Verstu lögin og þau sem brjóta stjórnarskrána og stjórnsýslulögin eru ættuð frá ESB og er Alþingi neytt til að samþykkja þau vegna EES. Á síðustu starfsárum Alþingis hefur slíkum lögum verið smeygt í gegnum Alþingi þegar þingmenn eru orðnir þreyttir, í lok þingsins. Lagasamþykktir síðasta daginn fyrir síðustu þinglok, 29.6.2020, eru dæmi um þetta.
EES-reglur um plastvörur. ESB er í alsherjar herferð gegn plastvörum, kostir plastsins eru hunsaðir. Plastumbúðir eru helsta ástæða þess að meðferð matvæla, þmt. varnir gegn mengun og sýkingum, er almennt í góðu lagi. Plastumbúðir halda vatni og verja matvæli fyrir mengun utanfrá. Pappa- og pappírsumbúðir þola ekki vatn, þær eru endingarlitlar og verja matvælin yfirleitt verr. Plast sem er urðað verður að skaðlausu fylliefni og brotnar smám saman niður í jarðvegi án þess að losa frá sér hættuleg efni. Förgun með sorpbrennslu er auðveld og bætir brennslu annars úrgangs sem brennt er með.
Samkeppnislög ESB, upprunalega samþykkt 1993 og voru þá og eru enn brot á íslenskum lögum, hafa staðið í vegi fyrir þróun fyrirtækjamarkaðar hér um langt skeið. Lagabreytingarnar nú eru að hluta sýndarmennska, lögin verða áfram andstæð hagsmunm atvinnuuppbyggingar og yfirstjórn málaflokksins áfram hjá ESB. Þau þarf að afnema í heild sinni og setja skilvirk íslensk lög um fyrirtækjarekstur ef eðlilegt ástand á að komast á á fyrirtækjamarkaði hér.
Landakaup útlendinga. Mikil andstaða er meðal landsmanna við kaup útlendinga á landi með tilheyrandi nýtingrrétti auðlinda og hlunninda. Það er EES-samningurinn sem veldur því að EES/ESB-aðilar geta keypt hér land. Lögin sem Alþingi samþykkti 29.6.2020 breyta því ekki en setja margs konar önnur ávæði um landakaup sem sum hamla gegn eðlilegum eigendaskiptum á landareignum og eru þannig til óþurftar.
Loftslagsmál. Mikill hluti tilskipana og kvaða frá ESB eru forsendaðar með baráttu við loftslagsbreytingar og eiga að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda, aðallega koltvísýrings. Stjórnvöld Íslands flæktust með ESB í þessa baráttu að óþörfu, Ísland hefur algera sérstöðu meðal ESB/EES-landa vegna þess að obbinn af íslenskri orku er framleiddur án reyks. Ísland hefur fyrir löngu náð markmiðum ESB á því sviði án þess að afskipi ESB hafi þurft til. Þessi lög eru komin til af óþarfa fylgisspekt við ESB. Þau eru helsi á atvinnurekstur og svo kostnaðarsöm að fjárvöntun mikilvægra nauðsynjamála mundi leysast ef lögin væru ekki sett.
Ríkisstjórnir hafa leikið þann leik síðan EES komst á að koma ESB-tilskipunum í gegnum Alþingi þegar alþingismenn eru ekki í skapi til að ljá málum umhugsun og meginfjölmiðlarnir að sinna sumrinu og nenna ekki að reifa vond mál sem Alþingi á að samþykkja rétt fyrir sumarlokun.