Afnám verðtryggingar klaufabragð

Verðtryggingin var um áratuga skeið eina leið venjulegs fólks og fyrirtækja til að gera öruggar fjárskuldbindingar fram í tímann. Hvort sem er við íbúðakaup og sölu eða önnur viðskpti með verðmæti. Verðtryggingin er þróuð aðferð til að skilja hinna raunverulegu vexti frá hækkun lána sem stafar af verðbólgu. Nú ætla stjórnvöld okkar að fálma við og helst afnema verðtrygginguna.

Sjá fram í tímann. Þeir sem taka verðtryggð lán með fastákveðnum vöxtum til lengri tíma sjá hvaða raunvexti þeir eiga að borga og geta skilið þá frá hækkun lánsins sem stafar af hækkun höfuðstólsins, og á verði fasteignarinnar, í takt við verðbólgu. Verðbólga er eðlileg í þjóðfélögum sem eru í uppbyggingu, tilraunir til að afnema hana eru bæði varasamar og byggðar á vanþekkingu þó skynsamleg stjórnun efnahagsmála eigi að halda verðbólgunni innan þolanlegra marka. Valkosturinn við verðtryggða skuldbindingu er breytilegir vextir sem þeir sem lánin fá hafa takmörkuð völd yfir. Vandamál verðtryggingarinnar er hvaða vísitölum á að beita og hvernig á að reikna þær út. En meðan venjulegar aðstæður gilda er vel hægt að reikna út og beita eðlilegum verðvísitölum.

Glóruleysi Hrunsins. Nú er ætlunin að afnema verðtryggingu til að þjónkast við hugmyndir frá hagsmunafélögum. Ranghugmyndirnar sem komu upp í Hruninu, og japlað var á af sjálfskipuðum hagspekingum í meginfjölmiðlunum, skjóta enn upp kollinum þó þær hafi flestar hlotið agaða umfjöllun greindra manna og verið hraktar:

1-Ónýt stjórnarskrá (sem gerði okkur þó kleyft að verja efnahagskerfið)

2-Ónýtt stjórnkefi, láta frekar ríkjasamband í þúsund kílómetra fjarlægð stjórna okkur (það var stjórnkerfi EES/ESB sem olli alvarleika Hrunsins hér)

3- Ónýtur gjaldmiðill (sem þó gerði okkur kleyft að halda útflutningsatvinnuvegum gangandi), fá frekar lánaðan annarra manna pening og láta þá stjórna peningamálum.

4-Ónýt verðtrygging, láta bankana (og gjaldeyrisbraskarana, „markaðinn“) stjórna vöxtunum.

Verðtryggingin er nauðsynleg öruggum húsnæðisviðskiptum. Verðtryggingin fékk álitshnekki í Hruninu, vandinn þar var aðallega vegna vísitöluviðmiðana sem voru ekki gerðar fyrir aðstæður Hrunsins (megináfall Hrunsins óx vegna óhóflegrar og ólöglegrar erlendrar lántöku og verðminnkunar íslensku krónunnar með Hruninu, krónunni og jafnvel verðtryggingunni var kennt um). Það er vitlegt að uppfæra verðtryggingakerfið og reyna að hafa vísitölurnar raunsannar. En nú virðist ætlunin vera að taka fasteignaverð úr vísitölunum. Það eru einmitt fasteignaviðskiptin sem þarf að gera með verðtryggingu. Ungt fólk sem er í húsnæðiskaupum þarf á öryggi að halda og þarf að geta átt verðtryggð viðskipti. Niðurstaðan verður að lánveitendur heimta vexti eftir eigin duttlungum og „ávöxtunarkröfum“ sem eru undantekningarlítið of háar. Ef einhverjir vilja óverðtryggð viðskipti má þeim vera það frjálst. En afnám verðtryggingarinnar gerir eðlilegri verðþróun íslensku krónunnar frekar illt en gott og gerir fjárhagsskuldbindingar milli manna til langs tíma ferð án fyrirheits, háða dyntum fjármálamanna og fjarlægra áhrifavalda.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001 (takmarkanir á notkun verðtryggingar í lánssamningum til neytenda).
Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 36/2001, sem byggjast á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um markviss skref til afnáms verðtryggingar frá 3. apríl 2019 sem er liður í aðgerðum ríkistjórnarinnar til stuðnings svokallaðs lífskjarasamnings aðila vinnu­mark­að­arins. Í yfirlýsingunni koma fram sjö aðgerðir sem ríkisstjórnin mun beita sér fyrir til afnáms verðtryggingar. Frumvarp þetta fjallar um þrjár fyrstu aðgerðirnar, þ.e. takmarkanir á hámarks- og lágmarkstíma verðtryggðra jafngreiðslulána og að vísitala neysluverðs án húsnæðis verði grundvöllur verðtryggingar.
Október.
https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1437

This entry was posted in Bankar, EES. Bookmark the permalink.