Kaldastríðinu loksins lokið

Bandaríkjastjórn Donalds Trump hefur nú gert upp við Kaldastríðið í nýrri þjóðaröryggisstefnu sem boðar stefnubreytingu í utanríkismálum Bandaríkjanna. Rússland og Kína eru ekki lengur helstu óvinir eins og þeir urðu með Truman kenningunni sem er orðin 78 ára gömul og var vegvísir Trumans og Churchill í Kaldastríðinu og stofnun NATO.

Vestrænir leiðtogar sögðu að Kaladstríðinu hefði lokið með upplausn Ráðstjórnarríkjanna 1991. En það varð ekki raunin, NATO sem stofnað var að sögn Bandaríkjanna og Bretlands til þess að hefta útbreiðslu Moskvukummúnismans, var ekki leyst upp þegar Moskvukommúnisminn missti sitt vald. Þvert á móti, NATO tók að bólgna út og sannaðist þar með að það var ekki stofnað gegn kommúnistunum heldur gegn Rússlandi!

Hin nýja Þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna breytir forsendum íslenskrar utanríkisstefnu af þeirri augljósu ástæðu að Bandaríkin eru samningsbundinn hervarnaraðili Íslands. Bandaríkin eru helsta herveldi heims og því eru varnarsamningar við önnur lönd ekki bara óþarfir fyrir Ísland heldur geta verið bæði skaðlegir og hættulegir íslenskum hagsmunum. Okkar ráðherrar og þingmenn þurfa að kynna sér nýju Þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna vel áður en þeir valda meiri skaða á íslenskum hagsmunum. Tjóðrið sem Evrópusambandið hefur Ísland í vegna samningsins um evrópska efnahagssvæðið (EES), og sríðsbábyljur Evrópusambandsins, stefna Íslandi í stríð við Rússland. Samkvæmt þjóðaröryggisstefnunni stendur Evrópa frammi fyrir siðmenningarupplausn og er föst í stríðsæsingum, múslimainnflutningi, málfreslsishöftum, miðstjórnarafskiptum Brussel og opinberri blekingastarfsemi. Trump hefur sagt að Vestur-Evrópa sé hrörnandi hópur þjóða stjórnað af veikum leiðtogum sem bregðast rangt við fjöldafólksflutningnum og ráða ekki við að binda endi á Úkraínuátökin.

-“Þó Evrópa sýni uggvekjandi teikn um efnahagslega afturför eru stjórnmála- og menningarleg hrörnum ennþá alvarlegri. Stóru málin sem Evrópa stendur frammi fyrir innifela starfsemi Evrópusambandsins og annarra yfirþjóðlegra aðila sem grafa undan stjórnmálafrelsi og fullveldi; stefna um  fólksinnflutning sem er að umbreyta meginlandinu og framkalla deilur; ritskoðun frjálsrar umræðu og bælingu stjórnmálaandstöðu; hrun fæðingartíðni og missir þjóðarsamkenndar og sjálfstrausts. Bandaríkin vilja að Evrópa verði áfram evrópsk og hætti að leggja á kæfandi regluverk.“.

-“Það er grundvallar áhugi Bandaríkjanna að semja um skjóta stöðvun bardaga í Úkraínu til þess að hægt sé að ná stöðugleika í evrópskum efnahag, koma í veg fyrir óviljandi útvíkkun stríðsins og til þess að koma á herstjórnarlegum stöðugleika gagnvart Rússlandi-“.

-“Í dag eru þýsk efnaiðnaðarfyrirtæki að byggja sumar stærstu efnaverksmiðjur heimsins í Kína sem munu nota rússneskt gas sem þeir fá ekki að kaupa heima. Trump-stjórnin er í andstöðu við evrópska ráðamenn sem hafa óraunsæjar skoðanir um Úkraínustríðið, sem alið er á í fallvöltum minnihlutastjórnum sem margar hverjar halda stjórmálaandstöðu niðri. Stór meirihluti Evrópubúa vill frið, samt kemur sá vilji ekki fram í stjórnvaldsstefnu, að miklu leyti vegna þess að þessi stjórnvöld hafa kollvarpað lýðræðinu-“.

https://www.whitehouse.gov/wp-content/uploads/2025/12/2025-National-Security-Strategy.pdf

Posted in Utanríkismál | Comments Off on Kaldastríðinu loksins lokið

Trójuhestar komnir inn í Evrópusambandið

Andstaða aðildarlanda við miðstjórnarvald Evrópusambandsins fer vaxandi. Fleiri lönd vilja láta sína hagsmuni ráða. Eitt af stærstu ríkjunum, Bretland, hefur þegar skilið við sambandið. Spurningin vaknar, Hverjir verða næstir? Veðbankarnir segja að það verði líklega Ítalía, Grikkland eða Pólland. https://www.olbg.com/blogs/next-country-leave-european-union. Ríkjasambandið er að gliðna. Continue reading

Posted in EES | Comments Off on Trójuhestar komnir inn í Evrópusambandið

Vindorkuver eyðileggja náttúru og fjölbreytileika lífríkis

Ljósmynd frá Norðursjávarströnd. Copyright P. Gosselin.

