Vindorkuver eyðileggja náttúru og fjölbreytileika lífríkis

Ljósmynd frá Norðursjávarströnd. Copyright P. Gosselin.

Vindorkuver eru oft rómuð sem lýsandi dæmi um orkuskipti – hrein, endurnýjanleg framtíðarorkuver. En bak við þetta „græna“ liggur vanmetin keðja eyðileggingar sem veldur umfangsmikilli, mögulega óafturkræfri skemmd á okkar vistkerfi. Nýlegar rannsóknir gefa til kynna að hinn raunverulegi kostnaður af vindorku sé miklu hærri en almennt er viðurkennt, sem er borgaður beint og með sársauka af náttúrunni sjálfri.

Jarðvegseyðing og næringarefnatap

Þó risamöstur séu sýnilegustu hlutar vindmylla byrjar hin raunverulega skemmd af þeirra völdum djúpt í jörð. Bygging vindmylla og vega að þeim leiðir af sér mikla jarðvegseyðingu. Athuganir sýna að þúsundir tonna af verðmætum þekjujarðveg er svipt burt við vindmyllurnar árlega. Þetta tap veikir gróðurinn og eykur vandamálin með jarðvegseyðinguna.

Það sem verður eftir er oft rýr jarðvegur með minna af mikilvægum næringarefnum svo sem köfnunarefni, fosfór og lífrænu kolefni. Með rýrnuninni minnkar rakainihald jarðvegsnins. Afleiðingarnar: Jafnvægið í vistkerfi svæðisins hrynur – ferill sem rannsóknamenn lýsa sem „foss af vistfræðilegum afleiðingum“.

Þegar jarðvegur tapar trapar næringarefnum og raka minnkar jurtavöxtur mikið. Jurtir ná ekki hæð og þéttleika eins og á ótrubluðum svæðum. Sérstaklega er þetta sýnilegt í viðkvæmum vistsvæðuum svo sem skógi og limgerðum. Þetta hefur síðan áhrif á skordýrin. Athugun í Ningxia gresjunni í Kína sýnir greinilegt samband: Fjöldi og fjölbreytileiki skordýra minnkar mjög mikið með vaxandi þéttleika vindmylla. Skordýrin missa sínar fæðuuppsprettur, hringrás jarðvegs og þekju fer úr skorðum. Afleiðingin: Keðja eyðileggingar. Jarðvegsskemmd leiðir til veikgerðari jurta og gróðurskorts og svo missis líffræðilegs fjölbreytileika.

Spilla hegðun dýra

Vindorkuver orsaka einnig annars konar og umfangsmeiri náttúruspjöll. Þau spilla pörun dýra. Hávaðamengun, hljóðmengun, og rafsegulgeislun geta spillt tímgun og ruglað ratvísi dýra.

Miklar svæðisskemmdir, engin áhrif á hitafar

Vindmyllubú eru ekki hin óspillta lausn sem látið er í veðri vaka. Hin mikla röskun jarðvegs og jurtagróðurs, og meðfylgjandi spilling líffræðilegrar fjölbreytni, sýna að talsverður hluti af loftslagsverndarstefnunni er framkvæmd á kostnað náttúrunnar. Meðan eitt vindmyllubú samkvæmt kenningunni hefur áhrif á hnatthitann upp á örfáa milljónustu eða billjónustu úr gráðu, eru skemmdirnar sem þau valda á umhverfinu alvarlegar.

Hin ósýnilega keðja eyðilegginga – frá jörðinni til skordýranna – veikir heilu vistkerfin og kastar skugga á það sem virtist „græn orka“. Það er kominn tími til að vera heiðarlegur um hin raunverulegu áhrif vindmylla á umhverfið.

P. Gosselin, NoTrickZone 5.10.2025.

https://notrickszone.com/2025/10/05/green-energys-high-price-wind-farms-are-ravaging-nature-biodiversity/

Samkvæmt EES-tilskipunum ber Íslandi skylda til að láta reisa “græn” orkuver sem þýðir að íslensk stjórnvöld geta ekki staðið á móti ásókn fyrirtækja í ESB að reisa hér vindmyllubú. Vindmyllur eru óhagkvæm og léleg orkuver auk þess að vera náttúruspillandi á marga vegu (sjá umfjöllun hér á síðunni 8.10.2021)

Posted in EES, Loftslag, Orka | Comments Off on Vindorkuver eyðileggja náttúru og fjölbreytileika lífríkis

Þingmálaskrá 2025-2026. EES-mál.

https://www.stjornarradid.is/rikisstjorn/thingmalaskra/

Í skránni eru um 160 mál, þar af eru 34 mál sem eru frá Evrópusambandinu, sum bein afleiðing af fyrri EES-tilskipunum og umkvörtunum ESA eða EFTA-dómstólsins. Heldur minna en síðustu áratugi enda hefur Evrópusambandið verið upptekið af hernaðarundirbúningi upp á síðkastið. Meira

Posted in EES | Comments Off on Þingmálaskrá 2025-2026. EES-mál.

