Endurreisn landbúnaðarins fljótvirk efnahagsaðgerð

Covid-19 kreppan kallar á neyðaraðgerðir stjórnvalda. Þau hafa þegar gert miklar áætlanir um notkun almannafjár til að bjarga fyrirtækjum. Slíkar ráðstafanir leiða til misnotkunar og spillingar, það eru hluthafar og bankar sem eiga að sjá um fyrirtækin. Aðgerð sem ekki kallar á stórkostlegan fjáraustur almannafjár er endurreisn landbúnaðarins. Það yrði fljótvikt og hefði mjög góð áhrif á efnahag landsmanna og öryggi. Endurreisnin kallar á að ganga þarf framhjá vissum lögum og reglugerðum frá ESB enda um að ræða aðgerðir í neyð.

Ágengni ESB á íslenskan landbúnað hefur aukist ár frá ári í skjóli EES-samningsins og lélegrar frammistöðu íslenskra stjórnvalda við að verja landbúnaðinn. Íslenskt grænmeti er stundum af skornum skamti en niðurgreitt grænmeti frá ESB í gnægð. Niðurgreiddar dýraafurðir frá ESB með sýklahætu og háu eiturefna- eða lyfjainnihaldi eru nú leyfðar til neyslu hér í trássi við ráð lækna. Framræst landbúnaðarland er nú verið að gera að mýrum aftur undir yfirskini „loftslagsmála“ ESB í stað þess að nýta landið til ræktunar fóðurs, matjurta eða skóga.

Hagstæð verð á raforku og varma eru grunnur að góðum rekstrarskilyrðum gróðurhúsa og búskapar en braskvæðing orkufyrirtækjanna vegna EES stendur í vegi. Það er einföld stjórnvaldsaðgerð að lækka orkuverðið til þeirra þar eð helstu orkufyrirtækin eru í almannaeigu og eiga að lúta stjórn íslenskra stjórnvalda. „Orkupakkar“ ESB hafa að vísu fært stjórn okukerfisins undir valdakerfi ESB, Orkustofnun, sem sér um að framfylgja valdsboðum ESB, er óheimilt að taka fyrirmæli frá ríkisstjórn Íslands (lög 112/2019). Stofnanir EES munu því reyna að stöðva afskipti stjórnvalda okkar af orkumálum en íslensk stjórnvöld geta haft uppi vel rökstuddar varnir. Ný uppbygging gróðurhúsanna þarf að vera nálægt háhitasvæðunum, með því er hægt að hafa varmaorkuna á hagstæðu verði og stórbæta nýtingu varma sem ekki nýtist í raforkuframleiðslu.

Koltvísýringur er næringin sem jurtirnar þurfa til að vaxa. Hann hefur verið dýr fyrir íslensk gróðurhús þar eð það þarf að þrýsta honum á tanka eða flöskur og flytja hann með bílum til gróðurhúsanna. Koltvísýringur kemur úr háhitasvæðum og er hægt að hreinsa hann og auðvelt að leiða hann í rörum með litlum kostnaði til gróðurhúsanna. Nú er í gangi verkefni hjá Orkuveitu Reykjavíkur, „CarbFix“, um að binda koltvísýring í hrauninu. Þar yrði illa farið með mikilvægt hráefni og almannafé sóað í ruslvísindi. Verkefnið er dæmigert fyrir hin herteknu vísindi um „loftslagsbreytingar“.

Stöðva innflutning á grænmeti, sem er hægt að rækta hér, og innflutning á hráum dýraafuðrum frá ESB. Þessi innflutningur er mjög áhættusamur, getur borið með sér illviðráðanlega óværu og hættulega sýkla auk dýralyfja sem geta valdið því að sýklalyf hætta virka. Einnig er hærra eiturefnainnihald í landbúnaðarafurðum ESB en hérlendum. Ísland er háð regluverki EES um innflutininginn en hægt er að forsenda innflutningsstjórnun með sérstöðu landsins, sýklafæð og eiturefnaleysi.

Einfalda skattlagningu og regluverk. Lækkun og fækkuun skatta hefiði áhrif til uppbyggingar matvælaframleiðslu. Inlendar landbúnaðarvörur eiga að vea undanþegnar virðisaukaskatti alfarið. Regluverk sem snertir landbúnað og gróðurhús þarf að einfalda. Aðgerðir af þessu tagi munu bjóða heim afskiptum EES-stofnana meðan samningurinn er enn í gildi en stjórnvöld Íslands geta varist með vísan í smæð landbúnaðarins og hreinleika.

Stjórnvöld hafa verið að endurskoða samning við gaðryrkjubændur. Það er vel meint en að hluta fálm máttvana stjórnvalda með óskyld málefni. Samningurinn tekur slapplega á helstu grundvallaratriðum sem rakin hafa verið hér að framan en virðist meira snúast um tískustjórnmál ESB eins og „loftslagsmál“. Það á að kolefnisjafna garðyrkjuna! (Þeir sem einhverja þekkingu hafa vita að garðyrkja gerir lítið annað en „kolefnisjafna“, binda koltvísýring í jurtir).

Landbúnaður er grunnatvinnuvegur, ríkustu þjóðir heims, sem hafa misjafna aðstöðu fyrir landbúnað, leggja mikið í að hafa landbúnað fyrir heimamarkað, t.d. Sviss og Noregur, og spara ekki stuðning. Landbúnaður skapar öryggi, hann er landfastur og flytur ekki af landi brott eftir dyntum fjarlægra fjárfesta meðan hægt er að halda þeim frá að kaupa upp land. Það hefur gengið illa hérlendis vegna EES en er brýnt að koma sem fyrst í framkvæmd þó líta þurfi framhjá EES-kvöðum. Margs konar nýsköpun getur orðið í landbúnaði, þekkingin og sköpunarviljinn í greininni eru góð.

Verðmætasköpun landbúnaðarins, ekki síst gróðurhúsanna, er hægt að stórauka með því að veita greininni afurðir íslenskra auðlinda, raforku, jarðvarma og koltvísýring, á því hagstæða verði sem auðlindir landsins bjóða upp á. En ekki á tilbúnu verði eins og nú frá orkukerfi sem EES-samningurinn heldur í heljarfjötrum. Stjórn þarf að komast á áhættusaman innflutning landbúnaðarvara og endurskoða þarf skatta og regluramma matvælaframleiðslunnar. Samningur stjórnvalda við garðyrkjubændur þarf að snúst um aðalatriði en ekki tískustjórnmál ESB.

Ræktun bindur kolefni, 27% af koltvísýringnum sem jurtirnar binda úr loftinu er kolefni. „Kolefnisjöfnun“ er villandi hugtak sem gefur í skyn að slæmt sé að brenna einhverju og að sá sem gerir þa eigi að borga fyrir með því að binda jafn mikið af koltvísýring í gróðri. Það sem ekki er sagt er að brennsla er endurnýting sem býr til fæðu fyrir gróður og hefur hverfandi áhrif á loftslag.

This entry was posted in EES, Landbúnaður, Orka, Umhverfismál. Bookmark the permalink.