Ný sjálfstæðisbarátta

-Eftir liðlega aldarfjórðungslanga aðild að EES-samningnum standa Íslendingar frammi fyrir þeirri staðreynd að þeir mega, í ljósi þess hvernig höndlað hefur verið með samninginn, í raun heita áhrifalausir um efni þeirra lagareglna sem sendar eru hingað í pósti og innleiddar í stórum stíl í íslenskan rétt-“

(Úr formála greinar í Þjóðmálum, Sjálfstæðisbaráttan nýja, eftir Arnar Þór Jónsson, þar sem höfundur gerir lögfræðilega og sagnfræðilega greiningu á EES-samningnum út frá þeim grunngildum sem Íslendingar vilja kenna sitt samfélag við: Lýðræði, fullveldi og sjálfstæði, Hér á eftir er stiklað á nokkrum atriðum í grein Arnars:)

Áhrifaleysi: -Grein þessi er rituð með skírskotun til þess áhrifaleysis sem framkvæmd EES-samningsins hefur opinberað í tilviki Íslands. Að mati höfundar eru álitamál sem tengjast stöðu íslenskrar löggjafar og innleiðingarferlinu í heild af þeirri stærðargráðu að engin þjóð sem vill teljast sjálfstæð getur látið þau liggja í þagnargildi. Með skírskotun til þeirra meginstoða um lýðræði, fullveldi og temprun valds sem stjórnskipun Íslands hvílir á er hér undirstrikað að innleiðingarferli erlendra reglna getur ekki og má ekki vera hömlulaust-“

Fulveldi: -Fullveldi er nú sem fyrr undirstaða stjórnmála og lagasetningar, því það ber með sér þann grundvallandi rétt sérhverrar þjóðar að eiga síðasta orðið um innihald laga og þar með þann grunn sem dómstólar og fram- kvæmdavald starfa á. Í þessu ljósi blasir við nauðsyn þess að valdhafar á Íslandi beri skynbragð á aðstæður hér á landi, hlusti á vilja kjósenda og síðast en alls ekki síst: Svari til ábyrgðar gagnvart íslenskum kjósendum-“

Hverra lög eru þetta? -Samt sem áður eru Íslendingar komnir í þá stöðu að skæðadrífa nýrra laga­reglna dynur á okkur í hverri einustu viku, án þess að þjóðin hafi haft nokkuð um efni þeirra að segja. Ef þetta er niðurstaða rúmlega aldarfjórðungs „samstarfs“ á grunni EES-samningsins, þ.e. að lög Íslendinga eru nú að stórum hluta samin af fulltrúum annarra þjóða og gefin út í nafni yfirþjóðlegra stofnana, hlýtur að mega spyrja grundvallarspurningar: „Hverra lög eru þetta?“-“

Sérfræðingar í ESB-rétti -Þegar „sérfræðingur í Evrópurétti“ lýsti því yfir í fréttaviðtali sumarið 2019 að „útilokað“ væri fyrir Íslendinga að fá undanþágu frá þriðja orkupakka ESB“ hlýtur mörgum að hafa brugðið alvarlega- -Eiga Íslendingar ekkert svar við þeirri stöðu sem hér var lýst annað en að segja að það sé „ekki hægt að sækja um undanþágur“ með þeim einu rökum að það hafi aldrei gerst í „sögu EES-samningsins að EFTA-ríki hafi hafnað upptöku löggjafar í EES-samninginn“? -“

Staða Íslands sé tekin til skoðunar -Frammi fyrir þeirri stöðu sem hér birtist, sbr. m.a. áðurnefnda viðvörun ESA, er tímabært að staða Íslands innan EES sé tekin til gagnrýnni skoðunar en gert hefur verið hingað til. Við þá endurskoðun þarf að ræða stöðuna í víðu samhengi hagsmunagæslu, fullveldis og lýðræðis-“

——————————————————————————————————– Tímaritsgrein Arnars Þórs Jónssonar er fyrsta gagngera faglega greiningin á EES-samningnum, sem kryfur áhrif samningsins á sjálfstæði og fullveldi Íslands, sem kemur fyrir almannasjónir á prenti. Í september 2019 kom út skýrsla starfshóps sem Guðlaugur Þór Þórðarson lét yfirlýsta stuðningsmenn EES-samningsins skrifa, formaður starfshópsins var einn af þeim þingmönnum sem greiddu samningnum atkvæði þegar hann var samþykktur með 33/63 atkvæða á Alþingi 12. jaúar 1993. Skýrsla starfshópsins var í raun skrípaleikur og tilraun til að hylma yfir afleiðingar samningsins. Þessi grein Arnars Þórs í Þjóðmálum sviptir nú hulunni af EES-samningnum með röksemdafærslum lögfræði og vísan í sögu Íslands.

