Áþján ESB þyngist

Alþingi heldur áfram að setja ESB-lög á landsmenn, framhjá lýðræðinu. Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir veturinn er með rúmlega 200 málum þar af 65 sem eru tilskipanir frá ESB eða mál sem eru bein afleiðing EES. Það er um 32% þingmálanna, svipað hlutfall og síðustu tvö ár (35 og 30%). Sum málanna kalla á að Alþingi samþykki margar tilskipanir. Um 50 mál verða að lögum, afgangurinn að þingsályktunum. Tilskipanir sem verða að reglugerðum gefa ráðuneytin út, í kringum 200 árlega.

https://www.frjalstland.is/thingmalaskra-150-loggjafarthings-2019-2020-ees-mal/

ESB semur tilskipanirnar („gerðirnar“) einhliða, Alþingi tekur engan þátt og gerir heldur ekki efnislegar breytingar á þeim. Hin „þinglega meðferð“ er formsatriði og helst hægt að líkja við stimplun. Á leiðinni hingað frá höfuðstöðvum ESB koma EES-tilskipanirnar við í flóknu kerfi af nefndum og ráðum EES sem hafa enga lýðræðislega kjölfestu og hverfandi lítil völd en halda nokkurs konar leiksýningu um að „taka gerðirnar upp í EES-samninginn“. Í framkvæmd stjórnar ESB einhliða hvaða tilskipanir ganga í gildi hér. Farið er á svig við lýðræðisleg vinnubrögð frá byrjun og þar til að lögin og reglugerðirnar ganga í gildi hér. https://www.frjalstland.is/wp-content/uploads/2018/01/EES-Samningurinn-%C3%AD-framkv%C3%A6md-1.pdf

Flestar tilskipanir verða að reglugerðum, færri verða að lögum, um 50 af um 65 EES-málum þessa þings. Flestar tilskipananna fara framhjá Alþingi og milliliðalaust til ráðuneytanna sem gefa út reglugerðirnar upp úr þeim. Þær hljóta enga raunverulega lýðræðislega eða stjórnkerfislaga skoðun eða faglega úttekt á árifum og kostnaði og er efnislega aldrei breytt. Síðstu ár (2017 og 2018) hefur tæplega helmingurinn, 40-45%, af reglugerðunum sem ráðuneytin gefa út verið EES-tilskipanir, kringum 200 árlega.

Í þingmálaskránni eru fyrirskipanir frá ESB og valdsboð frá eftirlitsstofnun og dómstól EES, nokkur mál vegna fyrri EES-tilskipana, einnig eru mál sem tengast Schengensamningnum sem reyndist ónothæfur í flóttamannabylgjunni 2015. Tilskipanir eru m.a. um fjármálastarfsemi, tollkvóta og landbúnað, ríkisábyrgðir, ríkisstyrki, persónuverndarlög, orkuauðlindir, mengunarvarnir.

Loftslagsmál“ eru orðin ein aðal afsökunin fyrir miklum fjölda tilskipana frá ESB. Þær setja höft, gjaldtöku og sektarákvæði um notkun eldsneytis og losun koltvísýrings eða kvaðir á notkun tækja og aðferða. Íslensk stjórnvöld hafa gefið loforð til ESB um að draga úr losun án þess að Ísland hafi verið skuldbundið til þess samkvæmt upprunalega EES-samningnum. https://www.frjalstland.is/skuldbindingar-islenskra-stjornvalda-um-losun-grodurhusalofttegunda/ Athuga ber að ekki er um að ræða alþjóðlegar skuldbindingar Íslands á vegum Sameinuðu þjóðanna heldur eingöngu loforð til ESB. Ekki hafa stjórnvöld birt kostnaðaráætlanir fyrir loforðin en ljóst er að kostnaðurinn er tröllvaxinn og hækkar þegar fram í sækir. https://www.frjalstland.is/2019/01/10/stjornvold-aetla-ad-samthykkja-thungar-skuldbindingar-a-landid/

