Afstaða flokkanna til fullveldis

Misskilningur um EES-samninginn stendur í vegi fyrir sókninni til fullveldis.

Samtökin Frjálst land, Heimssýn og Orkan okkar spurðu framboðin til kosninganna um afstöðu þeirra til fullveldis, lýðræðis og sjálfstæðis. Í svörunum við spurningum 2 og 3 (sjá færslu hér á undan) kom í ljós að af þeim níu sem svöruðu voru tvö, Miðflokkurinn og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, sem tóku afdráttarlausa afstöðu með fullveldi og sjálfstæði og endurskoðun eða uppsögn EES-samningsins. Flokkur fólksins, Vinstri-grænir og Sósíalistaflokkurinn höfðu ekki fullmótaða afstöðu. Framsókn svaraði ekki. Í svörum annarra flokka kom fram misskilningur um EES-samninginn:

Samfylkingin svaraði m.a.: „Land og þjóð nýtur góðs af þeim fjölmörgu réttindum og viðskiptatækifærum sem með samningnum hlýst. Með EES-samningnum fæst miklu meira en fengist með fríverslunarsamningi. EES-samningurinn hefur m.a. tryggt ýmsar réttarúrbætur hér á landi og opnar fyrir aðgengi Íslendinga að fjórfrelsi Evrópusambandsins sem tryggir Íslendingum aukið frelsi og aðgang að mörkuðum og atvinnutækifærum í hinu stóra samfélagi þjóða sem Evrópusambandið spannar.“

Hér kemur röð af misskilningi: Mikilvægasti hluti hinna fjölmörgu réttinda var þegar umsaminn við ýmis lönd V-Evrópu löngu fyrir EES og hefði þróast áfram án EES. Viðskiptatækifærin voru líka flest löngu komin, aðallega með fríverslunarsamningnum 1972 sem er enn í fullu gildi og tryggir tollfrjálsan aðgang að markaði ESB með helstu útflutningsvörur landsins. Aftur á móti spillti EES ýmsum viðskiptatækifærum við alþjóðamarkaði með viðskiptahindrunum (NTB) og refsiaðgerðum gegn mikilvægum viðskiptalöndum eins og Rússlandi. Að EES hafi tryggt réttarúrbætur er öfugmæli; hann hefur valdið þarflausum og skaðlegum áhrifum á frelsi landsmanna. EES-tilskipanafjöldinn og meðfylgjandi eftirlitsskrifræði hamlar framtaki, framkvæmdum og framförum. EES hefur m.a. spillt orkugeiranum, fyrirtækjamarkaðnum, komið á óþörfum kvöðum og álögum og spillt fjárhag fyrirtækja, ríkisins og sveitarfélaga. Að Íslendingar hafi „aðgengi“ að fjórfrelsinu er misskilningur á hugtakinu. „Fjórfrelsi“ gengur í báðar áttir og er ein af fyrirmælum ESB í EES-samningnum um að aðildarlönd EES setji ekki hömlur á vöru- og þjónustuviðskipti, fjármagnsflutninga og fólksflutninga milli aðildarlanda. ESB setur þó sjálft miklar hindranir á viðskipti. Fjórfrelsisákvæði ESB hafa valdið miklum skaða hérlendis og litlu gagni. ESB-fyrirtæki hafa ekki fjárfest mikið í uppbyggingu á Íslandi, þeir sem fjárfesta hér eru aðallega enskumælandi. Frjálst flæði fjármagns fór nærri því að setja Ísland í ruslflokk í hruninu þegar inn í landið voru fluttar „frjálst“ gífurlegar fjárhæðir. „Frjáls“ innflutningur fólks er stjórnlaus og löngu kominn úr böndunum. Frjálst flæði þjónustu hefur m.a. gert að EES-fyrirtæki hafa keypt upp íbúðablokkir til þess að leigja út og gera ungt fólk að leiguliðum andstætt íslenskri eignamenningu.

