Sviss hafnar valdi Brussel

Sviss hefur nú slitið viðræðum við ESB um nýjan viðskiptasamning eftir 7 ára hrotu. Landið er ásamt Bretlandi annað af tveim þróuðu löndum V-Evrópu sem eru hvorki ekki í ESB né EES né heldur í tollabandalagi ESB og getur því samið frítt um viðskipti við önnur lönd. Sviss hefur staðfastlega varist öllum tilraunum ESB til að taka til sín völd og rýra lýðræði landsins. Svisslendingar áttuðu sig strax 1992 á skaðsemi EES samningsins og höfnuðu honum meðan 33/63 alþingismanna Íslands bitu á agnið og samþykktu hann

Sviss er umkringt af ESB á allar hliðar. Um 42% vöruútflutningsins fer þangað, um 50% af innflutningnum kemur þaðan. Í Sviss búa 1,4 milljón ESB-borgarar og um 340.000 koma yfir landamærin til vinnu í Sviss.

ESB krefst þess að Sviss „aðlagist“ regluverki ESB og samþykki „jafnan leikvöll“ sem þýðir í raun að Sviss lúti sömu valdamiðstöð og sama regluverki og ESB-lönd. ESB vill banna ríkisstyrki í Sviss. Og fá opinn aðgang að vinnumarkaði Sviss sem Svisslendingar telja að geti valdið innflytjendaflóði og meðal annars yfirhlaðið velferðarkerfi landsins. ESB krefst þess að Sviss falli undir dómstól Evrópusambandsins (ECJ). Brussel vildi að Sviss skrifaði undir einn yfirgripssamning, í saðinn fyrir marga sérsamninga, sem mundi auka vægi ESB gegn Sviss í ágreiningsmálum

Sviss sleit viðræðunum 26.5. en þær höfðu staðið frá 2013 og fjallað aðallega um nýjan samning um aðgang Sviss að „innri markaðnum“ sem Bretar yfirgáfu 31.12.2020. Einn embættismanna ESB sagði að núverandi samningur mundi „veðrast“ með tímanum. Annar embættismaður ESB sagði að nýjar reglur ESB um lækningatæki mundi meðhöndla Sviss sem „hvert annað ekki-ESB-land“ við innflutning slíkra tækja til ESB. Framkvæmdastjórn ESB sagði að Sviss gæti misst „forgangsaðgang“ að raforkumarkaði ESB. ESB hótar að hindra aðgengi svissneskra flugfélaga að markaði ESB.

ESB hefur neitað Sviss um samninga, 2019 neitaði ESB að endurnýja samning um markaðsaðgengi fyrir vissa fjármálaþjónustu Svissneskra fyrirtækja.

En Brussel ætlar sér að ná Sviss aftur að samningaborðinu, þrátt fyrir að viðræður hafi strandað núna. Eins og í Brexit er Brussel tilbúið að vera þolinmótt og treysta á að hinn stóri markaður ESB verði nægilega freistandi fyrir Sviss. Ekki er víst að það gangi, Svisslendingar hafa sýnt sig að vera ein staðfastasta lýðræðisþjóð sem um getur.

https://www.telegraph.co.uk/politics/2021/05/27/despite-eu-treaty-snub-brussels-banking-forcing-switzerland/

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Sviss hafnar valdi Brussel

Ísland þarf að vinna með Grænlandi

Grænland verður eitt af aðal viðskiptalöndum Íslands ef rétt er að málum staðið af hálfu Íslands. Viðskipta- og samstarfstækifærin eru mörg og hafa verið að þróast: Samgöngur, ferðaiðnaður, sjávarnytjar, heilbrigðismál, skólamál, mannvirkjagerð, orkumál. Og mennta og menningarmál. Grænlendingar hafa sýnt sjálfstæðisvilja, þeir sögðu sig úr ESB og eru því lausir við regluverkskviksyndi ESB/EES þó Dönsku yfirráðin hafi áhrfi en Danir styðja við sjálfstæðisviðleitni Grænlands. Langstærstu efnahagslegu tækifærin liggja í jarðefnaauðlegð Grænlands sem með orkuuppsprettum Íslands geta skapað mikla auðlegð fyrir bæði löndin. Meira

Posted in EES, Orka, Uppbygging, Utanríkismál | Comments Off on Ísland þarf að vinna með Grænlandi

Óraunsæjar tilskipanir um loftslagsmál

ESB er orðið upptekið af sínu frelsarahlutverki í „loftslagsmálum“, tilskipanir um þau flæða frá Brussel í allt stríðari straum og eru lögleiddar hér hver af annarri. Þann 11. mars var tilskipun um niðurdælingu koltvísýrings í berg lögleidd. Lög um „kolefnishlutleysi“ og lög um vindmyllur eru á leiðinni. Tilskipanirnar eru byggðar á undirmálsvísindum og eru óraunsæjar og munu ekki hafa áhrif á loftslag en munu valda hér umhverfisspjöllum og miklum hættum fyrir menn og dýr ef þeim verður hlýtt. Meira

Posted in EES, Loftslag, Orka, Umhverfismál | Comments Off on Óraunsæjar tilskipanir um loftslagsmál

Eiga orkufyrirtæki ESB/EES að virkja orkulindir Íslands?

