Trójuhestar komnir inn í Evrópusambandið

Andstaða aðildarlanda við miðstjórnarvald Evrópusambandsins fer vaxandi. Fleiri lönd vilja láta sína hagsmuni ráða. Eitt af stærstu ríkjunum, Bretland, hefur þegar skilið við sambandið. Spurningin vaknar, Hverjir verða næstir? Veðbankarnir segja að það verði líklega Ítalía, Grikkland eða Pólland. https://www.olbg.com/blogs/next-country-leave-european-union. Ríkjasambandið er að gliðna.

Miðstjórnarkerfið er þungt í vöfum. Þeir sem leiða sambandið núna mæta mikilli andstöðu vegna ofstjórnar, afskipta og dýrkeyptra tískustjórnmála. Þar á meðal eru hælisleitandamál, lotfslagsmál og stríðsæsingar sem íbúar ESB styðja almennt ekki en forystumenn ESB reka áfram með stóryrðum. Óeiningin, mismunandi hagsmunamál aðildarlanda, og andstaðan við alltumspannandi afskipti og harðstjórn framkvæmdastjórnar sambandsins, eru farin að valda aðgerðalömun sambandsins sem stofnendurnir ætluðu að gera að bandaríkjum Evrópu að fyrirmynd Bandaríkja Norður-Ameríku.

Lönd í Suðaustur-Evrópu, sem hafa verið að gæla við inngöngu í sambandið, gengur hægt að innlima og sum verða aldrei aðilar. Andstaða er í sambandinu við að taka inn ný lönd, Úkraínu, Moldóvu og Balkanlöndin. Montenegro virðist þó á leiðinni inn, gengur best að taka upp ESB-regluverkið, Albaníu sæmilega, Norður-Makedóníu í meðallagi vel. En Serbíu, Bosníu og Herzegóvínu verst. Og Georgía vill ekki í samandið en sætir stöðugum undirróðri og tilraunum Evrópusambandsins til valdaráns eins og Úkraína varð fyrir af hálfu Bandaríkjanna og ESB-aðila 2014.

Trójuhestar komnir inn. Stækkunarstjóri sambandsins, Marta Kos, sem er frá fyrrum Júgóslavíu, segist ekki vilja fá inn í sambandið „Trójuhesta eins og Ungverjaland“. Stjórnendur Ungverjalands hafa rekið sjálfstæða hagsmunastefnu og óhlýðnast sambandinu og taka ekki þátt í móttöku múslimskra flóttamanna. Þeir eru andstæðingar hernaðar gegn Rússlandi og vingast þar að auki við við Trump. Brussel hatast við forseta Ungverjalands og reynir að eyðileggja áhrif landsins á ákvarðanir ESB. Marta segir að nýir meðlimir gætu orðið eins: Óhlýðnast Brussel, reynst „Trójuhestar“ í sambandinu. Það verði að koma í veg fyrir það strax við inngöngu. https://www.bgnes.com/politics/ft-the-eu-prepares-measures-to-prevent-trojan-horses-from-joining-the-union

En „Trójuhestunum“ fjölgar stöðugt. Bæði Tékkland og Slóvakía eru orðin á móti stríðinu gegn Rússlandi. Spánn og Ítalía vilja ekki fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínu. Meirihluti Frakka er á móti að senda franska hermenn til Úkraínu þó Macron forseti básúni út hótunum um það. https://www.independent.co.uk/news/world/europe/ukraine-nato-uk-us-weapons-russia-putin-war-b2845576.html Pólland og Ungverjaland hafna fleiri hælisleitendum.

Tískustjórnmál hafa leikið Evrópusambandið grátt. Hindrunarlausa innflæðið af hælisleitendum, sem skrifast mest á reikning þýsku Merkel, hefur valdið miklum vanda, óstöðugleika og manndrápum. Öfgafull stefna gegn notkun eldsneytis, „loftslagsmál“, hefur valdið efnahagslegri afturför. https://www.france24.com/en/live-news/20251006-eu-should-scrap-ban-on-new-combustion-engine-sales-merz Aðfarir og útilokanir sambandsins gegn Rússlandi, í trássi við alþjóða lög og venjur, hafa valdið orkukreppu og efnahagsþrengingum í sambandinu.

Núverandi ráðamenn í valdamestu Evrópusambandslöndum hafa ekki stuðning meirihluta sinna þjóða. Lægstur er stuðningurinn við Frakklandsforseta (fór niður í 11%), í Þýskalandi hefur stjórnin um 20% stuðning. Þegar umboði þessara stjórnmálamanna lýkur taka við allt önnur öfl í sambandinu sem eru mun líklegri til þess að taka þjóðholla stefnu í málefnum síns lands, allt aðra en þá sem Evrópusambandið fyrirskipar. Hnignun Evrópusambandsins, bæði efnahagsleg og stjórnmálaleg er orðin langvinn og vaxandi sem leiðir af sér að fleiri lönd munu segja skilið við sambandið. Stórstríð gegn Rússlandi, sem forustumenn ESB hóta nú, mun valda hruni sambandsins.

Posted in EES | Comments Off on Trójuhestar komnir inn í Evrópusambandið

Vindorkuver eyðileggja náttúru og fjölbreytileika lífríkis

Ljósmynd frá Norðursjávarströnd. Copyright P. Gosselin.

