ESB hótar Bretum fram á síðustu stund

-„Okkur er sagt að ESB muni ekki aðeins leggja tolla á vörur sem fluttar eru frá öðrum svæðum Bretlands til Norður-Írlands heldur gætu þeir stöðvað flutninginn- -við gátum aldrei trúað að ESB myndi nota samning, sem gerður var í góðri trú, til að loka hluta af Bretlandi eða að þeir mundu hóta að eyðileggja efnahagslega og landfræðilega heild Bretlands“- (Boris Johnson. The Telegraph 12.9.2020)

Ein af ástæðunum fyrir útgöngu Breta úr ESB var að þeir vildu losna undan dómsvaldi ESB. Mannréttindadómstóll Evrópu, sem á að vera óháður ESB en er orðinn einskonar leppstofnun ESB, hefur líka skipt sér af breskum málefnum í óþökk Breta og valdið þar vandamálum eins og hér á Íslandi. Gústaf Adolf Skúlason lýsir þessu þannig:

-“Stóra Bretland hefur stöðugt hafnað því að setja tryggingu fyrir að framfylgja evrópska mannréttindasáttmálanum í samningaviðræðunum við Evrópusambandið. Boris Johnson hefur þvert á móti varað ESB við því að Bretar munu sjálfir taka málin í eigin hendur. Ein af ótal kröfum ESB í Brexit samningnum var að Bretar gæfu skilyrðislaust loforð um að hlíta Mannréttindasáttmálanum eftir útgöngu úr ESB.

Búast má við að ESB noti markmið Breta að ákveða sjálfir hverjir dvelji í landi sínu til enn frekari sleggjukasta fyrir eigin hagsmuni í Brexit-viðræðunum. Ástandið í Brexit-umræðunum er eldheitt og stefnir í að Bretar yfirgefi ESB samningslausir ef talsmenn ESB taki sig ekki í kragann fyrir 15. október og semji en ESB hótar m.a. viðskiptabanni á Norður-Íra til matvælakaupa sem lið í kúgunarspilinu gegn Bretum.

Stóra Bretland hefur í mörg ár átt í erfiðleikum með að vísa hættulegum útlendingum úr landi vegna ákvæða Mannréttindasáttmálans og hefur það valdið gremju og reiði yfirvalda og almennt í Bretlandi. Theresa May sagði 2016 að Bretar ættu að segja sig frá sáttmálanum „vegna þess að hann bindur hendur þingsins.” Núna endurskrifa Bretar lögin svo þeir þurfi ekki að framfylgja ákvæðum sáttmálans sem tryggir hættulegu fólki vistarveru í Bretlandi.

Dominic Cummings ráðgjafi Boris Johnson hefur ásakað Mannréttindadómstólinn í Strassburg fyrir dóma sem hindra brottvísun hættulegra erlendra glæpamanna. Cummings hefur einnig varað við því að Bretar munu fara eigin leiðir eftir aðskilnaðinn við ESB“- https://gustafskulason.blog.is/blog/gustafskulason/entry/2254641/

This entry was posted in BREXIT. Bookmark the permalink.