Eftir Elías Elíasson
“Við skulum vona að Landsneti auðnist að finna það form á markað sem myndar hæfan ramma um þau viðskiptatækifæri sem möguleg eru á íslenska raforkumarkaðnum.” Meira
Eftir Elías Elíasson
“Við skulum vona að Landsneti auðnist að finna það form á markað sem myndar hæfan ramma um þau viðskiptatækifæri sem möguleg eru á íslenska raforkumarkaðnum.” Meira
Frjálst land
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
Fyrirspurn um úthlutun nýtingarréttar orkuauðlinda 26.2.2020
Eftirlitsstofnun EES-samningsins, ESA, sendi íslenskum stjórnvöldum „formlega aðvörun“ 12.3.2014 (skjal no 660 969) og þann 7.5.2015 „rökstutt álit“ (Case no 69674) um að íslensk stjórnvöld brytu EES-samninginn við úthlutun nýtingarréttinda fallvatnsorku og jarðvarmaorku. Meira
Niðurrifsstefna íslenskra stjórnvalda og stjórn ESB á íslenskum málum heldur áfam að taka sinn toll. Alvarlegur samdráttur er í atvinnu, verðmætaskapandi störfum fækkar en fjölgar í opinberri þjónustu. Áhrif ESB í orkukerfinu eru að koma fram með þunga. Iðnaðurinn sem nýtir raforku er að huga að lokun. Fyrirtækin eru ofþyngd af of háu orkuverði og þurfa að eyða stórfé í „losunarheimildir“ sem enginn heilvita stjórnvöld í heiminum leggja á, aðeins ESB enda hrörnar grunniðnaður þar stöðugt.
Bretar endurheimta nú sjálfstæðið, 31. janúar, eftir nærri hálfa öld undir yfirvaldi á meginlandinu. Það var líklega ekki ætlunin hjá þeim sem flæktu Bretlandi 1973 í það sem þá var kallað „Evrópubandalagið“ eða „Sameiginlegi markaðurinn“ að afsala sjálfstæði landsins. Meira
Hin mikla atvinnuuppbygging á Íslandi á 20 öldinni var oft með aðstoð eða þátttöku ríkisins eða bæjarfélaga. Útgerð og vinnsla, iðnaður, samgöngur, þjónusta, mörg af atvinnufyrirtækjunum í hinu agnarsmáa hagkerfi Íslands urðu til og uxu úr grasi vegna þáttöku almannasjóða. En ESB fyrirskipar að ríkisaðstoð við fyrirtæki sé ekki heimil nema með sérstöku leyfi erindreka ESB í Brussel. Alþingi á nú að stimpla leyfi til ESA til þess að sekta fyrirtæki og reka mál gegn íslenskum aðilum milliliðalaust vegna ríkisaðstoðarmála. Meira
Fréttaflutningur af veðurfyrirbærum er orðinn svo litaður af rangfærslum að erfitt er að treysta fréttunum. Þær eru oft áróður um „loftslagsbreytingar af mannavöldum“, að mannkyn sé að valda „hamfarahlýnun“. Fréttir af kjarreldum í Ástralíu er nýjasta dæmið sem fjölmiðlar hampa og í fréttirnar er hnýtt fullyrðingum um hitamet og að eldarnir séu án fordæma og vegna hlýnunar loftslags. Meira