Sviss hafnar valdi Brussel

Sviss hefur nú slitið viðræðum við ESB um nýjan viðskiptasamning eftir 7 ára hrotu. Landið er ásamt Bretlandi annað af tveim þróuðu löndum V-Evrópu sem eru hvorki ekki í ESB né EES né heldur í tollabandalagi ESB og getur því samið frítt um viðskipti við önnur lönd. Sviss hefur staðfastlega varist öllum tilraunum ESB til að taka til sín völd og rýra lýðræði landsins. Svisslendingar áttuðu sig strax 1992 á skaðsemi EES samningsins og höfnuðu honum meðan 33/63 alþingismanna Íslands bitu á agnið og samþykktu hann

Sviss er umkringt af ESB á allar hliðar. Um 42% vöruútflutningsins fer þangað, um 50% af innflutningnum kemur þaðan. Í Sviss búa 1,4 milljón ESB-borgarar og um 340.000 koma yfir landamærin til vinnu í Sviss.

ESB krefst þess að Sviss „aðlagist“ regluverki ESB og samþykki „jafnan leikvöll“ sem þýðir í raun að Sviss lúti sömu valdamiðstöð og sama regluverki og ESB-lönd. ESB vill banna ríkisstyrki í Sviss. Og fá opinn aðgang að vinnumarkaði Sviss sem Svisslendingar telja að geti valdið innflytjendaflóði og meðal annars yfirhlaðið velferðarkerfi landsins. ESB krefst þess að Sviss falli undir dómstól Evrópusambandsins (ECJ). Brussel vildi að Sviss skrifaði undir einn yfirgripssamning, í saðinn fyrir marga sérsamninga, sem mundi auka vægi ESB gegn Sviss í ágreiningsmálum

Sviss sleit viðræðunum 26.5. en þær höfðu staðið frá 2013 og fjallað aðallega um nýjan samning um aðgang Sviss að „innri markaðnum“ sem Bretar yfirgáfu 31.12.2020. Einn embættismanna ESB sagði að núverandi samningur mundi „veðrast“ með tímanum. Annar embættismaður ESB sagði að nýjar reglur ESB um lækningatæki mundi meðhöndla Sviss sem „hvert annað ekki-ESB-land“ við innflutning slíkra tækja til ESB. Framkvæmdastjórn ESB sagði að Sviss gæti misst „forgangsaðgang“ að raforkumarkaði ESB. ESB hótar að hindra aðgengi svissneskra flugfélaga að markaði ESB.

ESB hefur neitað Sviss um samninga, 2019 neitaði ESB að endurnýja samning um markaðsaðgengi fyrir vissa fjármálaþjónustu Svissneskra fyrirtækja.

En Brussel ætlar sér að ná Sviss aftur að samningaborðinu, þrátt fyrir að viðræður hafi strandað núna. Eins og í Brexit er Brussel tilbúið að vera þolinmótt og treysta á að hinn stóri markaður ESB verði nægilega freistandi fyrir Sviss. Ekki er víst að það gangi, Svisslendingar hafa sýnt sig að vera ein staðfastasta lýðræðisþjóð sem um getur.

https://www.telegraph.co.uk/politics/2021/05/27/despite-eu-treaty-snub-brussels-banking-forcing-switzerland/

This entry was posted in EES, Utanríkismál. Bookmark the permalink.