Án sannleikans fæst enginn friður

Þótt lýðræði og lífs­gild­um sé hampað glata þau merk­ingu ef auðræði og auðhring­ir ná und­ir­tök­um og völd­um.

Hver sem er sann­leik­ans meg­in heyr­ir mína rödd.“ (Jóh. 18.37) Þessi orð Frels­ar­ans frammi fyr­ir Pílatusi hafa ávallt sitt að segja. Ástæða er til að halda þeim fram gegn blekk­ing­um og lífs­svik­um er ein­kenna nú stjórn­mál og sögu og vega að kristnu siðgæði, mann­helgi og lífs­virðingu, sam­kennd og kær­leika. Meira

Posted in Utanríkismál | Comments Off on Án sannleikans fæst enginn friður

Sótt að Landsvirkjun

Enn eina ferðina er helsta fyrirtæki Íslendinga orðið skotspónn EES-regluverksins, nú vill Samkeppisetirlitið sekta fyrirtækið vegna „misnotkunar á markaðsráðandi stöðu“ ! Auðvitað skilgreint samkvæmt samkeppnislögum sem eru fylgifiskur EES-samningsins og spunnin úr regluverki Evrópusambandsins. https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2025/08/21/itrekud_brot_med_rikisabyrgd/ Meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Sótt að Landsvirkjun

Íslendingar verða að vara sig á stríðsæsingnum

Stríðsfrú Evrópusambandsins er komin til landsins til þess að ræða m.a. „varnarmál“ við okkar ráðherrafrýr þó henni komi þau ekki við, þau eru milli okkar og Bandaríkjanna sem við erum með varnarsamning við. Hún ætlar væntanlega líka að reyna að tæla kvennastjórn Íslands í Evrópusambandið með fölskum fagurgala eins og venjan er. Meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Íslendingar verða að vara sig á stríðsæsingnum

Atlögur Breta og eðlileg samskipti þjóða

Hótanir Breta hafa hangið yfir Íslandi, með hléum, stóran hluta stjálfstæðistímans.
Meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Atlögur Breta og eðlileg samskipti þjóða

Samkeppnislögin standa í vegi fyrir þróun

Íslenska minnimáttarkenndin gagnvart útlendingum hefur verið landinu dýrkeypt. Alþingismenn héldu að samkeppnislög ESB væru svo merkileg að þeir samþykktu þau áður en EES-samningurinn gekk í gildi. Þau voru brot á réttindum landsmanna og veittu valdsmönnum ESB heimild til að ganga að Íslendingum. Meira

Posted in EES | Comments Off on Samkeppnislögin standa í vegi fyrir þróun

Bandaríkin og öryggi Evrópu

Varaforseti Bandaríkjanna, J.D. Vance, lýsti öryggismálum Vetur- Evrópu í ræðu í Munchen í febrúar sl., séð með augum verndaranna, Bandaríkjanna, sem hafa borið uppi hervarnir V-Evrópu í 86 ár. Lýsing Vance er alger andstaða við það sem Evrópusambandið, og NATO-lönd Evrópu, hafa haldið á lofti. Hann sagði m.a að ekkert væri meira áríðandi að leysa en fjölda-fólksinnflutninginn. Hann ásakaði Evrópska leiðtoga um að hefta málfrelsi og stunda ritskoðun. Stærsta hættan sem Evrópa stæði frammi fyrir væri ekki Rússland eða Kína eða ytri þættir heldur hætta innanfrá! Meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Bandaríkin og öryggi Evrópu

Stærsta ógnin við Ísland

Þátttaka Íslands í hernaði gegn öðrum þjóðum er stærsta ógnin við öryggi landsins. Stjórnvöld landsins þora ekki að standa fast á friðarstefnu Íslands, sem mörkuð var strax í upphafi sjálfstæðisins, eða skilja ekki einföldustu lögmál um öryggi þjóða. Aðild að stríði leiðir af sér ófyrirséð óvinveitt viðbrögð þeirra sem tengjast eða hafa samúð með þeim sem hernaðurinn er gegn. Meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Stærsta ógnin við Ísland

Hver er kostnaðurinn við EES-samninginn

Kostnaður af veru Íslands í EES er mikill, af neðansögðu má áætla hann um 250 milljarða sem Íslendingar greiða með samningnum á hverju ári.

Engin greining er til um kostnað af stjórnsýslulegri þátttöku eða á fyrirtæki og almenning af EES-samstarfinu. Meira

Posted in EES | Comments Off on Hver er kostnaðurinn við EES-samninginn