Orkukerfi landsins fært undir Evrópusambandið

Ríkisstjórnin ætlar nú að láta Alþingi tryggja að stofnanakerfi Evrópusambandsins stjórni íslenska raforkukerfinu samkvæmt regluverki ESB en ekki íslenskum lögum. https://www.althingi.is/altext/153/s/1531.html  Alþingi samþykkti „Orkupakka 3“ 2019 eftir að upplýst hafði verið að um stjórnarskrárbrot var að ræða. Gerð var grein fyrir því í greinum á vefsíðu Frjáls lands 2019, hér á eftir fer ein greinin:

Ríkisstjórnin ætlar að láta Alþinig breyta raforkulögum og afhenda ESB völd yfir orkukerfinu (þingskjal 1242). Það heitir á máli ESB „innleiðing á EES-tilskipun 2009/72/EB“ og með fylgir pakki af tilskipunum um ýmsa þætti í stjórn ESB á orkukerfinu sem Alþinigi á að samþykkja sem ályktun (þingskjal 1237). Íslenska ríkið þarf að stofna heila stjórnvaldsstofnun, „Raforkueftirlit Orkustofnunar“, sem lýtur stjórn ESB en ekki íslenskra stjórnvalda. Það færir íslenskt lýðræðislega grundað stjórnvald úr landi og er brot á landslögum.

Tilskipun 2009/72/EB gerir – kröfur um að eftirlitsaðilinn sé ekki einungis sjálfstæður gagnvart raforkufyrirtækjunum heldur einnig gagnvart stjórnvöldum, sbr. 35. gr. hennar. Í túlkunartexta framkvæmdastjórnarinnar er sérstaklega nefnt að raforkueftirlit eigi ekki að vera deild innan ráðuneyta. – Með frumvarpi þessu er lagt til að skýrt verði kveðið á um sjálfstæði raforkueftirlits Orkustofnunar. Með þeirri útfærslu er meðal annars tekið mið af fyrirmynd frá Noregi um sjálfstæðan eftirlitsaðila á raforkumarkaði-“.

https://www.althingi.is/altext/149/s/1242.html

________________________________________________________________________________

Tilskipunin linhttps://www.efta.int/sites/default/files/documents/legal-texts/eea/other-legal-documents/translated-acts/icelandic/i32009L0072.pdfk setur smaeiginlegar reglur (ESB) um framleiðslu, flutnng, dreifingu og afhendingu rafmagns… …Reglur tilskipunarinnar kveða á um skipulagningu og starfsemi á sviði raforku, markaðsaðgang, viðmiðanir og málsmeðferð við leyfisveitingu og rekstur raforkukerfa-

-aðildarríkin skulu ábyrgjast sjálfstæði eftirlitsyfirvaldsins-

-skal aðildarríki sjá til þess – að eftirlitsyfirvaldið:

a) sé lagalega aðgreint og óháð öllum öðrum opinberum aðilum-

b) tryggi að starfsfólk þess og þeir sem fara með stjórn hennar – leiti ekki eftir eða taki við beinum fyrirmælum frá neinni ríkisstofnun eða öðrum opinberum aðila-

-Skyldur og valdsvið eftirlitsyfirvalds, Raforkueftirlits Orkustofnunar, eru m.a.:

– Þriðja raforkutilskipunin skilgreinir hlutverk og verkefni sem eru falin eftirlitsaðilum, sbr. 36. og 37. gr. hennar.

-að ákvarða eða samþykkja-gjaldskrár fyrir flutning og dreifingu-

-að tryggja að flutnings og dreifikerfisstjórar og, ef við á, kerfiseigendur, ásamt eigendum raforkufyrirtækja, uppfylli skyldur sínar samkvæmt þessari tilskipun og annarri viðeigandi löggjöf ESB-

-að fara að, og framkvæma, allar viðeigandi lagalega bindandi ákvarðanir ACER og framkvæmdastjórnar ESB-

-að fylgjast með framkvæmd reglna sem varða hlutverk og ábyrgð flutningskerfisstjóra, dreifikerfisstjóra, birgja og viðskiptavina og annarra markaðsaðila-

-fylgjast með fjárfestingaráætlunum – og kveða á um mat á

fjárfestingaráætlunum flutningskerfisstjóra í ársskýrslu sinni hvað varðar samræmi við netþróunaráætlunina fyrir Bandalagið-

