Fyrirtækjum refsað fyrir að fá ríkisaðstoð

Hin mikla atvinnuuppbygging á Íslandi á 20 öldinni var oft með aðstoð eða þáttöku ríkisins eða bæjarfélaga. Útgerð og vinnsla, iðnaður, samgöngur, þjónusta, mörg af atvinnufyritækjunum í hinu agnarsmáa hagkeri Íslands urðu til og uxu úr grasi vegna þáttöku almannasjóða. En ESB fyrirskipar að ríkisaðstoð við fyrirtæki sé ekki heimil nema með sérstöku leyfi erindreka ESB í Brussel. Alþingi á nú að stimpla leyfi til ESA til þess að sekta fyrirtæki og reka mál gegn íslenskum aðilum milliliðalaust vegna ríkisaðstoðarmála.

Frumvarp um „meðferð ríkisaðastoðarmála“ (reglugerð (ESB) 2015/1589) er lagt enn og aftur fyrir Alþingi. Afleiðingarnar verða að Brusselvaldið getur komið í veg fyrir og refsað íslenskum aðilum vegna aðstoðar frá ríkinu. Með því er komið í veg fyrir að almannastofnanir styrki atvinnuuppbyggingu og rekstur. Í litlu hagkerfi Íslands er það röng stefna. Lögin verða m.a. til þess að ríki og sveitarfélög geta ekki haldið vissum nauðsynlegum fyritækjum gangandi. Stórfyrirtæki fá aftur á móti bætta stöðu í samkeppni eða við að leggja undir sig markaði eða fyrirtæki á Íslandi.  https://www.frjalstland.is/thingmalaskra-150-loggjafarthings-2019-2020-ees-mal/

-„Stjórnvöld skulu láta Eftirlitsstofnun EFTA í té upplýsingar og gögn sem nauðsynleg eru vegna eftirlits með ríkisaðstoð, í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt EES-samningnum – íslensk stjórnvöld geta ekki úrskurðað um hvort aðstoðin sé í samræmi við leyfilegan opinberan fjárhagsstuðning samkvæmt EES-samningnum fyrr en stofnunin hefur tilkynnt um niðurstöðu sína í málinu – Eftirlitsstofnun EFTA er heimilt að framkvæma eða láta framkvæma vettvangsskoðun hér á landi – Eftirlitsstofnun EFTA er heimilt að leggja sektir og févíti á fyrirtæki eða samtök fyrirtækja fyrir brot gegn ákvæðum laga þessara“ https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1300

Á Samráðasgátt stjórnarráðsins er almenningi boðið að koma með athugasemdir við lagafrumvörp. Státað er af að Samráðsgáttin sé „Opið samráð stjórnvalda við almenning“. Hvatning um að koma með athugasemdir á Samráðsgátt um EES-mál er dæmigerður EES-blekkingarleikur. Athugasemdir við lög sem eru frá ESB vegna EES eru aldrei tekin til greina heldur hefur innhald tilksipananna og valdsboðanna verið látið halda sér að efni til óbreytt í íslenskum lögum.

Lög og regluverk ESB um almannaaðstoð við atvinnufyrirtæki er í fleiri en einni EES-kvöð en verður nú falið erindrekum ESB í Brussel að fylgja eftir með fjársektum og aðförum að íslenskum fyrirtækjum. Það er gegn hagsmunum landsmanna og stöðvar rekstur nauðsynlegrar þjónustu sem er háð almannaaðstoð en eykur samkeppnisaðstöðu og aðgengi fjárfesta í ESB/EES að fyrirtækjum og mörkuðum hérlendis.

Enn einn viðbótin við stjórnarskrárbrot og fullveldisafsal EES-samningsins.

https://www.frjalstland.is/2019/02/12/aframhaldandi-fullveldisafsal/

Villandi nafngiftir: Eftirlitsstofnun EFTA , ESA, hefur ekki vald í fríverslunarsamtökunum EFTA. Nöfnin eru rangnefni sem dylja tilgang þeirra og hlutverk sem er að sjá til að Noregur, Ísland og Liechtenstein hlýði EES/ESB