Misskilningur um EES-samninginn stendur í vegi fyrir sókninni til fullveldis.
Samtökin Frjálst land, Heimssýn og Orkan okkar spurðu framboðin til kosninganna um afstöðu þeirra til fullveldis, lýðræðis og sjálfstæðis. Í svörunum við spurningum 2 og 3 (sjá færslu hér á undan) kom í ljós að af þeim níu sem svöruðu voru tvö, Miðflokkurinn og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, sem tóku afdráttarlausa afstöðu með fullveldi og sjálfstæði og endurskoðun eða uppsögn EES-samningsins. Flokkur fólksins, Vinstri-grænir og Sósíalistaflokkurinn höfðu ekki fullmótaða afstöðu. Framsókn svaraði ekki. Í svörum annarra flokka kom fram misskilningur um EES-samninginn: Meira
Íslenskir stjórnmálamenn eru orðnir erindrekar ESB. Utanríkisráðherrann tekur á móti stjórnarandstæðignum frá Hvítarússlandi. Þingmaður úr sjóræningjaflokknum („pírati“) skrifar níð um meðferð Rússa á Krímbúum. Og ríkisstjórnin lætur Ísland taka þátt í „refsiaðgerðunum“ gegn Rússum vegna Úkraínu. Ekkert af þessu er í þágu hagsmuna Íslands heldur er markmiðið að innlima lönd Rússa í ESB.