Ísland tekið í stríð

Síðan valdaránið í Úkraínu 2014 hefur stjórnarráð Íslands þurft að stimpla inn í íslenskt regluverk fjölda valdboða frá ESB um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna „ástandsins í Úkraínu“ og „innlimunar Krím“. „Ástandið“ skapaðist af því að Bandaríkin og aðilar í ESB frömdu blóðugt valdarán sem kom af stað borgarastyrjöld. Rússland átti þar engan þátt.

Íslendingar dregnir með í skjóli EES. https://www.frjalstland.is/2018/06/30/esb-akvedur-utanrikisstefnu-islands/  Fyrsta „íslenska“ reglugerðin (í raun reglugerð frá ESB nr. 208/2014) um þvingunaraðgerðir gegn Rússum var sett 18.3.2014, tveim dögum eftir að Krím hafði ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu að sameinast Rússlandi. Reglugerð þessi er sett til þess að framfylgja ákvæðum um þvingunaraðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að framfylgja á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórna aðildar­ríkja Evrópusambandsins og Fríverslunarsamtaka Evrópu um pólitísk skoðanaskipti, sem er hluti samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993.-“ (Reglugerð nr. 281/2014 um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/utanrikisraduneyti/nr/18916 (þegar talað er um Fríverslunarsamtök Evrópu er væntanlega aðeins átt við EES-lönd í EFTA, Sviss mun ekki hafa tekið þátt)

Ástandið“ í Úkraínu er borgarastyrjöld sem ESB- og NATO-lönd efldu upp þegar Úkraína hafnaði aðild að ESB 21.11.2013. Vopnaðar sveitir á vegum Bandaríkjanna og ESB-aðila gerðu árás á löglega stjórn Úkraínu og hröktu hana frá völdum en settu sína leppstjórn til valda. Sú stjórn ofsótti rússneska íbúa Úkraínu. Borgarastyrjöldin stendur enn og nú með þátttöku rússneska hersins sem berst með rússneskum íbúum Úkraínu sem vilja losna undan leppstjórninni í Kænugarði.https://www.frjalstland.is/2022/05/05/bloduga-valdaranid-i-ukrainu/. NATO og ESB reka og styðja stríðið m.a. með fjármagni og vopnum. „Ekki semja frið!“ sagði forsætisráðherra Bretlands við forseta Úkraínu. Úkraínumönnum er fórnað á altari útþenslustefnu NATO og ESB, milljónir Úkraínubúa hafa flúið land, stærsti hópurinn til Rússlands.

Íslensk stjórnvöld tóku þátt í refsiaðgerðunum sem varð til þess að gamalt og gróið viðskiptasamband við Rússa, eitt það mikilvægasta sem Ísland hefur átt, fór til spillis og Rússar settu viðskiptabann á móti. Afsökun íslenskra stjórnvalda var „að rjúfa ekki samstöðu vestrænna þjóða“ en eins og kunnugt er hefur sú samstaða ekki dugað Íslendingum þegar í harðbakka hefur slegið, í landhelgismálum eða Hrunmálum þegar Rússar stóðu með Íslendingum. Færeyjar höfnuðu aðild að refsiaðgerðunum. Líka samstarfsþjóð Íslands í EFTA, Sviss (sem er hvorki í EES, ESB né NATO).

Tilskipanaflóðið frá ESB vegna EES er mikið og stöðugt, mikið af valdboðum eru óþörf, mörg mjög skaðleg og kostnaðarsöm. Ísland hefur misst óskorað vald yfir utanríkismálum með EES-samningnum. Flóð valdboða um „aðgerðir“ gegn Rúslandi heldur áfram óaflátlega, íslensk stjórnvöld hlýða í blindni.

https://www.frjalstland.is/2019/03/28/sjalfvirk-esb-vaeding-islands

Leppstjórn Úkraínu er studd af fasistum og öfgasamtökum. Hún er fjármögnuð og vopnvædd af Bandaríkjunum, NATO-og ESB-löndum. Stríð leppstjórnarinnar við rússnesku íbúa Úrkraínu er að hluta byggt á öfgakenndri kynþáttahyggju. Rússar eru taldir ómennskir eða af urgiskum uppruna. Úkraínustjórn notar vopn og bardagaaðferðir andstæðar alþjóðasamþykktum s.s. klasasprengjur og jarðsprengjur. Þeir skjóta sprengjum á kjarnorkuver sem veldur hættu á geislunarslysi, sprengja fangabúðir Rússa fyrir úkraínska stríðsfanga og setja herhreiður inn í íbúðabyggð.

Ísland hefur dregist inn í stríðsaðgerðir Vesturlanda gegn landi sem Ísland á ekkert sökótt við en stendur í þakkarskuld við. Ísland hefur tekið þátt í refsiaðgerðum sem eru brot á öllum samskiptahefðum þróaðra þjóða og sum brot á lögum. Ísland hefur tekið að sér vopnaflutninga til átakasvæðisins.

Vopnlausa Ísland á ekki heima í stríðsrekstri. Sæmandi væri Íslandi að reyna að bera klæði á vopnin og sætta fylkingar ístf. að láta draga sig á asnaeyrunum í stríðsrekstur.

https://www.frjalstland.is/2022/07/31/vesturlond-glata-forustuhlutverkinu/

This entry was posted in EES, Utanríkismál. Bookmark the permalink.