Viðjar erlends valds í plágunni

Covid-19 faraldurinn hefur afhjúpað í hvaða viðjar stjórn landsins er komin. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda til að sporna við afleiðingum faraldursins hafa að mestu verið mikil fjárútlát almannafjár. Aðgerðir sem ekki eru á kostnað almennings en geta haft afgerandi þýðingu hafa lítið komist á dagskrá, þær krefjast þess að stjórnvöld landsins stjórni landinu samkvæmt aðstæðum en ekki samkvæmt kvöðum frá ESB

Fyrirtækjabjörgun. Það er varasamt að nota almannafé til að bjarga einkafyrirtækjum sem lenda í vanda. Fyrirtæki byggja á áhættufjárfestingu hluthafa. Ef það kerfi á að virka verða fjárfestarnir að taka ábyrgð á sínum gerðum og taka afleiðingunum af gengi fyrirtækjanna hverju sinni. Fyrirtæki sem ekki hafa nóg til að verjast áföllum fara í þrot fyrr eða síðar. Stjórnvöld okkar hafa einblínt á ferðageiran síðustu áratugi. Viðjar EES-regluverksins hafa leitt til að uppbygging í öruggari atvinnugeirum, s.s. framleiðslu iðnaðar, ræktunar og landbúnaðar hefur verið vanrækt en má koma af stað með litlum fyrirvara með afnámi ESB-kvaða.

Innviðauppbygging. Löngu tímabærar fjárfestingar almannafyrirtækja í samgöngum og orkukflutningi eru nú loksins komin á dagskrá, þær hafa verið í gíslingu regluverks ESB í áratugi. Umhverfisverndaröfgarnir víkja þegar alvara lífsins blasir við. Vandamálið er að regluverkið og stofnanaumgjörðin um framkvæmdir gerir undirbúninginn svo tímafrekan og dýran að skyndiupphlaup skila sér ekki fyrr en of seint. Umhverfismat samkvæmt ESB/EES er orðið flækja sem tekur langan tíma að leysa úr. https://www.frjalstland.is/2018/04/11/flokid-og-kostnadarsamt-umverfismat-haegir-a-throun-byggdar/

Fjárfestingar fyrirtækja er fljótvirkt að auka. Sama gildir um þær og innviðafjárfestingarnar: Þær sitja fastar árum saman í viðjum EES-regluverksins og sparðatínings stofnana og umhverfisfélaga. Regluverk ESB um umhverfisvernd og „loftslagsmál“ eru fyrirtækjunum allt of dýrar. Flugfélög og iðnaður þurfa að eyða fúlgum í losunarleyfi fyrir koltvísýring og verið er að leggja drög að enn meiri álögum sem hafa engin áhrif á loftslag. https://www.frjalstland.is/2019/12/09/island-flaekt-i-loftslagsblekkingar-esb/ . Mikill tími og kostnaður fer í óþarfa skriffinnsku í kringum starfsleyfi. https://www.frjalstland.is/2018/04/17/hamlandi-starfsleyfisreglur/. Til þess að örva fjárfestingar félaga, bæði einka og almanna, þarf að afnema lög og reglugerðir ESB/EES um umhverfismat, starfsleyfi og eldsneytisnotkun og setja skilvirkari íslenskan regluramma.

Efla atvinnureksturinn. Einn versti hemillinn á nýsköpun og þróun í íslensku atvinnulífi er regluverkið um atvinnustarfsemi, að mestu komið frá ESB með EES-tilskipunum. Fljótvirk leið til að örva uppbyggingu bæði nýrra og starfandi fyrirtækja er að einfalda regluverkið og afnema mikið af EES-reglugerðunum. Skattkerfið er líka orðið of þungt fyrir fyrirtækin í takt við meiri þörf hins opinbera fyrir fé til að halda uppi ESB-regluverkinu. Lækkun skattbyrði og einföldun skattkerfis fyrirtækja yrði strax atvinnuskapandi. https://www.frjalstland.is/2018/09/07/regluverk-ees-gerir-islensk-fyrirtaeki-osamkeppnishaef/

Ferðabann á Schengen. Ein furðulegustu afskipti ESB af íslenskum málefnum í covid-19 plágunni er lokun Schengensvæðisins svo kallaða sem Íslendingar álpuðust til að verða aðilar að. Bann á ferðir til og frá Íslandi var sett í andstöðu við okkar heilbrigðisfólk sem veit hvað okkar kerfi ræður við. Bannið er byggt á forsendum ESB en ekki á íslenskum forsendum og hefur valdið skaða hér.

Stjórnmálamenn okkar eru fastir í viðjum stjórnkerfis ESB sem kemur í veg fyrir að stjórnvöld landsins geti stjórnað landinu eins og þarf. Þau þykjast í staðinn geta bjargað málunum með fjáraustri úr almannasjóðum. Fljótvirkari og árangursríkari stjórnvaldsaðgerðir komast ekki á dagskrá, stjórnmálamenn okkar treysta sér ekki til að stjórna landinu sjálfir heldur hjakka í fari framandi regluverks sem EES hefur leitt yfir landið.