Vindorkuver eru oft rómuð sem lýsandi dæmi um orkuskipti – hrein, endurnýjanleg framtíðarorkuver. En bak við þetta „græna“ liggur vanmetin keðja eyðileggingar sem veldur umfangsmikilli, mögulega óafturkræfri skemmd á okkar vistkerfi. Nýlegar rannsóknir gefa til kynna að hinn raunverulegi kostnaður af vindorku sé miklu hærri en almennt er viðurkennt, sem er borgaður beint og með sársauka af náttúrunni sjálfri. Continue reading

Posted in EES, Loftslag, Orka | Comments Off on Vindorkuver eyðileggja náttúru og fjölbreytileika lífríkis

Þingmálaskrá 2025-2026. EES-mál.

https://www.stjornarradid.is/rikisstjorn/thingmalaskra/

Í skránni eru um 160 mál, þar af eru 34 mál sem eru frá Evrópusambandinu, sum bein afleiðing af fyrri EES-tilskipunum og umkvörtunum ESA eða EFTA-dómstólsins. Heldur minna en síðustu áratugi enda hefur Evrópusambandið verið upptekið af hernaðarundirbúningi upp á síðkastið. Continue reading

Posted in EES | Comments Off on Þingmálaskrá 2025-2026. EES-mál.

Án sannleikans fæst enginn friður

Þótt lýðræði og lífs­gild­um sé hampað glata þau merk­ingu ef auðræði og auðhring­ir ná und­ir­tök­um og völd­um.

Hver sem er sann­leik­ans meg­in heyr­ir mína rödd.“ (Jóh. 18.37) Þessi orð Frels­ar­ans frammi fyr­ir Pílatusi hafa ávallt sitt að segja. Ástæða er til að halda þeim fram gegn blekk­ing­um og lífs­svik­um er ein­kenna nú stjórn­mál og sögu og vega að kristnu siðgæði, mann­helgi og lífs­virðingu, sam­kennd og kær­leika. Continue reading

Posted in Utanríkismál | Comments Off on Án sannleikans fæst enginn friður

Sótt að Landsvirkjun

Enn eina ferðina er helsta fyrirtæki Íslendinga orðið skotspónn EES-regluverksins, nú vill Samkeppisetirlitið sekta fyrirtækið vegna „misnotkunar á markaðsráðandi stöðu“ ! Auðvitað skilgreint samkvæmt samkeppnislögum sem eru fylgifiskur EES-samningsins og spunnin úr regluverki Evrópusambandsins. https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2025/08/21/itrekud_brot_med_rikisabyrgd/ Continue reading

Posted in EES, Orka | Comments Off on Sótt að Landsvirkjun

Íslendingar verða að vara sig á stríðsæsingnum

Stríðsfrú Evrópusambandsins er komin til landsins til þess að ræða m.a. „varnarmál“ við okkar ráðherrafrýr þó henni komi þau ekki við, þau eru milli okkar og Bandaríkjanna sem við erum með varnarsamning við. Hún ætlar væntanlega líka að reyna að tæla kvennastjórn Íslands í Evrópusambandið með fölskum fagurgala eins og venjan er. Continue reading

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Íslendingar verða að vara sig á stríðsæsingnum

Atlögur Breta og eðlileg samskipti þjóða

Hótanir Breta hafa hangið yfir Íslandi, með hléum, stóran hluta stjálfstæðistímans.
Continue reading

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Atlögur Breta og eðlileg samskipti þjóða

Samkeppnislögin standa í vegi fyrir þróun

Íslenska minnimáttarkenndin gagnvart útlendingum hefur verið landinu dýrkeypt. Alþingismenn héldu að samkeppnislög ESB væru svo merkileg að þeir samþykktu þau áður en EES-samningurinn gekk í gildi. Þau voru brot á réttindum landsmanna og veittu valdsmönnum ESB heimild til að ganga að Íslendingum. Continue reading

Posted in EES | Comments Off on Samkeppnislögin standa í vegi fyrir þróun

Bandaríkin og öryggi Evrópu

Varaforseti Bandaríkjanna, J.D. Vance, lýsti öryggismálum Vetur- Evrópu í ræðu í Munchen í febrúar sl., séð með augum verndaranna, Bandaríkjanna, sem hafa borið uppi hervarnir V-Evrópu í 86 ár. Lýsing Vance er alger andstaða við það sem Evrópusambandið, og NATO-lönd Evrópu, hafa haldið á lofti. Hann sagði m.a að ekkert væri meira áríðandi að leysa en fjölda-fólksinnflutninginn. Hann ásakaði Evrópska leiðtoga um að hefta málfrelsi og stunda ritskoðun. Stærsta hættan sem Evrópa stæði frammi fyrir væri ekki Rússland eða Kína eða ytri þættir heldur hætta innanfrá! Continue reading

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Bandaríkin og öryggi Evrópu