Michael Moore afhjúpar Grænu orkuna

Hinn þekkti heimildamyndaframleiðandi, Michael Moore, hefur nú sent frá sér nýja kvikmynd, „Reikistjarna mannanna“ (Planet of the Humans). Myndin afhjúpar hina svokölluðu grænu orku og fólkið sem græðir á henni. Umhverfistrúfélög vestanhafs reyna að fá myndina úr umferð en það hefur ekki tekist ennþá svo hægt er að sjá hana (hlekkur hér neðst) áður en hún verður bönnuð!

Efnistökin er út frá öfgaumhverfistrú, myndin átti að því er virðist að predika niðurrif iðnaðarsamfélagsins og dauða auðvaldsins. Í myndinni kemur fram alls kyns fólk, bæði óvitar og fólk sem telur sig vita eitthvað um „grænu orkuna“ og hvernig á að bjarga mannkyninu. Líklega átti myndin að reka áróður umhverfistrúarsamtakanna almennt en með slæddust sannleikskorn sem sýna fáráðnleikann í hugmyndum þeirra.

Myndin afhjúpar allar hugmyndir um „græna orku“ sem ónýtar og byggðar á blekkingum. Vindmyllur, sólhlöður, etanól, lífmassi, rafhlöður, rafbílar og sjávargróður fá sömu niðurstöðu (vatnsorka og jarðvarmi eru ekki með). Leikstjóri myndarinnar, Jeff Gibbs, sagði eftir gerð myndarinnar: „Þetta var nóg til að fá hausinn á mér til að springa, ég fékk þá óþægilegu tilfinningu að græn orka mundi ekki bjarga okkur!“

https://planetofthehumans.com/

ATH! Ritskoðun Umhverfiskirkjunnar tókst að fá myndina tekna af YouTube 26.5.2020. Um sumarsólstöður var myndin komin inn aftur!

This entry was posted in Orka, Umhverfismál, Uncategorized. Bookmark the permalink.