Frjálsir Bretar ryðja braut Íslands

Bretar endurheimta nú sjálfstæðið, 31. janúar, eftir nærri hálfa öld undir yfirvaldi á meginlandinu. Það var líklega ekki ætlunin hjá þeim sem flæktu Bretlandi 1973 í það sem þá var kallað „Evrópubandalagið“ eða „Sameiginlegi markaðurinn“ að afsala sjálfstæði landsins. Meira

Posted in BREXIT, EES | Comments Off on Frjálsir Bretar ryðja braut Íslands

ESB bannar ríkisaðstoð

Hin mikla atvinnuuppbygging á Íslandi á 20 öldinni var oft með aðstoð eða þátttöku ríkisins eðajarfélaga. Útgerð og vinnsla, iðnaður, samgöngur, þjónusta, mörg af atvinnufyrirtækjunum í hinu agnarsmáa hagkerfi Íslands urðu til og uxu úr grasi vegna þáttöku almannasjóða. En ESB fyrirskipar að ríkisaðstoð við fyrirtæki sé ekki heimil nema með sérstöku leyfi erindreka ESB í Brussel. Alþingi á nú að stimpla leyfi til ESA til þess að sekta fyrirtæki og reka mál gegn íslenskum aðilum milliliðalaust vegna ríkisaðstoðarmála. Meira

Posted in EES | Comments Off on ESB bannar ríkisaðstoð

Falsfréttir um kjarrelda í Ástralíu

Fréttaflutningur af veðurfyrirbærum er orðinn svo litaður af rangfærslum að erfitt er að treysta fréttunum. Þær eru oft áróður um „loftslagsbreytingar af mannavöldum“, að mannkyn sé að valda „hamfarahlýnun“. Fréttir af kjarreldum í Ástralíu er nýjasta dæmið sem fjölmiðlar hampa og í fréttirnar er hnýtt fullyrðingum um hitamet og að eldarnir séu án fordæma og vegna hlýnunar loftslags. Meira

Posted in Orka, Umhverfismál | Comments Off on Falsfréttir um kjarrelda í Ástralíu