ESB krefst þess að orkufyrirtækjum í ESB/EES sé veittur aðgangur að íslenskum ám og jarðvarmasvæðum til jafns við íslensk almannafyrirtæki, bæði við byggingu nýrra virkjana og reglulega endurnýjun nýtingarleyfis núverandi virkjana. Ef Ísland hlýðir þessu þýðir það að orkulindir Íslands komast smám saman á forræði stórra erlendra fyrirtækja. Íslensk stjórnvöld hafa ekki treyst sér til að taka af skarið en eru í bréfaskriftum við eftirlitsskrifstofu EES (ESA) um málið. Meira

Posted in EES, Orka, Umhverfismál | Comments Off on Eiga orkufyrirtæki ESB/EES að virkja orkulindir Íslands?

Frelsi og sjálfsábyrgð íslenskrar þjóðar

Eftir Arnar Þór Jónsson

Sem sjálf­stæð þjóð stönd­um við nú veik­um fót­um. Ef svo held­ur fram sem horf­ir er alls ekki víst að frjáls­lynd lýðræðis­hefð haldi hér velli. Meira

Posted in EES | Comments Off on Frelsi og sjálfsábyrgð íslenskrar þjóðar

Samkeppniseftirlitið skaðar samkeppnishæfnina

Samkeppniseftirlitið starfar samkvæmt samkeppnislögunum sem voru fylgifiskur EES samningsins og ein fyrstu yfirþjóðlegu lögin frá ESB. Þau voru uppfærð 2004 en fleiri en veigaminni breytingar hafa verið gerðar á þeim. Lögin henta ekki á Íslandi en færðu vald til bæði ESB og stofnana EES. Yfirstjórn málaflokksins er hjá ESB. Meira

Posted in EES, Sjávarútvegur, Verslun | Comments Off on Samkeppniseftirlitið skaðar samkeppnishæfnina

Ísland er nú án eigin orkustefnu

Sjálfbær orkuframtíð, Orkustefna til ársins 2050 heitir ný skýrsla frá ríkisstjórninni. Við lestur hennar kemur fljótt í ljós að stefnumálin eru frá ESB, lítið er um íslensk hagsmunamál en því meira af dýrum tískumálum ESB. „Loftslagsmál“ eru sögð tilefni helstu stefnumála. Verkfræðilega gegnhugsaða stefnu um mikilvægustu málin vantar í skýrsluna en svamlað er fram og til baka í slagorðaforðanum. Orkustefnan er greinilega samin af takmarkaðri þekkingu á orkumálum en meiri á EES-tilskipunum. Af lestri skýrslunnar er ljóst að ekki er hægt að láta ESB ákveða orkustefnu Íslands. https://www.althingi.is/altext/pdf/151/s/0894.pdf Meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Ísland er nú án eigin orkustefnu

Baráttan gegn EES harðnar í Noregi

Norsku samtökin Nei til EU, sem berjast gegn veru Noregs í EES, vinna á mörgum vígstöðvum og með ýmsum öðrum félögum og samtökum, verklýðsfélögum, fagfélögum en einnig með stjórnmálaflokkum sem vilja losa Noreg undan EES. Samtökin eru öflug og margmenn og hafa haldið sjálfstæðismálum Noregs í umræðunni í langan tíma og hafa mikinn stuðning í Noregi. Meðal mála sem nú eru á dagskrá og líka hafa þýðingu á Íslandi eru: Meira

Posted in EES, Heilbrigismál, Orka, Stjórnarskrá | Comments Off on Baráttan gegn EES harðnar í Noregi

Loftslagsbreytingar

Hlýnun loftslags af mannavöldum er orðin eins konar stórisannleikur eins og trúarkreddur fyrri tíma. Stór hluti EES-tilskipananna er sagður til þess að draga úr hlýnun loftslags. Orðaforðinn er fjölbreyttur: Losun, kolefnisspor, kolefnishlutleysi, grænt, umhverfisvænt, sjálfbært. Þegar skyggnst er á bak við orðagjálfrið kemur í ljós að tilskipanirnar eru aðallega til þess að setja hömlur á notkun eldsneytis. Áhrifin á loftslag verða hverfandi lítil en skara auð og völd að „grænum“ auðmönnum og valdabáknum. Þegar vönduð vísindi komast að kemur í ljós að umhverfisöflin stjórna loftslaginu, ekki maðurinn.  Loftslagsbreytingar á Íslandi. Hitastig. Meira

Posted in EES, Loftslag | Comments Off on Loftslagsbreytingar

Stjórnmálaflokkarnir láta ESB vaða yfir Alþingi

Stjórnmálaflokkarnir hafa í aldarfjórðung horft aðgerðalausir á hvernig ESB-tilskipanavaldið hefur vaðið yfir Alþingi og gert usla í þjóðlífinu í krafti EES. Nú eru svo komið að aðeins 1 af hverjum 5 landsmanna treysta Alþingi. Flokkarnir eru búnir að missa frumkvæði og sjálfstraust. Í komandi Alþingiskosningum virðast þeir hafa lítið nýtt og mikilvægt fram að færa. Stærstu málin eru ekki á stefnuskránni. Meira

Posted in EES | Comments Off on Stjórnmálaflokkarnir láta ESB vaða yfir Alþingi