Vindmyllur og orkukreppan

Orkukreppan sem fylgir „orkuskiptum“ yfir í „græna“ orku versnar stöðugt í ESB. Mikill fjöldi vindmylla hefur verið reistur þar með almannafé undir yfirskini loftslagsmála. Reynsla sem safnast hefur sýnir að vindorkan er ekki aðeins óörugg heldur veldur einnig vanda í orkukerfum. Lengi hefur verið haldið fram að vindmyllur verði stöðugt hagkvæmari. Reynslan sýnir hið gagnstæða. Andstaða almennings gegn vindmyllum vex hratt í takti við umhverfisskemmdirnar, hætturnar og rafmagnssleysið sem þær valda. Okkar stjórnvöld stefna að frekari lagasetningu um vindmyllur til að þjónkast stefnu ESB (sjá t.d. https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2888)

Landskemmdir á kostnað almennings. Á vesturlöndum njóta vindmyllur víða mjög hárra styrkja úr almannasjóðum, bæði við sjálfar fjárfestingarnar sem og við reksturinn. Þær fá forgang að stórum landsvæðum, bæði ósnortnum og landbúnaðarsvæðum. Þær valda heilsuhættum. https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3653647/. Þær geta þeytt frá sér klaka og blaðabrotum, senda frá sér hljóðbylgjur og drepa og meiða fugla. https://www.youtube.com/watch?v=MVHzfUWul2Y. Vaxandi andstaða er við byggingu þeirra meðal nágranna og náttúruunnenda, þær þykja stór og ófögur mannvirki úti í náttúrunni. Sveitastjórnir í Evrópu og Ameríku eru farnar að hafna vindmyllum. https://www.missourinet.com/2020/02/20/missouri-county-is-a-step-closer-to-banning-wind-energy-projects/

https://eu.jconline.com/story/news/2019/05/06/wind-farms-banned-rural-tippecanoe-county-environmentalists-grumble/3660870002/

Vindmyllur þurfa jafnstór orkuver. Orkuframleiðslan dettur út þegar vind lægir eða illa viðrar sem þýðir að þarf jafnstórar varaaflstöðvar og vindmyllurnar. Þ.e. fjárfesta þarf í tvöfaldri framleiðslugetu í öruggu orkuveri eða að örugg orkuver verða að vera áfram rekstrarhæf til að hlaupa í skarðið þegar vindmyllurnar slokkna. Vindmyllurnar fá að tengjast raforkukerfinu og selja raforku inn á það, að jafnaði á háu verði, sem kallar á flóknar og dýrar stýringar. Þegar bilanir verða geta þær tekið með sér aðra hluta orkukerfisins eins og ný dæmi frá Texas og Englandi sýna. https://eu.statesman.com/story/news/2021/02/14/historic-winter-storm-freezes-texas-wind-turbines-hampering-electric-generation/4483230001/ (Ath!: Falsfréttamiðlar hafa gengið hver undir annars hönd að fela ástæður orkuskortsins í Texas í janúar 2021 sem varð aðallega vegna þess að vindmyllurnar þoldu ekki veðrið sem skall á).

Vindmyllur dýrar að byggja og reka. Vindmyllur hafa reynst óhagkvæmar miðað við ýmsa aðra orkuframleiðslu. Vindmyllutalsmenn hafa haldið fram að þær séu hagkvæmasta orkuframleiðslan og orkan þaðan verði ódýrari með hverjum deginum! Nú er að komast nærri þriggja áratuga reynsla á vindmyllur í V-Evrópu og Ameríku. Hún er ekki fögur. Danir hafa langa reynslu, hún er sú að raforkan í Danmörku er sú dýrasta í heimi! Í Bretlandi hefur Gordon Hughes frá Edinborgarháskóla gert rannsóknir á kostnaði vindmylla. https://www.ref.org.uk/Files/performance-wind-power-uk.pdf Niðurstaða Hughes er að vindmyllurnar eru nærri tvöfalt dýrari nú en fyrir um áratug og rekstur þeirra miklu dýrari, nærri 4-sinnum fyrir þær sem eru út af strönd! Svipaða sögu er að segja vestanhafs. https://www.manhattan-institute.org/dismal-economics-offshore-wind-energy

