Fyrirspurn um úthlutun nýtingarréttar orkuauðlinda

                                                                     Frjálst land

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra

Fyrirspurn um úthlutun nýtingarréttar orkuauðlinda                  26.2.2020

Eftirlitsstofnun EES-samningsins, ESA, sendi íslenskum stjórnvöldum „formlega aðvörun“ 12.3.2014 (skjal no 660 969) og þann 7.5.2015 „rökstutt álit“ (Case no 69674) um að íslensk stjórnvöld brytu EES-samninginn við úthlutun nýtingarréttinda fallvatnsorku og jarðvarmaorku.

Samkvæmt ESA á að úthluta nýtingarrétti orkuauðlinda i opnu valferli þar sem jafnræðis sé gætt milli fjárfesta í ESB/EES og á grundvelli hlutlægra skilyrða fyrir vali á nýtingarleyfishafa. Tryggja skal að nýtingartími sé ekki lengri en þörf krefur fyrir virkjunaraðila að fá fjárfestingu til baka ásamt hæfilegum arði af fjárfestingunni. Ekki má veita rétthafa forgang til endurnýjunar að þeim tíma liðnum.

Þessi valdsboð þýða að fyrirtæki í ESB fá samskonar aðgang að helstu orkuauðlindum landsins, fallvötnum og jarðhitasvæðum, og fyrirtæki í almannaeigu ríkis og sveitarfélaga hafa hingað til fengið, og við fyrirskipaða endurnýjun nýtingarleyfanna fá ESB-fjárfestar rétt til að leggja undir sig orkuauðlindir sem nú eru nýttar af fyrirtækjum í almannaeigu.

Þingmálaskrá boðar Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða nýtingu orkuauðlinda á opinberu forræði (nýtingarleyfi) vegna aðvörunar ESA

Fyrirspurnin:

Munu fjárfestar í ESB sitja við sama borð og íslensk fyrirtæki í almannaeigu við úthlutun nýtingarréttar fallvatna og jarðvarma og við fyrirskipaða reglulega endurnýjun nýtingarréttar orkuauðlindanna?

Virðingarfyllst

f.h. Frjáls lands

Sigurbjörn Svavarsson                              Friðrik Daníelsson

Tölvubréf til for@for.is

Afrit sent fjölmiðlum

This entry was posted in EES, Orka. Bookmark the permalink.