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Viðjar erlends valds í plágunni

EES spillir sýklarannsóknum

Meðan Ísland er í baráttu við Covid-19 faraldurinn ætlar ríkisstjórnin að veikja íslenska heilbrigðiskerfið og láta Alþingi samþykkja EES-reglugerð um að íslenskar rannsóknastofnanir noti sýklarannsóknatækni ESB. Það þýðir m.a. að sjúkrahús og stofnanir verða háð undirmálsvísindum ESB í veirurannsóknum og þurfa að nota dýra CE-merkta tækni frá vissum fyrirtækjum í stað þess að hafa óheftan aðgang að því besta á heimsvísu og láta íslenska vísindamenn hanna greiningarferlin. Meira

Posted in EES, Heilbrigismál | Comments Off on EES spillir sýklarannsóknum

Michael Moore afhjúpar Grænu orkuna

Landscape with Milky way galaxy. Sunrise and Earth view from space with Milky way galaxy. (Elements of this image furnished by NASA)

Hinn þekkti heimildamyndaframleiðandi, Michael Moore, hefur nú sent frá sér nýja kvikmynd, „Reikistjarna mannanna“ (Planet of the Humans). Myndin afhjúpar hina svokölluðu grænu orku og fólkið sem græðir á henni. Umhverfistrúfélög vestanhafs reyna að fá myndina úr umferð en það hefur ekki tekist ennþá svo hægt er að sjá hana (hlekkur hér neðst) áður en hún verður bönnuð! Meira

Posted in Orka, Umhverfismál, Uncategorized | Comments Off on Michael Moore afhjúpar Grænu orkuna

Ótraustar alþjóðastofnanir

Litlar þjóðir eins og Íslendingar eiga mikið undir að alþjóðastofnanir, sem eru opnar öllum þjóðum, vinni í allra þágu af heilindum og þekkingu. Nú er svo komið að margar alþjóðastofnanir eru orðnar spilltar, stunda yfirhylmingar og styðjast við ósönnuð vísindi. Íslendingar flestir þekkja Alþjóða hvalveiðiráðið og Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Nú hefur Alþjóða heilbrigðisstofnunin, WHO, bæst í hópinn. Meira

Posted in Umhverfismál, Utanríkismál | Comments Off on Ótraustar alþjóðastofnanir

Svar Forsætisráðuneytis við fyrirspurn um úthlutun nýtingarréttar orkuauðlinda

                                                                                   FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ

                                                                                    Stjórnarráðshúsinu

Frjálst land, félagasamtök

                                                                                           Reykjavík 2. apríl 2020

Vísað er til fyrirspurnar yðar frá 26 febrúar sl. þar sem spurt er hvort fjárfestar í ESB muni sitja við sama borð og íslensk fyrirtæki í almannaeigu við úthlutun nýtingarréttar fallvatna og jarðvarma og við fyrirskipaða reglulega endurnýjun nýtingar orkuauðlinda. Meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Svar Forsætisráðuneytis við fyrirspurn um úthlutun nýtingarréttar orkuauðlinda

EES er að eyðileggja framleiðsluiðnaðinn

Eitt miklivægasta fyrirtæki landsins stefnir í lokun. Ástæðurnar eru of hátt orkuverð og vanefndir á afhendingu fallvatnsokru. Þetta hefur verið fyrirséð allt frá því er EES-samningurinn fór að hafa veruleg áhrif. Stjórnvöld Íslands hafa ekki staðið með iðnaðinum en látið tilskipanir frá ESB spilla starfsaðstöðu, innviðum og fyrirtækjunum sjálfum. Nú er komin gild afsökun fyrir iðnfyrirtækin að loka og gera þúsundir manna atvinnulausa. Það þýðir að Landsvirkjun mun komast í vanda og í framhaldi líklega úr eigu landsmanna. Ónýtt orka verður leidd úr landi gegnum sæstreng. Meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on EES er að eyðileggja framleiðsluiðnaðinn

Lærdómurinn af covid-19

Faraldurinn hefur sýnt fram á hvers hið sterka heilbrigðiskerfi Íslands er megnugt. Mikilvægi sjálfstæðrar stjórnunar heilbrigðismála og samskipta við önnur lönd hefur komið í ljós. Atvinnugreinarnar hafa sýnt sig að vera misöruggar, ferðaiðnaður hefur hrunið en landbúnaður og iðnaður veita íbúum landsins öryggi þrátt fyrir að hafa verið vanræktir af stjórnvöldum.
Meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Lærdómurinn af covid-19

Mesta vá mannkyns

Sjúkdómsfaraldrar hafa alltaf verið mesta vá sem steðjar að mannkyninu. Eftir að læknavísindin þróuðust hafa afleiðingarnar minnkað en faraldrar leggja samt milljónir manna í gröfina árlega. Þeir eiga oft upptök sín í þéttbýlum heitum löndum þar sem hreinlæti er ábótavant en lífríki fjölbreytt. Margir faraldrar sem hingað hafa komið hafa átt upptök sín inni í Asíu, sérstaklega Kína, þó suma megi rekja til annarra svæða og langt aftur í tímann. Meira

Posted in Umhverfismál, Utanríkismál | Comments Off on Mesta vá mannkyns

Enn um raforkuverð ÍSAL

Eftir Elías Elíasson

“Við skulum vona að Landsneti auðnist að finna það form á markað sem myndar hæfan ramma um þau viðskiptatækifæri sem möguleg eru á íslenska raforkumarkaðnum.” Meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Enn um raforkuverð ÍSAL

Fyrirspurn um úthlutun nýtingarréttar orkuauðlinda

                                                                     Frjálst land

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra

Fyrirspurn um úthlutun nýtingarréttar orkuauðlinda                  26.2.2020

Eftirlitsstofnun EES-samningsins, ESA, sendi íslenskum stjórnvöldum „formlega aðvörun“ 12.3.2014 (skjal no 660 969) og þann 7.5.2015 „rökstutt álit“ (Case no 69674) um að íslensk stjórnvöld brytu EES-samninginn við úthlutun nýtingarréttinda fallvatnsorku og jarðvarmaorku. Meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Fyrirspurn um úthlutun nýtingarréttar orkuauðlinda