Óvinur búinn til

Winston Churchill kom til Fulton, Missouri, 5. mars 1946.

Um sjö mánuðum áður hafði hann verið kosinn úr embætti forsætisráðherra Bretlands sem hann hafði haldið í fimm ólgusöm ár í sögu landsins þegar það tók þátt í að sigra Þýskaland nasismans. Með honum í för til Fulton var Harry Truman, forseti Bandaríkjanna, sem hafði orðið honum úti um heiðursnafnbót við Westminster College þar í bæ. Þeir höfðu þá rætt utanríkisstefnu sinna landa sem svo hafði áhrif á inntakið í þeirri frægu ræðu sem Churchill flutti í Fulton, „járntjaldsræðunni“.

Truman vildi reyna að blása kjark í gamlan stríðsbandamann. Churchill hafði verið utan við sig á fundinum með Stalín og Truman í Potsdam í júlí 1945 og hræddur um að tapa kosningunum sem svo varð. Clement Atlee vann þær og tók svo sæti hans á fundinum. Churchill var áfram á breska þinginu og tók brátt til við að skipta sér af þjóðmálum og beina gagnrýni á Ráðstjórnarríkin og Stalín.

Þegar Truman bauð Churchill í heimsókn var stefna Bandaríkjanna gagnvart stríðsbandamönnunum Rússum ómótuð. Stalin vildi ekki taka þátt í dollaravæðingunni og Bretton Woods samkomulaginu (Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum) sem túlkað var sem tilhneiging til þess að vinna gegn Vesturlöndum. Andstaða Trumans við stefnu Ráðstjórnarríkjanna gagnvart Póllandi urðu líka til þess að draga úr samstöðu gömlu bandamannanna.

Ráðstjórnarríkin lögðu undir sig Austurevrópu í gagnárásinni á Þýskaland vorðið 1945 og settu sér hliðholla aðila til að stjórna, t.d. í Póllandi. Stalín vildi að Austurevrópa yrði áhrifasvæði Ráðstjórnarríkjanna og benti á að Pólland væri við landamærin. Það var Bandaríkjunum ekki að skapi sem vildu koma sínum stjórnarhugmyndum og áhrifum að. Ráðamenn vestra voru líka hræddir við að Ráðstjórnarríkin mundu fara fram úr Bandaríkjunum í hernaðarmætti.

George Kennan, sendimaður Bandaríkjanna í Moskvu, sendi boð heim um að aðalumfjöllunarefni Stalíns í ræðu sem hann hérl 9. febrúar, 1946, væri um innri málefni en ekki um utanríkismál Ráðstjórnarríkjanna. En fjölmiðlar Vesturlanda settu í gang æsingaherferð um „stríðsræðu“ Stalíns. Kennan sagði að ræðan hefði verið „vanabundin“ en þá var honum skipað að gefa skýrslsu. Sú skýrsla reyndist vera lítt marktæk hvað varðaði afstöðu Ráðstjórnarríkjanna til Vesturlanda En Truman notaði skýrsluna til þess að gefa út svokallaða “Truman kenningu“ sem hóf fyrrum stríðsbandamennina Rússa til höfuðóvinar Bandaríkjanna. George Kennan áréttaði síðar að ræða Stalíns hafi ekki verið óvinveitt Vesturlöndum. Þegar þetta gerðist litu Bandaríkjamenn almennt á Rússa sem bandamenn.

Ræða Churchill í Fulton var hugmyndafræðileg viðurkenning á upplognum staðhæfingum um að Rússar hefðu í hyggju hernað gegn V-Evrópu. Churchill gaf þar rásmerkið fyri Kalda stríðið: „Frá Stettin við Eystrasalt að Trieste við Adríahaf hefur járntjald sigið niður yfir Evrópu“-. Stríðsæsingurinn í Truman-kenningunni var ekki í samræmi við það sem Kennan hafði komist að raun um þegar hann skrifaði skýrsluna. Kennan var þeirrar skoðunar að Ráðstjórnarríkin væru hvorki með útþenslustefnu né hernaðarstefnu gegn Vesturlöndum. Hann varð skelfingu lostinn þegar „Trumankenningin“ varð grunnurinn að stefnu Bandaríkjanna 12. mars 1947. Rússahatur og þunglyndiskast gamla stríðsmannsins Churchill og óráðfærni forsetans Trumans varð þar að leiðalýsingu Kalda Stríðsins.

Undirliggjandi hernaðarstefnunni gegn Rússlandi er aldagömul þrá vestrænna auðmanna að komast yfir auð Rússlands. Rússar hafa orðið fyrir hverri árásinni á fætur annarri úr vestri og hafa þurft að færa  miklar mannfórnir til að verjast. Stríðsríkið Bandaríkin og þeirra „sérstöku“ bandamenn, Bretar, þurfa óvin til að réttlæta sína stríðsmenningu og beina sínu heriðnaðarkerfi og áróðri gegn, ef enginn óvinur er til þarf að búa hann til með öllum ráðum, svo sem lygum og áróðri eins og Churchil og Truman gerðu 1946. Alvarlegar afleiðingar af stríðsæsingum járntjaldsræðunnar áttu eftir að koma í ljós.

———————————————————————————–

#Swanson, M.: The War State. CreateSpace Independent Publishing Platform, North Charleston, South Carolina, USA 2013.

#Ritter, S. Sputnk News, Russia, 2023.  https://sputnmmiknews.com/20230305/churchills-iron-curtain-speech-in-perspective-1107974686.html

This entry was posted in Utanríkismál. Bookmark the permalink.