Sjálfstæðisflokkurinn svaraði m.a.: „Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja áfram opinn og frjálsan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins. Sjálfstæðisflokkurinn vill því áfram byggja samskipti sín við Evrópusambandið á EES-samningnum.“

Þessi afstaða Sjálfstæðisflokksins er furðu lífseig; EES er ekki nein forsenda aðgangs að mörkuðum ESB, sem sést m.a. á viðskiptum Sviss og Bretlands auk t.d. Suður-Ameríku, Kanada o.fl. sem standa utan „innri markaðarins“. Fríverslunarsamningnum frá 1972 þarf ekki að segja upp þótt Ísland yfirgefi EES. Að EES-samningurinn sé um „samskipti“ er villandi; EES er að mestu um valdsvið ESB og hvernig á að koma tilskipanavaldi (löggjafarvaldi, framkvæmdavaldi) og dómsvaldi ESB í framkvæmd á Íslandi.

Píratar svöruðu m.a.: „Við fáum aldrei betri samning við ESB en EES-samninginn.“

Þetta er ein helsta bábiljan um EES; mörg viðskiptalönd ESB, utan EES, hafa svipaða eða betri samninga en Ísland. Sviss og Bretland hafna EES-samningnum alfarið, standa utan „innri markaðarins“ en hafa verslunarsamninga við ESB, Sviss er með uppfærðan fríverslunarsamning frá 1972 eins og Ísland.

Viðreisn svaraði m.a.: „Viðskiptahagsmunum Íslands – og margvíslegum öðrum hagsmunum – væri mun verr þjónað með hefðbundnum fríverslunarsamningi en með þeirri aukaaðild að innri markaði Evrópu sem EES-samningurinn færir okkur, með fullri þátttöku í fjórfrelsinu svonefnda (frjálsri för vara, þjónustu, fólks og fjármuna), að meðtalinni þátttöku í rannsóknasjóðum, starfsþjálfunar- og skiptinámsáætlunum.“

EES er ekki forsenda aðgangs að mörkuðum ESB. Hinn margumtalaði „innri markaður“ ESB hrörnar hratt meðan alþjóðamarkaðir eflast, aðildin að EES stendur í vegi fyrir frjálsum viðskiptum Íslands við alþjóðamarkaði vegna viðskiptahindrana ESB. „Þátttaka“ í fjórfrelsinu (þ.e. blind hlýðni) tók nauðsynleg stjórntæki frá íslenskum stjórnvöldum og hefur valdið stórskaða. Aðgangur að rannsóknafé, þjálfunar- og skiptinemakerfum er á forsendum ESB og til þess fallið að afla sambandinu stuðnings. „Styrkir“ gefa Íslandi yfirleitt lítinn ávinning en tímabundin störf við áhugamál ESB, styrkir eru fáanlegir frá ýmsum öðrum löndum.                    

Friðrik Daníelsson, greinin birtist í Morgunblaðinu 21.9.2021

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Afstaða flokkanna til fullveldis

Stjórnmálaflokkar svara

Samtökin Frjálst land, Heimssýn og Orkan okkar sendu stjórnmálaflokkum og framboðum eftirfarandi spurningar 20.7.2021 sem varða afstöðu til fullveldis, lýðræðis og sjálfstæðis. Meira

Posted in EES, Orka, Utanríkismál, Verslun | Comments Off on Stjórnmálaflokkar svara

Hvernig á að nýta íslenska raforku?

Til þesss að orkulindir landsins komi landsmönnum til góða þarf að nota orkuna til atvinnustarfsemi eða lífsgæða á hagkvæman hátt til frambúðar. Það sem gefur lang mest af sér er arðbær framleiðsla vöru sem seljanleg er á alþjóðamarkaði. Nú um stundir eru í tísku hugmyndir um að nota raforkuna í „orkuskipti“ eða „rafeldsneyti“. Slík notkun raforku er ósjálfbær og leiðir í öllum tilvikum til sóunar orku og efna og kemur í veg fyrir skynsamlega sjálfbæra nýtingu. Meira

Posted in EES, Orka, Uppbygging | Comments Off on Hvernig á að nýta íslenska raforku?

