Orkukreppa ESB er skollin á Norðurlönd

Orkukreppan í ESB og Bretlandi er orðin alvarleg og dýpkar stöðugt. Landstjórnir eru farnar að grípa til örþrifaráða til að draga úr orkunotkun. Herferðin gegn jarðefnaeldsneyti og kjarnorku er komin í uppnám nú þegar raunveruleiki hins þróaða samfélags sem byggir á jarðefnaeldsneyti opinberar sig. Orkukreppan hefur nú náð til hinna orkuríku Norðurlanda og orkuverðið þar komið uppúr öllu valdi og heimili og fyrirtæki komin í vandræði þó nægar orkulindir séu til staðar. Sæstrengir fyrir raforku til Englands og ESB hafa aukið á slæm áhrif spákaupmennsku og hækkað verðin

Orkukreppan hefur verið að grafa um sig í áratugi í takti við útbreiðslu öfgaáróðurs um loftslagsáhrif brennslulofttegunda. Orkukreppan í V-Evrópu hefur nú sprungið út í kjölfar ráðstefna Sameinuðu þjóðanna og eftirfylgjandi tilskipana ESB gegn notkun jarðefnaeldsneytis og kjarnorku sem hefur leitt til lokunar hagkvæmra orkuvera en byggingu óhagkvæmra ríkisstyrktra vind- og sólorkuvera. https://www.frjalstland.is/2022/02/11/orkuskiptin-eru-draumorar/

Einka- og markaðsvæðing almannafyrirtækja í orkuframleiðslu hefur valdið óhagkvæmni og spákaupmennsku og hleypt upp verðum á raforkunni. Tengingar orkukerfa Norðurlanda við ESB og Bretland hafa magnað upp gríðarlega spákaupmennsku og verðhækkanir. Norðurlöndin, sem búa yfir nægum orkulindum, bæði vatnsorku, jarðgasi, olíu, úraníum auk skógarafurða, og hafa byggt upp þróaða orkuframleiðslu á öllum sviðum, hafa nú dregist inn í orkukreppu vegna þægðar við ESB. https://www.frjalstland.is/2022/04/03/vaxandi-fataekt/#more-2636

Noregur (í EES) -“Ein ótrúlegasta afleiðingin af orkuverðsvandanum er að ofurríkir orkuframleiðendur og raforkuseljendur gætu komið af stað fjármálakreppu. Ástæðan er að við við höfum bundið okkur við mikinn spákaupmennskumarkað, NordPool og Euronet, þar sem verðin myndast“ (spotmarkaðsverð myndast á NordPool, langtímaviðskipti eru á Nasdaq í Stokkhólmi segir Øystein Stray Spetalen, fjárfestir í Noregi). NordPool markaðurinn býður upp á svimandi spákaupmennsku þar eð verðin í orkusölunni gegnum sæstrenginn til Englands eru þekkt klukkutíma áður en verðin á öðrum mörkuðum Norðurevrópu er fastsett. Enn meiri spákaupmennska verður á Nasdaq-markaðnum.

Norsku fjármála-og orkuráðuneytin vilja ekki grípa inn í, ekki heldur fjármálaeftirlit og samkeppniseftirlit Noregs sem eru undir EES-regluverkinu. Fjármálaeftirlitið fær sín fyrirmæli frá stjórnvaldsstofnunum ESB í gegnum EES-eftirlitið, ESA. Enginn þorir að ganga gegn ESB-regluverkinu.

Í fimm hundruð metra fjarlægð héðan sitja fulltrúar ACER (orkumálastofnun ESB) og fylgjast með að Noregur svindli ekki“ (með „fulltrúar“ er átt við „sjálfstæðu“ norksu eftirlitsstofnunina RME, orkustofnun Noregs, sem er varðhundur á vegum ACER og framkvæmdastjórnar ESB-“ segir Øystein Stray Spetalen, fjárfestir í Noregi. 

Jan R. Steinholt: https://neitileu.no/aktuelt/strompriskrisa-kan-gi-finanskrise

Svíþjóð (í ESB), þar hefur orkuverðið meir en tífaldast. Bakari í Suður-Svíþjóð segir að rafmagnskostnaðurinn hafi aukist úr 6000 í 70 000 í júlí og sé orðinn tilvistarógn. En enginn flokkur talar skiljanlegt mál um „fílinn í tunnunni“ sem er að stjórmálaflokkarnir samþykktu án umræðna að Svíþjóð yrði með í ACER sem þýðir að Svíþjóð er hluti af raforkumarkaði ESB- http://nejtilleu.se/2022/09/nej-till-eus-energiunion/

Danmörk (í ESB) hefur sokkið einna dýpst Norðurlanda í vindmyllumenninguna og hefur haft eitt hæsta raforkuverð á byggðu bóli enda er um helmingur raforkunotkunarinnar þar frá vindmyllum og sólorkuverum. https://denmark.dk/innovation-and-design/green-solutions

Summary in English

The energy crisis in W-Europe is caused by two decades of unrealistic EU- policies to phase out fossil fuels and uranium and replace them with wind and solar power. EUś meddling in member state’s energy matters with unrealistic regulations has led to a full-blown energy crisis, now hitting the Scandinavian countries because of their EU- and EEA-affiliation. Scandinavia has ample energy resources in waterfalls, oil and gas and Sweden had several nuclear power plants and has uranium finds.

This entry was posted in EES, Loftslag, Orka, Umhverfismál. Bookmark the permalink.