-að gefa út bindandi ákvarðanir um raforkufyrirtæki-

____________________________________________________________________

Álitsgerð https://www.althingi.is/altext/pdf/149/fylgiskjol/s1237-f_XIII.pdf Stefáns Más Stefánssonar og Friðriks Árna Friðrikssonar frá 19.3.2019 um orkupakka 3 fjallar m.a. um tilskipun 2009/72/EB en hún kallar á sjálfstæða stofnun, raforkueftirlit Orkustofnunar (Landsreglara), sem heyri ekki undir íslensk stjórnvöld. Í áliti Stefáns og Friðriks kemur fram að núverandi Orkustofnun heyrir undir almennar eftirlits- og yfirstjórnarheimildir ráðherra í samræmi við almennar reglur stjórnsýsluréttar. Orkustofnun er þannig ekki að öllu leyti stjórnunarlega sjálfstæð gagnvart ráðherra. Að mati Sefáns og Friðriks

– vekur þeta spurningar um hvort lagaleg umgjörð Orkustofnunar fullnægi þeim kröfum sem tlskipun 2009/72EB gerir til sjálfstæðis landsbundinna eftiritlsaðila. Slíkt er sjálfstætt athugunarefni sem ekki verður vikið frekar að hér.-“

Svarið er augljóslega að núverandi Orkustofnun getur ekki tekið við hlutverki landsbundins eftirlitsaðila, stofna verður sérstaka stofnun, Raforkueftirlit Orkustofnunar eða Landsreglara, sem heyrir undir ESB eins og gert var í Noregi.

Álitsgerð Stefáns og Friðriks fjallar um um þingsályktunartillöguna (mál 1237), safn af tilskipunum sem Alþingi á líka að samþykkja, þar á meaðal tilskipun nr 713/2009/EB um vald og verksvið ACER, stjórnsýslustofnunar ESB um orkukerfi. Þungamiðjan hvílir á umfjöllun um 8. gr. reglugerðar nr. 713/2009 þar sem ACER er veitt heimild til að taka lagalega bindandi ákvarðanir varðandi grunnvirki yfir landamæri (vegna sæstrengs) en ráðgert er að ESA muni fara með þær valdheimildir, greinilega sem erindreki ACER, gagnvart EES- rikjunum. Álit Sefáns og Friðriks er:

Í ljósi eðlis og inntaks valdframsals til ESA, sem felst í 8. gr. reglugerðar nr. 713/2009, telja höfundar vafa undirorpið hvort valdframsalið gangi lengra en rúmist innan ákvæða stjórnarskrárinnar„

Það að fela ESA valdheimildirnar er á skjön við upprunalega tveggja stoða kerfi EES-samningsins og eykur enn á upplausn þess. Talsmaður orkumála hjá ESB sagði á fundi 20.3 að -“eigi að setja upp innviði fyrir orkuflutning milli landa í framtíðinni mundi ESA bera ábyrgða á að ákveða um málefni millilandatenginga varðand Ísland, ekki ACER“-

https://ec.europa.eu/info/news/joint-understanding-application-third-energy-package-towards-iceland-2019-mar-22_en

Lagafrumvarp um Orkupakka 3 (þingskjal 1242) er í andstöðu við landslög. Einnig er vafa undirorpið hvort valdaframsalið í þingsályktunartillögunni (þingskjal 1237) rúmist innan ákvæða stjórnarskrárinnar. Eftirlitsstofnunin ESA fær hlutverk sem eykur a upplausn tveggja stoða kerfis EES-samningsins.

Posted in EES, Orka, Umhverfismál | Comments Off on Orkukerfi landsins fært undir Evrópusambandið

Evrópuráðið í gíslingu

Evrópuráðið fundar um þessar mundir í Reykjavík. Ráðið, sem ræddi ýmiss góð mál áður, er nú orðið svipur hjá sjón, Evrópusambandið hefur tekið það í gíslingu og flæmt stærstu þjóð Evrópu úr því og notar það nú til sríðsæsinga gegn henni. Ráðið heldur nú stríðsáróðurssamkomu gegn Rússlandi á Íslandi. Meira

Posted in Utanríkismál | Comments Off on Evrópuráðið í gíslingu

Tekur ESB við sem löggjafi Íslendinga?

“Við virðumst sjálf sí­brota­menn á eig­in stjórn­ar­skrá”

eftir Svein Óskar Sigurðsson

Haustið 2019 kom út skýrsla um EES-sam­starfið fyr­ir til­stuðlan þáver­andi ut­an­rík­is­ráðherra. Höf­und­ar eru þau Björn Bjarna­son, Bergþóra Hall­dórs­dótt­ir og Kristrún Heim­is­dótt­ir. Í kjöl­farið fylg­ir nú­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra henni eft­ir með drög­um að frum­varpi þess efn­is að lög­binda eigi nú bók­un 35 í ís­lensk lög, bók­un sem finna má sem lög­skýr­ing­ar­gagn í EES-samn­ingn­um. Frum­varp þetta, sem ligg­ur fyr­ir Alþingi í dag, er til breyt­inga á lög­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið, nr. 2/​1993 og varðar það að 4. gr. lag­anna sem orðist svo: Meira

Posted in EES | Comments Off on Tekur ESB við sem löggjafi Íslendinga?

