Evrópusambandið heldur áfram að setja Íslandi lög

Um þriðjungur af þeim lögum og þingsályktunum sem ríkisstjórnin hefur lagt fyrir Alþingi að samþykkja síðustu ár eru frá ESB. Alþingi á í vetur að samþykkja 145 mál samkvæmt skránni, þar af 53 Evrópusambandslög, tilskipanir og reglugerðir. Alþingi getur ekki lengur sett eða breytt lögum að vild, EES og lög ESB sem sett hafa verið hér setja Alþingi skorður við eigin lagasmíð.  https://www.frjalstland.is/thingmalaskra-152-loggjafarthings-2021-2022-ees-mal-23-12-2021/

Alþingi hefur engin áhrif á innihald ESB-laga eða „gerða“ og hefur aldrei hafnað þeim. Samþykki Alþingis er formsatriði. Evrópusambandið hefur þannig löggjafarvald og framkvæmdavald á Íslandi sem er æðra valdi Alþingis samkvæmt skilningi sambandsins á EES-samningnum. https://www.frjalstland.is/2020/10/15/esb-log-aedri-islenskum-logum/

Þegar Alþingi setur Evrópusambandslög kallast það „innleiðing“, þingsályktanir“ eru samþykktir á öðrum tilskipunum og reglugerðum ESB. Í hverju EES-máli geta verið margar tilskipanir og reglugerðir.

Reglugerðaflóðið frá ESB er mikið, samkvæmt leitarvél island.is í reglugerðasafninu hafa verið settar 474 EES-reglugerðir og EES-reglugerðabreytingar á árinu 2021. https://island.is/reglugerdir?q=ees+regluger%C3%B0ir&year=2021&iA=true

Sameiginlega EES-nefndin svokallaða „tekur gerðirnar upp í EES-samninginn“ eins og það er orðað en í framkvæmd stjórnar ESB einhliða hvaða tilskipanir ganga í gildi á EES-svæðinu. Þegar sameiginlega EES-nefndin hefur stimplað gerðirnar eru þær í framkvæmd orðnar að íslensku regluverki þó sú nefnd sé ekki lýðræðislegt löggjafar- eða framkvæmdavald hér.

Lög og reglugerðir Íslands innihalda nú þegar mikið af ESB-regluverki og oft erfitt að greina hvaða ný lög og reglur eru afleiðingar EES eða eftirhermur ESB-regluverks. Á vissum sviðum eru ESB-lög allsráðandi. ESB-reglur stjórna nær alfarið umhverfismálum, orkumál falla í vaxandi mæli undir stjórnkerfi ESB vegna EES.

Loftslagsmál“ eru sögð ástæða sífjölgandi stjórnvaldsaðgerða ESB og fyrirskipa höft á notkun eldsneytis og „orkuskipti“, óraunsæjar aðgerðir sem eru þegar farnar að rífa niður efnahag ESB. Þær bitna óréttlátlega á Íslandi sem notar ekki eldsneyti til að framleiða raforku eins og ESB-lönd. Kalt loftslag er á Íslandi og landið er eyja háð samgöngum á sjó og í lofti, vetniskolefnaeldsneyti er því í raun eini orkugjafi flutninga og samgangna sem kemur til greina fyrir Ísland.

This entry was posted in EES. Bookmark the permalink.