Spurningar til stjórnmálaflokka og framboða (styttur listi)

                                                  Frjálst land

                                                                                              Reykjavík, 20.8.2021

Til stjórnmálaflokka og framboða

EFNI: Spurningar til stjórnmálaflokka / framboða fyrir alþingiskosningar 2021

Vegna alþingiskosninganna 25. september nk. óska samtökin eftir að flokkurinn /framboðið svari eftirfarandi spurningum:

1. Er flokkurinn/framboðið með eða á móti aðild Íslands að ESB?

2. Er flokkurinn/framboðið með eða á móti endurskoðun á EES aðildinni?

3. Hvort er flokkurinn/framboðið hlynntari fríverslunarsamningi við ESB eða EES- samningnum?

Spurningar og svör verða birt fyrir alþingiskosningarnar á miðlum samtakanna og fleiri miðlum.

Með vinsemd og virðingu,

f.h. Frjáls lands

Sigurbjörn Svavarsson                               Friðrik Daníelsson

https://www.frjalstland.is/

https://frjalstland.blog.is/blog/frjalstland/

https://p.facebook.com/frjalstland/

Ath!. Stjórnmálaflokkarnir höfnuðu að svara fyrri spurningalista frá 20.7 vegna nýrra reglna og sendir því Frjálst land þennan nýja og stytta lista.

Sjá sameiginlegar reglur stjórnmálaflokka:

„Til þess að unnt sé að bregðast við slíkum fyrirspurnum fljótt, örugglega og af vandvirkni, fara stjórnmálaflokkar sem fulltrúa eiga á Alþingi, þess á leit við fyrirspyrjendur að spurningarnar séu skýrar og einfaldar, ekki margþættar eða skilyrtar, og ekki fleiri en þrjár talsins.“

This entry was posted in EES, Uncategorized, Utanríkismál. Bookmark the permalink.