ESB er að lama iðnaðinn

Vera Íslands í EES er hægt en örugglega að ganga af stórum hluta iðnaðarins dauðum. Orkukerfi landsins er orðið dýrt í rekstri og uppbyggingu af völdum regluverks ESB vegna EES. Orkufyrirtækin eru farin að krefja íslensk fyrirtæki um of hátt orkuverð. Ofaná bætist kostnaður fyrirtækjanna við að uppfylla reglugerðir, kvaðir og skatta samkvæmt ESB/EES sem ekki eru lagðar á í helstu samkeppnislöndunum, til dæmis kvöð að kaupa dýrar koltvísýrings-losunarheimildir.

ESB segist ætla að reyna að fá iðnaðinn í ESB til að vera kjurran en stór hluti er þegar farinn, þar á meðal stór hluti álveranna. Það á að gera með með ýmsum niðurgreiðslum og meðgjöfum frá skattgreiðendum eins og venjulega hjá ESB. Þeim dettur ekki í hug að gera rekstrarumhverfið heilbrigðara með að afnema óþarfa kvaðir og skatta. Orðskrúðið um kolefni og aðgerðir í því sambandi sýnir að ESB er einangrað í sínum kreddum um „loftslagsmál“ og baráttu við koltvísýring. Og vegna EES situr Ísland fast í draumórum ESB.

Pétur Blöndal lýsir (texti innan gæsalappa) kviksyndinu sem ESB er komið í :

Kolefnisleki -“En vand­inn til langs tíma lýt­ur að fram­leiðslu­kostnaði í ESB. Nú hef­ur ESB ný­lokið vinnu við end­ur­skoðun á reglu­verki vegna niður­greiðslna til orku­sæk­ins iðnaðar í ESB fyr­ir árið 2021-2030. Niðurstaða þeirr­ar vinnu er sú að álfram­leiðsla verður áfram á kolefnislekalista á sam­eig­in­leg­um orku­markaði ESB, en í því felst að fram­kvæmda­stjórn ESB met­ur stöðuna þannig að hætta sé á að álframleiðsla hrek­ist frá ESB ef of mikl­um kostnaði er velt á grein­ina. -“

Regluverk og losunarheimildir of dýr -“Í könn­un sem CEPS gerði fyr­ir fram­kvæmda­stjórn ESB í árs­lok 2013 kom fram að reglu­verk ESB bætti að meðaltali 8% ofan á fram­leiðslu­kostnað áls í ESB og jafn­framt að raf­orka væri stærsti kostnaðarliður­inn við fram­leiðslu áls. Fram kom að 86% af kostnaðinum við reglu­verk ESB tengd­ust raf­orku­verði, annaðhvort beint eða í gegn­um ETS, viðskipta­kerfi ESB með los­un­ar­heim­ild­ir. -“

Verð á losunarheimildum hefur fimmfaldast -“Til þess að mæta þessu hef­ur ein­stök­um ríkj­um inn­an ESB verið gert kleift að niður­greiða raf­orku til álfram­leiðslu svo um mun­ar, en það á að mæta kostnaði sem hleðst ofan á orku­verðið vegna kaupa orku­vera á los­un­ar­heim­ild­um. Það gef­ur auga leið að sá kostnaður er veru­leg­ur í þeim til­fell­um þar sem ork­an er sótt í jarðefna­eldsneyti á borð við kol eða gas. Það hef­ur því orðið grund­vall­ar­breyt­ing á verðlagn­ingu orku til ál­vera í Evr­ópu frá ár­inu 2013, ekki síst á und­an­förn­um árum þar sem verð á los­un­ar­heim­ild­um hef­ur fimm­fald­ast. -“