Spurningar til stjórnmálaflokka og framboða (styttur listi)

                                                  Frjálst land

                                                                                              Reykjavík, 20.8.2021 Meira

Posted in EES, Uncategorized, Utanríkismál | Comments Off on Spurningar til stjórnmálaflokka og framboða (styttur listi)

Spurningar til stjórnmálaflokka og framboða

                                                                                         Reykjavík, 20.7.2021

EFNI: Spurningar til stjórnmálaflokka / framboða fyrir alþingiskosningar 2021 Meira

Posted in EES, Landbúnaður, Orka, Utanríkismál, Verslun | Comments Off on Spurningar til stjórnmálaflokka og framboða

Ísland í erindrekstri fyrir ESB

Íslenskir stjórnmálamenn eru orðnir erindrekar ESB. Utanríkisráðherrann tekur á móti stjórnarandstæðignum frá Hvítarússlandi. Þingmaður úr sjóræningjaflokknum („pírati“) skrifar níð um meðferð Rússa á Krímbúum. Og ríkisstjórnin lætur Ísland taka þátt í „refsiaðgerðunum“ gegn Rússum vegna Úkraínu. Ekkert af þessu er í þágu hagsmuna Íslands heldur er markmiðið að innlima lönd Rússa í ESB. Meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Ísland í erindrekstri fyrir ESB

Landstjórn sem ekki gætti hagsmuna Íslands

Ríkisstjórn og Alþingi sem skila brátt sínu umboði hafa reynst slök við hagsmunagæslu og ekki staðið með Íslandi í mikilvægum málum. Tískustjórnmálabylgjur að utan hafa ráðið miklu um landstjórnina, oft andstæðar hagsmunum landsins. Fábreytt atvinnulíf og þar með atvinnuleysi stórra hópa er orðið vandamál, mikilvæg uppbygging hefur verið hæg. Meira

Posted in EES, Landbúnaður, Loftslag, Orka, Umhverfismál, Uppbygging, Utanríkismál, Verslun | Comments Off on Landstjórn sem ekki gætti hagsmuna Íslands

Viðskilnaður Alþingis 13. júní 2021

Þingheimurinn sem skilar af sér á þessu ári hefur komið mörgum kostnaðarsömum og íþyngjandi kvöðum frá ESB á íslensku þjóðina sem munu auka óþarfar byrðar á fyrirtæki og einstaklinga og skriffinnsku ríkisstofnana og sveitarfélaga og rýra ráðstöfunartekjur þjóðarinnar. Á kjörtímabilinu eru áhöld um stjórnarskrárbrot EES þekktust í tengslum við persónuverndarlög, 3. orkupakkann, samkeppnislög og bankaregluverk. Meira

Posted in EES | Comments Off on Viðskilnaður Alþingis 13. júní 2021

Sviss hafnar valdi Brussel

Sviss hefur nú slitið viðræðum við ESB um nýjan viðskiptasamning eftir 7 ára hrotu. Landið er ásamt Bretlandi annað af tveim þróuðu löndum V-Evrópu sem eru hvorki ekki í ESB né EES né heldur í tollabandalagi ESB og getur því samið frítt um viðskipti við önnur lönd. Sviss hefur staðfastlega varist öllum tilraunum ESB til að taka til sín völd og rýra lýðræði landsins. Svisslendingar áttuðu sig strax 1992 á skaðsemi EES samningsins og höfnuðu honum meðan 33/63 alþingismanna Íslands bitu á agnið og samþykktu hann Meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Sviss hafnar valdi Brussel

Ísland þarf að vinna með Grænlandi

Grænland verður eitt af aðal viðskiptalöndum Íslands ef rétt er að málum staðið af hálfu Íslands. Viðskipta- og samstarfstækifærin eru mörg og hafa verið að þróast: Samgöngur, ferðaiðnaður, sjávarnytjar, heilbrigðismál, skólamál, mannvirkjagerð, orkumál. Og mennta og menningarmál. Grænlendingar hafa sýnt sjálfstæðisvilja, þeir sögðu sig úr ESB og eru því lausir við regluverkskviksyndi ESB/EES þó Dönsku yfirráðin hafi áhrfi en Danir styðja við sjálfstæðisviðleitni Grænlands. Langstærstu efnahagslegu tækifærin liggja í jarðefnaauðlegð Grænlands sem með orkuuppsprettum Íslands geta skapað mikla auðlegð fyrir bæði löndin. Meira

Posted in EES, Orka, Uppbygging, Utanríkismál | Comments Off on Ísland þarf að vinna með Grænlandi