Samráðsgátt stjórnarráðsins býður þegnunum að leggja fram athugasemdir við frumvörp og reglugerðir. Það er hrein ndarmennska þegar um EES-tilskipanir er að ræða, athugasemdir við þær hafa eldrei leitt til efnisbreytinga. dæmi eru 3. orkupakkinn og persónuverndarlögin sem miklar og vel rökstuddar athugsemdir voru gerðar við. Reglugerð um losun frá atvinnurekstri og umhverfiseftirlit hefur verðið dæmd út af sérfræðingum, samtökum fyrirtækja og sveitarfélaga. https://www.frjalstland.is/2018/04/17/hamlandi-starfsleyfisreglur/

Frá gildistöku EES hefur Alþingi og stjórnarráðið ekki hafnað neinni tilskipun. Lagasafn Íslands eru orð útatað af lögum frá ESB og erfitt er orðið að setja íslensk lög sem ekki rekast á ESB-lögin. Enn verra er ástandið í reglugerðakraðakinu. Áþján ESB vegna EES-samningsins þyngist stöðugt og hindrar í vaxandi mæli að hægt sé að stjórna landinu með hag landsmanna að leiðarljósi.

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Áþján ESB þyngist

Atvinnuuppbyggingin komin í uppnám

Á sama tíma og Alþingi ætlar að láta orkufyrirtæki landsins kosta dýrt gæluverkefni, “þjóðarsjóð”, eru atvinnufyrirtækin sem þurfa orku að fara með sínar fjárfestingar til útlanda vegna hækkana orkuverðs hér. Eða hætta við uppbyggingu.

Skemmdin á orkukerfi Íslands, sem afskipti ESB af orkumálum landsins, sundurlimun orkufyrirtækjanna í framleiðslu, flutning og dreifingu hafa leitt af sér, er orðin svo alvarleg að uppbygging orkukræfrar atvinnustarfsemi er að stöðvast. Meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Atvinnuuppbyggingin komin í uppnám

Rafbílavæðingin vanhugsuð

Vegna EES hefur Ísland dregist með í „loftslagsaðgerðir“ ESB sem þýðir að Ísland þarf að minnka útblástur koltvísýrings að viðlögðum háum sektum.

Stjórnvöld hér hafa því komið af stað „aðgerðum í loftslagsmálum“ , meðal annars rafbílavæðingu sem er mjög kostnaðarsöm fyrir skattgreiðendur. Árangurinn fyrir umhverfið er vafasamur, rafbílar auka eiturefnamengun á Jörðinni en breyta losun koltvísýrings lítið. Meira

Posted in EES, Umhverfismál | Comments Off on Rafbílavæðingin vanhugsuð

Niðurrifið er hafið

Hin stóra auðlind Íslands, orkan, hefur verið undirstaða landfastrar atvinnustarfsemi í áratugi. Nú hefur ný stefna í orkumálum, komin frá ESB með EES-tilskipunum, verið tekin upp. Framleiðslufyrirtæki landsins draga saman seglin vegna þess að verð á orku er of hátt. Gróðurhúsin hafa verið í vandræðum lengi. Iðnfyrirtækin eiga sífellt erfiðara með að keppa við innflutning. Og nú síðast eru orkufyrirtæki í almannaeign farin að okra á iðjuverunum. Græðgisvæðing Landsvirkjunar er að stöðva iðnreksturinn í landinu. Svo virðist sem stefnan sé að loka iðnaðinum, selja orkuna til ESB og stöðva frekari virkjanaáform. Meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Niðurrifið er hafið

