Spurningar til stjórnmálaflokka og framboða

                                                                                         Reykjavík, 20.7.2021

EFNI: Spurningar til stjórnmálaflokka / framboða fyrir alþingiskosningar 2021

Frjálst land eru samtök sem beita sér fyrir umræðu um hagsmunamál Íslands; um skaðsemi EES- samningsins fyrir frjáls viðskipti við lönd utan ESB og skerðingu samningsins á fullveldi Íslands.

Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, er þverpólitísk hreyfing þeirra sem eru andvígir því að Ísland gangi í Evrópusambandið.

Orkan okkar eru samtök sem vilja standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt Íslands í orkumálum og kynna rök gegn innleiðingu orkulöggjafar ESB. Orkuauðlindin er grundvöllur góðra lífskjara.

Vegna alþingiskosninganna 25. september nk. óska samtökin sameiginlega eftir að flokkurinn /framboðið svari eftirfarandi spurningum sem varða afstöðu til fullveldis, lýðræðis og sjálfstæðis:

1. Er flokkurinn/framboðið með eða á móti aðild Íslands að ESB?

2. Er flokkurinn/framboðið með eða á móti endurskoðun á EES aðildinni?

3. Hvort er flokkurinn/framboðið hlynntari fríverslunarsamningi við ESB eða EES- samningnum?

4. Er flokkurinn/framboðið hlynntur/andvígur því að Ísland innleiði orkustefnu ESB og verði í orkusambandi ESB og innleiði með því m.a. ESB-lög um raforkuviðskipti yfir landamæri og gangist undir Evrópusambandsstofnun fyrir samvinnu orkueftirlitsaðila (ACER)? Á hvaða rökum byggir svarið?

5. Er flokkurinn/framboðið hlynnt upptöku 4. orkupakka ESB? Á hvaða rökum byggir svarið?

6. Vill flokkurinn/framboðið auka/minnka innflutning landbúnaðarvöru frá ESB?

7. Vill flokkurinn/framboðið auka/minnka vald ESB hérlendis?

Spurningar og svör verða birt fyrir alþingiskosningarnar á miðlum samtakanna og fleiri miðlum.

Með vinsemd og virðingu,

Frjálst land                           Heimssýn                             Orkan okkar

Sigurbjörn Svavarsson             Haraldur Ólafsson                  Eyjólfur Ármannsson

Posted in EES, Landbúnaður, Orka, Utanríkismál, Verslun | Comments Off on Spurningar til stjórnmálaflokka og framboða

Ísland í erindrekstri fyrir ESB

Íslenskir stjórnmálamenn eru orðnir erindrekar ESB. Utanríkisráðherrann tekur á móti stjórnarandstæðignum frá Hvítarússlandi. Þingmaður úr sjóræningjaflokknum („pírati“) skrifar níð um meðferð Rússa á Krímbúum. Og ríkisstjórnin lætur Ísland taka þátt í „refsiaðgerðunum“ gegn Rússum vegna Úkraínu. Ekkert af þessu er í þágu hagsmuna Íslands heldur er markmiðið að innlima lönd Rússa í ESB. Meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Ísland í erindrekstri fyrir ESB

Landstjórn sem ekki gætti hagsmuna Íslands

Ríkisstjórn og Alþingi sem skila brátt sínu umboði hafa reynst slök við hagsmunagæslu og ekki staðið með Íslandi í mikilvægum málum. Tískustjórnmálabylgjur að utan hafa ráðið miklu um landstjórnina, oft andstæðar hagsmunum landsins. Fábreytt atvinnulíf og þar með atvinnuleysi stórra hópa er orðið vandamál, mikilvæg uppbygging hefur verið hæg. Meira

Posted in EES, Landbúnaður, Loftslag, Orka, Umhverfismál, Uppbygging, Utanríkismál, Verslun | Comments Off on Landstjórn sem ekki gætti hagsmuna Íslands

Viðskilnaður Alþingis 13. júní 2021

Þingheimurinn sem skilar af sér á þessu ári hefur komið mörgum kostnaðarsömum og íþyngjandi kvöðum frá ESB á íslensku þjóðina sem munu auka óþarfar byrðar á fyrirtæki og einstaklinga og skriffinnsku ríkisstofnana og sveitarfélaga og rýra ráðstöfunartekjur þjóðarinnar. Á kjörtímabilinu eru áhöld um stjórnarskrárbrot EES þekktust í tengslum við persónuverndarlög, 3. orkupakkann, samkeppnislög og bankaregluverk. Meira

