EES er að eyðileggja framleiðsluiðnaðinn

Eitt miklivægasta fyrirtæki landsins stefnir í lokun. Ástæðurnar eru of hátt orkuverð og vanefndir á afhendingu fallvatnsokru. Þetta hefur verið fyrirséð allt frá því er EES-samningurinn fór að hafa veruleg áhrif. Stjórnvöld Íslands hafa ekki staðið með iðnaðinum en látið tilskipanir frá ESB spilla starfsaðstöðu, innviðum og fyrirtækjunum sjálfum. Nú er komin gild afsökun fyrir iðnfyrirtækin að loka og gera þúsundir manna atvinnulausa. Það þýðir að Landsvirkjun mun komast í vanda og í framhaldi líklega úr eigu landsmanna. Ónýtt orka verður leidd úr landi gegnum sæstreng.

ESB hefur spillt orkumálum landsins með EES-tilskipunum, m.a. um „samkeppnisvæðingu“ og sundurlimun orkukerfisins (sjá m.a. lög frá 2003 og 2019). Afleiðingin er óhagkvæmari orkuframleiðsla og óöruggt orkukerfi. Orkufyrirtækin hafa verið leidd út í að stunda einhvers konar samkeppni sem er þó í raun illgerlegt hérlendis vegna aðstæðna. Beislinu hefur verið sleppt fram af orkufyrirtækjunum og þeim gefnar frjálsar hendur með að verðleggja orkuna. Það hefur leitt til okurs eins og þekkt er þegar ein- og fáokunarfyrirtæki fá verðlagningarfrelsi. Landsvirkjunn og klofningsfyrirtækið Landsnet eru farin að krefjast hærra orkuverðs en iðnaðurinn getur borgað. ÍSAL hefur barist í bökkum með allt of hátt orkuverð í áraraðir. Nú er þeim bardaga að ljúka, eigandinn vill loka álverinu. https://www.frjalstland.is/2019/10/10/nidurrifid-er-hafid/#more-1606

Vottorð um raforkuframleiðslu má framleiðandinn selja samkvæmt EES, Landsvirkjun hefur selt „upprunavottorð“ um vatnsorkuframleiðslu til fyrirtækja í ESB sem nota þau til að þykjast framleiða vatnsorku. Landsvirkjun þarf í staðinn að þykjast framleiða kolaorku (eða kjarnorku eða gasorku) fyrir ÍSAL. Það eru vanefndir, ÍSAL hefur frá byrjun kynnt sína framleiðslu úr vatnsorku. Þetta verslunarkerfi með blekkingar er fyrir peningaeigendur í ESB og þáttur í blekkingaleik ESB um loftslag.

Álmarkaðurinn bætir ekki stöðuna fyrir ÍSAL nú í Kínapestinni. Kaupendur eru með nægar birgðir og nota ekki mikið um sinn. Offramleiðsla Kínverja og niðurgreiðslur til álfyrirtækja þar gera markaðinn slæman fyrir fyrirtæki á Íslandi sem fá engan stuðning en þurfa að hlíta of háu orkuverði samkvæmt kokkabókum ESB. Þar hafa flest öll álver og önnur grunniðjuver þegar lokað. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/04/07/oviss_framtid_alversins/

Áhrif ESB gegnum EES á orku- og iðnaðarmál Íslands, og óstjórn okkar stjórnvalda, hefur leitt til að Landsvirkjun hefur okrað á ÍSAL um árabil og braskað með loftslagsblekkingar í trássi við hagsmuni ÍSAL. Stjórnvöld okkar hafa ekki staðið með iðnfyrirtækjunum en horft þegjandi á hvernig EES-reglugerðakviksyndið er að eyðileggja fyrirtæki. Það þarf að gerbreyta eða afnema EES-regluverkið, skipta um eigendastefnu og stjórn Landsvirkjunar. Og fara að hugsa um aðalatvinnuvegi landsmanna. Ef menn ætla að eiga fyrir Kínaveirunni.

This entry was posted in EES, Orka. Bookmark the permalink.