Útvíkkun EES-samningsins

Stefán Már Stefánsson, prófessor, sem hefur fylgst með EES-samningnum í meir en 3 áratugi, hefur áhyggjur af útvíkkun samningsins og telur álitamál hvort umhverfismál eigi erindi í samninginn. Meira

Posted in EES | Comments Off on Útvíkkun EES-samningsins

Úkraínustríðið 9 ára

Hið blóðuga valdarán Obama-Biden stjórnarinnar í Kænugarði í febrúar 2014 var upphafið að Úkraínustríðinu. Kænugarðsstjórnin hóf þá strax í mars, fyrir 9 árum, hernað gegn Donbas-héruðunum á vegum NATO og ESB með að markmiði að innlima Úkraínu í NATO og ESB sem er í andstöðu við Donbasbúa sem risu upp og vildu verða sjálfstæðir eftir að ný-nasistar tóku völdin í Kænugarði. https://www.frjalstland.is/2022/05/05/bloduga-valdaranid-i-ukrainu/
Meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Úkraínustríðið 9 ára

Hnignun Norðurlanda

Skömmu eftir Seinni heimsstyrjöldina voru Norðurlönd fyrirmynd smáþjóða um sjálfstæði, hlutleysi, velmegun og efnahag. Þau höfði byggt upp sterk iðnaðarsamfélög og voru í fremstu röð í tækni og vísindum. Þau stóðu utan ríkjasambands stríðshrjáðra þjóða V-Evrópu úr Seinni heimsstyrjöldinni. Þau héldu á lofti hlutleysi og friðarstefnu gegn stríðsrekstri stórvelda. Nú um átta áratugum síðar hafa þau glatað fyrirmyndarhlutverkinu, sóað norrænu sjálfsmyndinni, sjálfstæðinu og hlutleysinu. Meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Hnignun Norðurlanda

Hver borgar orkudraumana?

Múgur og margmenni vill nú framleiða „rafeldsneyti“ eða „vistvænt eldsneyti“. Það skal vera „sjálfbær“ framleiðsla, helst úr reyk og vatni eða lofti. Góð fyrirtæki þjóðarinnar eru með áætlanir. Umboðsmenn standa í biðröðum að fá að reisa vindmyllur.
Meira

Posted in EES, Loftslag, Orka, Umhverfismál, Uppbygging | Comments Off on Hver borgar orkudraumana?

EES 30 ára

Það var þennan dag, 12 janúar, 1993, sem 33 af 63 alþingismönnum samþykktu samninginn um evrópska efnahagssvæðið, EES. Með því afsalaði Alþingi löggjafar-, famkvæmda- og dómsvaldi til Evrópusambandsins. Samþykktin markaði endi á nærri hálfrar aldar óskoruðu sjálfstæði og fullveldi landsins. Samningurinn var kynntur sem óhjákvæmilegur „samstarfssamningur“ og „fríverslunarsamningur“ og að Ísland yrði að stíga upp í „Evrópuharðlestina“ til að útilokast ekki. Eftir 30 ár er orðið ljóst að þessi rök og fullyrðingar voru einhliða áróður og blekkingar. Meira

Posted in EES | Comments Off on EES 30 ára

Utanríkismál í ógöngum

Samskipti Íslands við umheiminn eru komin í ógöngur vegna Samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem hefur fært Evrópusambandinu völd um þau. ESB lætur Ísland setja refsingar á lönd sem við eigum ekkert sökótt við en valda viðskiptahindrunum við góða markaði. Óraunsæ baráttumál ESB eru gerð að baráttumálum Íslands án þess að nokkur rök liggi til. Viðskipti við umheiminn utan ESB eru háð vaxandi hömlum og kvöðum ESB. Utanríkisþjónusta Íslands þjónar í auknum mæli stefnumálum ESB. Meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Utanríkismál í ógöngum

Útlend sorphirða

Landsmenn fá yfir sig fjöldann af EES-lögum sem eru sett í óþökk bæði landsmanna og þeirra sem eiga að sjá um að landsmenn hlýði þeim. Þau valda miklum vanda og kostnaði, sem dæmi lög um úrgang og sorphirðu. Þau versna með hverri nýrri EES-tilskipun. Þau eru ekki sniðin fyrir íslenskar aðstæður og henta ekki hérlendis. Meira

Posted in EES, Umhverfismál | Comments Off on Útlend sorphirða