Vindmyllurnar eru skammlífar. Þær eru viðhaldsfrekar og valda viðgerðarmönnum mikilli hættu. Nýtt umhverfisslys hefur verið að vaxa fram eftir því sem vindmyllurnar eldast. Ónýt risavaxin vindmyllublöð sem ekki er hægt að endurvinna hlaðast upp og ekkert hægt að gera annað en moka yfir þau. https://www.bloomberg.com/news/features/2020-02-05/wind-turbine-blades-can-t-be-recycled-so-they-re-pilingup-in-landfills

Dýr eyðilegging íslenskrar náttúru. Samkvæmt tilskipunum ESB/EES á að stuðla að fjárfestingum í „grænni“ orku sem þýðir að Ísland á erfitt með að stöðva eyðileggingu íslenskrar náttúru með vindmyllum meðan EES er enn í gildi. Erindrekar vindmyllufyrirtækja í ESB/EES vilja reisa hér vindmylluskóga á stærð við Þingvallavatn. Íslensku orkufyrirtækin er jafnvel farið að dreyma vindmyllur. Hugmyndir eru um að framleiða „rafeldsneyti“ (vetni) úr vatni handa ESB til að uppfylla drauma um “kolefnishlutleysi”. Framleiðsla og útflutningur rafgreiningarvetnis er mjög dýr og óhagkvæmur. Vetnið verður margfalt dýrara og hættulegra en jarðgasið sem enginn hörgull er eða verður á þó verðið sé hátt nú um stundir. https://www.frjalstland.is/2020/10/28/graent-vetni/

Skattgreiðendur blæða. ESB mun láta almenning borga kostnaðinn við „rafeldsneytið“ meðan hægt er en ólíklegt er að það verði til langframa. Reynslan hefur líka sýnt að skattgreiðendur þurfa að standa straum af miklu af kostnaðinum við byggingu, rekstur og niðurrif vindmyllanna. Ef ESB vill eyða fé sinna borgara í glórulausa „rafeldsneytisframleiðslu“ með vindmyllum þá er það þeirra mál (Mbl 10.3.2021). Íslensk landsfegurð og fuglar landsins eiga ekki að þurfa að meiðast og deyja vegna heimagerðrar orkukreppu og fátæktargildru ESB.

Dýrasta og óöruggasta orka á Vesturlöndum er í vindmylluhagkerfunum þrátt fyrir rokháar niðurgreiðslurnar frá skattgreiðendum (Danmörk, Þýskaland, Bretland, Texas, Kalifornía ofl.). Vindmyllur eru orkutæki liðinna alda. Þær hafa reynst léleg, dýr, umhverfisspillandi og óörugg orkumannvirki. Orkukreppan sem vindmyllurnar og „græna“ orkan valda dýpkar stöðugt og leiðir til sívaxandi orkufátæktar í ESB og víðar. https://www.bloomberg.com/news/articles/2021-10-05/global-energy-crisis-is-the-first-of-many-in-the-clean-power-era

Vindmyllur eru óþarfar. Jörðin sjálf framleiðir í iðrum sér eldsneyti svo hagkvæmlega að mennirnir geta aldrei komist í hálfkvist. Kol, olíu, gas. Mikil jarðlög af hagkvæmum orkugjöfum, sem duga í aldir, eru á Vestulöndum. Í löndum ESB eru til stór kolalög (um 100 Gt), stór flögubergslög og gassvæði. Í Bandaríkjunum er gnægð kola (um 250 Gt) auk mikilla olíulinda, gaslinda og olíuflögubergsvæða. Orkuver sem nota þessa orkugjafa þurfa ekki stór landsvæði en eru örugg og framleiða orku sem almenningur hefur ráð á að kaupa. Með réttum búnaði senda þau aðeins frá sér óeitraðan koltvísýring og vatnsgufu sem eru nauðsynlegur hluti af andrúmsloftinu og getur aldrei orðið of mikið af. Þær valda ekki varasömum loftslagsbreytingum þó áróður um það glymji í mörgum fjölmiðlum signt og heilagt. https://www.frjalstland.is/wp-content/uploads/2021/03/Loftslag-%C3%A1-%C3%8Dslandi.pdf

Auk þessa eru til miklar birgðir af kjarnakleyfu efni (uran, thorium) á Vesturlöndum og víðar. Við Íslendingar kunnum að nota kjarnorku Jarðarinnar sjálfrar, jarðvarmann, svo við þurfum ekkert af þessu.

Vindmyllur er því óþörf mannvirki og ætti með réttu að banna á Íslandi. https://www.frjalstland.is/2020/12/10/graena-glyjan/#more-2153

This entry was posted in EES, Loftslag, Orka, Umhverfismál. Bookmark the permalink.