EES-tilskipanir frá ESB um orkukerfi („orkupakkar“) eru -“til þess að auka samkeppni og hagkvæmni-“ samkæmt ESB. Árangurinn hérlendis er þveröfugur. Tilskipanirnar hafa orðið til þess að íslensku orkufyrirtækin hafa verið brotin í sundur í minni og óhagkvæmari einingar, óþörfum fyrirtækjum fjölgað og orkukaup almennings eru orðin flókin og ógegnsæ. Samkeppnisstefnan í ESB á ekki við aðstæður hérlendis þar sem orkumarkaður, fyrir utan stóriðjuverin, er lítill og hagkæmnin næst með því að nýta orkuna sem næst orkuverunum.
Orkupakki 4 er næsti EES-tilskipanabunki. Skemmdirnar á íslenska orkukerfinu, sem var einu sinni heimsþekkt fyrir gæði og hagkvæmni, heldur því áfrfam meðan EES er í gildi. Stefna ESB er að einkavæða fyrirtækin, fjölga orkufyrirtæjum, fjölga milliliðum, heimila fyrirtækjum í ESB og á EES að virkja ár og háhitasvæði, bjóða út virkjanaleyfi reglulega og skattleggja orku. ESB rekur stefnu gegn hagkvæmum orkuverum: Kjarnorkuverum, kolaorkuverum, jarðgasorkuverum. 4 orkupakkinn kallast „Hrein orka fyrir alla Evrópubúa – pakkinn“ og er upptalning af bábiljum og draumórakenndum hugmyndum fyrir þau 59% íbúa Evrópu sem búa í ESB/EES.
Hagkvæmasta og skilvirkasta fyrirkomulagið hefur reynst vera orkufyrirtæki í almannaeigu sem selja orku og afhenda til notenda sem mest í sínum nágrannabyggðum. Orkan á Íslandi var hagkvæmust þegar orkuver almennings sáu alfarið um að framleiða orkuna og koma henni til heimila og fyrirtækja. Eftir að EES-regluverkið skall á eru litlu íslensku fyrirtækin orðin hlutfallslega enn minni og notendur borga fleiri fyrirtækjun fyrir orkuna. Það eru sérstök fyrirtæki í orkuframleiðslu, sérstakt fyrirtæki í orkuflutningi, sérstök fyrirtæki í dreifingu og sérstök fyrirtæki í smásölu. Flækja og blekkingar samkvæmt ESB.
Árni Árnason vélstjóri: “Hvernig í ósköpunum á það að verða neytendum til hagsbóta að bæta við algerlega óþörfum milliliðum sem liggja á sníkjunni?“
„Einn af orkusölunum auglýsir: „Það tekur aðeins eina mínútu að skipta um raforkusala.“
Hugsum aðeins! Hvernig má það vera að það taki aðeins eina mínútu að skipta um orkusala? Hvernig má það vera að rafmagnið rofnar ekki einu sinni sekúndubrot við það að skipta um orkusala? Svarið er einfalt. Það breytist einfaldlega ekkert annað en bankareikningurinn sem peningarnir þínir sogast inn á 24 tíma á sólarhring.
Raforkan er nákvæmlega sú sama, frá sömu virkjuninni (sem við eigum) og fer um sömu lagnirnar (sem við eigum líka). Til þess að verða „orkusali“ þarf ekkert nema nettengda tölvu og bankareikning. Kröfurnar eru eingöngu fjárhagslegs eðlis, eigið fé sem svarar gömlum Range Rover og trúverðugar rekstraráætlanir. Þá geturðu farið að mjólka neytendur fyrir orkuna sem framleidd er í virkjunum í almenningseign og leidd um dreifikerfi sem neytendur eiga sjálfir, og hlegið svo alla leið í bankann að þessum vitleysingum. Þetta er draumastaða fjárgróðabrallara; að sitja við tölvuna og horfa á peningana rúlla inn dag og nótt 365 daga á ári án þess að þurfa að lyfta litla fingri. Best af öllu er að bora sér eins og hvert annað sníkjudýr inn í viðskipti sem almenningur kemst ekki hjá.
Annar orkusali auglýsir ókeypis flutningskassa ef þú flytur viðskipti þín til hans. Hugsum aðeins. Hverjir haldið þið að borgi kassana? Þessir kassar eru léttvægir borið saman við peningana sem þessi orkusali á eftir að sjúga upp úr buddunni hjá fólki allan sólarhringinn allan ársins hring.
Allt er þetta í boði Evrópusambandsins og orkupakkanna í nafni samkeppni.
Hvernig í ósköpunum á það að verða neytendum til hagsbóta að bæta við algerlega óþörfum milliliðum sem liggja á sníkjunni? Hugsum aðeins. Það verður að binda enda á þessa þvælu. Einn bensínsalinn sagði forðum: „Fólk er fífl!“ Ætlum við að láta það sannast?“