Ísland í erindrekstri fyrir ESB

Íslenskir stjórnmálamenn eru orðnir erindrekar ESB. Utanríkisráðherrann tekur á móti stjórnarandstæðignum frá Hvítarússlandi. Þingmaður úr sjóræningjaflokknum („pírati“) skrifar níð um meðferð Rússa á Krímbúum. Og ríkisstjórnin lætur Ísland taka þátt í „refsiaðgerðunum“ gegn Rússum vegna Úkraínu. Ekkert af þessu er í þágu hagsmuna Íslands heldur er markmiðið að innlima lönd Rússa í ESB.

Tilskipanir hafa komið stöðugt frá ESB um refsiaðgerðir gegn Rússum, 2018 voru nr. 2017/1561, 1547, 1549, 2214, 2426 og 2212 sett í íslenska reglusafnið vegna „ástandsins í Úkraínu“ og „innlimunar Krím“. Valdboðin eru ákvarðanir í utanríkismálum sem sjálfstæðar þjóðir taka venjulega sjálfar.

Hvítarússland hefur nú bæst í hóp rússneskra landsvæða þar sem íslensk stjórnvöld ganga erinda ESB. Markmiðið er að gefa leppum ESB lögmæti og gera þarlend stjórnvöld tortryggileg. Tsíkanovskaja er hér og fær hvatningu og upphefð frá íslenskum utanríkisráðherra (Mbl 2.7.2021)

Fyrstu valdboðin frá ESB um refsiaðgerðir gegn Rússum komu í mars 2014. Grunnástæða var að Úkraína neitaði að sækja um aðild að ESB í nóvember 2013 og var reynt að kenna Rússum um. Þar með var Rússagrýlan opinberlega endurreist. Íslensk stjórnvöld tóku þátt í refsiaðgerðunum sem orsökuðu reiði Rússa og hrun í viðskiptum Íslands við einn mikilvægasta markaðinn og eina traustustu vinaþjóð Íslands. Færeyjar höfnuðu aðild að refsiaðgerðunum. Líka samstarfsþjóð Íslands í EFTA, Sviss (sem er hvorki í EES, ESB né NATO).

Bandaríkjastjórn undir Obama hafði „fjárfest“ 5 milljarða dala í undirróðri þegar óeirðaseggir, á launum hjá „fjárfestum“ á Vesturlöndum, komu af stað götubardögum í Kænugarði í byrjun árs 2014. Þekkt spillingaöfl í ESB og Bandaríkjunum eyddu miklum en óþekktum fjárhæðum í að valda upplausn í Úkraínu. Markmiðið var og er að opna Úkraínu fyrir rupli vestrænna „fjárfesta“, eins og Grikkland og Litháen, og þrengja að Rússum. Upplausnaröflunum tókst að flæma löglega kjörna stjórn Úkraínu frá völdum og koma sínum leppum að.

Krímskagi er byggður Rússum að mestu og hefur verið rússneskt landsvæði um aldir. Þegar Ráðstjórnarríkin voru fallin notuðu ráðamenn í Úkraínu tækifærið og innlimuðu Krím ólöglega (1991-1995). Íbúar Krím ákváðu 2014 á lýðræðislegan hátt að verða aftur hluti af Rússlandi.

https://www.theguardian.com/commentisfree/2014/apr/30/russia-ukraine-war-kiev-conflict

https://www.strategic-culture.org/news/2017/03/28/so-who-annexed-crimea-peninsular-then/

This entry was posted in EES, Utanríkismál. Bookmark the permalink.