumst þess að Alþingi segi nei við orkupakkanum – eða málinu verði vísað til þjóðarinnar. meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Vaknið, vaknið Íslendingar!

Skorað á þingmenn að hafna 3. orkupakkanum

Alþingi á að samþykkja lög og þingsályktun (782. og 777.) um að færa yfirstjórn orkukerfisins til ESB. Og líka lög (792.) um að Ísland ákveði með sæstreng, marklaus lög meðan Ísland er í EES. Þingskjölin eru ruglandi langlokur og óþarfi að lesa nema eina af tilskipununum sem á að stimpla, 2009/72, inntakið er: meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Skorað á þingmenn að hafna 3. orkupakkanum

Sjálfvirk ESB-væðing Íslands

Það er ekki aðeins að stór hluti af verkum Alþingis sé að stimpla EES-tilskipanir, þær koma líka inn til ráðuneytanna á færibandi. Stærstur hluti fer beint inn í reglugerðasafnið án þess að löggjafinn þurfi að koma þar nálægt, Alþingi hefur þegar gefið urmul af heimildum sem þjóna tilskipanaflóðinu frá ESB. Tilskipanirnar sem skella á ráðuneytunum hafa í för með sér sjálfvirka ESB-væðingu Íslands. meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Sjálfvirk ESB-væðing Íslands

Vaxandi andstaða við EES-samninginn í Noregi

Í fyrirlestri Morten Harper, rannsóknastjóra norsku samtakanna Nei til EU á háskólatorgi 21.3.2019 kom fram að samtökin stefna að því að Noregur verði kominn úr EES 2025. Miklar umræður hafa verið í Noregi um fullveldið, orkulindirnar og valkosti við EES. Norðmenn eru í vaxandi mæli að snúast gegn EES. Skoðanakannanir sýna að 70% af þeim sem taka afstöðu í Noregi vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um EES-samninginn. meira

Posted in EES | Comments Off on Vaxandi andstaða við EES-samninginn í Noregi

Er Noregur að snúa baki við EES?

Fyrirlestur í sal HT105 á Háskólatorgi fimmtudaginn 21. mars klukkan 17:30

Miklar umræður í Noregi um ACER, fullveldi og valkosti við EES. meira

Posted in EES | Comments Off on Er Noregur að snúa baki við EES?

Úttektin á EES orðin skrípaleikur

Formaður starfshóps utanríkisráðuneytisins um EES, Björn Bjarnason, skrifar enn eina áróðursgreinina um ágæti EES í Morgunblaðið í dag. Hann veifar gömlu rangfærslunum. Dæmi: meira

Posted in EES | Comments Off on Úttektin á EES orðin skrípaleikur