EES bannar Íslandi að niðurgreiða orku -“Nú er orðið ljóst að þetta niður­greiðslu­kerfi verður við lýði til árs­ins 2030 og er það und­ir stjórn­völd­um hvers rík­is inn­an ESB komið hvort þau nýta sér þessa heim­ild, en hingað til hef­ur það tíðkast í sam­keppn­islönd­um okk­ar, svo sem Nor­egi, Þýskalandi og Frakklandi. Þar sem Ísland er ekki aðili að sam­eig­in­lega orku­markaðnum leyf­ast slík­ar niður­greiðslur ekki hér. Mik­il­vægt er að stjórn­völd hér á landi hafi þetta í huga þegar þau bera sam­an orku­verð hér á landi við það sem tíðkast í ná­granna­lönd­um okk­ar. -“

Ál er grænt efni -“Ál er á lista ESB yfir hrá­efni sem eru mik­il­væg „græna sam­komu­lag­inu“ sem fel­ur í sér að Evr­ópa verði kol­efn­is­hlut­laus árið 2050 -“ (Pétur blöndal, Viðskiptablað Mbl 23.9.2020)

Ísland er fast í dýru raforkukerfi sem spillst hefur með EES og óstjórn heimafyrir og er að koma framleiðslufyrirtækjum landsins í strand. Óþarfir skattar og kvaðir og kaup losunarheimilda ESB spilla rekstri fyrirtækjanna. Og vegna EES eiga stjórnvöld Íslands ekki að fá að ráða hvort rafmagnið til iðnaðarins verði niðurgreitt. En orkufyrrtækin flest eru í eigu ríkis og bæja þannig að ef íslensk stjórnvöld hafa kjark geta þau látið orkufyrirtækin stilla orkuverðinu hér í hóf og afnumið verstu kvaðir ESB sem hafa komið löngu eftir að EES-samningurinn var gerður.

Posted in EES, Orka | Comments Off on ESB er að lama iðnaðinn

ESB hótar Bretum fram á síðustu stund

-„Okkur er sagt að ESB muni ekki aðeins leggja tolla á vörur sem fluttar eru frá öðrum svæðum Bretlands til Norður-Írlands heldur gætu þeir stöðvað flutninginn- -við gátum aldrei trúað að ESB myndi nota samning, sem gerður var í góðri trú, til að loka hluta af Bretlandi eða að þeir mundu hóta að eyðileggja efnahagslega og landfræðilega heild Bretlands“- (Boris Johnson. The Telegraph 12.9.2020) Meira

Posted in BREXIT | Comments Off on ESB hótar Bretum fram á síðustu stund

Yfirhylmingar

Stjórnvöld okkar eru í feluleik. Þau eru farin að stunda blekkingar til að fela vald ESB. Kjörnir fulltrúar landsmanna hafa ekki stjórn á mikilvægum málum, þeir eru flæktir í blekkingavef. Dæmi: Meira

Posted in EES, Landbúnaður, Orka, Umhverfismál, Utanríkismál, Verslun | Comments Off on Yfirhylmingar

Vond ESB-mál rekin í gegnum Alþingi á lokadögum

Verstu lögin og þau sem brjóta stjórnarskrána og stjórnsýslulögin eru ættuð frá ESB og er Alþingi neytt til að samþykkja þau vegna EES. Á síðustu starfsárum Alþingis hefur slíkum lögum verið smeygt í gegnum Alþingi þegar þingmenn eru orðnir þreyttir, í lok þingsins. Lagasamþykktir síðasta daginn fyrir síðustu þinglok, 29.6.2020, eru dæmi um þetta. Meira

Posted in EES | Comments Off on Vond ESB-mál rekin í gegnum Alþingi á lokadögum

Reglur ESB um úrgang henta ekki fyrir Ísland

Vegna EES samningsins eru lög og reglugerðir ESB um meðferð úrgangs látin ganga í gildi hérlndis. Sorpförgun sveitarfélaganna er þess vegna orðin mjög kostnaðarsöm. Sorp er flutt langar leiðir, flokkun og endurvinnsla er komin út í óþarfa. Árangurinn fyrir umhverfið er verri en enginn. Meira