Vindorkuver eru oft rómuð sem lýsandi dæmi um orkuskipti – hrein, endurnýjanleg framtíðarorkuver. En bak við þetta „græna“ liggur vanmetin keðja eyðileggingar sem veldur umfangsmikilli, mögulega óafturkræfri skemmd á okkar vistkerfi. Nýlegar rannsóknir gefa til kynna að hinn raunverulegi kostnaður af vindorku sé miklu hærri en almennt er viðurkennt, sem er borgaður beint og með sársauka af náttúrunni sjálfri. Meira

Posted in EES, Loftslag, Orka | Comments Off on Vindorkuver eyðileggja náttúru og fjölbreytileika lífríkis

Þingmálaskrá 2025-2026. EES-mál.

https://www.stjornarradid.is/rikisstjorn/thingmalaskra/

Í skránni eru um 160 mál, þar af eru 34 mál sem eru frá Evrópusambandinu, sum bein afleiðing af fyrri EES-tilskipunum og umkvörtunum ESA eða EFTA-dómstólsins. Heldur minna en síðustu áratugi enda hefur Evrópusambandið verið upptekið af hernaðarundirbúningi upp á síðkastið. Meira

Posted in EES | Comments Off on Þingmálaskrá 2025-2026. EES-mál.

Án sannleikans fæst enginn friður

Þótt lýðræði og lífs­gild­um sé hampað glata þau merk­ingu ef auðræði og auðhring­ir ná und­ir­tök­um og völd­um.

Hver sem er sann­leik­ans meg­in heyr­ir mína rödd.“ (Jóh. 18.37) Þessi orð Frels­ar­ans frammi fyr­ir Pílatusi hafa ávallt sitt að segja. Ástæða er til að halda þeim fram gegn blekk­ing­um og lífs­svik­um er ein­kenna nú stjórn­mál og sögu og vega að kristnu siðgæði, mann­helgi og lífs­virðingu, sam­kennd og kær­leika. Meira

Posted in Utanríkismál | Comments Off on Án sannleikans fæst enginn friður

Sótt að Landsvirkjun

Enn eina ferðina er helsta fyrirtæki Íslendinga orðið skotspónn EES-regluverksins, nú vill Samkeppisetirlitið sekta fyrirtækið vegna „misnotkunar á markaðsráðandi stöðu“ ! Auðvitað skilgreint samkvæmt samkeppnislögum sem eru fylgifiskur EES-samningsins og spunnin úr regluverki Evrópusambandsins. https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2025/08/21/itrekud_brot_med_rikisabyrgd/ Meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Sótt að Landsvirkjun

Íslendingar verða að vara sig á stríðsæsingnum

Stríðsfrú Evrópusambandsins er komin til landsins til þess að ræða m.a. „varnarmál“ við okkar ráðherrafrýr þó henni komi þau ekki við, þau eru milli okkar og Bandaríkjanna sem við erum með varnarsamning við. Hún ætlar væntanlega líka að reyna að tæla kvennastjórn Íslands í Evrópusambandið með fölskum fagurgala eins og venjan er. Meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Íslendingar verða að vara sig á stríðsæsingnum

Atlögur Breta og eðlileg samskipti þjóða

Hótanir Breta hafa hangið yfir Íslandi, með hléum, stóran hluta stjálfstæðistímans.
Meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Atlögur Breta og eðlileg samskipti þjóða

Samkeppnislögin standa í vegi fyrir þróun

Íslenska minnimáttarkenndin gagnvart útlendingum hefur verið landinu dýrkeypt. Alþingismenn héldu að samkeppnislög ESB væru svo merkileg að þeir samþykktu þau áður en EES-samningurinn gekk í gildi. Þau voru brot á réttindum landsmanna og veittu valdsmönnum ESB heimild til að ganga að Íslendingum. Meira

Posted in EES | Comments Off on Samkeppnislögin standa í vegi fyrir þróun

Bandaríkin og öryggi Evrópu

Varaforseti Bandaríkjanna, J.D. Vance, lýsti öryggismálum Vetur- Evrópu í ræðu í Munchen í febrúar sl., séð með augum verndaranna, Bandaríkjanna, sem hafa borið uppi hervarnir V-Evrópu í 86 ár. Lýsing Vance er alger andstaða við það sem Evrópusambandið, og NATO-lönd Evrópu, hafa haldið á lofti. Hann sagði m.a að ekkert væri meira áríðandi að leysa en fjölda-fólksinnflutninginn. Hann ásakaði Evrópska leiðtoga um að hefta málfrelsi og stunda ritskoðun. Stærsta hættan sem Evrópa stæði frammi fyrir væri ekki Rússland eða Kína eða ytri þættir heldur hætta innanfrá! Meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Bandaríkin og öryggi Evrópu

Stærsta ógnin við Ísland

Þátttaka Íslands í hernaði gegn öðrum þjóðum er stærsta ógnin við öryggi landsins. Stjórnvöld landsins þora ekki að standa fast á friðarstefnu Íslands, sem mörkuð var strax í upphafi sjálfstæðisins, eða skilja ekki einföldustu lögmál um öryggi þjóða. Aðild að stríði leiðir af sér ófyrirséð óvinveitt viðbrögð þeirra sem tengjast eða hafa samúð með þeim sem hernaðurinn er gegn. Meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Stærsta ógnin við Ísland