Danskur vindur

Orkuöflun og „græn verkefni“ stendur nú til að auka í samvinnu við Dani (Mbl.10.10.24). Dönsk stjórnvöld hafa í áratugi verið ötulir þátttakendur í loftslagssvindlinu og hvergi á byggðu bóli er dýrari orka en í Danmörku. Danska ríkið á meirihluta í stærsta sjóvindmyllufyrirtæki heims, Örsted, stærsti vindmylluframleiðandinn á heimsvísu er danska Vestas.

Risaverkefni Örsted hafa stöðvast, í Bandaríkjunum hefur verið hætt við mjög stóra sjóvindmyllugarða

https://www.theguardian.com/environment/2023/nov/01/rsted-cancels-two-us-offshore-windfarm-projects-at-33bn-cost

Ýmsar langsóttar afsakanir eru gefnar en meginástæðan er að vindmyllurnar eru baggi á bæði umhverfinu og almannasjóðum og meira að segja umhverfistrúaðir stjórnmálamenn eru að gefast upp en vindmyllurnar ganga á ríkisstyrkjum en ekki vindi eins og verkfræðingar uppgötvuðu snemma og hafa haft í flimtingum lengi!

Í Svíþjóð keyrði stórt „rafeldsneytisverkefni“ Örsted í strand í sumar leið. Þar átti að framleiða tréspíra fyrir kaupskipaflotann. Það er aðeins til ein grunngerð af rafeldsneyti, rafgreiningarvetni unnið úr vatni, allt annað „rafeldsneyti“ er svo búið til úr vetninu. Í Örstedverksmiðjunni í Svíþjóð átti að nota koltvísýring (eins og í tilraunaverksmiðju Carbon Recycling í Svartsengi) sem hráefni með vetninu en til slíkrar framleiðslu þarf tvöfalt meiri orkuku til að framleiða vetnið en fæst úr tilbúna eldsneytinu, metanólinu (tréspíranum)!

https://www.frjalstland.is/2022/02/11/orkuskiptin-eru-draumorar/

Svo það var von að Örsted hætti við, skipaeigendur eru tregir að kaupa lélegra eldsneyti sem er líka margfalt dýrara en það sem þeir nota nú. https://www.spglobal.com/commodityinsights/en/market-insights/latest-news/energy-transition/081524-orsted-scraps-swedish-flagshipone-e-methanol-project-under-development

Samvinna Dana og Íslendinga við að reisa danskar vindmyllur eða “rafeldsneytisverksmiðjur” á Íslandi verður framhald af aldalöngu mergsogi Dana á Íslandi eins og á fyrri tíð. Danskar vindmyllur og rafeldsneytisverksmiðjur, byggðar á draumórum en ekki verkfræði, sem „græna“ samstarfið við Dani mun reisa á Íslandi verða stórskemmd á umhverfinu og þungur baggi á skattgreiðendum Íslands. Það er bara gott að vinna með Dönum, bara ekki í orkuframleiðslu eða „grænni starfsemi“!

Eftir Friðrik Daníelsson, efnaverkfræðing

This entry was posted in Loftslag, Umhverfismál. Bookmark the permalink.