Í þingmálaskrá nýju ríkisstjórnarinnar eru um 110 mál og aðeins um fimmtungur þeirra, 22, úr EES/ESB-tilskipunum sem er mun minna en síðustu ár enda hluti af þingtímanum liðinn. Stórhæta er að nýju ríkisstjórninni takist að lögfesta forgang ESB-tilskipana fram yfir landslög, bókun 35.
https://www.stjornarradid.is/rikisstjorn/thingmalaskra/
Skoða þarf þessa skrá að hluta sem upprifjun á skrá síðustu ríkisstjórnar frá því í haust leið þar sem voru um 200 mál og nærri þriðjungur ættuð frá ESB vegna EES. https://www.frjalstland.is/2024/09/17/thingmalaskra-155-loggjafarthings-2024-2025-ees-mal/
Slæmar EES-tilskipanir. Nýja ríkisstjórnin ætlar að halda áfram að setja slæmar EES-tilskipanir í lög. Meðal verstu málanna frá ESB/EES varða fjármálastarfsemi, framhaldandi haftasetning á vörur frá löndum utan ESB og sístækkandi haugur af lögum um „loftslag“ auk tilskipana sem þenja út flækjustig við uppbyggingu, framkvæmdir og atvinnurekstur. Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun, eftir kennitöluflakk “Náttúruverndarstofnun“, eru löngu orðin og enn versnandi hemill á þróun byggðar á Íslandi og starfa samkvæmt EES-lögum og reglugerðum frá ESB.
Góð mál. En nýja ríkisstjórnin hefur líka gott í hyggju og ætlar sér að reyna að auka fríverslun við umheiminn utn ESB. Fullgilda á fríverslunarsamninga við nokkur ríki sem reyndar verða með takmörkunum sem EES-samningurinn setur. Hún hefur líka lofað að vinda ofan af reglufarganinu en það er falsloforð meðan ESB hefur í raun laga- og reglusetningavald hér í krafti EES-samningsins. Koma á af stað aðgerðaáætlun gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Og um brottvísun afbrotamanna með „alþjóðlega vernd“. Skattlangning á stór alþjóðafyrirtæki er á dagskrá.
Virkjanir. Reyna á að gefa út lög sem gilda til bráðabirgða um virkjanir og vatnalög en nú gilda ýmiss EES/ESB-lög um það. Svo á að reyna að færa löggjöf sem er gerð upp úr EES-tilskipunum nær ESB-löggjöfinni til að vinna gegn s.k. gullhúðun, ásakanir á stjórnarráð og Alþing frá þeim sem halda að EES-samningurinn sé einhvers konar náttúrulögmál.
Hin vitfirrta hugmynd um „viðskiptakerfi” með raforku verður líka á dagskrá, reynt verður a koma á ónothæfu braskkerfi eins og hafa hleypt up orkuverði á Norðurlöndum og víðar. Þessi mál eru fálm sem gefa enga frambúðarlausn á ónothæfu laga- og regluverki sem ratað hefur hingað vegna EES-samningsins.
Hernaðarþáttaka. Svo virðist sem glórulaus stuðningur Ísland við henrað og eyðsla almannafjár í hernaðarrekstur á vegum NATO og ESB sé ekki á dagskrá þingsins en gæti verið falin undir framkvæmdavaldi ráðherra. Afnám refsiaðgerða og viðskiptahafta gegn Rússlandi, einu besta viðskiptalandi Íslands til langs tríma, eru ekki á dagskrá.
Bandaríkin eru að byggja upp hernaðaraðstöðu af uppskálduðu tilefni hér á landi aftur eftir nærri tveggja áratuga fráveru. Ríkisstjórn Íslands á auðvitað að krefjast þess að Bandaríkin geri fríverslunarsamning við Ísland ef á að leyfa þetta hernaðarbrölt hér
Sjálfstæðismálið. Að nýja ríkisstjórnin taki upp baráttu fyrir sjálfstæði landsins gagnvart tilskipanavaldi ESB/EES er ekki að vænta, þvert á móti ætlar hún að setja bókun 35 við EES-samninginn í lög og gera þannig ESB-lög æðri íslenskum og auka þarmeð enn á stjórnarskrárbrotið sem fylgdi EES-samningnum.
Yfirlýst stefna að einfalda stjórnkerfið og greiða fyrir uppbyggingu er innantómt loforð. Til að minnka reglugerðahömlurnar til frambúðar þarf að segja EES-samningnum upp og afnema mikið af tilskipununum sem hingað hafa borist. Þessi ríkisstjórn álítur það greinilega ekki koma til greina.
Eitt draumkenndasta stefnumál nýju ríkisstjórnarinnar um aðild að ESB, og þjóðaratkvæðagreiðslu þar um, er endurkomandi þráhyggja krata í íslenskum stjórnmálum. Að kasta eigin gjaldmiðli verður þá líklega líka reynt að lauma inn.
Þingmálaskrá 156. þings sýnir að við hefur tekið ríkisstjórn með takmarkaða þekkingu á hagsmunamálum Íslands en á enn eftir a sýna sitt ágæti. En yfir vofir hætta á að hún afsali sínu eigin valdi og valdi Alþingis til Evrópusambandsins og leiði Ísland að því að verða ósjálfbjarga jaðarbyggð undir yfirráðum Evrópusambandsins.