Neyðaraðgerðir til varnar auðlindunum

Það stefnir í neyðarástand í orkumálum. Að óbreyttu munu orkulindir landsins smám saman hverfa úr stjórn og nýtingu almannafyrirtækja landsmanna, árnar, jarðhitasvæðin sem og virkjanirnar. Regluverk EES/ESB tryggir að fjárfestar og fyrirtæki í ESB/EES geta átt land og nýtingarréttindi vatnsfalla og jarðvarma sem og virkjanir og orkufyrirtæki á Íslandi. Verð á orku er þegar tekið að hækka vegna árifa EES/ESB og fyrirtæki sem kaupa orku að undirbúa samdrátt og lokanir. Eina færa leiðin til að bregðast við í tíma er með neyðaraðgerðum. Alþingi getur ennþá sett lög að vild þó þau geti stangast á við EES-samninginn. Meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Neyðaraðgerðir til varnar auðlindunum

Hvaða ógn vofir yfir okkur?

Þriðji tilskipanapakki ESB um orkumál afhjúpaði ástandið í íslenskum stjórnmálum. Burtséð frá innihaldi tilskipananna er ljóst að hin gamalgróna lýðræðisþjóð að eigin áliti, Íslendingar, hafa misst sitt lýðræðislega vald yfir mikilvægum landsmálum. Hvorki lýðkjörnir fulltrúar né ráðnir embættismenn íslenska þjóðríkisins hafa getað varið landið fyrir valdahrifsi ESB. Þeir hafa þvert á móti gengið erinda ESB og jafnvel gripið til blekkinga, oft vegna þekkingarleysis en mögulega líka viljandi sem sýnir hve stjórnkerfi landsins er orðið bágborið og djúpt sokkið í erlent tilskipanakviksyndi Meira

Posted in EES | Comments Off on Hvaða ógn vofir yfir okkur?

Sæstrengurinn ákveðinn af ESB

ESB hefur haft þá stefnu alllengi að orka frá Íslandi verði leidd til ESB með sæstreng (sjá gögn hér á síðunni og Mbl-blog). Beðið er eftir að Ísland samþykki 3. orkupakkann. Undirbúningurinn er langt kominn. Stjórnvöld hér stefna að því leynt og ljóst að fyrirtæki á Íslandi sem nota mikla raforku dragi saman seglin eða loki. Reyni Alþingi að stöðva lagningu sæstrengs mun ESB draga Ísland fyrir dóm. Meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Sæstrengurinn ákveðinn af ESB

Samkeppnislögin standa í vegi fyrir þróun

Íslenska minnimáttarkenndin gagnvart útlendingum hefur verið landinu dýrkeypt. Alþingismenn héldu að samkeppnislög ESB væru svo merkileg að þeir samþykktu þau áður en EES-samningurinn gekk í gildi. Þau voru brot á réttindum landsmanna og veittu valdsmönnum ESB heimild til að ganga að Íslendingum. Meira

Posted in EES | Comments Off on Samkeppnislögin standa í vegi fyrir þróun

Stjórnmálamenn með draumsýn funduðu á Íslandi

Forsætisráðherrar ESB og EES landa norðursins, Finnlands, Þýskalands, Svíþjóðar, Íslands, Noregs og Danmerkur funduðu á Íslandi síðustu daga. Sameiginleg yfirlýsing þeirra sýnir að þeir virðast illa tengdir raunveruleika fólks í sínum löndum en samtaka í draumkenndum tískumálum og hunsa helstu vandamál sem að Norður-Evrópu steðja: Meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Stjórnmálamenn með draumsýn funduðu á Íslandi

Orkan okkar gefur út skýrslu um 3. orkupakkann

Sérfræðinganefnd á vegum samtakanna Orkan okkar kynnti skýrslu sem nefnist „Áhrif ingöngu Íslands í Orkusamband ESB“ í Safnahúsinu 16.8.2019. Í skýslunni er ítarlega farið yfir 3. orkupakkann og ýmiss mál sem tengjast orkumálum Íslands. Aðgerðir ESB í orkumálum ESB/EES-svæðisins eru ræddar og sagt frá helstu þáttum í stefnu ESB sem Orkusambandið á að koma í framkvæmd. Meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Orkan okkar gefur út skýrslu um 3. orkupakkann