Enn eina ferðina er helsta fyrirtæki Íslendinga orðið skotspónn EES-regluverksins, nú vill Samkeppisetirlitið sekta fyrirtækið vegna „misnotkunar á markaðsráðandi stöðu“ ! Auðvitað skilgreint samkvæmt samkeppnislögum sem eru fylgifiskur EES-samningsins og spunnin úr regluverki Evrópusambandsins. https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2025/08/21/itrekud_brot_med_rikisabyrgd/
Með EES spruttu upp fjöldi skúffufyrirtækja sem ekki framleiða neina orku en bjóða orku sem þau kaupa frá orkuframleiðendum sem eru örfáir og að mestu í eigu almennings. Þessir „orkusalar“, samkeppnisaðilar samkvæmt EES, eru óþarfir og kostnaðarsamir milliliðir sem auka rekstrarkostnað orkukerfisins og henta ekki okkar litla svæði.
Landsvirkjun var ekki stofnuð til að keppa við einn né neinn heldur til þess að nýta orkuauðlindir landsins landsmönnum til framdráttar í lífi og starfi. Samkeppnishugmyndir SKE eru ónothæfar fyrir íslenskar aðstæður, sérstaklega orkukerfi landsins, enda hannaðar fyrir Evrópusambandsaðstæður og voru settar í lög hér fyrst 1993 og voru þá þegar brot á landslögum. „Samkeppni á orkumarkaði“ á Íslandi ala ESB/EES verður ekki meðan landið er sjálfstætt og fyrirtæki almennings framleiða mesta alla orkuna. Þau eiga að starfa að almannaheill en ekki forskriftum frá Evrópusambandinu.
„Með framgöngu sinni í þessu máli verndar Samkeppniseftirlitið milliliði, ekki neytendur. Neytendur hafa þvert á móti orðið fyrir tjóni með því að greiða hærri flutningsgjöld en annars hefði verið-“ segir forstjóri Landsvirkjunar https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/08/22/hordur_neytendur_hafa_ordid_fyrir_tjoni/?origin=helstu
Eftirlitsskrifstofan (ESA) sem sér um að Ísland hýði EES-samningnum hefur elt Ísland með stöðugar ávirðingar, m.a. bannað Íslandi a veita sínu fyrirtæki, Landsvirkjun, ríkisábyrgð til fjárfestinga. https://www.frjalstland.is/2025/05/24/samkeppnislogin-standa-i-vegi-fyrir-throun/
ESA hefur líka reynt að koma fyrirtækjum í ESB að orkuauðlindum landsins og heimtað að þau fái jafnan nýtingrrétt og íslensk almannafyrirtæki.
ESA sendi formlega aðvörun til Íslands (12.3.2014) um að íslensk stjórnvöld brytu EES-samninginn við úthlutun nýtingarréttinda fallvatnsorku- og jarðvarmaorku-auðlinda. Samkvæmt ESA á að úthluta nýtingarrétti orkuauðlinda i opnu valferli þar sem jafnræðis sé gætt milli fjárfesta í ESB/EES og á grundvelli hlutlægra skilyrða fyrir vali á nýtingarleyfishafa. Tryggja skal að nýtingartími sé ekki lengri en þörf krefur fyrir virkjunaraðila að fá fjárfestingu til baka ásamt hæfilegum arði af fjárfestingunni. Ekki má veita rétthafa forgang til endurnýjunar að þeim tíma liðnum.
Þessi valdboð þýða að fyrirtæki í ESB fengju samskonar aðgang að helstu orkuauðlindum landsins, fallvötnum og jarðhitasvæðum, og fyrirtæki í almannaeigu ríkis og sveitarfélaga hafa hingað til fengið, og við fyrirskipaða endurnýjun nýtingarleyfanna fá ESB-fjárfestar rétt til að leggja undir sig orkuauðlindir sem nú eru nýttar af fyrirtækjum í almannaeigu.
Ríkisstjórnin ætlaði vorið 2020 að láta Alþingi samþykkja frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða nýtingu orkuauðlinda á opinberu forræði (nýtingarleyfi) til þess að hlýða þessari „formlegu aðvörun“ ESA.
Frjálst land sendi ríkisstjórninni fyrirspurn um hvort fjárfestar í ESB muni sitja við sama borð og íslensk fyrirtæki í almannaeigu við úthlutun nýtingarréttar fallvatna og jarðvarma og við fyrirskipaða reglulega endurnýjun nýtingarréttar orkuauðlindanna.
https://www.frjalstland.is/2020/02/26/fyrirspurn-um-uthlutun-nytingarrettar-orkuaudlinda/
Svarið var að „við skoðun málsins hafa komið upp rökstuddar efasemdir um að þjónustutilskipunin eigi við um raforkuframleiðslu. Íslensk stjórnvöld hafa því ákveðið að fresta fyrirhuguðum lagabreytingum uns betri vissa er fengin fyrir því hvaða þjóðréttarlegu skuldbindingar hvíla á íslenska ríkinu að þessu leyti. Frumvarpið sem vísað er til í þingmálaskrá verður því ekki lagt fram á Alþingi á þessum vetri“. https://www.frjalstland.is/2020/04/10/svar-forsaetisraduneytis-vid-fyrirspurn-um-uthlutun-nytingarrettar-orkuaudlinda/
Frumvarpið var aldrei lagt fram og ESA lét að lokum málið niður falla.
Þessi árás á Landsvirkjun núna er þáttur í erindrekstri Samkeppniseftirlitsins fyrir ESA og hinn ólöglega EES-samning Evrópusambandsins. Hið falda markmið með árásunum á Landsvirkjun er að splundra og einkavæða fyrirtækið sem þýðir að það færðist í eigu fjármagnseigenda í Evrópusambandinu.