Útvíkkun EES-samningsins

Stefán Már Stefánsson, prófessor, sem hefur fylgst með EES-samningnum í meir en 3 áratugi, hefur áhyggjur af útvíkkun samningsins og telur álitamál hvort umhverfismál eigi erindi í samninginn.

Íslenskar konur eru sjálfstæðar, þær fengu frelsi, kosningarétt og sjálfstæði á 20. öldinni með frelsi Íslands frá evrópsku valdi sem þær tóku virkan þátt í berjast fyrir (1904, 1918 og 1944). En nú ber svo við, þegar konur hafa valist til valda, að þær ætla að hafa forgöngu um að lögfesta að evrópskt valdabákn fái löggjafarvald æðra valdi Alingis: Ríkisstjórn Íslands, með konu í forsæti og konu sem utanríkisráðherra, ætlar að láta Alþingi samþykkykkja að EES-valdboð Evrópusambandsins séu æðri íslenskum lögum: „-Ef – lagaákvæði sem réttilega innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar-“ https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3399 Dætur okkar munu skammst sín um ókomna tíð ef konur verða til þess að koma þessu valdahrifsi Evrópusambandsins yfir íslenska þjóð. https://frjalstland.blog.is/blog/frjalstland/entry/2288107/

Algjörlega breyttar forsendur

Áhyggjur af stækkun EES-samningsins • Álitamál hvort umhverfismál eigi erindi í samninginn • Hinn pólitíski raunveruleiki • Lýðræðishalli fyrir hendi (Morgunblaðið 27.3.2023).

Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, hefur áhyggjur af útvíkkun EES-samningsins. Utanríkisráðherra hefur lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um EES-samninginn sem er ætlað að uppfylla kröfur ESA um forgangsáhrif EES-reglna. Stefán telur frumvarpið ganga of langt. Segir hann umhugsunarvert hve mikið þanþol hans geti orðið. Dæmi um það eru umhverfismálin, en Stefán bendir á að það sé sjálfstætt álitaefni af hve miklum þunga þau eigi erindi inn í samninginn um fjórfrelsið. Hann telur að í dag séu fyrir hendi „algjörlega breyttar forsendur“ frá því að samningurinn var samþykktur árið 1993.

Spurður hvort hagsmunir Íslands séu nægilega tryggðir með samningnum segir Stefán að lagalega séð þurfi Ísland ekki að samþykkja neinar gerðir frá EES. „En ef við gerum það ekki þá er hægt að grípa til gagnráðstafana. Það er svo hinn pólitíski raunveruleiki.“ Hann segir Ísland í erfiðri samningsstöðu, vilji það ekki gangast við ákveðnum gerðum.

Það koma sífellt ný svið inn í ESB-samninginn. Nú síðast með Maastricht-sáttmálanum voru gerðar afdrifaríkar breytingar varðandi evrópskan borgararétt og myntbandalag.“ Sáttmálar á borð við Maastricht-sáttmálann fara í stjórnskipulegan feril í öllum aðildarríkjunum. „Hér á landi gerist ekkert nema að Alþingi hleypir einstökum gerðum inn, svo er þessu bara beitt og okkur gert að túlka allt til samræmis. Þá myndast mikill lýðræðishalli sem er áhyggjuefni.“ https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1832500/?item_num=0&searchid=3565517fa0537d6059c9608d9422b9bbf09da770

Það sem ríkisstjórn Íslands þarf að fá Alþingi til að gera er að árétta við Evrópusambandið að Ísland er ekki lögbundið að lögleiða EES-valdboð þó landsölumenn og konur haldi að svo sé.

This entry was posted in EES. Bookmark the permalink.