Posted in EES | Comments Off on Ný sjálfstæðisbarátta

ESB-lög hrannast upp

Ríkisstjórnin hefur síðustu árin lagt um 200 mál til samþykktar Alþingis árlega, 25-35% þeirra vegna EES-samningsins. Alþingi á samþykkja 50 EES-tengd mál á þessu þingi. EES samningurinn afsalar löggjafar-, framkvæmda- og dómsvaldi til ESB og er samþykkt alþingis á tilskipunum ESB aðeins formsatriði. Íslensk laga- og reglugerðasöfn færast stöðugt meira í horf ESB. Afleiðingin er úrræðaleysi og hömlur á heimastjórn Íslendinga. Meira

Posted in EES | Comments Off on ESB-lög hrannast upp

Afnám verðtryggingar klaufabragð

Verðtryggingin var um áratuga skeið eina leið venjulegs fólks og fyrirtækja til að gera öruggar fjárskuldbindingar fram í tímann. Hvort sem er við íbúðakaup og sölu eða önnur viðskpti með verðmæti. Verðtryggingin er þróuð aðferð til að skilja hinna raunverulegu vexti frá hækkun lána sem stafar af verðbólgu. Nú ætla stjórnvöld okkar að fálma við og helst afnema verðtrygginguna. Meira

Posted in Bankar, EES | Comments Off on Afnám verðtryggingar klaufabragð

“Grænt” vetni

Falsanirnar um loftslagsbreytingar af mannavölldum eru farnar að hafa alvarleg áhrif, sérstaklega í ESB sem hefur gert þær að skyldusannindum og ástæðu fyrir að hefta nýtingu eldsneytis. Afleiðingarnar eru stöðnun, atvinnuleysi og fátækt. Hagkvæmum orkuverum er lokað, orkuverð er orðið það hæsta sem um getur. Umhverfisspjöll, heilsuspilling og dýrameiðingar eru vaxandi af völdum vindmylla. Sólarpanelar þekja stór landbúnaðar- og útivistarsvæði. Skógareyðing og trébrennsla er vaxandi. Ræktun jurta til alkóhól- og olíuframleiðslu tekur mikið land og gefur dýrt og lélegt eldsneyti. Notkun raforku er komin út í svið þar sem rafmgan hentar ekki. Hugmyndir um “grænt vetni” eru dæmigerðar um óraunsæi og vanþekkingu um umhverfisvernd.
Meira

Posted in EES, Orka, Umhverfismál | Comments Off on “Grænt” vetni

ESB lög æðri íslenskum lögum

Það verður æ augljósara að tilgangur EES-samningsins var að koma lögum ESB yfir EFTA löndin, aðeins Svisslendingar áttuðu sig og höfnuðu EES. Stjórnvöldum Íslands hafa borist mörg álit frá ESA um að landið virði ekki EES-samninginn. Af fjölda mála og flækjustigi er orðið vel ljóst að íslenskt þjóðfélag er of lítið til að ráða við hið flókna stjórnkerfi ESB. Meira

Posted in EES | Comments Off on ESB lög æðri íslenskum lögum

Bílaiðnaður á villigötum

Um miðja 20. öldina verða bílar almenn eign Vesturlandabúa. Lífsgæði snarbötnuðu, bíllinn flutti menn frá heimadyrum á áfangastað án tafa. Hækkandi verð á eldsneyti jók viðleitni við að gera létta og sparneytna bíla. En á 21. öld hefst ný tíska, s.k. orkuskipti, herferð gegn venjulegum bílum með niðurgreiðslum opinberra sjóða á rafhlöðubílum og raforku til þeirra. Þar með fer viðleitnin að létta bínana út um þúfur. Rafbílar eru miklu þyngri en eldsneytisbílar, þeir ganga á auðlindir Jarðar og valda umhverfisspjöllum. Meira

Posted in EES, Orka, Umhverfismál | Comments Off on Bílaiðnaður á villigötum

ESB er að lama iðnaðinn

Vera Íslands í EES er hægt en örugglega að ganga af stórum hluta iðnaðarins dauðum. Orkukerfi landsins er orðið dýrt í rekstri og uppbyggingu af völdum regluverks ESB vegna EES. Orkufyrirtækin eru farin að krefja íslensk fyrirtæki um of hátt orkuverð. Ofaná bætist kostnaður fyrirtækjanna við að uppfylla reglugerðir, kvaðir og skatta samkvæmt ESB/EES sem ekki eru lagðar á í helstu samkeppnislöndunum, til dæmis kvöð að kaupa dýrar koltvísýrings-losunarheimildir. Meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on ESB er að lama iðnaðinn

ESB hótar Bretum fram á síðustu stund

-„Okkur er sagt að ESB muni ekki aðeins leggja tolla á vörur sem fluttar eru frá öðrum svæðum Bretlands til Norður-Írlands heldur gætu þeir stöðvað flutninginn- -við gátum aldrei trúað að ESB myndi nota samning, sem gerður var í góðri trú, til að loka hluta af Bretlandi eða að þeir mundu hóta að eyðileggja efnahagslega og landfræðilega heild Bretlands“- (Boris Johnson. The Telegraph 12.9.2020) Meira

Posted in BREXIT | Comments Off on ESB hótar Bretum fram á síðustu stund

Yfirhylmingar

Stjórnvöld okkar eru í feluleik. Þau eru farin að stunda blekkingar til að fela vald ESB. Kjörnir fulltrúar landsmanna hafa ekki stjórn á mikilvægum málum, þeir eru flæktir í blekkingavef. Dæmi: Meira

Posted in EES, Landbúnaður, Orka, Umhverfismál, Utanríkismál, Verslun | Comments Off on Yfirhylmingar

Vond ESB-mál rekin í gegnum Alþingi á lokadögum

Verstu lögin og þau sem brjóta stjórnarskrána og stjórnsýslulögin eru ættuð frá ESB og er Alþingi neytt til að samþykkja þau vegna EES. Á síðustu starfsárum Alþingis hefur slíkum lögum verið smeygt í gegnum Alþingi þegar þingmenn eru orðnir þreyttir, í lok þingsins. Lagasamþykktir síðasta daginn fyrir síðustu þinglok, 29.6.2020, eru dæmi um þetta. Meira

Posted in EES | Comments Off on Vond ESB-mál rekin í gegnum Alþingi á lokadögum