Útlend sorphirða

Landsmenn fá yfir sig fjöldann af EES-lögum sem eru sett í óþökk bæði landsmanna og þeirra sem eiga að sjá um að landsmenn hlýði þeim. Þau valda miklum vanda og kostnaði, sem dæmi lög um úrgang og sorphirðu. Þau versna með hverri nýrri EES-tilskipun. Þau eru ekki sniðin fyrir íslenskar aðstæður og henta ekki hérlendis.

Reykjavíkurborg hefur farið út í dýrkeypta tilraunastarfsemi til þess að þykjast vera “umhverfisvæn” í anda ESB/EES. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi rekur 6 milljarða mistök borgarstjórnar í sorphirðu í grein í Mbl. 24.11.2022:

Mikilvægur ársfundur byggðasamlaga – borgarstjóri í Barcelona-

Tilraunastarfsemi á kostnað skattgreiðenda Dýr mistök hafa einnig átt sér stað hjá Sorpu. Fyrirtækið byggði jarðgerðarstöðina GAJU þar sem lífrænn úrgangur átti að mygla og rotna í stórum stíl og verða að moltu. Langvinnir erfiðleikar hafa komið upp við rekstur stöðvarinnar, sem tekin var í notkun árið 2020. Stöðin er enn í svokölluðum uppkeyrslufasa og samningsbundin afköst hafa ekki náðst. Hráefni GAJU hefur ekki myglað sem skyldi en hins vegar er komin upp mygla í sjálfu húsinu! Í desember 2021 var greint frá því í DV að upphaflegur kostnaður við GAJA hefði átt að vera 3,7 milljarðar kr. en væri þá kominn í 6,2 milljarða. Hluta vandræðanna virðist mega rekja til þess að vinnsluaðferðir stöðvarinnar byggjast á nýjungum, sem hafa hvergi verið reyndar áður og þaðan af síður sannað sig. Bygging GAJU er því í raun afar dýrt tilraunaverkefni á kostnað skattgreiðenda. Á ársfundinum spurði ég um endanlegan kostnað við stöðina án þess að svör fengjust.

Vandanum velt yfir á almenning-Gjaldskrár eru bara hækkaðar og vandanum velt yfir á almenning. Verulegar hækkanir urðu á gjaldskrá fyrirtækisins á árinu 2021. Þá er áætlað að þjónustutekjur Sorpu muni aukast um 27% milli áranna 2021-2022 vegna mikilla gjaldskrárhækkana á yfirstandandi ári. Stefnt er að minni gjaldskrárhækkunum á komandi ári en þó á gjald vegna almenns heimilisúrgangs að hækka um 13%. „

Alþingi kom á lögum ESB um „hringrásarhagkerfið“ 13.6.2021 sem eru flækja af draumórakenndum EES-tilskipunum til viðbótar við áður lögleiddar EES-tilskipanir. Lögin eru ættuð frá umhverfistrúfélögum og sniðin að þéttbýlum menguðum svæðum, þau eru tískuhlaðin, allt of flókin og mjög kostnaðarsöm, henta Íslandi ekki og eru óframkvæmanleg að stórum hluta. Þau eru byggð á undirmálsvísindum. Þau eru aðallega 4 EES-tilskipanir: 2018/850, 2018/851, 2018/852, 2019/904 https://www.althingi.is/altext/151/s/1187.html sem ekki er sagt frá í lögunum sjálfum: Lög um meðferð úrgangs -um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi) https://www.althingi.is/altext/stjt/2021.103.html

Kostnaðurinn á sveitarfélögin (Mbl 17.11.2022) og heimilin verður mikill og óþarfur. Lögin voru sett í andstöðu við sveitarfélögin sem lenda í botnlausum gagnslausum verkefnum og kostnaði. Eins og lengi hefur verið þekkt er besta almenna aðferðin við að hringrása sorpi að urða það þar sem lífríki jarðvegsins brýtur það niður og býr til nýjan jarðveg skattgreiðendum og heimilum að kostnaðarlausu. Sorpbrennsla er önnur hagkvæm aðferð sem hringrásar kolefninu úr lífrænum úrgangi aftur ut i andsrúmsloftið þaðan sem það kom og eykur gróðurvöxt og uppskeru nytjajurta. Nothæfan úrgang geta sjálfstæð fyrirtæki nýtt. Málma er hægt að endurbræða og hringrása nærri endalust með fullum gæðum.

https://www.frjalstland.is/2020/07/04/reglur-esb-um-urgang-henta-ekki-fyrir-island/

This entry was posted in EES, Umhverfismál. Bookmark the permalink.