Ný viðhorf í heimsmálum

Með Donald Trump koma ný viðhorf í heimsmálum en hann lofar að Bandaríkin hætti stríðsrekstri í útlöndum og hafni spilaborginni um loftslagsbreytingar af mannavöldum. Þó að Trump hafi sigrað forsetakosningarnar sannfærandi er við ramman reip að draga þar sem er stórfyrirtækjaveldið, heriðnaðarbáknið og græna hjátrúarkirkjan. Takist Trump þetta batna lífslíkur og lífskjör milljóna manna víða um heim. Samtök sjálfstæðra þjóða, BRICS, sem byggja á samvinnu og sjálfstæði þjóða, eru í vaxandi mæli að skapa nýtt afl í heimsmálunum, gegn stríði og kúgun.

Donald Trump, nýkjörinn 47. forsesti Bandaríkjanna, ætlar að stöðva hinn gegndarlausa fjáraustur í heriðnaðarkerfið og hætta skuldasöfnun alríkisins. Trump ætlar að stöðva stríðið við Rússland. Biden, fráfarandi forseti, hefur nú sent Úkraínu flugskeyti til þess að skjóta langt inn í Rússland sem þýðir að Bandaríkin eru opinberlega í stríði við Rússland, það eru ekki Úkraínuhermenn sem stjórna flaugaskotunum heldur bandarískir hermenn, sérhæfðar eldflaugaskyttur. Biden hefur líka sent ólöglegar jarðsprengur til Úkraínu. Bretar og Frakkar hafa nú líka útvegað langdræg flugskeyti til að gera árásir langt inn í Rússland. Rússar hafa svarað með langdrægum flugskeytaárásum á hernaðarmannvirki Úkraínu, „ballistic“- skeyti sem geta borið kjarnorkusprengjur. Stríð NATO/ESB gegn Rússlandi er að víkkast útí í átt að kjarnorkustríði.

Loftslagsráðstefnan í Azerbadijan hefur sýnt að spilaborgin um loftslagsbreytingar af mannavöldum er að hrynja, fundurinn var hunsaður af leiðtogum og afhjúpaði enn frekar óraunsæi og tilgangsleysi Parísarsamkomulagsins um að hefta eldsneytisnotkun, mjög fá lönd hafa getað staðið við loforðin. Þróunarlödum var lofað 300 milljörðum dollara til að vinna gegn „loftslagsbreytingum“ sem eru yfirleitt veðrabrigði eða árangur gróðureyðingar og rányrkjulandbúnaðar.

Loftslagsaðgerðir“, stefnan á „kolefnishlutleysi“, eru farnar að valda mikilli rýrnun lífskjara. Í Evrópusambandinu og Bretlandi eru fátækt og heilsubrestir versnandi. Takist Trump að vinda ofanaf lofstlagssvindlinu verður það til þess að bæta hag jarðarbúa og stöðva margs konar eyðslu auðlinda jarðar í óhagkvæmar og óheyrilega kostnaðarsamar aðgerðir sem eru byggðar á ófullkomnum vísindum og oft hreinni óskhyggju. Vindmyllur, dæling reyks í berg, endurheimt votlendis og rafbílar eru dæmi um „loftslagsvæn“ verkefni sem hafa hverfandi áhrif á loftslag en neikvæð áhrif á umhverfi og velsæld manna. Draumórakenndar hugmyndir um rafeldsneyti, rafflugvélar, sólgeislaspegla, koltvísýringseyðandi efni í hafið og síun koltvísýrings úr andrúmsloftinu eru ennþá teknar alvarlega.

Hungur og sjúkdómar eru viðvarandi í vanþróuðum löndum. G20-ríkin gáfu út nýjan friðartón og samþykktu á síðasta fundi yfirlýsingu um að berjast gegn hungri og fátækt sem er vinsamlegri tónn en þegar slíkar samkundur og Sameinuðu þjóðirnar eru að samþykkja refsiaðgerðir sem hafa valdið fátækt og hungri, dæmi Kúba, Norður-Kórea, Venesúela. Auðvitað var líka samþykkt af skyldurækni að berjast gegn loftslagsbreytingum en það hefur runnið út í sandinn hjá flestum aðildarríkjunum. https://www.g20.org/en/

BRICS eru samtök sjálfstæðra þjóða sem vinna saman að fjárfestingum, gjaldmiðilsmálum og gegn hernaði. Í samtökunum er um helmingur jarðarbúa og þau stækka hratt og hafa þegar byrjað á að liðka fyrir uppbyggingarverkefnum aðildarlanda, m.a. með framkvæmdabanka og með nýtingu eigin gjaldmiðla í viðskiptum. Áhrif samtakanna á verslun um heiminn hafa aukist ört og samtökin hafa verið að koma á fót valkostum við fjármálakerfi sem nú er undir stjórn Bandaríkjanna eða Vesturveldanna. Einokun Vesturlanda á svokölluðum „alþjóðastofnunum“, mun greinilega minnka og fjölþjóðakerfi, „multipolar-“ kerfi, samkvæmt BRICS taka við þar sem tekið er tillit til stórra og smárra þjóða. https://infobrics.org/

Stríðsrekstur Bandaríkjanna, NATO og bandamanna þeirra, hefur valdið fjöldadauða og örbirgð í mörgum löndum og flóttamannastraumi til Evrópu og Norður-Ameríku. Trump lofar að hætta hernaði í útlöndum sem mun stöðva flóttamannastrauminn. Stríðsrekstur Ísrael í Palestínu, Líbanon, Sýrlandi, Jemen og gegn Íran, er orðinn óhugnaður sem allur heimurinn vill stöðva. Bandaríkin standa með og á bak við Ísrael og hafa hingað til ekki stöðvað hernað þeirra. Trump hefur kallað heri Bandaríkjanna heim frá svæðinu og virðist hafa góða möguleika á að friða svæðið.

Ísland situr fast í neti Evrópusambandsins, vegna EES, og NATO. Ísland hefur þvælst i að veita fjármagni til stríðsreksturs bandalaganna. Keflavíkurflugvöllur er aftur orðin leikvöllur Bandaríkjahers og NATO þó Ísland hafi losnað undan hersetunni 2006. Það er orðið löngu tímabært að losa landið úr fjötrum þessara hernaðarsambanda sem eru að reyna að spilla velsæld jarðarbúa með refsiaðgerðum, hernaði, eldsneytishöftum og annars konar kúgun.

Donald Trump, BRICS og hrun spilaborgarinnar um manngert loftslag valda alveg nýjum og bjartari viðhorfum í heimsmálunum.

This entry was posted in Utanríkismál. Bookmark the permalink.