Reglur ESB um úrgang henta ekki fyrir Ísland

Vegna EES samningsins eru lög og reglugerðir ESB um meðferð úrgangs látin ganga í gildi hérlndis. Sorpförgun sveitarfélaganna er þess vegna orðin mjög kostnaðarsöm. Sorp er flutt langar leiðir, flokkun og endurvinnsla er komin út í óþarfa. Árangurinn fyrir umhverfið er verri en enginn.

Endurnýting úrgangs er almennt kostnaðarsöm og umhverfisspillandi, þarf til sín mikið af efni, mikla orku, mikinn vinnutíma og frítíma almennings, mikinn búnað og dýra aðstöðu. Vörur úr endurnýttum úrgangi, nema málmum, verða yfirleitt með takmörkuð gæði en geta selst undir kostnaðarverði. Á dreifbýlum stöðum eins og Íslandi er hagkvæmast og um leið minst umhverfisspillandi að urða úrgang og nota hann í landfyllingu. Í vissum tilvikum er brennsla hagfelld. Málma og vissan iðnvöruúrgnag og aukaafurðir landbúnaðar má oft endurnýta og geta sjálfstæð fyrirtæki notað slíkan útgang í sinni framleiðslu án þess að skattgreiðendur beri kostnað.

https://finance.townhall.com/columnists/danieljmitchell/2019/09/03/the-recycling-folly-n2552530

Lög og reglugerðir um úrgang eru umfangsmikil og flókin, þau eru miðuð við þéttbýl og mannmörg svæði ESB og ekki sniðin að aðstæðum hérlendis. Lögin frá 2003 eru 10 tilskipanir frá ESB. https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003055.html.

Nýjasta lagafrumvarpið (ESB-tilskipun 2018/850 og 851, „hringrásarhagkerfið“) byggir á tískusveiflu og gerir vont verra. Sveitarfélögin hafna því í sinni umsögn en það verður hunsað, Alþingi hefur aldrei hafnað EES-tilskipunum, það er sýndarmennska að biðja um athugasmdir við EES-mál á Samráðsgáttinni.

https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2587

Úrgangsmeðferð á höfuðborgarsvæðinu sýnir hluta af EES-vandanum. Búið er að byggja „gas- og jarðgerðarstöð“ (sorpskýli með loftheldu þaki) til að láta sorpið rotna og safna óloftinu, hreinsa það og sá hluti sem er haugloft (metan) er ætlunin að selja. Ævintýrið kostar margmilljarðaupphæðir og reksturinn verður mikill baggi á útsvarsgreiðendum. Metan er í raun óseljanlegt á Íslandi, fyrirtæki hér nota jarðolíugas (própan) sem er handhægt í meðferð og geymist við lágan þrýsting. Almannasjóðir kosta framleiðslu, flutning og þjöppun metansins, hægt er að losna við eitthvað af metaninu en á verði langt undir kostnaðarverði. Reynt er að selja það á bíla sem er óhagkvæmt og hættulegt, flytja þarf það langar leiðir með sérstökum búnaði, þjappa því upp í mörghundruð loftþyngda þrýsting sem er orkufrekt. Og þrýsta því síðan á þunga stóra tanka á bílunum.

https://www.ruv.is/frett/sorpa-situr-uppi-med-afurdirnar

Umhverfisábatinn af að endurvinna úrgang, sem er ein aðal afsökun fyrir ESB-tilskipununum, er hverfandi. Sorp sem er urðað brotnar með tímanum niður, rotnar, fyrir tilstuðlan lífríkis í jarðveginum án þess að mannshöndin þurfi að koma nálægt, hluti verður óvirk fylliefni. Úr verður nýr samsettur jarðvegur og oft má nýta landið til ræktunar eða annarra nota þegar tímar líða. Loftegundirnar, aðallega metan og brennisteinssambönd, ildast í lofthjúpnum og verða að næringarefnum sem gróður og jarðvegur nýtir.

Það gefur auga leið að úrgangsmál á eyju út í miðju hafi þar sem búa rúmega 3 menn á hvern ferkílómeter er ólík því sem er þar sem 100 sinnum fleiri búa á á ferkílómeter og í milljónaborgum. Umhverfisvænsta aðferðin við úrgangsförgun er urðun og landfylling en brennsla getur líka nýst hérlendis. Endurvinnsla úrgangs er yfirleitt óþörf eyðsla orku og efna, eyðsla á auðlindum jarðar, nema þegar kemur að málmum sem hægt er að endurvinna aftur og aftur, og vissum iðnaðar- og landbúnaðarefnum.

This entry was posted in EES, Umhverfismál, Uncategorized. Bookmark the permalink.