Posted in EES | Comments Off on Viðskilnaður Alþingis 13. júní 2021

Sviss hafnar valdi Brussel

Sviss hefur nú slitið viðræðum við ESB um nýjan viðskiptasamning eftir 7 ára hrotu. Landið er ásamt Bretlandi annað af tveim þróuðu löndum V-Evrópu sem eru hvorki ekki í ESB né EES né heldur í tollabandalagi ESB og getur því samið frítt um viðskipti við önnur lönd. Sviss hefur staðfastlega varist öllum tilraunum ESB til að taka til sín völd og rýra lýðræði landsins. Svisslendingar áttuðu sig strax 1992 á skaðsemi EES samningsins og höfnuðu honum meðan 33/63 alþingismanna Íslands bitu á agnið og samþykktu hann Meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Sviss hafnar valdi Brussel

Ísland þarf að vinna með Grænlandi

Grænland verður eitt af aðal viðskiptalöndum Íslands ef rétt er að málum staðið af hálfu Íslands. Viðskipta- og samstarfstækifærin eru mörg og hafa verið að þróast: Samgöngur, ferðaiðnaður, sjávarnytjar, heilbrigðismál, skólamál, mannvirkjagerð, orkumál. Og mennta og menningarmál. Grænlendingar hafa sýnt sjálfstæðisvilja, þeir sögðu sig úr ESB og eru því lausir við regluverkskviksyndi ESB/EES þó Dönsku yfirráðin hafi áhrfi en Danir styðja við sjálfstæðisviðleitni Grænlands. Langstærstu efnahagslegu tækifærin liggja í jarðefnaauðlegð Grænlands sem með orkuuppsprettum Íslands geta skapað mikla auðlegð fyrir bæði löndin. Meira

Posted in EES, Orka, Uppbygging, Utanríkismál | Comments Off on Ísland þarf að vinna með Grænlandi

Óraunsæjar tilskipanir um loftslagsmál

ESB er orðið upptekið af sínu frelsarahlutverki í „loftslagsmálum“, tilskipanir um þau flæða frá Brussel í allt stríðari straum og eru lögleiddar hér hver af annarri. Þann 11. mars var tilskipun um niðurdælingu koltvísýrings í berg lögleidd. Lög um „kolefnishlutleysi“ og lög um vindmyllur eru á leiðinni. Tilskipanirnar eru byggðar á undirmálsvísindum og eru óraunsæjar og munu ekki hafa áhrif á loftslag en munu valda hér umhverfisspjöllum og miklum hættum fyrir menn og dýr ef þeim verður hlýtt. Meira

Posted in EES, Loftslag, Orka, Umhverfismál | Comments Off on Óraunsæjar tilskipanir um loftslagsmál

Eiga orkufyrirtæki ESB/EES að virkja orkulindir Íslands?

ESB krefst þess að orkufyrirtækjum í ESB/EES sé veittur aðgangur að íslenskum ám og jarðvarmasvæðum til jafns við íslensk almannafyrirtæki, bæði við byggingu nýrra virkjana og reglulega endurnýjun nýtingarleyfis núverandi virkjana. Ef Ísland hlýðir þessu þýðir það að orkulindir Íslands komast smám saman á forræði stórra erlendra fyrirtækja. Íslensk stjórnvöld hafa ekki treyst sér til að taka af skarið en eru í bréfaskriftum við eftirlitsskrifstofu EES (ESA) um málið. Meira

Posted in EES, Orka, Umhverfismál | Comments Off on Eiga orkufyrirtæki ESB/EES að virkja orkulindir Íslands?

Frelsi og sjálfsábyrgð íslenskrar þjóðar

Eftir Arnar Þór Jónsson

Sem sjálf­stæð þjóð stönd­um við nú veik­um fót­um. Ef svo held­ur fram sem horf­ir er alls ekki víst að frjáls­lynd lýðræðis­hefð haldi hér velli. Meira

Posted in EES | Comments Off on Frelsi og sjálfsábyrgð íslenskrar þjóðar

Samkeppniseftirlitið skaðar samkeppnishæfnina

Samkeppniseftirlitið starfar samkvæmt samkeppnislögunum sem voru fylgifiskur EES samningsins og ein fyrstu yfirþjóðlegu lögin frá ESB. Þau voru uppfærð 2004 en fleiri en veigaminni breytingar hafa verið gerðar á þeim. Lögin henta ekki á Íslandi en færðu vald til bæði ESB og stofnana EES. Yfirstjórn málaflokksins er hjá ESB. Meira

Posted in EES, Sjávarútvegur, Verslun | Comments Off on Samkeppniseftirlitið skaðar samkeppnishæfnina