Posted in EES, Umhverfismál, Uncategorized | Comments Off on Reglur ESB um úrgang henta ekki fyrir Ísland

Endurheimt votlendis illa rökstudd

Íslensk stjórnvöld létu að nauðsynjalausu draga landið undir stjórnvald ESB í s.k. loftslagsmálum í tengslum við EES-samninginn. Það þýðir að „aðgerðir“ ESB í loftslagsmálum eru líka fyrirskipaðar hér, þar á meðal endurheimt votlendis með því að moka ofan í framræsluskurði sem grafnir voru til þess að breyta mýrum í nytjaland. Öruggan vísindalegan rökstuðning vantar fyrir aðgerðunum. Meira

Posted in EES, Landbúnaður, Umhverfismál, Uncategorized | Comments Off on Endurheimt votlendis illa rökstudd

Endurreisn landbúnaðarins fljótvirk efnahagsaðgerð

Covid-19 kreppan kallar á neyðaraðgerðir stjórnvalda. Þau hafa þegar gert miklar áætlanir um notkun almannafjár til að bjarga fyrirtækjum. Slíkar ráðstafanir leiða til misnotkunar og spillingar, það eru hluthafar og bankar sem eiga að sjá um fyrirtækin. Aðgerð sem ekki kallar á stórkostlegan fjáraustur almannafjár er endurreisn landbúnaðarins. Það yrði fljótvikt og hefði mjög góð áhrif á efnahag landsmanna og öryggi. Endurreisnin kallar á að ganga þarf framhjá vissum lögum og reglugerðum frá ESB enda um að ræða aðgerðir í neyð. Meira

Posted in EES, Landbúnaður, Orka, Umhverfismál | Comments Off on Endurreisn landbúnaðarins fljótvirk efnahagsaðgerð

Viðjar erlends valds í plágunni

Covid-19 faraldurinn hefur afhjúpað í hvaða viðjar stjórn landsins er komin. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda til að sporna við afleiðingum faraldursins hafa að mestu verið mikil fjárútlát almannafjár. Aðgerðir sem ekki eru á kostnað almennings en geta haft afgerandi þýðingu hafa lítið komist á dagskrá, þær krefjast þess að stjórnvöld landsins stjórni landinu samkvæmt aðstæðum en ekki samkvæmt kvöðum frá ESB
Meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Viðjar erlends valds í plágunni

EES spillir sýklarannsóknum

Meðan Ísland er í baráttu við Covid-19 faraldurinn ætlar ríkisstjórnin að veikja íslenska heilbrigðiskerfið og láta Alþingi samþykkja EES-reglugerð um að íslenskar rannsóknastofnanir noti sýklarannsóknatækni ESB. Það þýðir m.a. að sjúkrahús og stofnanir verða háð undirmálsvísindum ESB í veirurannsóknum og þurfa að nota dýra CE-merkta tækni frá vissum fyrirtækjum í stað þess að hafa óheftan aðgang að því besta á heimsvísu og láta íslenska vísindamenn hanna greiningarferlin. Meira

Posted in EES, Heilbrigismál | Comments Off on EES spillir sýklarannsóknum

Michael Moore afhjúpar Grænu orkuna

Landscape with Milky way galaxy. Sunrise and Earth view from space with Milky way galaxy. (Elements of this image furnished by NASA)

Hinn þekkti heimildamyndaframleiðandi, Michael Moore, hefur nú sent frá sér nýja kvikmynd, „Reikistjarna mannanna“ (Planet of the Humans). Myndin afhjúpar hina svokölluðu grænu orku og fólkið sem græðir á henni. Umhverfistrúfélög vestanhafs reyna að fá myndina úr umferð en það hefur ekki tekist ennþá svo hægt er að sjá hana (hlekkur hér neðst) áður en hún verður bönnuð! Meira

Posted in Orka, Umhverfismál, Uncategorized | Comments Off on Michael Moore afhjúpar Grænu orkuna